Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 47 Ævintýralegur síðari hálfleikur ekki nóg • FIosi (2,13 m). Pótur (2,18 m) og Norðmaðurinn Bjttrn Rossov (2.11m) eru UKftlaust hávöxnustu leikmenn á Polar Cup að þessu sinni. „ÉG ER bæði stoltur og geysilega ánægður með leik íslenska liðsins í síðari hálfleik, við httfum aldrei leikið annan eins körfuknattleik gegn sænsku landsliði og við gerðum þá og það sýndi og sannaði að með því að ná góðum leik í þcim fyrri einnig hefðum við átt góða möguleika á sigri. Við httfum þrátt fyrir allt aldrei tapað fyrir Svíum með minni mun á útivelli. Þeir eru geysi- sterkir,“ sagði Einar Bollason landsliðsþjálfari í körfuknattleik í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, en þá lék íslenska landsliðið annan lcik sinn á Norðurlandamótinu og tapaði þá fyrir Svíum með 73 stigum gegn 96. eftir að staðan í hálfleik hafði verið 62—25 fyrir Svía. „Fyrir þennan leik stóðu íslensku piltarnir í fyrsta skiptið frammi fyrir því, að í fjölmiðlum væri talað um þá sem líklega sigurvegara gegn Svíum. Stórleik- ur liðsins gegn Noregi í fyrsta leiknum réði því. Og taugarnar hrundu gersamlega, okkur gekk ekkert, á sama tíma og allt gekk upp hjá Svíunum. Þá lentum við fljótlega í villuvandræðum. Ég varð að taka Pétur út af á 9. mínútu fyrri hálfleiks með fjórar villur. Svíarnir settu mann strax inn á til að æsa Pétur upp og plata dómarana og það gékk upp. Torfi ÍSLENSKA unglingalandsliðið í handknattleik fékk slæman skell IA gegn unglinga- landsliði AKURNESINGAR leika knatt- spyrnuleik á Skaganum í dag gegn unglingalandsliði íslands. Fer leikurinn fram á malarvellinum og hefst hann klukkan 15.00. Valur leikur gegn Fylki TVEIR leikir fara fram í Reykja- víkurmótipu í knattspyrnu um helgina. Á laugardag kl. 14.00 leika Fylkir og Valur og á sunnudag kl. 17.00 leika Víking- ur og Ármann. Litía bikar- keppnin LITLA bikarkeppnin í knatt- spyrnu er hafin, og þegar hafa verið leiknir fjórir leikir. Úrslit þeirra hafa orðið sem hér segir. Ilaukar—ÍBK 1-1. UBK-ÍA 1-2, ÍBK-FH 2-1. ÍA— Ilaukar 1—0. í dag kl. 14.00 leika ÍBK og UBK í Keflavík, og FH mætir Haukum á Kaplakrika- velli. er það mætti Svíum í fyrsta leik sinum í Norðurlandakeppni ungl- ingalandsliða. Máttu íslensku piltarnir sætta sig við átta marka tap, 13—21, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13—6 fyrir Svía. bað hafði mikið að segja fyrir íslenska liðið, að Kristján Árason, einn sterkasti leikmaður liðsins, gat ekki leikið með vegna meiðsla sem hann hlaut í lands- leikjunum við Holland áður en til Finnlands kom. en þar tapaði ísland einum leik, en vann ann- an. Svíþjóð: 01a1Q island fci !■ IO Mbl. náði tali af Gunnlaugi Hjálmarssyni í Finnlandi í gær- kvöldi og tjáði hann blm. að þessi úrslit hefðu verið eftir atvikum sanngjörn. — Við hefðum hugsan- lega getað haldið tapinu niðri við fjögur mörk ef við hefðum nýtt nokkur hraðaupphlaup sem fóru í súginn, en ef tapið hefði verið minna en 4—5 mörk hefði það verið ósanngjarnt, því að sænsku strákarnir voru mun betri en okkar menn, bæði hvað getu snert- ir, einnig líkamlega sterkari. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir ísland, Svíarnir óðu inn og út um vinstri væng varnarinnar og skor- uðu 6 af 7 fyrstu mörkum sínum þar. Vörn og markvarsla landsins var afar slök framan af og náðu Svíarnir fljótlega forystu sem þeir létu ekki af hendi. íslendingarnir réttu sinn hlut nokkuð er á leið, en leikur liðsins var of köflóttur til þess að það næði að ógna sigri Svíanna. Sverrir Kristinsson markvörður varði í heild mjög vel íslenska markið, en annars voru atkvæðamestir þeir Páll Ólafsson úr Þrótti og Erlendur Davíðsson úr Fram. Þeir voru markhæstir með 4 mörk hvor. Brynjar Stef- ánsson úr Víkingi var útilokaður og félagi hans úr Víkingi, Guð- mundur Guðmundsson, meiddist á fæti og gat lítið beitt sér eftir það. -gg. Svíþjóð ísland 96:73 • Kristján Arason, FH-ingurinn sterki, meiddist úti og gat þvi ekki leikið gegn Svíum. Það var slæmt fyrir íslenska liðið sem tapaði stórt. fór út af um miðjan hálfleikinn með 5 villur og Símon var um líkt leyti kominn með 4 villur. Ég hef aldrei séð annað eins, það gekk hreinlega ekkert upp.“ „Þess vega er ég geysilega ánægður með strákana í síðari hálfleik, það sýnir sterkan „kar- akter“ að geta komið til leiks eftir hlé 38 stigum undir og leika eins og þeir gerðu. Við unnum síðari hálfleikinn með nokkrum yfir- burðum og það gerði þetta bara enn sárara, að hugsa til þess hvað við hefðum getað gert ef við hefðum haldið haus í fyrri hálf- leik. Ævintýrið gat gerst þarna, en gerðist ekki. Pétur var yfir- burðamaður í liðinu, hann var aðeins með í 19 mínútur vegna villuvandræða, en skoraði engu að síður 18 stig og hirti 8 fráköst, sem er frábært á jafn skömmum tíma. Enginn nema Pétur á hrós skilið fyrir leik sinn í fyrri hálfleik, en Kristinn Jörundsson kom geysilega sterkur út úr síðari hálfleiknum, einnig þeir Jón Sig., Gunnar Þorvarðar og Flosi,“ sagði Einar Bollason. Stigahæstir hjá íslenska liðinu voru: Pétur 18, Kristinn og Jón 12 stig hvor, Gunnar Þorvarðar 9 stig. -KK- Afleitur fyrri hálf- leikur gerði útslagið — sagöi Kristinn Jörundsson fyrirliöi Kristjan meiddist og ísland tapaði stórt „ÞETTA var afleitur fyrri hálfleikur hjá okkur, það sést best á því að við unnum síðari hálfleikinn með 14 stiga mun. Þjálfar- inn hjá þeim var orðinn brjálaður út í sína menn,“ sagði Kristinn Jörundsson fyrirliði íslenska landsliðs- ins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Kristinn hélt áfram: „Þeir léku mjög „aggressíva" vörn og við náðum okkur alls ekki á strik gegn henni til að byrja með. Við lentum undir eins í miklum villuvandræðum, þannig fékk Pétur Guðmundsson sína 4 villu rétt fyrir miðja fyrri hálfleik og fór þá út af til öryggis. Torfa misstum við út af með 5 villur nokkrum mínútum síðar. Jónas sneri sig fljótlega og gat ekki leikið, þannig að heppnin elti okkur ekki beinlínis." „Við eigum Dani í fyrramálið og þá er að duga eða drepast. Þeir sigruðu Finna óvænt í fyrsta leik sínum, en síðan unnu Svíar þá með miklum yfirburðum, þannig að þeir eru mikið spurningar- merki, en ef við náum meðalleik tel ég góðar líkur á íslenskum sigri," sagði Kristinn að lokum. íslenska liðið mætir Dönum í dag klukkan 11.00 og klukkan 17.00 mætir liðið Finnum. Það eru þrír leikir á tæpum sólarhring, það er því varla tími til að fara í sturtu á milli leikja. - gg- Stefnir í óefni hjá Norðmönnum ILLA þykir nú horfa með ólympíulandslið Noregs i knattspyrnu, en það vakti geysi- legan fögnuð í Noregi, er liðið tryggði sér rétt til að Ieika í lokakeppninni í Moskvu i sumar. Sló norska liðið m.a. það vestur- þýska úr undankeppninni. „Pas pá Breshnev, her kommer Norge“ gargaði norski útvarpsþulurinn er Vestur-Þjóðverjar voru lagðir að velli. Og Norðmenn drekktu sér næstum i stórum orðum. Síðan fór að halla undan fæti. Einar Aas gerðist atvinnumaður hjá Bayern Múnchen. Síðan fór Arne Okland til Bayer Leverkus- en, og voru þar með farnir tveir af lykilmönnum liðsins. Og í æfinga- leikjum hefur mátt glöggt sjá, að styrkur norska liðsins lá ekki síst í þessum tveimur köppum. T.d. lék norska ólympíuliðið gegn hol- lenska 1. deildar liðinu Willen 2 frá Tilburg og tapaði 4—6, eftir að staðan hafði verið 2—6 þegar fáeinar mínútur voru til leiksloka. Með slíkri frammistöðu hremma þeir norsku enga verðlaunapen- inga í Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.