Morgunblaðið - 20.05.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 1980
13
Guðsteinn Þengilsson læknir:
Að vega úr f jarlægð
Það hefur verið talið með því
óhugnanlegasta við allan þann
viðbjóð, sem nútíma styrjaldir
hafa í för með sér, að hershöfðingi
eða ofursti þarf ekki annað en rita
nafn sitt undir skjal eða hringja
eina símahringingu, og þá er
ótiltekinn fjöldi manna sendur út í
opinn dauðann og enn fleiri verða
örkumlamenn ævilangt. Herfor-
inginn sjálfur kemur ekki nær
vettvangi atburðanna en það, að
hann er óhultur og öruggur langt
að baki víglínunnar. Hann sér
ekki liðsmenn sína engjast í
dauðateygjunum, hann sér ekki
limi þeirra tætast í sundur og
honum ber ekki fyrir s jónir
blóðug og afskræmd líkin, sem
liggja eftir í valnum. Ekki heldur
þekkir hann örvæntingu og sál-
arkvalir aðstandenda, sem hafa
misst föður eða son, bróður eða
unnusta. Þó hafa allar þessar
skelfingar verið réttlættar með
því, að herforinginn hafi verið að
þjóna föðurlandinu. Verði tjónið
og skelfingin meiri í liði óvinanna
en hans eigin her, er vísast að
honum séu veitt hin æðstu heið-
ursmerki, hann verði stolt og
eftirlæti þjóðar sinnar, og að
líkindum öðlast hann heimsfrægð.
En því miður eru það fleiri en
hershöfðingjar á styrjaldartím-
um, sem eru of langt að baki
víglínunar, fleiri sem valda tjóni
og viðurstyggð af því að þeir eru
of fjarri atburðunum sjálfum til
að gera sér ljósa grein fyrir
afleiðingunum af gerðum sínum.
Hryllilegustu atburðir gerast iðu-
lega langt úti í heimi og við fáum
af þeim einhvern ávæning með
fréttum, en þeir fá ekkert á okkur,
af því að þeir eru svo langt í burtu,
við veitum þeim varla hugsun. Og
þegar við skynjum ekki samband-
ið milli athafna okkar annars
vegar og afleiðinga þeirra hins
vegar, vegna þess að orsakasam-
bandið er of óljóst eða óbeint þá er
kannske ekki að furða þótt okkur
verði á að vinna óhæfuverk,
fremja morð úr fjarlægð.
Meðal þess sem flokkast gæti
undir slík slys eru gerðir ráða-
manna ríkis eða stjórnunarmanna
bæjarfélaga. Alls konar tilmæli
berast, og þau eru ýmist samþykkt
eða þeim hafnað. Þessi mál líta
mörg sakleysislega út á yfirborð-
inu, en þegar nánar er að gáð
skiptir það kannski sköpum um
örlög fjölda manns hvort þau
hljóta framgang eða ekki. Að rétta
upp hönd getur ráðið úrslitum um
líf, heilsu og lífshamingju ótal-
inna einstaklinga um alla framtíð.
Hið alþjóðlega áfengisauðvald
heldur stöðugt áfram að smeygja
örmum sínum alls staðar inn,
líkast risavöxnum krabba. Um-
boðsmenn þess hér á íslandi knýja
sem víðast á að opna útsölustaði
og lengja sem mest sölutíma. Með
óhóflegt fjármagn að vopni hefur
víngróðavaldið hafið sókn gegn lífi
og heilsu þjóðarinnar, og það með
góðfúslegu leyfi forráðamanna
ríkis og Sæja.
Og við hér í Kópavogi höfum
ekki fremur en aðrir farið var-
hluta af áróðri og þrýstingi
víngróðaumboðanna og áfengis-
auðvaldsins. Tvívegis á skömmum
tíma hefur bæjarstjórninni tekist
að bægja frá stórárásum, hinni
fyrri þegar leitast var eftir opnun
útibús ATVR hér í miðbænum rétt
hjá gamla fólkinu og öryrkjunum,
hinni siðari þegar farið var fram á
að selja hér áfengi í nokkurs
konar knæpustíl, þar í grennd sem
iðnaðarfólk starfar mest. En
stundum koma úlfarnir í sauða-
klæðum, og nú tókst einum þeirra
að gleypa meiri hluta bæjar-
stjórnar Kópavogs. Ekki var farið
fram á meira, en að veita létt vín
með mat, og á það að vera til að
setja kórónuna á glæsileika eins
steikarhúss, sem hér er í uppsigl-
ingu. Þótti það víst óhæfa að
Kópavogsbúar sætu svo aftarlega
á meri, að þeir gætu ekki boðið
gestum sínum vín með matnum, ef
þeir færu með þá út. Þetta var
meira en meiri hluti bæjarstjórn-
ar þoldi, og mælti hann því með
leyfisveitingu fyrir léttum vínum.
Gott ef þetta var ekki síðasta verk
bæjarstjórnar á barnaárinu. Þess
er skylt að geta að ekki greiddu
allir bæjarfulltrúar vínveitingum
atkvæði sitt, og sé þeim heiður og
þökk fyrir skilning sinn, sem þar
stóðu á móti.
Guðsteinn Þengilsson
Flestir þeirra bæjarstjóriw-
manna, sem meðmæltir voru leyf-
isveitingu, höfðu fengið ítarlega
fræðslu um nauðsyn þess að tak-
marka dreifingu og sölu áfengra
drýkkja. Þeir hafa því tæplega
þekkingarskort sér til afsökunar.
Hitt mun sönnu nær, að hugur
þeirra allur stóð til þjónkunar við
peningavald og áfengisauðmagn.
Þjónkun undir þessa aðila reyna
menn oft að réttlæta með því að
segja, að allir eiga að hafa frjáls-
an aðgang að lífsins gæðum, og
sumir taka sér meira að segja í
munn hið útþvælda orðtak: „Eg er
á móti öllum boðum og bönnum".
Þessi skilningur á frelsishugtak-
inu verður væntanlega ræddur
síðar.
Það er þó eitt í sambandi við
þessa „frjálshyggju", sem ég vildi
vekja athygli á hér. Þeir sem af
henni Státa virftaot m a oiora haft
sameiginlega mark að krefjast
frelsis til að neyta áfengis í hvaða
mynd sem er, hvenær sem er og
hvar sem er. Þar sem þessi
vínneyslufrjálshyggja hefur feng-
ið að dafna óhindruð, eins og t.d. í
Danmörku, — en Danir hafa
löngum státað af frjálslyndi sínu í
meðferð áfengis — hefur neyslan
tvöfaldast á tveimur áratugum
miðað við áfengismagn á einstakl-
ing. Samkvæmd umfangsmiklum
rannsóknum, sem gerðar hafa
verið, þýðir sú aukning ferföldun
tjóns.
Sú leyfisveiting, sem leiðir til
þess, að áfengisneysla breiðist út,
minnir að því leyti á dagskipun
hershöfðingjans langt að þaki
víglínunnar, að afleiðingar hvors
tveggja, dagskipunarinnar og leyf-
isins, verða langt frá sínum upp-
hafsstað. En þær geta birst með
fullum óhugnaði á vígvellinum eða
rústum brenndra borga, eða á
hrundum heimilum, geðdeildum
og sjúkrahúsum.
®AUGLÝSiNG A STOFA
MYNDAMÓTA
Adalslwti 6 sáni 2S810
„Jafnframt verði lögð fram
áætlun um rekstrarkostnað
Vinnueftirlits og sparnað, sem
sameining stofnana leiðir til.“
Hér er vikið að öðrum megin-
tilganginum, sem var að sameina
stofnanir og ná fram hagræðingu
og sparnaði í rekstri. Nánast
ekkert liggur fyrir um hugsan-
legan kostnað eða væntanlegan
sparnað.
I umsögn hagsýslustjóra kemur
fram, að hann telji markað tekju-
stofna óæskilega. Einnig hefur
komið fram sterk gagnrýni á
iðgjaldafyrirkomulagið í 77. gr.
laganna, þar sem ekki er tekið
tillit til áhættuflokka atvinnu-
starfseminnar. Jafnframt hefur
verið bent á, að nauðsynleg tæki
til að bæta aðbúnað, hollustu og
öryggi eru í lúxustollum og þess
vegna dýr fyrir fyrirtækin.
Einstæð tækifæri
til samræmingar
Hér hfur að framan verið drepið
á örfá þeirra óánægjuatriða, sem
komið hafa fram við meðferð
frumvarpsins á Alþingi. Skylt er
þó að sjálfsögðu að geta þess, að
margir umsagnaraðilar töldu
meginstefnu frumvarpsins til
bóta. Einn þeirra aðila, sem stóð
að frumvarpsgerðinni, Vinnuveit-
endasambandið, óskaði eftir fresti,
á afgreiðslu málsins. Stéttarsam-
band bænda vildi enn fremur frest
og landlæknir og borgarlæknir
lögðu fram ítarleg gögn, sem
sýndu fram á, að málið þyrfti
skoðunar við. Margir fleiri höfðu
athugasemdir að gera. Við af-
greiðslu málsins skipti þó fyrst og
fremst máli sú vitneskja, að ríkis-
stjórnin lagði allt kapp á, að málið
næði fram að ganga á þessu þingi.
Þess vegna valdi félagsmálanefnd
þessa sérstæðu málsmeðferð, að
láta fara fram „endurskoðun" á
nýsettum lögum.
Þegar tekið er tillit til þess
annars vegar, að búið er að
endurskoða lögin um hollustu-
hætti og heilbrigðiseftirlit og hins
vegar þeirrar endurskoðunar sem
nýsett lög hafa fengið og við það
bætist, að ráðherra hefur lofað að
vinna að þessum málum í sumar,
má segja að einstakt tækifæri hafi
gefist til samræmingar á þessu
sviði.
Höfum fyrirliggjandi hina viöurkenndu
LYDEX hljóökúta í eftirtaldar bifreiöar:
Auatln Allsgro 1100—1300 . 7..........hljóOkútar og púatrör.
Auatin Mini ..........................hljóðkútar og púatrör.
Audi 100a—LS .........................hljóökútar og púatrör.
Badford vörubfla .....................hljóökútar og púatrör.
Bronco 0 og 8 cyl ....................hljóökútar og púatrör.
Charvrolat fólkabfla og jappa ........hljóðkútar og púatrör.
Chryalar franakur ....................hljóökútar og púatrör.
Cltroan GS ...........................hljóökútar og púatrör.
Cltroan CX ....................................Hljóökútar.
Daihatau Charmant 1977—1979 .....hljóökútar fram og aftan.
Dataun diaaal
100A—120A—120—1200—1600—140—180 .. htjóökútar og púatrör.
Dodga fólkabfla ......................hljóókútar og púatrör.
D.K.W. fólkabila .....................hljóðkútar og púatrör.
Ffat 1100—1500—124—125—120—127—120—131—132
.................................... hljóökútar og púatrör.
Ford, amarfaka fólkabfla .............hljóókútar og púatrör.
Ford Conaul Cortina 1300—1000 ........hljóökútar og púatrör.
Ford Eacort og Flaata ............... hljóökútar og púatrör.
Ford Taunua 12M—15M- 17M- 20M---------hljóökútar og púatrör.
Hilman og Commar fólkab. og aandib. . . hljóökútar og púatrör.
Honda Clvic 1500 og Accord .....................hljóökútar.
Auatin Gipay jappi ...................hljóókútar og púatrör.
Intarnational Scout jappi ............hljóðkútar og púatrör.
Rúaaajappi GAX 09 hljóökútar og púatrör.
Wlllya jappi og Wagonaar .............hljóökútar og púatrör.
Jaapatar VO ..........................hljóökútar og púatrör.
Lada .................................hljóökútar og púatrör.
Landrovar banafn og dlaaal ...........hljóökútar og púatrör.
Lancar 1200—1400 .....................hljóökútar og púatrör.
Maida 1300—010—818—929 hljóökútar og púatrör.
Marcadaa Banz fólkabfla
180—190—200—220—250—280 hljóökútar og púatrör.
Marcadaa Banz vörub. og aandib........hljóökútar og púatrör.
Moakwitch 403—408—412 hljóökútar og púatrör.
Morria Marina 1,3 óg 1,8 ..........hljóðkútar og púatrör.
Opal Rakord, Caravan, Kadett og Kapitan
.................................. hljóðkútar og púatrör.
Paaaat V« p Hljóökútar.
Paugaot 204—404—504 hljóókútar og púatrör.
Rambler Amarican og Claaaic .......hljóökútar og púatrör.
Ranga Rovar ........................hljóökútar og púatrör.
Ranault R4—R8—R10—R12—R10—R20
.................................. hljóökútar og púatrör.
Saab 90 og 99 ..................... hljóðkútar og púatrör.
Scania Vabla
L80—L85—LB8S—L110—LB110—LB140 ...............hljóókútar.
Simca fólkabfla ....................hljóökútar og púatrör.
Skoda fólkab. og atation ..........hljóókútar og púatrör.
Sunbaam 1250—1500—1300—1800— ... hljóökútar og púatrör.
Taunua Tranait banafn og diael.....hljóökútar og púatrör.
Toyota fólkabfla og atation .......hljóökútar og púatrör.
Vauxhall og Chavatta fólkab. .,....hljóökútar og púatrör.
Volga fólkab. .....................hljóökútar og púatrör.
VW K70, 1300, 1200 og Golf ........hljóökútar og púatrör.
VW aendiferðab. 1903—77 hljóókútar og púatrör.
Volvo fólkabfla .................. hljóökútar og púatrör.
Volvo vörubila F84—85TD—N88—N86—
N88TD—F86—D—F89—D ...........................hljóðkútar.
Púströraupphengjusett í flestar gerðir bifreiöa.
Pústbarkar, flestar stæröir. Púströr í beinum
lengdum, 1V* “ til 4“
Setjum pústkerfi undir bíla, sími 83466.
Sendum í póstkröfu um land allt.
FJÖDRIN
Skeifunni 2
82944
Púströraverkstæói