Morgunblaðið - 20.05.1980, Side 21

Morgunblaðið - 20.05.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 29 t milli hafin þar gerðist, sem ekki liggur fyrir, er þetta er skrifað, heldur vegna þess að hann skuli yfir- leitt haldinn. Hér er um að ræða fund þeirra Leonids Brezhnevs, forseta Sovétríkjanna, og Valéry Giscards d’Estaings, forseta Frakklands, í Varsjá í gær mánudaginn 19. maí. Upphaf- lega átti að halda fundinn í veiðihúsi í Norður-Póllandi, en veðurguðirnir byrstu sig og komu í veg fyrir það og forset- arnir hittust þess í stað í höll í Varsjá. Þykir upphaflega stað- arvalið staðfesta þá leynd, sem yfir öllum undirbúningi hefur hvílt. Frakklandsforseti mun ekki hafa skýrt bandamönnum sínum frá fundinum og ekkert hefur verið um hann rætt opin- berlega fyrirfram. í afstöðu sinni til fundarins skipt- ast vestræn blöð í tvo hópa. Sum telja, að Frakklandsforseti sé að fara á bak við bandamenn sína og uppfylla þann langþráða draum Sovétmanna að reka fleyg á milli Evrópu og Banda- ríkjanna á þeim spennutímum, sem nú ríkja. Önnur segja, að raunsæi mæli fyrir um það, að nauðsynlegt sé að ræðast við á þessum spennutímum á alþjóða- vettvangi og með fundinum dragi Frakklandsforseti þessa staðreynd fram. Ósanngjarnt sé að halda því fram, að hann hafi á nokkurn hátt brugðist banda- mönnum sínum. Um það verður þó ekkert fullyrt, fyrr en niður- stöður viðræðnanna liggja fyrir. Fundurinn átti aðeins að standa í einn dag og ekki er vænst mikilvægra yfirlýsinga að hon- um loknum. Hvað sem því líður hafa síðustu dagar einkennst af viðræðum meðal bandamanna um ný við- horf í alþjóðamálum og viðbrögð þeirra við þeirri spennu sem ríkir og einnig hefur hafist leit að þræðinum í samskiptum aust- urs og vesturs aftur án þess að hann hafi fundist eða sérstakar líkur séu á því að hann verði tengdur saman í bráð. Bj.Bj. Geir Hallgrímsson í umræðum á Alþingi: Hvað líður könn- un á olíuinnkaup- um frá Noregi og Saudi-Arabíu? OLÍUKAUP íslendinga komu til umræðu á Alþingi á laugardag, er Geir Hall- grímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins beindi þeirri spurningu til ólafs Jóhannessonar utanríkis- ráðherra, hvaða ráðagerðir væru uppi um frekari kannanir á hagkvæmum olíuinnkaupum, svo sem frá Noregi og Saudi- Arabíu. Þá óskaði Geir einnig svara frá utanríkis- ráðherra um stefnu ríkis- stjórnarinnar um aðild að Alþjóða orkumálastofnun- inni. í ræðu sinni minnti Geir Hallgrímsson á frumkvæði það er hann og Sjálfstæðis- flokkurinn hefðu tekið er skorað var á viðskiptaráð- herra vinstri stjórnarinnar, að kanna nýjar leiðir um hagkvæmari olíuinnkaup en þá höfðu tíðkast. Síðar hefði vinstri stjórnin svo skipað olíuviðskiptanefnd að frum- kvæði sjálfstæðismanna, og hefðu störf hennar þegar borið jákvæðan árangur. Mætti í því sambandi nefna nýlega samninga við Breta um olíukaup frá þeim. Geir kvaðst leggja sér- staka áherslu á að fá svör við því hvað væri af við- skiptum við Saudi-Araba að frétta. Flogið hefði fyrir að erfiðleikar væru á olíukaup- um þaðan vegna þess að ekki væri stjórnmálasam- band við ríkið. Geir kvaðst að vísu ekki sjá að það atriði ætti að valda erfið- leikum, en ef svo væri, ætti ekkert að vera auðveldara en að koma á stjórnmála- sambandi milli íslands og Saudi-Arabíu. Umræðum var frestað áð- ur en utanríkisráðherra svaraði fyrirspurnum Geirs, en mál þetta kom til um- ræðu eftir að Ólafur Jó- hannesson hafði flutt Al- þingi skýrslu sína um utan- ríkismál. Átján þingmenn Sjálfstæðisflokksins: Keppnisbílunum mældur skammturinn. 5 litrar. Ljósm. Júlíus. Daihatsu náði 1.—3. sæti í sínum flokki Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykjavíkur efndi si. laugar- dag til sparaksturskeppni og tóku þátt í henni 15 bílar, sem er nokkru minni þátttaka en’ í fyrri keppnum BÍKR þegar verið hafa allt upp í 30 bílar. Að sögn Birgis Halldórssonar var keppnin í ár með nokkuð breyttu sniði og reynt að gera aksturinn sem líkastan venju- legum akstri. í fyrri sparaksturskeppnum hafa keppendur ekið beint út úr þéttbýli og þeim hefur verið frjálst að aka eins hægt og þeim sýnist og á þann veg reynt að hafa benzínnotkun í lágmarki. Sagði Birgir að nú hefði þessu verið breytt, eknir hefðu verið 24 km í þéttbýli og máttu keppend- ur ekki vera lengur en klukku- tíma að því og síðan hefði leiðin legið út úr bænum og meðal- hraði bilanna skráður. Var ekið um Krísuvík til Herdísarvíkur, snúið þar við og síðan áleiðis til Reykjavíkur aftur, þeir sem enn höfðu benzín, en hver bíll fékk 5 lítra skammt. Þeir sem lengst komust náðu að Kleifarvatni aftur og óku alls rúma 95 km á 5 lítrum, en það var Daihatsu sem átti þrjá fyrstu bílana í flokki 1. Birgir sagði að með þessu nýja sniði gætu menn frekar en áður heimfært eyðslu keppnisbílanna upp á venjulegan akstur manna, þar sem meðalhraði í keppninni hefði verið það mikill. Sl. laugardag var ráðgert „rally-kross“ klúbbsins, en því varð að fresta þar til 26. maí, annan í hvítasunnu. s FLOKKUR 1: s *§ E * — » S -C £ 4 Nafn 33 >. »- a. u C o. i Daihatsu 993cc 5.2195.38 12 Daihatsu 993cc 5.2195.31 11 Daihatsu 993cc 5.13 92.15 12 Citroen 2 CV 602cc 5.77 86.66 11 Citroen Visa 602cc 6.1181.81 11 FLOKKUR 2: Renault 5 TL 1108cc 5.5190.82 13 Renault 1108cc 5.87 85.21 18 Renault 1108cc 5.92 81.53 50 Skoda 117 lcc 6.72 71.38 15 FLOKKUR 3: Volvo 345 1397 6.92 72.21 12 Renault Alphine 1397 6.93 72.10 10 Chevetta 1600 8.0162.13 13 FLOKKUR 4: Saab 900 1985 7.7361.68 12 FLOKKUR 5: Citation 2500 7.2169.05 11 Volvo 24 4 2127 7.9162.95 11 Flytja þingsályktunartillögu um steöiumörkun í landbúnaði EGILL Jónsson og 17 aðrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnumörk- un í landbúnaði. Gerir tillagan meðal annars ráð fyrir að samtök bænda fái víðtækar heimildir til að stjórna framleiðslu landbún- aðarvara í samræmi við þarfir markaðarins á hverjum tíma. í tillögunni eru grundvallarat- riði stefnumörkunar í landbúnað- armálum sett fram í sjö liðum. Tekið er fram að treysta skuli sjálfeignarábúð bænda á jörðum og eignarréttur einstaklinga og sveitarfélaga á landi og hlunnind- um verði verndaður. Unnið verði markvisst að aukinni hagkvæmni í landbúnaðinum ásamt fjöl- breytni í framleiðslu og full- vinnslu búvara. Framleiðsla land- búnaðarvara. miðist fyrst og fremst við það, að fullnægt verði þörfum þjóðarinnar fyrir neyslu- vörur og hráefni til iðnaðar. Auk þess verði tekið fullt tillit til þjóðhagslegs gildis þeirra at- vinnutækifæra annarra, sem land- búnaðarframleiðslan veitir. Ahersla verði lögð á að treysta byggð í sveitum landsins og land- búnaðinum verði búin þau skil- yrði, að unnt sé að tryggja bænd- um sambærileg lífskjör við aðrar fjölmennar stéttir þjóðfélagsins. Gætt verði hófsemi í umgengni við landið og náttúru þess. Sem leiðir til að ná markmiðum tillögunnar er meðal annars bent á átta atriði. Gerðar verði mark- vissar ráðstafanir til að koma á jafnvægi í framleiðslu og sölu búvara og samtök bænda fái víðtækar heimildir til að stjórna framleiðslu landbúnaðarvara í samræmi við þarfir markaðarins á hverjum tíma. Er í þessu sambandi lögð áhersla á að heim- ilt verði að leggja gjald á innflutt kjarnfóður og þær heimildir, sem nú eru í lögum, verði endurskoðað- ar svo að gjaldtaka af innfluttu kjarnfóðri verði einföld í fram- kvæmd. Leiðréttir verði þeir van- kantar, sem nú eru á varðandi framkvæmd hins svokallaða kvótakerfis, sérstaklega er tekur til þeirra bænda, sem hafa nýlega hafið eða eru að hefja búskap, og þar sem greiðslur vegna fjárfest- inga eru miklar. Áfram verði í lögum heimildir um verðmiðlun búvara. Til að auðvelda framleiðendum búvara aðlögun að breyttri skipan framleiðslumála og til að koma í veg fyrir snöggar breytingar í landbúnaðarframleiðslunni, sem hefðu í för með sér erfiðleika í rekstri, er m.a. leiddi til skorts á búvörum, þegar framleiðsla þeirra er í lágmarki, verði útflutnings- framleiðsla, sem ekki nýtur verð- bóta, að hluta verðtryggð. Gerir Utanríkismálanefnd hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar sem felur ríkisstjórninni að fylgja fast eftir þingsályktun Álþingis frá 22. desember 1978, þ.e. kröfum um hafsbotnsréttindi sunnan 200 milna efnahagslög- sögu íslands, að því marki sem þjóðréttarreglur frekast leyfa, og efna í því sambandi hið allra fyrsta til viðræðna við aðrar þjóðir sem gert hafa kröfur til þessa svæðis. tillagan ráð fyrir, að árið 1980 nemi sú verðtrygging 60% af umframframleiðslunni, árið 1981 40% og þegar þessu fyrirkomulagi ljúki árið 1982 nemi hlutdeild verðtryggingarinnar aðeins 20% af óverðtryggðri framleiðslu bú- vara. Tillaga er gerð um að þeirri heimild, sem nú er í lögum um verðtryggingu búvara til útflutn- ings, verði breytt þannig, að heim- iluð verði greiðsla til ákveðinna framleiðsluþátta á frumstigi. Benda flutningsmenn tillögunnar "í þessu sambandi á niðurgreiðslur á verði tilbúins áburðar, greiðslur vegna fjármagnskostnaðar, niður- greiðslur á vinnsluvörum á mark- að innanlands og beinar greiðslur til bænda. Þá er lagt til að gert verði stórátak til að tryggja bætta heyverkun og komið verði á skipu- Jafnframt felur tillagan í sér mótmæli við hvers kyns tilraunum Breta og íra til að taka sér réttindi vestan svonefnds Rock- all-trogs, utan 200 mílna þeirra, þ.á m. á Hattonbanka, enda mæla jarðfræðileg og önnur rök ein- dregið gegn slíku og þarna er um að ræða svæði sem íslendingar og Færeyingar telja tilheyra sér. Alþingi lýsir yfir, segir í tillög- lagðri uppbyggingu fóðuriðnaðar. Fjallað er um sölu- og markaðs- mál landbúnaðarins, lánamál landbúnaðarins og lagt til að komið verði á skipulagðri starf- semi og ákveðnu formi varðandi uppbyggingu nýrra búgreina og ræktun nýrra búfjárstofna. Flutningsmenn þingsályktun- artillögunnar eru sem fyrr sagði 18 þingmenn Sjálfstæðisflokksins og eru það Egill Jónsson, Steinþór Gestsson, Ólafur G. Einarsson, Birgir ísleifur Gunnarsson, Sigur- laug Bjarnadóttir, Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, Lárus Jónsson, Guð- mundur Karlsson, Salome Þor- kelsdóttir, Halldór Blöndal, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, Al- bert Guðmundsson, Jósef H. Þor- geirsson, Friðrik Sophusson, Matthías Á. Mathiesen, Pétur Sigurðsson, Sverrir Hermannsson og Geir Hallgrímsson. unni, að það telur fyrir sitt leyti unnt að leysa mál varðandi yfir- ráðarétt þessa hafsbotnssvæðis milli Islendinga og Færeyinga, annaðhvort með sameiginlegum yfirráðum eða skiptingu svæðis- ins. „Er ríkisstjórninni heimilað að semja um,“ segir ennfremur, „að gerðardómur ákveði skiptingu svæðisins milli íslendinga og Fær- eyinga, ef Færeyingar æskja þess.“ Utanríkismálanefnd Alþingis: Gerðardómur um hafsbotns- réttindi sunnan 200 mílna? Viðræður við aðrar þjóðir hið allra fyrsta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.