Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 Reyniviður Reyniviður eða reynir er ann- að algengasta garðtré á norður- slóðum heims. Heimkynni hans eru svipuð heimkynnum bjark- arinnar, og lifa hvortveggja teg- undanna við svipuð veðurfars- skilyrði. En sá er munur á að reyniviður er miklu þurftafrek- ari að því er jarðnæringu snert- ir. Hann þrífst ekki vel nema í lausum og mjög frjóum jarðvegi. Reyniviður er fremur lágvaxið tré. Hér á landi hefur hann vart mælst yfir 10 metra á hæð, en sunnar á hnettinum nær hann oft 12 — 15 m hæð. Hann myndar aldrei skóga en vex sem einstakt tré í rjóðrum innan um aðrar trjátegundir. Á stundum vex hann í litlum lundum. Hér vex reyniviður víða um land allt og á nokkrum stöðum er mikið um hann, t.d. í birkikjarri á Vestfjörðum, þar sem er laus skirðujarðvegur, nægur jarðraki og lítil beit. Á síðari árum hefur reyniviður breiðst út í friðuðu skóglendi, þar sem skilyrði henta honum. Fyrir nokkrum tugum ára voru reyniviðir í Nauthúsagili, Bæjargilinu á Skaftafelli og fáeinir aðrir taldir með eindæm- um hver á sínum stað, og þótti þá hvað merkilegast, að menn gátu gengið yfir Nauthúsagilið á einum stofni reyniviðarins, sem lá skáhalt yfir það. Þessi tré eru flest fallin fyrir aldurs sakir, en upp af rótunum vaxa nú nýir stofnar. Reyniviður hefur marga kosti til að bera, sem gera hann að ákjósanlegu garðtré. Hann er fljótvaxinn á unga aldri, ber fagra hvíta blómsveipi innan margra ára, blómin ilma mjög vel og berin eru hárauð og skrautleg. Blöðin eru fjöðruð og ljósgræn fram eftir sumri og hreyfast í hægum vindblæ. Hann þolir allvel skugga, en ekki er þó ráðlegt að láta hann standa mjög þétt þegar hann stækkar þar eð ræturnar þurfa mikla næringu. Mjög víða standa reyniviðir langt of þétt til að ná eðlilegum þroska, einkum meðfram götum og á lóðamörkum, og ættu menn að athuga það nú í vor, hvort ekki væri ráðlegt að fækka þeim. Skörð þau, sem fram koma við grisjun lokast á einu eða tveim árum, og þá saknar enginn þeirra, sem felld hafa verið. Þau, sem eftir standa, verða miklu fegurri fyrir vikið. Ennfremur má ekki gleymast að öðru hvoru þarf að gefa reyniviðum vænan áburðar- skammt og þá helst húsdýraá- burð, og samtímis verður að rífa upp og taka burt alla grasrót frá stofni trjánna. Af lengd og gildleika yngstu árssprota sést hvenær áburðar er þörf. Rót- arskot benda líka í sömu átt, en þau á skilyrðislaust að klippa á fyrsta ári. Auk reynitegundar þeirrar, sem hér vex, eru alls til um 80 tegundir reyniviða í heiminum og eru flestar í Asíu og Evrópu en örfáar í Ameríku. Ættkvíslin er grein af apaldurs- eða epla- trjáættinni. Margir kynblend- ingar eru milli tegunda, og eru sumir þeirra taldir sjálfstæðar tegundir. Svo er t.d. um silfur- reyni og gráreyni, sem báðir ná sæmilegum þroska hér á landi, einkum gráreynirinn. Silfur- reynir er talinn upprunninn í Smálöndum eða Dölunum í Svíþjóð, en gráreynir af Finn- landsströndum. Silfurreynir hefur verið rækt- aður hér um nærri aldarskeið, og stendur eitt slíkt tré í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti í Reykjavík, plantað um 1885. í Reykjavík er mikið um silfur- reyni við hús, sem byggð voru frá 1925 til 1935. Gráreynir mun fyrst hafa Hákon Bjarnason: Pryóum lancfió-plortfum tijam' komið til Akureyrar frá Noregi á allra fyrstu árum aldarinnar. Þaðan hefur hann breiðst út víða um land, en að auki var töluvert flutt inn af honum úr Saltdal í Noregi um nokkurt skeið. Grá- reynir hefur reýnst öllu betur en silfurreynir, sem m.a. má marka af því, að hann þroskar ber og fræ nærri árlega, en silfurreynir aðeins í hlýjum sumrum. Teg- undirnar eru nauða líkar að útliti svo að þeim er oft ruglað saman. En sá er munur á blöðum þeirra, að silfurreynisblöðin eru sepótt en gráreynisblöðin skert inn að blaðstilk neðst á honum. Þarfir gráreynis eru svipaðar og reyniviðar og hann er vindþoln- ari en íslenski reyniviðurinn. Fyrir því er óhætt að mæla með honum sem garðtré og taka hann fram yfir silfurreyni. Til er lágvaxinn og oftast margstofna reynir hér á landi, sem nefndur hefur verið úlfa- reynir. Hann hefur lengi verið ræktaður á skjólsælum stöðum, en annars er ókunnugt um upp- runa hans hér nema það, að hirt voru ber af litlum brúski í gömlu gróðrarstöðinni í Reykjavík fyrir 40 árum og fræinu sáð í gróðrarstöðina í Múlakoti. Þar hefur hann lifað síðan og þaðan hefur hann breiðst nokkuð út á síðari árum. Blómin eru bleik- rauð og miklu stærri en á öðrum reynitegundum og eru runnarnir á stundum eitt blómahaf. Berin stór og með miklu eplabragði. Þau eru ágæt til matargerðar, en því má bæta við að gera má fyrirtaks sultu úr venjulegum reyniberjum þó fáir munu kunna þá list hér á landi. Úlfareynirinn er fremur viðkvæmur og þarf að vera á skjólgóðum stað, ef hann á að blómgast vel. Reyniviðir eru ekki kvillasam- ir. Helst er það reyniáta, sem leggst á greinar og stofn íslenska reynisins, en hennar gætir lítið eða ekki á gráreyni eða silfurreyni. Reyniátan þrífst einkum í köldum og votviðra- sömum sumrum og eru tré af dönskum stofni langtum næmari fyrir henni en hin innlendu. Þegar börkur á stofni eða grein gulnar og fellur inn má gera ráð fyrir að skemmd sé fyrir innan. Má þá fletta dauðum berki af og opna sárið svo að loft og ljós leiki um það. Nægir það í mörgum tilvikum til þess að skemmdin hverfi og meinið læknist. Þetta er bæði auðvelt og einfalt ráð, fyrirhafnarlítið og kostar ekkert annað en það, að menn verða og eiga að fylgjast með vexti og þroska trjánna, skoða þau oft og gæla við þau. Hörður Ólafsson hrl: Endurskoðun stjórnarskrárinnar Ritgerð Þórs Vilhjálmssonar, hæstaréttardómara, í Tímariti lögfræðinga, desember 1979, er eins og vænta mátti ágætt fram- lag til umræðunnar um endur- skoðun Stjórnarskrár lýðveldisins íslands í núverandi formi, þ.e.a.s. með þeim breytingum, sem gerðar voru á stjórnarskránni frá 1944 með stjórnskipunarlögum 1959 (ný kjördæmaskipun) og 1968 (lækkun kosningaaldurs). Hins vegar hefði ég kosið, að höfundur hefði fylgt þeirri reglu, að byrja á því að skilgreina það plagg, sem hann ætlaði sér að fjalla um. Má vera, að orðalag hans og niðurstöður hefðu þá orðið með nokkuð öðrum hætti en raun ber vitni. Mun ég nú reyna að ráða bót á þessu, og ef ég reynist sannspár, ættu niðurstöður mínar að verða öðruvísi en hans. Stjórnarskrá er að mínu viti fyrst og fremst samningur, — samningur milli frjálsra og jafnra manna, sem búa saman í sama landi, um að stofna með sér félag til að vinna að framgangi sameig- inlegra hagsmunamála. Félagið mætti því að sjálfsögðu kalla samvinnufélag, en það er venju- lega kallað samfélag eða þjóðfé- lag. Stofnendur félagsins eru, eins og áður segir, fólkið í landinu, borgarar landsins, og þeir eru ekki þegnar landsins í þeirri merkingu, að þeir þiggi nokkurn skapaðan hlut frá öðrum en sjálfum sér; að tala um slíkt er arfur frá gamalli tíð. Þegnar eru þeir einungis í þeirri merkingu, að þeir þiggja gjafir gjöfuls lands. Ekki ætti að þurfa að taka fram, að stjórnvöldin, Alþingi, fram- kvæmdavald og dómendur, eru ekki á nokkurn hátt aðilar að þessum samningi, heldur er hér um að ræða aðila, sem stofnendur hafa ráðið í sína þjónustu upp á kaup. Það er því ekki um það að ræða, að stofnendur þiggi neitt frá þeim annað en störf þeirra, mis- jafnlega vel unnin eins og gengur. Þá er einnig ljóst, að Island, landið sjálft, er ekki samningsað- ili; landið gerir engan stofnsamn- ing; það er einungis fólk, sem getur gert samning sín á milli og gerir hann, — við Islendingar. Þegar litið er á þessa skilgrein- ingu, vaknar sú spurning, hvað eigi að kalla samninginn. Það er mjög þýðingarmikið atriði, því nafnið er bæði til leiðbeiningar um, hvert innihald hann skuli hafa, en getur einnig verið stöðug áminning til þeirra, sem ráðnir hafa verið til starfa fyrir félagið, áminning um það frá hverjum þeir hafi þegið umboð sitt, í hverra þjónustu þeir séu. Með skilgreininguna í huga mundi ég leggja til, að samningur- inn yrði kallaður Stofnlög íslend- inga, sbr. enska orðið constitution og sögnina constitute, sem merkir að stofna, sbr. einnig stofnsamn- ing í félögum, sem gegnir sama hlutverki og þessi samningur okk- ar. Orðið „skrá“ merkir hins vegar ekkert það, sem minnir á efni eða eðli samningsins, sbr. dagskrá, kjörskrá, söluskrá eða söngskrá. Ganga má út frá því sem vísu, að íslendingar viti til hvers þeir eru að stofna félagið. Það ætti því ekki að þurfa að ræða um tilgang- inn í nýju stjórnarskránni fremur en það er gert í hinni gömlu. Því væri rétt að snúa sér strax að því, eins og áður, að semja um það, hvernig stjórn félagsins ætti að vera skipuð, m.ö.o. Alþingi, ríkis- stjórn, embættismenn og aðrir starfsmenn og dómendur. Þessum starfsmönnum þarf að veita prókúruumboð fyrir félagið, ákveða hver völd þeir skuli hafa og hver völd þeir skuli ekki hafa.: Hér verður þannig um takmarkað umboð að ræða, og stofnlögin verða að hafa skýr og greinileg ákvæði um þessar takmarkanir. Stofnlögin verða þannig að setja skilyrði fyrir ráðningunni, skil- yrði, sem starfsmenn félagsins, Alþingi, framkvæmdavald og dómendur mega með engu móti brjóta eða víkja frá nema með því að biðja okkur leyfis áður, þ.e.a.s. nema við samþykkjum að breyta stofnlögunum. Þegar eðli stofnlaganna er haft í huga, sýnist sú kenning algjör- lega fráleit, að starfsmenn félags- in3 geti breytt þeim með venju, þ.e.a.s. með því að brjóta þau nógu oft, sbr. athugasemdir höfundar ritgerðarinnar um, að venja hafi fellt niður þann 41. gr. stjórn- arskrárinnar við greiðslum án heimilda. Verður því vart trúað, að hann mundf halda því fram, að nægilega mörg brot á hegningar- lögunum t.d., sem ekki kæmist upp um og ekki væri því refsað fyrir, mundu gera þau ákvæði „ómerk" fyrir „venju“. Hvað þá heldur um brot á sjálfri stjórnarskránni! Þegar haft er í huga, að samn- ingsaðilar eru frjálsir og jafnir íslendingar, er að sjálfsögðu úti- lokað, að þeir vilji með stofnlög- unum afsala sér þessu jafnrétti og veita tilteknum samningsaðilum, íbúum einstakra landshluta, miklu meiri rétt en þeir hafa sjálfir, t.d. um ráðningu þeirra starfsmanna, sem kallast alþing- ismenn, t.d. svo að muni 480% í jafnrétti eins og nú á sér stað, þegar samanburður er gerður á minnsta og mesta rétti. Reglan um, að meirihlutinn eigi að ráða er tvímælalaust grundvallar-regla lýðræðisins, og er ég því sammála fyrirmælum Alþingis til stjórn- arskrárnefndar í þingsályktun 6. maí 1978, að megináherzlan skuli lögð á endurskoðun á ákvæðum 31. gr. stjórnarskrárinnar. Það er að vísu ekki orðað svo í ályktuninni, en það hlýtur að vera meiningin. Sézt bezt, hversu aðkallandi mál er hér á ferðinni, þegar haft er í huga, að önnur kjördæmi eiga að skila Reykvíkingum og Reyknes- ingum hvorki meira né minna en 14 þingsætum. Sýnist augljóst, að landinu verður alls ekki stjórnað með þessum ójöfnuði. Ekki hef ég eins miklar áhyggj- ur af þeim öðrum takmörkunum, sem nauðsynlegt er að gera á umboði starfsmanna, þ.e.a.s. um önnur mannréttindi, sem tryggja verður í stofnlögum. Þannig höf- um við gert samninga um mann- réttindi bæði við Evrópuráðið og Sameinuðu þjóðirnar og sýnist fljótast og auðveldast að fella þau ákvæði inn í hin nýju stofnlög. Þá vil ég að síðustu geta þess, að ég er Jóni Sigurðssyni á Grundar- tanga (og höfundi?) ekki sammála um það, að stéttarfélögin séu orðin fjórði og öflugasti þáttur ríkisvaldsins. Stéttarfélögin eru þvert á móti of veik, sem kemur bezt fram í því, hversu sundruð þau eru, umboðsmenn, sem við þarf að semja, margir og því sein í snúningum. Kaupmaður getur hækkað og lækkað vöruverð sitt á einni sekúndu og tekið þannig tillit til vaxandi og minnkandi eftirspurnar. Umboðsmenn launa- fólks hafa ekkert umboð til að gera slíkt. En báðum þessum hópum, þ.e. vinnuseljendum og vinnukaupend- um, er það sameiginlegt, að lang- varandi stjórnleysi landsins hefur gert þá ábyrgðarlausa. Það er að sjálfsögðu skylda umboðsmanna vinnuseljenda að reyna að fá eins hátt verð fyrir vinnuna og mögu- legt er, og þeir geta með engu móti lagt trúnað á getuleysi vinnukaup- enda til að greiða uppsett verð, meðan enginn þeirra fer á hausinn að góðum og gömlum sið. En stjórnleysið sér til þess, að gengið er umsvifalaust lækkað og það svo mjög, að jafnvel þeir óduglegustu geta með engu móti rúllað. Það er því lítil von til þess, að hin margumtalaða og eftirsótta framleiðni aukist í samfélagi, þar sem allt fikt ríkisvaldsins við taugakerfi efnahagslífsins miðast við þarfir hinna lélegustu. Þessar ábyrgðarlausu gengisfellingar ríkisvaldsins valda því hvoru tveggja í senn, að haldið er áfram útflutningsframleiðslu á óheppi- legum stöðum og duglegri menn og útsjónarsamari fá alls ekki komizt að. Þegar þessi hringavit- leysa er höfð í huga, er það vissulega lofsverð ábyrgðartil- finning, sem fram kemur í því hjá vinnuseljendum, að fara aðeins fram á 50% kauphækkun, þegar þeir vita fyrir víst, að þeir geta allt eins fengið 100%. Má ég að lokum spá því, að jöfnun kosningaréttarins verði þessu samvinnufélagi okkar ekki síðri réttarbót en verzlunarfrelsið forðum. Hörður Olafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.