Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 19
HVAÐ EB AÐ 6ERAST I BÆNUH MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 1 9 STYRKTARTÓNLEIKAR: Yfir 100 ungmenni styrkja byggingu hjúkrunarheimilis um á aldrinum 16—21 árs. Stjórn- andi hans er Þorgerður Ingólfs- dóttir. Stjórnandi Hornaflokksins er Björn Guðjónsson. Á efnisskrá Hornaflokks Kópa- vogs verða lúðrasveitarmarsar, beat-tónlist og margt fleira. Hjá Hamrahlíðarkórnum er m.a. að finna íslenzka tónlist, madrigala, negrasálma og þjóðlög frá ýmsum löndum. Allur ágóði rennur til byggingar Hjúkrunarheimilis aldraðra. Með- fylgjandi myndir eru af Horna- flokknum og kórnum. SYNINGAR: Á MORGUN, sunnudag kl. 19.00 verða haldnir tónleikar í Háskóla- bíói til styrktar byggingu Hjúkr- unarheimils aldraðra í Kópavogi. Eru það' yfir 100 ungmenni í Hornaflokki Kópavogs og Hamra hlíðarkórnum sem efna til þessara tónleika og ganga þannig til liðs við söfnun þessa í Kópavogi. Hornaflokkur Kópavogs er skip- aður fyrrverandi nemendum Skólahljómsveitar Kópavogs og eru hljóðfæraleikarar um 40 tals- ins. Á þessu skólaári er Hamra- hlíðarkórinn skipaður 57 nemend- Sýningu Gríms í F.Í.M.- salnum lýkur á morgun GRÍMUR M. Stein- dórsson sýnir í sýn- ingarsal F.Í.M. á Laug- arnesvegi 112. Sýn- ingunnilýkur á morgun, sunnudag, en er opin í dag og á morgun frá kl. 14— 22. Á sýningunni eru 65 myndir, úr vatns- lit, olíu og skúlptúr- myndir. Mörg verkanna eru þegar seld. Eitt af skúiptúrverkunum á sýn ingunni. SÝNINGAR: Forvarsla textíla í BOGASAL Þjóðminjasafns- ins stendur yfir sýning, sem ber heitið „Forvarsla textíla". Sýningin fjallar um hvernig fornminjar eru varðar, er þær koma inn á söfn. Hér eru á ferðinni að þessu sinni munir úr vefnaðarvöru. Sýningin er opin í dag og á morgun frá kl. 13.30 til 16.00. fORUHRSCH Stórhátíð Útsýnar sunnudagskvöld FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn er 25 ára um þessar mundir. í tilefni þessa verður efnt til stórhátíðar að Hótel Sögu á sunnudagskvöld. Húsið opnað kl. 19, afmælisveizlan hefst stundvíslega kl. 19.30. Á matseðlinum er „Paillarde D’agneau Maitre Durand" og í eftirrétt „Poires Útsýn". Til skemmtunar verður m.a. að Jón Þorsteinsson tenór syngur íslenzk og erlend lög, undirleikari Agnes Löve, íslenzki dansflokkurinn kemur fram, Ómar Ragnarsson skemmtir. Auk þess verða undan- úrslit í ungfrú Utsýnarkeppninni, stór-bingó þar sem vinningar verða Útsýnarferðir fyrir sex, þá spurningaleikur með verðlaunum, tízkusýning, þá diskótek og í lokin verður dansað við undirleik hljómsveitar Ragnars Bjarnason- ar, ásamt söngkonunni Mariu Hel- enu. SÝNING FRÉTTALJÓSMYNDARA: Fólk, fólk og aftur fólk er efni sýningarinnar Ljósmyndasýningin „Fólk“ sem ljósmyndarar dagblaðanna í Reykjavík standa að er opin um helgina frá kl. 14—22 báða dagana. Sýningin er í Ásmundarsal og stendur til 18. þ.m. Fjölmenni var við opnun sýningarinnar en þá var meðfylgjandi mynd tekin. HLJOMLEIKAR: Dordinglar, Frœbbblar og fleiri á hljómleikum í Kópavoginum FJÓRAR hljómsveitir koma fram á hljómleikum í Félagsheimili Kópavogs í dag og er viðbúið að rokk af ýmsum gerðum verði í algleymi. Hljómleikana kenna að- standendur við Heilbrigða æsku. Hljómsveitirnar, sem koma fram, eru Dordinglar, en hana skipa piltar á aldrinum 14—15 ára, Judah, sem skipuð er 17—18 ára piltum og býður upp á þyngra rokk, Bubbi Morthens og Utan- garðsmenn láta því næst í sér heyra og loks eru Fræbbblarnir með sína dagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.