Morgunblaðið - 12.04.1980, Side 1

Morgunblaðið - 12.04.1980, Side 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 83. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Khaddafysýnt banatilræði? TúnisborK. Tripoli. 11. april. AP. MOAMMAR Khaddafy, lciðtuga Líbýu. var sýnt hanatilræði hinn 4. þessa mánaðar. að því er diplóma- tískar heimildir hermdu í dag í Túnis. Libýustjórn neitaði þessum sögusögnum í dag. Samkvæmt fréttum, var Khaddafy sýnt banatilræði, þegar hann var að koma af fundi með helstu hernaðar- ráðgjöfum sínum í Banghazi. Skotið var á hann og fékk Khaddafy skot í öxi. Hann á að hafa verið til meðferðar í Bab A1 Azizia her- sjúkrahúsinu síðan. Á sunnudag hefst ráðstefna leiðtoga Araba í Tripoli og að sögn hafa læknar hans reynt að koma honum á fætur fyrir sunnudaginn. Samkvæmt heimildunum á Khaddafy ekki að hafa sést opinber- lega síðan honum var sýnt banatil- ræöið. Líbýustjórn sagði þetta hins vegar rangt. Líbýustjórn ásakaði Túnisbúa um að vera valda að þessum söguburði, en grunnt er á því góða með þessum tveimur þjóðum. Khaddafy Atvinnuleys- ingjum í Sví- þjóð fækkar Siokkholmi. 11. apríl. AP. ATVINNULEYSINGJUM í Svíþjóð fækkaði i marz, samanhorið við febrúar. að því er sænska hagstofan skýrði frá í dag. 1,8% -vinnufærra manna í Svíþjóð eru nú á atvinnuleysisskrá, saman- borið við 1,9% í febrúar. Alls eru atvinnuleysingjar í Svíþjóð rétt um 76 þúsund. Búist er við að atvinnu- leysingjum muni fækka fram á haust. Ginzburg hvetur til fjarveru frá Moskvu Denver, Colorado Springs. ll.apríl. AP. SOVÉSKI rithöfundurinn Al- exander Ginzburg sem er nú búsettur í Bandaríkjunum sendi i dag frá sér áskorun þar sem hann hvatti Bandaríkja- mcnn til að hundsa Ólympiu- leikana í Moskvu á sumri komanda. Sagði hann að leikarnir væru of mikilsháttar til að Sovétríkin fengju að nota þá sem áróðurs- tæki. Ginzburg kom til Color- ado Springs, þar sem banda- ríska ólympíunefndin situr á fundi, til að leggja áherzlu á þetta mál. Frá Washington sendi Carter forseti Walter Mondale varaforseta til að ávarpa nefndarmenn og hvetja þá til að fara að þeirri beiðni forsetans að Bandaríkin sendi ekki keppendur á leikana. Barist um N’Djamana N'Djaraona. 11. apríl. AP. NÚ ER barist af hörku um N'Djam- ena. höfuðborg Afríkuríkisins Chad, eins fátækasta ríkis heims. Samkvæmt fréttum hafa hersveitir hliðhollar Wadal Kamaougue, hins kristna varaforseta landsins, tekið þátt í bardögunum um höfuðborg- ina síðustu tvo dagana. Að sögn er mannfall mikið. Þátttaka hinna kristnu hersveita Kamaougue hefur enn aukið á þá óvissu sem í landinu ríkir en svo virðist sem hersveitir Hissene Habre, varnarmálaráðherra lands- ins, eigi nú undir högg að sækja. Hinar múhameðsku hersveitir Habre hafa barist gegn her Queddi, forseta landsins, sem einnig er múhameðstrúarmaður. Fimm sinn- um hefur vopnahlé verið samið en það jafnoft verið rofið. Um 100 þúsund manns hafa flúið yfir landa- mærin til Kamerún. íranskur námsmaður kveður unnustu sína með trega í Pennsylvaníu. Simamynd AP Bani-Sadr hótar írökum styjöld — ef ástandið á landamærum írans og íraks versnar Teheran, 11. april. AP. ABOLHASSAN Bani-Sadr, íorseti írans. hótaði írökum stríði ef ástandið á landamærum ríkjanna versnaði. „Við munum fara í stríð," sagði Bani-Sadr á fjölmennum fundi í Teheran í dag. íranska útvarpið sagði að 3 milljónir manna hefðu sótt fundinn í Teher- an en vestrænir fréttamcnn áætl- uðu að innan við milljón manns hefði verið á fundinum. Bani-Sadr hélt harðorðustu ræðu sína til þessa og var ómyrkur í máli. Ilann sakaöi íraka um að vera leikbrúðu Banda- ríkjanna og hvatti íraka að steypa Saddam Hussein, forseta landsins. af stóli. En forsetinn hvatti íraka til að láta af ögrunum í garð íran. Þess i stað sagði forsetinn, ættu þjóðirnar að berjast gegn isralesku herliði i S-Líbanon. ísraelskir hermenn á brott úr Líbanon Tcl Aviv, Bcirút, 11. apríl. AP. BROTTFLUTNINGUR herliðs ísraels í S-Líbanon hófst í dag. í stuttri tilkynningu israelsku herstjórnarinnar sagði, að haf- inn væri „flutningur þeirra her- manna í S-Líbanon, sem lokið hafa hlutverki sínu." Ekki var minnst á, hve langan tima brottflutningur hermannanna tæki. Utanríkisráðuneytið í Washington skýrði svo frá, að ísraelsmenn hefðu tilkynnt bandarísku stjórninni, að brottflutningum yrði Iokið á næstu dögum. ísraelskir hermenn fóru yfir landamærin til Líbanons á mið- vikudag eftir að fimm palestínsk- ir skæruliðar myrtu þrjá gyðinga á samyrkjubúi á mánudag. Bandaríkjamenn höfðu hvatt ísraelsmenn til að flytja herlið sitt á brott úr Líbanon. í dag var skotið á friðargæzlu- sveit Sameinuðu þjóðanna í Líbanon. Næst æðsti maður frið- argæzlusveitanna var meðal þeirra, sem skotið var á. Að sögn hæfðu fimm kúlur bíl hershöfð- ingjans en enginn særðist. Vest- rænn sendiráðsmaður í Beirút, sagði að írskir friðargæzlumenn hefðu svarað skothríðinni. Talið er að kristnir falangistar hafi skotið á gæzlumennina. Undanfarið hafa orðið skærur á landamærum traks og írans. íranir hafa ásakað íraka um að eiga upptökin að þessum átökum. Sendi- herra írans í Moskvu hvatti Sovét- menn til að láta af vopnasendingum til íraks en í landinu eru um 2000 sovéskir skriðdrekar og flestar or- ustuþotur landsins eru sovéskar. Jafnframt þessum harðorðu yfir- lýsingum hafði forsetinn í hótunum við Japani og ríki V-Evrópu. Hann sagði að íranir væru reiðubúnir að hætta sölu á olíu til Japans og V-Evrópu, ef þessar þjóðir tækju þátt í refsiaðgerðum Bandaríkja- manna gegn íran. Japanir fá 10% af olíu sinni frá íran og V-Evrópa um 5%. „Við höfum það i hendi okkar að umbylta Evrópu,“ sagði forsetinn en skýrði það ekki nánar. Japanir tilkynntu í dag, að þeir myndu fara að dæmi V-Evrópuríkja og krefjast þess, að íranir slepptu gíslunum í sendiráðinu í Teheran úr haldi. Þessi ríki hafa hins vegar ekki viljað taka þátt í beinum refsiaðgerðum. Bandaríkjamenn tilkynntu í dag, að ferðahömlur hefðu verið settar á íranska sendiráðsmenn hjá Samein- uðu þjóðunum. Þeim er bannað að ferðast lengra en 40 kílómetra frá heimilum sínum. Ásamt írönum hafa sendiráðsmenn Kúbu, Albaníu, Mongólíu, N-Kóreu, Víetnams og Kambódíu skert ferðafrelsi. Svo er einnig um áheyrnarfulltrúa Pale- stínumanna. Sjá einnig „Bani-Sadr hættir af- skiptum af gislamálinu" bis. 23. í það heilaga: En hann var látinn fyrir þremur árum Nantcs. 11. april. AP. KONA nokkur í Nantes gekk í dag í það heilaga. Það í sjálfu sér þykir ekki í frásiigur fær- andi nema hvað konan. sem ekki var nafngreind. gekk að eiga mann. sem lést í slysi fyrir þremur árum síðan. Valery Giscárd D’Estaing Frakklandsforseti gaf sérsfakt leyfi til hjónavígslunnar. Hann studdist við lög frá árinu 1959, sem heiniila hjónavígslu, þó annar aðili hafi fallið frá, sé greinilegt að vilji hans eða hennar sé að ganga í hjónaband með viðkomandi. Sadat til Kairó Kairó, 11. apríi. AP. ANWAR Sadat, forseti Egypta- lands, kom í dag til Kairó úr för sinni til Bandarikjanna þar sem hann átti viðræður við Jimmy Carter forseta. Til þess var tekið, að leiðtogar kristinna manna voru ekki við komu Sadats sem vani hefur verið. Til átaka kom milli kristinna stúdenta og múhameðskra í Alexandríu í síðasta mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.