Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 Minning: Ófeigur Eiríksson, bœjar- fógeti og sýslumaður Fæddur 14. ágúst 1927. Dáinn 27. mars 1980. Kær vinur minn og náinn sam- starfsmaður um árabil, Ófeigur Eiríksson, sýslumaður og bæjar- fógeti á Akureyri og Dalvík er látinn, langt um aldur fram, aðeins 52 ára að aldri. Við fráfall hans er svo margs og margs og alls góðs að minnast frá samveru okkar og nánu samstarfi á Siglufirði forðum daga, að ég get ekki orða bundizt, nú er hann er allur, þótt samskipti okkar hin síðari ár hafi ekki verið jafnnáin og áður var, en þó alltaf góð og ánægjuleg, og vík hafi verið milli vina um langa hríð. Eg minnist þess nú, að er ég fluttist til Siglufjarðar fyrir nærri 28 árum, voru í sumarlögregluliði bæjarins allmargir ungir og glæsilegir menn, flestir náms- menn. Einn þessara ungu manna var Ófeigur Eiriksson, með hæstu mönnum vexti, grannur og spengi- legur, með fjaðurmagnaðan lima- burð íþróttamanns. — Ég komst að því, að hann var þá tiltölulega nýlega fluttur til Siglufjarðar frá Akureyri og kvæntur ungri og myndarlegri stúlku, siglfirzkri, Ernu Sigmundsdóttir, en kynnzt hafði ég föður hennar, Sigmundi Einarssyni, er ég starfaði á sumr- um á Siglufirði á námsárum mínum. — Svo þróuðust mál, að er Ófeigur hafði lokið lögfræðiprófi vorið 1953 réðst hann sem fulltrúi við bæjarfógetaembættið á Siglu- firði og hófust þá fyrir alvöru kynni okkar, sem með árunum urðu að einlægri vináttu. Varð mér brátt ljóst, að ráðning hans í það starf, sem áður er nefnt hefði verið vel ráðin og að ekki myndi hann láta sinn hlut eftir liggja í önn dagsins, enda var hann víkingur til vinnu, skjótráður og skarpur og samvizkusamur með afbrigðum. Ófeigur Eiríksson var fæddur 14. ágúst 1927 að Breiðagerði í Lýtingstaðahreppi í Skagafirði ög ólst upp þar í sveit með foreldrum sínum, þeim hjónum Eiríki Ein- arssyni og Rut Ófeigsdóttur. Eiríkur lézt skyndilega langt fyrir aldur fram árið 1952, en Rut, móðir Ófeigs er á lífi áttræð að aldri. — Stúdentsprófi lauk Ófeig- ur vorið 1948 og kandidatsprófi í lögum vorið 1953, svo sem áður segir. — A Siglufjarðarárum sínum var hann oft og langtímum saman settur bæjarfógeti í fjar- veru minni um þingtímann. Vissi ég vel, að engar áhyggjur þyrfti ég, í fjarveru minni, að hafa af rekstri embættisins, meðan hann veitti því forstöðu, vegna starfs- hæfni hans og öryggis, þótt naum- ast gerðist nokkuð svo, sem við kom embættinu, að ekki léti hann mig vita, hvað í efni væri og ræddi málin við mig. Virti ég þetta mjög við hann, þótt ég vissi vel, að allra manna bezt væri honum sjálfum treystandi til að ráða svo fram ur því, sem að höndum bar, að ekki yrði á betra kosið. — Svo háttaði til á Siglufirði öll þau ár, sem ég bjó og starfaði þar, að í því sama húsi, sem skrifstofur bæjarfógeta- embættisins voru í, var einnig embættisbústaður bæjarfógeta. — Af því leiddi, að náin og ánægju- leg kynni stofnuðust milli þess ágætisfólks, sem þá starfaði á bæjarfógetaskrifstofunum og okk- ar hjóna og barna okkar. Má raunar segja, að við, íbúar hússins og starfsfólk embættisins hafi litið á sig sem eina og sömu fjölskyldu. — I því heimilislífi komu aðrir mannkostir Ófeigs vel í ljós. Hann var allra manna háttprúðastur og hafði geðfellt og vingjarnlegt viðmót við hvern sem var. Skemmtilegur var hann í viÖræðum, fyndinn og orðheppinn, enda gæddur góðri greind. — Hann var fastur fyrir í skoðunum sínum á mönnum og málefnum, en aldrei ósanngjarn og lét ekki, svo ég viti til, mismunandi skoðanir sínar og annarra manna bitna á þeim á nokkurn hátt, enda gerðist hann, hvar sem hann dvaldi vin- sæll og vinmargur og var vinahóp- ur hans ekki bundinn neinum sérstökum hópi eða flokki. — Á Siglufirði tók Ófeigur all-mikinn þátt í félagsmálum, einkum þeim, sem að íþróttum lúta, enda var hann á yngri árum sínum áhuga- samur og snjall íþróttamaður. — Hann var öruggur liðsmaður Sjálfstæðisflokksins í sókn og vörn og munaði vel um liðyeizlu hans, þar sem hann tók til hendi. Sat hann um skeið og þar til hann flutti frá Siglufirði í bæjarstjórn og bæjarráði Siglufjarðar og mun þar sem annars staðar hafa unnið störf sín af skyldurækni og dugn- aði. Ófeigur Eiríksson var mikill embættismaður, hvar sem hann starfaði og gegndi embættisverk- um öllum af öryggi, reisn og myndugleika. — í tómstundum sínum stundaði hann ferðalög og útivistir var t.d. áhugasamur og heppinn laxveiðimaður, en á því sviði áttum við litla samleið, mér kannske til lasts, en ekki honum. — Haustið 1960 hvarf Ófeigur frá Siglufirði, þá orðinn bæjarfógeti í Neskaupstað í Norðfirði. Þótti mikil eftirsjá að honum, er hann flutti frá Siglufirði sem vonlegt var, og tómlegra þótti mér lengi eftir það á bæjarfógetaskrifstof- unum þar og á heimilinu er ég naut ekki lengur nærveru hans og daglegra samvista við hann. I Neskaupstað mun hann sem ann- ars staðar hafa notið vinsælda og trausts, bæði sem yfirvald og borgari og ekki mun svo síður hafa verið eftir að hann fluttist á heimaslóðir sínar til Akureyrar haustið 1967, en skipaður var hann bæjarfógeti þar og sýslu- maður í Eyjafjarðarsýslu í júní það ár og gegndi hann því embætti til dauðadags. Fyrir nokkrum árum kenndi Ófeigur þess sjúkdóms, sem nú hefir leitt til þess, sem orðið er. Varð hann hans vegna að leggjast all oft á sjúkrahús, einkum hin síðari ár. Sjúkdóm sinn mun hann hafa borið af karlmennsku, þótt starfslöngun hans og meðfædd skyldurækni og samvizkusemi muni á stundum hafa valdið honum nokrum óróleika. — Síðast sá ég Ófeig vin minn fyrir um 1 ári. Hafði þá sjúkdómsþreyta og endurteknar sjúkrahúslegur ber- sýnilega sett mark sitt á útlit hans og fas sem vonlegt var. Sagði hann mér við þennan síðasta fund okkar, að þá yrði þess skammt að bíða, að hann þyrfti enn að leggjast á sjúkrahús. Þó var hann léttur í máli sem fyrr og hélt fullri andlegri reisn sinni. — Eftir langvarandi og efiða veikindabar- áttu hlotnaðist honum að lokum sú náð, sem margir óska sér, þegar þar að kemur,að deyja í svefni. Svo sem áður er að vikið var Ófeigur kvæntur Ernu Sigmunds- dóttur frá Siglufirði, sem lifir mann sinn ásamt 4 börnum þeirra. Er hún dóttir hjónanna Sigmund- ar Einarssonar, skipstjóra, sem er fyrir löngu látinn og Soffíu Guð- bjartsdóttur, sem látin er fyrir örfáum árum, þá orðin öldruð kona. Bjó hún um langt skeið hjá þeim Ófeigi og Ernu dóttur sinni í öruggu skjóli þeirra. Erna Sig- mundsdóttir er mikil mannkosta- kona. Hún stóð með hógværð og látleysi fast við hlið manns síns í tignarstöðu hans og dagsins önn og ekki mun hún síður hafa styrkt hann og stutt og reynzt honum sannur verndarengill í langvar- andi vanheilsu hans. — Börn þeirra Ernu og Ófeigs eru Rut, gift Hólmsteini Hólmsteinssyni, fram- kvæmdastjóra, búsett á Akureyrí og eiga þau hjón 3 börn, Sigmund- ur Einar, verkfræðinemi, í heima- húsum, Soffía, við nám í mennta- skóla, heitbundin Lárusi R. Blön- dal frá Siglufirði, einnig í foreldrahúsum og Ófeigur Örn í barnaskóla. Öll eru börnin 4 mannvæn og vel gerð svo sem þau eiga kyn til í báðar ættir. Þau Rut Ófeigsdóttir og Eiríkur Einarsson, foreldrar Ófeigs, eign- uðust 7 börn, en af þeim eru nú aðeins 3 á lífí, þau Óskar, fyrrum búnaðarráðunautur, búsettur á Akureyri, Ragnar, búnaðarráðu- nautur í Skagafirði og Birna húsfreyja á Akureyri. Látin eru nú auk Ófeigs, Helgi, sem dó á unglingsárum, Bergur, sem látinn er fyrir fáum árum og Stefán, sem andaðist fyrir örfáum vikum. — Mikill harmur er kveðinn að Rut Ófeigsdóttur á efri árum hennar, er hún á á bak að sjá þrem sonum sínum, nú síðast Öfeigi, á fáum árum, sem allir létust langt um aldur fram. — Er henni og eftirlifandi börnum hennar vottuð innileg samúð vegna his mikla missis. Sár er einnig harmur þinn, Erna, barna ykkar, tengdasonar og barnabarna við fráfall elsku- legs eiginmanns, föður, tengdaföð- ur og afa, á bezta aldri. — Ykkur öllum get ég ekki óskað neins betra en þess, úr því sem komið er, að ykkur megi „innan skamms skína úr skýjum sólin blíð“ og að í skini sólar megi endurminning þess sem var um vammmlausan öðlingsmann ylja ykkur og verma. Fari svo minn góði vinur og gamli samstarfsmaður vel á fund Herra síns. Þakkir eru honum nú að leiðarlokum færðar frá mér og mínum fyrir vináttu hans, drengskap og hollustu, sem var slík, að okkur mun aldrei úr minni líða. Einar Ingimundarson. Ófeigur Eiríksson er fallinn frá langt um aldur fram, aðeins 52ja ára. Enda þótt fráfall hans bæri skyndilega að í fjarlægri heims- álfu kom það þó hvorki ástvinum hans né þeim er þekktu hann með öllu á óvart eftir svo langvarandi veikindi sem Ófeigur hefur átt við að stríða. En þó að aldurinn væri ekki hærri átti Ófeigur að baki langan embættisferil. Hann var skipaður bæjarfógeti í Neskaupstað síðla árs 1960 og hélt þá þangað austur ásamt fjöiskyidu sinni, þar öllu og öllum ókunnur, frá Siglufirði þar sem hann hafði starfað við bæj- arfógetaembættið sem fulltrúi allt frá því að hann lauk lagaprófi vorið 1953. Ófeigur var löngum á þessum árum settur bæjarfógeti á Siglufirði. Á námsárum sínum hafði Ófeigur gegnt lögreglu- mannsstörfum á Siglufirði nokkur sumur. í Neskaupstað kom Ófeigur að litlu og þægilegu embætti þar sem aðstæður voru að ýmsu leyti ákjósanlegar, betri embættisbú- staður en víðast hvar annars staðar og skrifstofur embættisins í hluta sama húss, lítt aðskildar frá heimili bæjarfógetans. Um- dæmið var heldur ekki víðlent eða erfitt yfirferðar þó innilokað væri oft langtímum saman. í þessu umhverfi vann Ófeigur störf sín svo orð fór af og athygli vakti langt út fyrir umdæmi hans. Það var á þessum árum sem ég kynnt- ist Ófegi Eiríkssyni og þá sem dómara í fjölmörgum landhelg- ismálum breskra togaraskip- stjóra. Ófeigur var að eðlisfari hlé- drægur maður, allt að því feiminn, en þó ákveðinn svo eigi varð honum haggað frá því er hann taldi vera rétt. Með okkur Ófeigi tókst strax eitthvað annað og meira en venjulegur kunnings- skapur. Mér var, er ég kom í fyrsta landhelgismálið, skipað til herbergis í bæjarfógeta- bústaðnum, inn af réttarsalnum. Þar skyldi sofið á meðan á málinu stæði eftir því sem réttarhlé leyfðu. Næturnar urðu tíu því yfirheyra þurfti alla skipverja togarans og marga varðskipsmenn auk mats- og skoðunarstarfa. Frá því máli og mörgum öðrum er margs að minnast. T.d frá þessu fyrsta máli er einn hinna erlendu sjómanna kvaðst ekki reiðubúinn að vinna eið nema hann fengi helga bók. Ófeigur brá eins og ávallt skjótt við í öllum vanda og kom að vörmu spori með Biblíu, sem var lítið eitt snjáð og bar þess því nokkur merki að hún hefði oft verið handleikin. Erlendi sjómað- urinn hafði þá án frekari mót- mæla eftir dómaranum eiðinn með lotningu um leið og hann lagði hönd sína á Biblíu bæjarfó- getaheimilisins. Slík bók hefði trúlega ekki verið tiltæk alls staðar í réttarsölum. Næturnar voru ekki allar notað- ar til svefns. Bæði var það að réttarhöldin stóðu yfirleitt langt fram á nótt og eftir þau gafst loks ráðrúm til annarra og skemmti- legra hluta, félagsskapar við bæj- arfógetann og fjölskyldu hans með öðrum sem að málinu störfuðu. Þó átti Ófeigur þá alla jafna fyrir höndum vandasöm og krefjandi störf sem ljúka varð áður en framhald yrði á málinu næsta morgun, annaðhvort við undirbún- ing eða samningu dóms, en engu að síður gaf hann sér ávallt tíma til þeirra gleðistunda og var þá oftast sá sem mest hafði fram að færa og jafnan hrókur þess fagn- aðar. Margar urðu ferðirnar eftir þetta til Neskaupstaðar á þessum árum, enda virtust landhelgis- gæslumenn leitast við að færa þau skip er þeir stóðu að brotum miklu oftar þangað en efni stóðu til, því oftar en hitt var skemmri leið til annarra hafna. Þeir vissu að í Neskaupstað var Ófeigur og því leituðu þeir þangað. Það var + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma STEINUNN ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR ZEBITZ, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 14. apríl kl. 1.30 e.h. Börn, tengdabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö viö andlát og jarðarför, SYLVÍU HANSDÓTTUR, frá Vestmannaeyjum, Svanur Kristjánsson og fjölskylda. + Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför, SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR, Laufey Gottliebsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartans þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug vegna andláts SVAVARS HERMANNSSONAR, efnaverkfræöings, Gnoðarvogí 50. Frændum og góöum vinum í Borgarfiröi sendum viö sérstakar þakkir fyrir hlýjar móttökur og vináttu viö útför hans aö Hvammi í Noröurárdal þann 5. apríl. Ursula Hermannsson, Sólveig Svavarsdóttir Foster, Robert Foster, Bernhard Svavarsson, systkini hins látna og aörir ættingjar. + Við þökkum þé hluttekningu og vinsemd, sem alls staðar mætti okkur við andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa GRÍMS GÍSLASONAR, ' Heiöarvegi 52, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til skipstjóra og stýrimannafélagsins Veröanda, fyrir þá viröingu er þeir sýndu honum. Einnig þökkum viÖ læknum og hjúkrunarliöi Sjúkrahúss Vest- mannaeyja frábæra umönnun meöan hann dvaldi þar. Magnús Grímsson, Aöalbjörg Þorkelsdóttir, Anton Grímsson, Svava Jónsdóttír, ÍAnna Grímsdóttir, Guöjón Magnússon, Gísli Grímsson, Bjarney Erlendsdóttir, Guðni Grímsson, Esther Valdimarsdóttir, ■ og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.