Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 15 „í rauninni langar mig mest til að geta ort Ijóð...“ Rabbað við Iris Murdoch, rithöfund .. ■ ■ -*■- - - — Mikið eigið þið gott að hafa þessar dýrðlegu útisundlaugar, ég var að koma úr sundi og er hreint endurnærð," sagði Iris Murdoch glaðlega þegar blm. Mbl. hitti hana stundarkorn árla í gær- morgun á heimili brezka sendi- herrans, Kenneth East. Ég hef alltaf haft gaman af að synda — á árum áður synti ég mikið í sjónum, og írski sjórinn getur nú verið kaldur. En líklega ekki eins og sjórinn hér ... Eins og fram hefur komið hafa þau hjón Iris Murdoch og John Bayley, prófessor og rithöfundur, verið hér undanfarna daga í boði brezka sendiherrans, og með styrk frá British Council. Þau hafa meðal annars haldið fyrir- lestra, setið hádegisverðarboð með kennurum heimspekideildar sem hún sagði að hefði verið frábærlega ánægjulegt og upp- byggilegt, farið í Árnagarð að skoða handrit, hitt kollega og þau voru að leggja af stað til Hvera- gerðis þennan morgun og höfðu daginn áður verið á Þingvöllum. — Það var dramatískt að koma á Þingvöll, segir hún. — Mér fannst fortíðin anda að okkur úr öllum áttum — sagan býr þar í hverjum steini. Ég gat einhvern veginn séð þetta ljóslif- andi fyrir mér — forna höfðingja og goða, mannsöfnuð og þing- haldið. Það hlýtur að vera mikill innblástur að eiga sér svona gimstein sem Þingvellir eru. Ég hlakka líka til að koma til Hveragerðis. Þannig er mál með vexti, að Island hefur lengi haft einhverja skírskotun til mín. Fyrir um það bil tíu árum komum við hjónin hér við á leið til Bandaríkjanna og stoppuðum í sólarhring. Síðan hefur okkur alltaf langað að koma aftur. Þó er Frá málstofuumræðum þeirra hjóna Iris Murdoch og John Bayleys um „skáldsöguna“ í Árnagarði. Ljósm. Mbl. Kristján. ekki svo að skilja að ég hafi búið yfir sérlega mikilli vitneskju um landið. Ég hafði auðvitað lesið nokkrar bækur Laxness og síðan hafði ég kynnst W.H. Auden og mörgu því sem hann skrifaði. En svo höfðaði ísland lika til mín — landfræðilega sér — ef ég má orða það svo — heitir hverir, jöklar — úfin hraun — á ein- hvern rómantískan máta fannst mér sem þetta togaði mig til sín. Umhverfið hefur alltaf haft sterk áhrif á mig, ekki síður en mann- fólkið og ég held að fólk sem leitar eftir miklum umhverfisleg- um áhrifum hljóti að njóta dvalar hér á alveg sérstakan hátt. — Ég hef hitt margt fólk á meðan á þessari stuttu veru okkar hér hefur staðið og það hefur verið afar skemmtilegt. Fyrirlesturinn um „skáldsöguna“ tókst vel, held ég. Fólk spurði góðra spurninga og virtist skilja eðli málsins. Og hér finnast mér allir vera að fást við sköpun og skriftir. Ég er ákaflega hrifin af því hvernig þið notið tímann. Kannski það sé myrkrið og þessi langi vetur, sem þið búið við. Islendingar virðast nota tímann til að lesa og semja. Víða erlendis sezt fólk bara við sjónvarpið og lætur það sjá um sig. Ég er satt að segja andsjónvarpssinni. Það Iris Murdoch er látið eins og sjónvarpið sé listrænn og intellektúell miðill, en hann er í raun og veru — að mínum dómi — bara annars flokks mötunartæki. Margir halda að allar umræður í sjón- varpi hljóti að vera svo gáfulegar og þar af leiðandi telur það óþarft að afla sér þekkingar, því að sjónvarpið sé eiginlega búið að segja því allt sem máli skiptir. Eg spyr hana um nýjustu bókina hennar, „Nuns and Sold- iers“, sem er væntanleg með vorinu í Englandi. — Segja má að einkum komi við sögu þrjár persónur; kona sem hefur verið nunna og snýr aftur út í heiminn. Hún hefur trúarlega tilfinningu, en með endurkomu sinni til hins verald- lega heims glatar hún þessari tilfinningu og missir einhvern veginn fótfestuna. Önnur persóna er Pólverji, fæddur og uppalinn í Englandi, en honum finnst þó sem hann sé í útlegð, því að hann finnur ekki hvar rætur hans eru. Þriðja persónan er málari sem er að því leyti utangarðs, að honum finnst sem sér hafi mfstekizt allt í lífinu. Af því finnst þessum þremur persónum sem þær hafi orðið utanveltu og kunni ekki að finna neina leið sér til björgunar. — Jú, á seinni árum hef ég ritað aðallega skáldsögur. En ég er menntuð í heimspeki og er meðal annars að ljúka riti um heimspekilegt efni nú. En heim- spekin er mér nokkuð þröngt svið. I skáldsögum hefur mér tekizt bezt upp, og þó er það nú svo að helzt af öllu langar mig til að geta skrifað ljóð ... ég geri það öðru hverju, en ég finn að ég næ ekki þeim tökum á því sem ég vildi. Sama er að segja með leikritun — ég hef skrifað nokkur leikrit og leikhúsið og vinnan í því höfðar til mín. Mér finnst samt ég hafi ekki nógu næman skilning á leikritagerð, ekki nógu mikið auga fyrir sviðinu, svo að ég hafi verið ánægð með það sem ég hef gert af því tagi. Ég spyr hana hvort ekki hafi verið erfitt að taka til við að skrifa nýja bók eftir að „The Sea The Sea“ hlaut þessar líka viðtök- ur í fyrra, viðurkenningar, verð- laun og hvaðeina. — í sjálfu sér var það ekki erfitt, segir hún og brosir — ekki nema að því leyti að það er alltaf erfiðara að skrifa bók sem er betri en sú næsta á undan. h.k. Það er ekkert til sem heitir burt Ingibjörg Hafliðadóttir var líka dæmigerð húsfreyja í Vesturbæn- um í hlutverki Þuríðar, í leik hennar var góður skilningur á hinu skoplega. Jóhann Gíslason gerði persónu Eiríks sömuleiðis góð skil. Magnús Jónsson túlkaði Halldór af smekkvísi. Dagný Har- aldsdóttir dró upp skemmtilega mynd af ungu stúlkunni, Hildi. Mundi Þórs Helgasonar, fyrrver- andi sjarmör, var í öruggum höndum Þórs Helgasonar. Lítið en vandasamt hlutverk gamla mannsins túlkaði Árni Ólafsson ágætlega. Þórir Steingrímsson leiddi þessa sýningu fram til sigurs með hjálp fólks sem skortir hvorki áhuga né getu. Leikfélag Keflavíkur: SJÓLEIÐIN TIL BAGDAD eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri: Þórir Steingríms- son. Aðstoðarleikstjóri: Áslaug Bergsteinsdóttir. Ljós: Árni Ólafsson, Jens Hilm- arsson. „Við erum öll að reyna að komast burt. Það er ekkert til sem heitir burt“, segir Signý í Sjóðleið- inni til Bagdad. Þessi orð eru sögð á örlaga- stundu í gömlu húsi í Vesturbæn- um þótt í upphafi leikritsms sé lögð áhersla á að ekki hæfi að tala um örlög þegar rýnt sé í fortíð þessa fólks sem við sögu kemur. Jökli Jakobssyni tókst flestum íslenskum leikritahöfundum betur að sýna hversdagsleikann í draumkenndu ljósi, stefna saman amstri daglega lífsins og fjar- rænni ljóðrænu. Meðal þess sem er tákn hins óræða í Sjóleiðinni til Bagdad er múkki með mannsaugu, fuglinn sem fylgir bátunum eftir um hafið. Sjómaðurinn Halldór sem rær til fiskjar frá Reykjavík, en hefur áður flækst um heiminn á erlendum skipum, ræðir oft um múkkann og einkum við konuna sem hann unni og anri enn, Signýju. En Signý er gift Eiríki, menntuðum, en ráðvilltum og eirðarlausum manni sem er einum um of gefinn fyrir sopann. Samt vill Signý ekki missa hann þótt æskuvinurinn bjóði henni sam- Lelklisl eftlr JÖHANN HJÁLMARSSON fylgd. Það er ekkert til sem heitir burt. Það er ekki hægt að flýja veruleikann, umhverfið sem hefur mótað mann. I húsinu í Vesturbænum kynn- umst við auk þeirra persóna sem nefndar hafa verið, gömlum manni, föður Halldórs sem er að bíða eftir mikilvægu bréfi og verður tíðrætt um prest sem hann lítur upp til. Þuríður húsfreyja á líka sína drauma um prest, guð- fræðing sem gekk á eftir henni þegar hún var ung, en var með heldur stórt barkakýli. Vörubíl- stjórinn Mundi kom aftur á móti í þorpið þar sem Þuríður ólst upp, var í fallegum stígvélum, heillaði ungar stúlkur á böllum og áður en varði var hann búinn að krækja í Þuríði. Signý er dóttir þeirra og einnig Hildur sem er fjórtán ára skólastúlka sem lífið kallar á og hún metur meira en leiðinlegar skólabækur. Þótt vonbrigði séu algeng í þessu húsi virðist það líf sem þar er lifað óhagganlegt. Til þess að svæfa sárustu kenndirnar er ákaft hellt upp á könnuna. Tíu droparn- ir og umræður um náungana létta lífið. Sjóleiðin til Bagdad er eins og fleiri leikrit Jökuls Jakobssonar, til að mynda Hart í bak, vel fallið til sýninga í áhugamannaleikhúsi. Það kom líka á daginn að Leikfél- ag Keflavíkur hefur á að skipa fólki sem kann að túlka heim skáldsins. Allir leikararnir gerðu sitt besta til að skapa rétta stemningu. Án þess að gert sé upp á milli leikenda vakti Hrefna Traustadóttir sérstaka athygli í hlutverki Signýjar. Túlkun hennar var markviss, fékk áhorfandann til að skilja þessa persónu sem er reyndar sú flóknasta í verkinu. /Sýning Guðrún Kristín sýnir keramik og skrautmuni fyrir veggi og glugga í verslun okkar v/Smiðjustíg 3.- 13. apríl. Opin: Virkadagakl. 9-6 Laugardag kl. 9-5 Sunnudag kl. 2-7 KRisunn SIGGGIRSSOn HF. LAUGAVEGI 13. REYKJAVIK SIMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.