Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRIL 1980 21 A ROKSTOLUM ________HANNES_________ HÓLMSTEINN GISSURARSON: Friedrich A. Hayek, sem varla þarf að kynna fyrir íslendingum, dvaldi á íslandi nokkra daga í byrjun aprílmánaðar, flutti fyrirlestra og ræddi við frétta- menn. Frásögn blaðamanns Vísis í blaði sínu frá þeim viðræðum hefur orðið Þjóðvilja- mönnum tilefni til nokkurra skrifa. í Vísi sagði, að Hayek hefði látið þessi orð falla: „Hinir ríku hafa gefið hinum fátæku betri atvinnutækifæri og þannig gert þeim auðveldara að komast af.“ Þessi orð hafa Þjóðvilja- menn til marks um verkalýðs- hatur Hayeks og nota tækifærið til að ráðast á Geir Hall- grímsson, Friðrik Sophusson, mig og Guðmund H. Garðarsson! Blaðamaður Vísis hafði orð Hay- eks rétt eftir, þótt ýmsu væri við að bæta og nánari skýringa reyndar þörf. Þjóðviljamenn hefðu fengið þær skýringar, ef þeir hefðu komið á fundinn sem Hayek hélt með fréttamönnum, en þangað var þeim boðið eins og öðrum. En þeir gerðu það ekki, misskilja orð Hayeks, og ég verð því að taka að mér að leiðrétta misskilninginn. Hvað átti Hayek við? Hann átti við það, að iðnbyltingin skipti sköpum í sögu mannkyns- ins, því að eftir hana gátu miklu fleiri lifað á jörðinni en fyrir hana. Sú einfalda staðreynd blasir við, að menn verða að hafa tiltekið lágmark framleiðslu- gæða til þess að komast af. Iðnbyltingin var umfram allt geipileg aukning þeirra fram- leiðslugæða, hún var ótrúleg aukning afkasta, ef miðað er við tímabilið fyrir hana. En hvers vegna jókst framleiðslan? Hvers vegna varð iðnbyltingin? Hún varð, vegna þess að menn fengu að njóta atvinnufrelsis og gátu því nýtt sérþekkingu sína. Hún varð vegna þeirrar verkaskipt- ingar, sem komst á, vegna við- skipta frjálsra einstaklinga, sem hleyptu grósku í atvinnulífið. Margir segja sem svo, að tæknin hafi valdið framleiðsluaukning- unni. Þetta er að sjálfsögðu rétt, en þó ekki fullnægjandi, því að tækni kemur ekki að gagni, nema hún nýtist, og hún nýtist ekki nema í skipulagi verka- skiptingar. Menn höfðu sama hugvitið fyrir iðnbyltinguna og eftir hana, en fengu ekki að nota það fyrr en með frelsinu. Af þessari ástæðu má segja, að einkaframtakið hafi gefið öreigastéttinni líf, því að með einkaframtakinu tókst að fjölga mannkyni svo sem raun bar vitni, en án þess hefðu menn ekki orðið til eða dáið úr hungri. Þetta átti Hayek við, þegar hann sagði, að hinir fátæku græddu á hinum ríku. Tækifæri fátækra manna eru fleiri í skipulagi, þar sem sumir eru ríkir og aðrir fátækir, heldur en í skipulagi, þar sem næstum því allir eru fátækir. Þetta skilja Þjóðvilja- menn alls ekki fremur en annað, sem Hayek sagði. En átrúnað- argoð þjóðviljamanna, Karl Marx, skildi sumt betur en þeir og skrifaði í Sameignarávarp- inu 1848, að borgarastéttin „hefði skapað „verkamenn nú- tímans, öreigalýðinn“, — var m.ö.o. sammála Hayek! Marx hafði rétt fyrir sér, því að án borgarastéttarinnar, atvinnu- rekendanna, þeirra, sem sköpuðu nýtt fjármagn með hugviti sínu og hagsýni, hefðu öreigarnir aldrei orðið til, en frumskilyrðið fyrir öllu þessu var skipulag viðskipta, séreignar og sam- keppni frjálsra einstaklinga. Hayek og fleiri fræðimenn ræða rækilega um þetta mál í bókinni Capitalism and the Historians. Kominn er að mínum dómi tími til að ræða það hér á landi, því að öll rök hníga að því, að verkalýðsforingjar róttæklinga misnoti vald sitt og torveldi þær kjarabætur alls almennings, sem einar eru raunhæfar — þær kjarabætur, sem verða vegna eðlilegs vaxtar atvinnulífsins, en ekki krónu- töluhækkana, sem valda verð- bólgu, en verkalýðsforingjar með heiðarlegum undantekningum nota til þess að telja almenningi trú um, að þeir séu sjálfir til einhvers gagns. En þær umræð- ur, sem nauðsynlegar eru um málið, verða vonandi ekki með sama hætti og skrif Þjóðvilja- manna. Það er hryggilegt, þegar menn, sem hljóta að hafa sæmi- lega greind, gefast upp á að ÞJÓÐVILJAMENN SKRIFA UM HAYEK [íclippt Sviptum verka- ■ lýðsfélögin i sérréttindum J Einn af postulum „frjáls- J hyRgjunnar”. sem afturhalds- I ■ öflin i veröldinni hafa kosiö aö I kalla sjálf sig i blekkingarskyni | var hér ð landí á dögunum, | Fredrich A. Hayek. Hann hélt I fund meö blaöamönnum og ' JJ skyrir Vfsir ma. svo frá boö- I skapnum: J „Aö mfnu mati ð aö svipta I verkaiýÖBfélögin þeim sérrétt- flestra mati n*g til aö tryggja öllum þegnunum mannscmandi lifskjör, sókneftir hámarkshag kvæmi væri atskileg. Svaraöi Hayek þvf til aö menn greindi stööugt á hverjar væru þarfir manna og hvaö ætti aö setja mörkin. A meöan markaöurinn segöi til um aö þarfir manna væruöuppfylltar, hlytu menn aö stefna aö aukinni framleiöni." íslenski frjáls- hyggjuflokkurinn Þaö er gagnlegt fyrir launa- fólk aö lesa svo gagnoröa lýs- anda, sem Hayek kom til þess i aö brýna lslenska samreiöa - Jj sveina slna á. Er hér átt viö . frétt um misnotkun oliustyrks, I sem Verslunarráö Islands telur « augljósan. Fréttin hljóöaöi svo: „Verslunarráö Islands hefur | komist aö þeirri niöurstööu aö j niöurgreiösla orkuverös, svo- | nefndur oliustyrkur, sé þjóö- , hagslega óhagkvæm aögerö | sem geri timabundinn orku- ( vanda varanlegri. Forsendurn- . ar fyrir þessari ályktun ráösins I eru æöi kyndugar, m.a. tehir ráöiö, aö þœr fjölskyldur sem kyndi meö ollu fjölgi sér hraöar VMl Hinir ríku iiafa nefii hinum fatæku... - sagól mnn pgKKtt nótteisverðiaunanaii Frieflrtcn *. Ha<en ■ indum sem þau njóta umfram JJ rétlindi borgaranna. Viö höfum Ídæmi þess frá Bretlandi aö verkamenn megi ekki skrúfa * ákveöna skrúfu nema vera I | akveönu verkalýösfélagi”. I Hinir riku hafa \ gefið hinum i fátceku S Þessi frjálshyggjupostuli I haföi meira aö segja Þetta er “ einnig úr Vlsi: | „Þaökom fram I máli Hayeks ingu frjálshyggjumanns, og reyndar einn af feörum írjáls- hyggjunnar, á þvl um hvaö er aö tefla. Þaö cr ekki siöur gagnlegt aö rifja þaö upp fyrir sér hverj- ir þeir eru islensku frjáls- hyggjumennirnir. Þeir eru allir f- einum stjórnmálaflokki hér- lendis og ráöa þar feröinni, þeir eru leiftursóknarmenn Sjálf- stæöisflokksins, Geir Hallgrimsson og Fiiörik Zop- husson. Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Guömundur H. Garöarsson. Klippari var einmitt aö nefna þaö ð dögunum, aö oftar en ekki rT. en þær sem kynda meö hitaveitu J til þess eins aö misnota oliu- ■ styrkinn! I ályktuninni segir aö eitt ■ söluskattsstig muni nægja til | orkumála en margt mæli þó ■ gegn niöurgreiöslu orkuverös. I I fyrsta lagi leiöi þaö til orkusf^ m unar f staö orkusparnaöar. I ■ ööru lagi dragi niöurgreiöslurn ■ ar Ur ðhuga sveitarfélaga til aö J koma sér upp kyndistöövum og | nota umframraforku til húshit- ■ unar. Þá verW hitaveitufram- | kvæmdir ekki eins hagkvæmar , og annars. t þriöja og slöasta | lagi segir aö „þær fjölskyldur J sem njóta olfustyrks hafi til- . henigingu til þess aö veröa I stærri en þær sem njóta hita- • veitu, enda sé misnotkun alltaf j boöiö heim meö slikum aögerö- ■ um”." Er þaö nema von aö frjáls- i hyggjumennimir vllji láta taka i sérréttindin af sllkum lýö' I -áþ ! j Z Frledrlch A. Hayek. rökræða, taka trú á einhver ill öfl („afturhaldsöflin í heimin- um“, sem kalla sig „frjáls- hyggju" til þess að blekkja menn, eins og Þjóðviljamenn orða það) og kenna þessum öflum um allar takmarkanir tilverunnar. Þessi trú Þjóðvilja- manna er dulræn, en ekki rök- ræn. Það frumskilyrði verður að setja fyrir umræðum, að rót- tæklingarnir láti sér ekki nægja að ætla frjálshyggjumönnum annarlegar hvatir, heldur reyni að hrekja rök þeirra. Þjóðvilja- mönnum og öðrum róttækling- um ber að hætta skætingnum, sem er þeim til skammar, og reyna að svara frjálshyggju- mönnum af einhverju viti. Þeir hafa til þess næg tækifæri: Út er komin bók eftir Hayek á íslenzku, Leiðin til ánauðar, sem þeir geta gagnrýnt, og hann er að ljúka samningu bókarinnar Ofmetnaðurinn óskaplegi (The Immense Conceit), þar sem hann leiðir rök að því, að samhyggjan (sósíalisminn) sé ekki önnur siðferðileg skoðun en frjáls- -hyggjan, heldur sé hún röng frá fræðilegu sjónarmiði. Bókin á að koma samtímis út á mörgum höfuðtungum Vesturlanda í árs- byrjun 1981, og hyggst Hayek skora á róttæklinga að svara sér á fjölmennu málþingi. Fróðlegt verður að heyra svörin. Menn geta ekki einungis verið ríkir eða fátækir að veraldarauð, heldur einnig að þekkingu og skilningi. Enginn vafi er á því, hverjir eru fátækir að þekkingu og skilningi í stjórnmálaumræð- um á íslandi. Vonandi geta þeir eitthvað grætt á hinum sem ríkari eru að þeim gæðum. notaði þetta orð þrívegis, og get vel fallizt á að þar sé um ofnotkun að ræða í svo stuttum pistli: Fyrst um þá sem hófu þessa umræðu, en þeir voru margir, þá um ræðuna, sem Gylfi Þ. Gíslason flutti í Þjóðminjasafninu í febrúar, 1963, en í þriðja lagi um Magnús Kjartansson persónulega! I þriðja lagi gerir Magnús at- hugasemdir við það, eða öllu heldur hallærislega tilraun til þess að gera gys að því, að slíkur þáttur skuli fluttur á páskadag. Hann leggur að yfirstjórn menntamála að hann verði end- urtekinn á uppstigningardag. Sannkristnir menn vita, að á sama hátt og föstudagurinn langi, dagur píningarinnar, er sorgardagup Vilmundur Gylfason: Athugasemd Magnús Kjartansson, sem að minni hyggju er fjölgáfaður maður, þó hitt megi fremur draga í efa; að hann hafi ætíð beitt gáfum sínum sem skyldi, gerir stutta en hógværa athugasemd við mál, sem ég undirritaður tók saman fyrir Ríkisútvarpið á páskadag. Ekki vil vil ég munn- höggvast við Magnús, en vil þó gera þrjár minniháttar athuga- semdir. Magnús kallar þennan þátt „fyrsta opinbera fram,lag“ VG; og á þá væntanlega við til alvarlegr- ar og fræðilegrar sagnfræði. Þetta er ónákvæmt. Sjálfur vildi ég að ritgerð sem birt var í afmælisriti til heiðurs sjötugum Ólafi Hans- syni, og fjallaði um Frelsishug- takið í öndverðri sögu Bandaríkj- anna, bæri slíkt heiti. Þá segir Magnús að ég „velji föður mínum tvívegis orðið „upp- lýstur““. Þetta er ónákvæmt. Eg samkvæmt kristinni trú, þá er páskadagur, þá er Jesús Jósefsson reis upp, dagur fögnuðar. Eg velti því nokkuð fyrir mér hvort það gæti talist smekkleysa að flytja slíkan þátt á páskadag, ekki vegna manna eins og okkar Magnúsar Kjartanssonar, heldur fremur vegna hinna, sem eru öruggari í sinni trú, en komst að þeirri niðurstöðu, að svo væri ekki. Mér þykja hins vegar athuga- semdir Magnúsar Kjartanssonar um páska, uppstigningardag og Jesús Jósefsson í þessu samhengi eindæma smekklausar. Jón Helgason orti: Ef allt þetta fólk fær í Kullsolum himnanna ttist sem gerir sér far um að nugga sér utan í Krist þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst þótt maður að siðustu lendi í annarri vist. Virðingarfyllst, Vilmundur Gylfason. Magnús Kjartansson. Auðmiúk' til útvarpsráðs, útvarpsstjora og menntamálaráðherra > mundir sem minnst er fyr.r■ , aefinn að vinna storf sin t kyrr lyr-trrf ’iwrri ^ hátt annan þó hafna þeir Kennaradeild Hjúkrunarfélags íslands: Skorar á heilbrigðisstéttir að standa gegn reykingum KENNARADEILD Hjúkrun- arfélags íslands hefur sent frá sér eftirfarandi áskorun: „í tilefni alþjóða heilbrigð- isdagsins í ár, 7. apríl sl., sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin helgar að þessu sinni barátt- unni gegn reykingum, skorar Kennaradeild Hjúkrunarfé- lags íslands á heilbrigðisstétt- ir að taka höndum saman um harðari afstöðu gegn reyking- um. Reykingar eru nú stærsti einstaki þátturinn er veldur heilsutjóni og hægt er að fyrirbyggja. Kennaradeild Hjúkrunarfélags íslands vill beina því til hjúkrunarfræð- inga að þeir kynni sér álit sérfræðinga stofnunarinnar og beiti sér í þessu mikilvæga heilsuverndarstarfi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.