Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRIL 1980 Stjórn IGC. samhands lciósdKumanna á Norðurlöndunum. Júlía Sveinbjarnardóttir er þriðja írá vinstri en hún er cini íslendingurinn í stjórninni. Ljósm. rax. Norrænir leiðsögumenn funda í Reykjavík: Stjórnvöld sjái um menntun leiðsögumanna LEIÐSÖGUMENN frá Norður- iöndum sitja um þessar mundir ráðstcfnu á Ilótel Loftleiðum. Ráðstefnunni lýkur 14. apríl n.k. en 10. og 11. apríl sl. var aðalfundur Internationai Guides Club haldinn á Loftieiðum í tengslum við ráðstefnuna. IGC er samtök norrænna leiðsögumanna og voru þau stofnuð árið 1954. 1800 ieiðsögumenn á Norðuriönd- unum eru mcðlimir i samtökun- um en um 50 þeirra sitja ráð- stefnuna í Reykjavík. Munu þeir hlusta á fyriríestra um ísland og sögu landsins og fara dagsfcrðir um nágrenni Reykjavikur. Auk þcss munu þeir heimsækja for- setahjónin á Bessastöðum. Ný st.jórn IGC var kosin á aðalfundinum og er formaðurinn Jon Gunnar Arntzen frá Ósló Guideforening. Einn Islendingur situr í stjórninni, Júlía Svein- bjarnardóttir frá Félagi leiðsögu- manna. Þá var á fundinum samþykkt ályktun þar sem m.a. kemur fram að leggja verði áherslu á að yfirvöld sjái um að leiðsögumenn fái góða grundvallar- og fram- haldsmenntun til leiðsögustarfs- ins og að tryggja verði það að ómenntað fólk fái ekki réttindi til leiðsögu. Útvegsbændur í Eyjum: Stefnir í mikinn halla- rekstur f iskiskipaflotans FIMMTUDAGINN 3. apríl hélt Útvegsbændafélag Vestmanna- eyja fund í Samkomuhúsi Vcst- mannaeyja. Formaður L.Í.Ú., Kristján Ragnarsson. kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu og horfum fiskiskipaút- gerðarinnar almennt. Nýlega fiskverðsákvörðun sagði Krist- ján ósanngjarna, og loforð, sem stjórnvöld gáfu í janúar, um að 5% olíugjald gilti út árið, hefðu verið þverbrotin og cinskis væri FORSETI íslands sæmdi í gær. 11. apríl, eftirtalda íslenzka ríkisborgara riddarakrossi hinn- ar íslenzku fálkaorðu: Séra Árelíus Níelsson, sókn- arprest, fyrir prests- og félags- málastörf. Frú Ásrúnu Þórhallsdóttur, fyrir félagsmálastörf. Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóra, fyrir útgáfu- og félags- málastörf. Carl Billich, pianóleikara, fyrir tónlistarstörf. Guðmund Guðmundsson, fv. skipstjóra, ísafirði, fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Guðna Guðmundsson, rektor, svifist til að þjarma að útgerðar- mönnum fiskiskipa. Á fundinum kom fram krafa um að L.Í.Ú. segði sig úr Verðlagsráði sjávarútvegsins, en að útgerðar- menn auglýstu einhliða fiskverð á öllum tegundum sjávarafla og að fiskafla væri ekki landað nema fyrir verð, sem stæði undir lág- marks-útgerðarkostnaði, en víðs- fjarri færi, að nýgerð fiskverðs- ákvörðun Verðlagsráðsins gerði ráð fyrir því. Enda væru vinnu- fyrir störf að skólamálum. Harald Ólafsson, bankaritara, fyrir minjasöfnun og gjafir til opinberra safna. Frk. Ólöfu Ríkarðsdóttur, full- trúa, fyrir störf að félagsmálum fatlaðra. Stefán Jónsson, forstjóra, Hafn- arfirði, fyrir bæjarstjórnarstörf. Sveinbjörn Árnason, kaup- mann, fyrir störf að félagsmálum verslunarmanna. Val Arnþórsson, kaupfélags- stjóra, Akureyri, fyrir störf að samvinnumálum. Þórð Jónsson, bónda að Hval- látrum, fyrir slysavarna- og fé- lagsmálastörf. brögð fulltrúa ríkisvaldsins með þeim hætti í ráðinu, að allskonar bolabrögðum væri beitt til að halda fiskverði til útgerðarmanna niðri með einhverju móti. Fundarmenn lýstu undrun sinni á, að fulltrúi sjómanna í yfirnefnd Verðlagsráðsins gerði sér að góðu að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um 4% fiskverðshækkun til sjó- manna, á sama tíma og öllum launþegum við störf í landi hefði verið tryggð 6,67% kauphækkun. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt einróma á fundinum: Almennur fundur Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja, haldinn 3. apríi 1980, samþykkir mótmæli við nýákveðnu fiskverði og hvernig að ákvörðun þess var staðið. Jafnframt mótmælir fundurinn þeirri lækkun á olíugjaldi, sem ákveðin var, og telur, að þar hafi verið gengið á loforð, sem gefin voru við ákvörðun fiskverðs í janúar. Fundurinn bendir á, að nú stefnir í mikinn hallarekstur fiskiskipaflotans, sér í lagi hér í Vestmannaeyjum, þar sem tog- veiðar eru stundaðar hér mun meira en annars staðar á landinu og líklegt er, að verulega dragi úr útgerð frá Eyjum vegna fram- angreindra aðgerða. Sæmdir riddarakrossi Vinnuvéljir allt að 30% dýrari á íslandi, en öðrum Norðurlöndum — segir í ályktun Verktakasambands íslands AÐALFUNDUR Verktakasam- bands íslands var nýlega haldinn í Reykjavík. Mættir voru full- trúar 84% atkvæða í félaginu. Fundurinn hófst með ávarpi iðnaðarráðherra, Hjörleifs Gutt- ormssonar, sem sagði m.a. að í fyrri ráðherratíð sinni hefði sú stefna verið mótuð að haga útboð- um í stærri verk þannig að innlendir verktakar gætu boðið og væri sú stefna í fullu gildi og kæmi fram í núverandi stjórnar- véla og rekstarvara til þeirra, hefur orðið þess valdandi, að innflutningur nýrra tækja er orð- inn hverfandi og flest þau tæki sem til eru, orðin úrelt og dýr í viðhaldi og nýting þvi slæm. Verk verða því dýrari en efni standa til. Til þess að gera mönnum ljóst hversu höllum fæti íslenzkir verk- takar standa gagnvart erlendum starfsbræðrum er settur fram eftirfarandi samanburður á gjaldatöku viðkomandi ríkis við Frá aðalfundinum. Talið frá vinstri: pthar örn Petersen, Leifur Hannesson. Hjörieifur Guttormsson og Ármann Örn Ármannsson. _____________________________________ innflutning á algengri vinnuvél, Jarðýta af ákveðinni tegund hér °8 >' nágrannalöndum. ísland Norotfur* Svíjijóð Sviss Þýzkal.** Útsöluvt*rd á Islandi 120.2tí2.(KM) Gjaldtaka ríkisins 56.ÍÍS4JKM) í '7< af útsöluverói \\'7< 13'.? 19.5% HV7< 19.84% * Gjaldtaka feliur niður ef vélin er notuð í námurekstri eða iðnaði. ★★ Þessi gjaldtaka gildir um vélar framleiddar utan Efnahagsbanda- lagsins. Á vélar framleiddar í ríkjum EfnahagsbandalagsinS leggst ekki tollur og er gjaldataka því 0%. sáttmála. Ráðherra taldi eitt höf- uðvandamál atvinnuveganna vera stjórnunarlegs eðlis og ekki öízt í iðnaðinum. Ókkur skorti vald yfir tækninni, sem við erum að taka í notkun, jafnvel tilneyddir í sam- keppni við útlendinga. Þá benti ráðherrann á að upp- gjafartónn heyrðist oft þegar harðnaði í ári en það tal bætti ekki neitt. Við vorum rík þjóð. Aukin skoðanaskipti stjórnmála- manna og verktaka væru nauð- synleg til framþróunar þjóðlífsins. Ráðherrann árnaði að lokum sambandinu allra heilla. Fundarstörf voru með venju- legum hætti. Skýrsla stjórnar lögð fram, reikningar lagðir fram og samþykktir og fjárhagsáætlun og gjaldtillaga stjórnar samþykktar. Stjórn félagsins var endurkjör- in en hana skipa: Ármann Örn Ármannsson, formaður, Franz Árnason, Ólafur Þorsteinsson, Páll Sigurjónsson og Sigurður Sigurjónsson meðstjórn- endur og Kristján Guðmundsson og Leifur Hannesson varamenn. Framkvæmdastjóri er Othar Örn Petersen hdl. Á fundinum var samþykkt ál- yktun svöhljóðandi: Alyktun aðalfund- ar Verktakasam- bands Islands 8. marz 1980 Aðalfundur Verktakasambands Islands ítrekar að gjaldtaka ríkissjóðs af innflutningi vinnu- Sem fram kemur í töflunni er gífurlegur munur á gjaldatöku ríkisins af innflutningi þunga- vinnuvéla á íslandi og í nágranna- löndunum, svo að vélin verður allt að 30% dýrari hér en í nágranna- löndunum. Augljóst er að íslenzkir verk- takar hafa ekki bolmagn til að fjáfesta í svo ríkum mæli í opinberum gjöldum. Sérstaklega við samverkandi áhrif verðbólgu og óhagstæðra skattalaga sem eytt hafa eigin fé fyrirtækja landsmanna. Gjaldataka ríkisins af innflutningi vinnuvela er and- stæð þeirri almennu stefnu að innlendir aðilar búi við sömu skilyrði og erlendir starfsbræður þeirra. Ennfremur skal bent á, að hérlendis leggst 22% söluskattur á alla útselda vinnu þungavinnu- véla, meðan söluskattur erlendis á samskonar mannvikjagerð og á byggingakostnað og þar með ibúðakostnað almennings og veld- ur rýrari lífskjörum á Islandi en í öðrum löndum. Leiðrétting í FRÉTT í Mbl. í gær um útkomu bókarinnar „Hlauptu drengur, hlauptu" sem Samhjálp hvíta- sunnumanna gefur út, var einnig getið bókarinnar „Krossinn og hnífsblaðið" sem Samhjálp gaf út fyrir rúmu ári. Var þar mishermt að sú bók hefði selst í 3.000 eintökum. Það rétta er að „Kross- inn og hnífsblaðið" hefur selst í 9.000 eintökum til þessa. Norskur bókmenntafræð- ingur í Norræna húsinu NORSKI bókmenntafræðingur- inn Janneken Överland flytur tvo fyririestra í Norræna húsinu. hinn fyrri mánudaginn 14. apríl ki. 2.30 og hinn síðari laugardag- inn 19. apríl kl. 16. Nefnast þeir „Om nyere norsk litteratur" og „To moderne kvinnelige forfatt- ere“. Janneken Överland er fædd í Stafangri árið 1946 og hefur lokið magistersprófi í bókmenntasögu. Hún er nú aðstoðarkennari við Óslóarháskóla og hefur ritað fjölda greina og ritgerða í bók- menntatímarit og safnrit, einkum um kvennabókmenntir. Hún er ritstjóri norska bókmenntatíma- ritsins Viduet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.