Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 18
18
TÓNLEIKAR:
Árnesingakórinn og Samkór Sel-
foss i Bústaðakirkju i dag
ÁRNESINGAKÓRINN í Reykja-
vík og Samkór Selfoss halda
tónleika í Bústaðakirkju kl. 17 í
dag, laugardag.
Söngstjóri Sam-
kórs Selfoss er Björgvin Þ. Valdi-
marsson og undirleikari Geirþrúð-
ur Bogadóttir. Söngstjóri Árnes-
ingakórsins er Helga Gunnars-
dóttir.
Árnesingakórinn fer í söng-
ferðalag um Snæfellsnes um
næstu helgi og kemur fram í
Stykkishólmi þann 18. apríl kl. 21
og í Röst á Hellissandi í boði
Tónkórsins og syngja kórarnir þar
saman á laugardeginum kl. 21.
Kórinn lýkur vetrarstarfi sínu
með þessum tónleikum á Snæfells-
nesi.
LEIKHÚS: Þjóöleikhúsiö:
Stundarfriður í síðasta
sinn í kvöld
í KVÖLD fer fram síðasta sýning-
in á hinu vinsæla leikriti Guð-
mundar Steinssonar, Stundarfriði.
Ekkert íslenzkt leikrit hefur verið
sýnt jafn oft í Þjóðleikhúsinu til
þessa og hefur verkið og sýningin
vakið áhuga erlendra leikhús-
manna, svo Þjóðleikhúsið hefur
fengið boð um að koma með
uppfærsluna á hina frægu BIT-
EF-leiklistarhátíð í Júgóslavíu í
haust.
Leikstjóri er Stefán Baldursson,
en leikmynd gerði Þórunn Sig-
ríður Þorgrímsdóttir. I helstu
hlutverkum eru Kristbjörg Kjeld,
Helgi Skúlason, Sigurður Sigur-
jónsson, Guðrún Gísladóttir, Lilja
Þorvaldsdóttir, Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir og Þorsteinn Ó.
Stej)hensen.
Á morgun, sunnudag, sýnir
Þjóðleikhúsið Óvita kl. 15 og
Sumargesti kl. 20.00.
LEIKHÚS: Kópavogur.
Þorlákurþreytti á
fjölunum í Kópavogi
í Kópavogsleikhú.sinu sýnir Leikfélag Kópavogs „Þorlák þreytta“ i
kvöld kl. 20.30.
LEIKHÚS: Leikfélagiö:
„Klerkar
í klípU“
á miðnœtur-
sýningu
í kvöld
LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnir
„Klerka í klípu“ á miðnætursýn-
ingu í Austurbæjarbíói í kvöld kl.
23.30. Á fjölunum í Iðnó verður
„Ofvitinn“ bæði í kvöld og annað
kvöld, sunnudagskvöld.
NORRÆNA HÚSIÐ:
PICASSO
og fleiri heimsþekktir listamenn á sýningu
Hjónin Sonja Henie og Niels Onstad fyrir framan byggingu listasafnsins í Ósló er
nefnt hefur verið eftir þeim. Mörg málverk eftir heimsfræga listamenn hafa verið
fengin að láni úr safninu og verða á sýningu sem opnuð verður í Norræna húsinu
á morgun kl. 17.
Kynning á fœreyskri tungu og
bókmenntum í Norræna húsinu
NORDISKT SPRÁKÁR
í TILEFNI norræna málaársins
hefur Norræna félagið beitt sér
fyrir kynningu á granntungum
okkar. I dag, laugardag, er efnt
til kynningar á færeysku í Nor-
ræna húsinu kl. 16.00. Þar flytur
Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri
ávarp, en hann er starfandi
formaður íslenzku málaárs-
nefndarinnar.
Stefán Karlsson handrita-
fræðingur flytur einnig stutt
erindi um færeyskt mál, Vé-
steinn Ólason lektor fjallar um
færeyska sagnadansa. Rubek
Rubeksen, færeyskur háskóla-
nemi, talar um upphaf fær-
eyskra nútímabókmennta. Þá
verður stiginn færeyskur dans.
Eru allir velkomnir á fundinn
meðan húsrúm leyfir. Norræna
húsið efnir einnig til sýningar á
færeyskum bókum í bókasafni
sínu.
VÍSNASÖNGVAKYNNING:
Frægustu visnasöngvarar
Frakka í
NÚ STENDUR yfir í franska
bókasafninu á Laufásvegi 12 í
Reykjavík vísnakynningarsýn-
ingin „La chanson francaise".
Á sýningunni gefst gestum
tækifæri til að hlusta á ýmsar
tegundir fransks vísnasöngs, s.s.
nýbylgjusöng, þjóðvísur, alda-
tónum og
mótavísur, barnavísur o.fl. Sér-
stök kynning er á frægustu vísna-
söngvurum Frakka og einnig eru
kvikmyndasýningar um þennan
þekkta kafla í sönglist Frakka.
Sýningin stendur yfir fram á
n.k. miðvikudag og er opin daglega
frá kl. 17.00-19.00.
myndum
Sendiherra Frakka á íslandi, hr.
Desbans, stendur hér hjá vegg-
myndum af nokkrum frægum
frönskum vísnasöngvurum. Það er
franska sendiráðið sem stendur að
kynningunni.
SíMON