Morgunblaðið - 10.06.1980, Qupperneq 1
48 SÍÐUR
128. tbl. 67. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
I>úsundir uppreisnar-
Huang Hua ásamt Ola
Ullsten í Haga-höllinni
í Stokkhólmi.
manna sækja að Kabúl
Nýju Delhl. 9. júni. AP.
AFGANSKIR uppreisnarmenn flykkjast nú þúsundum
saman að Kabúl og sjást þess greinileg merki að
Sovétmenn eru teknir að undirbúa meiriháttar varnar-
aðgerðir. Búast má við því að barizt verði af hörku um
höfuðborgina áður en langt um líður, en undanfarna
daga hefur komið til gífurlegra bardaga í þorpum í
námunda við Kabúl. Þá hefur verið barizt af heift í
Herat-héraði í vesturhluta landsins og hefur þar orðið
mikið mannfall, eftir því sem næst verður komizt.
Þessar fregnir eru hafðar
eftir ónafngreindum útlend-
ingi, sem var að koma frá
Kabúl og á þar trausta heim-
ildarmenn. Koma fregnir
þessar að mestu heim og
saman við það sem frétzt
hefur af ástandinu í Afganist-
an síðustu daga. Sögumaður
kveðst ekki hafa áreiðanlegar
heimildir um fjölda þeirra
uppreisnarmanna, sem nú
sækja í átt til borgarinnar, en
fullyrðir að þeir séu einhvers
staðar á bilinu 5—20 þúsund.
Á fimmtudag og laugardag í
síðustu viku urðu Kabúl-búar,
einkum þeir, sem búa í norð-
urhverfunum, þess varir að
loftárásir voru gerðar á þorp í
Nektin
hulin
í Kína
Pekinnc 9. júní AP.
KÍNVERSK stjórnvöld hafa
skipað svo fyrir, að tveir
naktir konukroppar á vegg-
mynd i nýlegri flugstöðvar-
byggingu þar i landi skuli
færðir í föt, með pensli og
málningu, svo að alls vel-
sæmis sé gætt. Listamaður-
inn, sem myndina gerði, vill
sjálfur ekki breyta verkinu
og svo virðist sem kinversk-
ir kollegar hans séu ekkert
óðfúsir til þess heldur.
Myndir af nöktu fólki hafa
lengi verið mikið feimnismál
í Kína og sagt er, að vegg-
myndin umdeilda hafi valdið
mikilli hneykslan
íhaldssamra embættismanna
og fólks af Dai-kynþættinum
í Yunnan-fylki í Kína en
myndin sýnir einmitt sér-
stakt hátíðahald hjá því
fólki, svokallaða „vatns-
skvettuhátíð". Þegar myndin
var afhjúpuð í janúar sl.
sagði Xinhua-fréttastofan
kínverska, að myndin sýni
„fagnandi frelsi og hamingju,
meir en hundrað menn og
konur sjást skvetta vatni
hvert á annað, leika sér,
dansa og baða sig í vatninu".
Skömmu síðar hafði verið
tjaldað fyrir nöktu konurnar
og nú hefur þess verið kraf-
ist, að þær klæði sig sóma-
samlega.
nokkurri fjarlægð frá borg-
inni, en jafnt og þétt berst
þangað ómurinn af skothríð.
Fyrir helgi voru sovézkar
orrustuþotur mikið á ferli yfir
borginni og flugu lágt. Þá
hefur það ekki farið fram hjá
þeim, sem fylgjast náið með
þróun mála í Kabúl og ná-
grenni, að miklir hergagna-
flutningar Sovétmanna eiga
sér stað um þessar mundir.
Sovétmenn hafa stóreflt ör-
yggisvörzlu í borginni á síð-
ustu dögum, auk þess sem
aukin áherzla er lögð á hvers
konar áróður, ekki sízt gegn
Bandaríkjunum, Pakistan og
Kína.
í hópi þeirra tíu andstæð-
inga leppstjórnar Sovét-
manna, sem líflátnir voru í
Afganistan fyrir nokkrum
dögum, voru tveir bræður
Amins fyrrum forseta lands-
ins, en hinir voru flestir nánir
samstarfsmenn hans. Þá hef-
ur þekktur skæruliðaforingi,
Kalakhani verið tekinn af lífi,
að því er Kabúl-útvarpið hef-
ur skýrt frá.
Þá skýrði Kabúl-útvarpið
frá því í kvöld, að 150 náms-
menn hefðu verið fluttir í
sjúkrahús í borginni, eftir að
eiturgasi hefði verið beint að
Soraya-kvennaskólanum í
borginni. Skólinn kom mjög
við sögu þegar unglingar
efndu til mótmælaaðgerða í
apríl og maí, en 156 unglingar
létu lífið í því blóðbaði. Er
óttazt að þessar nýjustu
fregnir boði að á ný hafi
komið til námsmannamót-
mæla.
Sjá ennfremur frásögn á
bls. 46.
(AP-símamynd)
Huang Hua var-
ar við Sovéthættu
Stokkhnlmi — 9. junl — AP.
HUANG Hua utanríkis-
ráðherra Kína lýsti því yfir
i Stokkhólmi i dag, að
heimsfriðnum stafaði af
engu meiri hætta en Sovét-
rikjunum. Væri einsýnt að
Sovétmenn mundu leggja
undir sig hvert ríkið á fætur
öðru þar sem stjórnarfar
stæði höllum fæti, og njóta
við það verk stuðnings Víet-
nama. Hua varaði við þvi að
litið væri á innrás Sovét-
rikjanna i Afganistan sem
einangrað fyrirbæri — ekki
væri um að villast að Sovét-
stjórnin hefði einsett sér að
leggja undir sig Vestur-
Evrópu, annað hvort með
beinni hernaðaríhlutun eða
með þvi að ná álfunni á sitt
vald með því að hafa úrslita-
áhrif á innflutning á hrá-
efnum frá Suðaustur-Asíu
og Miðausturlöndum.
Huang Hua hefur lengi verið í
röð helztu leiðtoga Kínaveldis og
var hann náinn vinur MaÓ9
heitins formanns. Hua er í
opinberri heimsókn í Svíþjóð og
átti hann þar fund með starfs-
Ítalía:
Kommúnistar tapa
Róm — 9. júnl — AP.
ÍTALSKIR kommúnistar
biðu ósigur í byggðakosn-
ingunum um helgina.
Kristilegir demókratar
unnu á, en sósíalistar virð-
ast hafa haldið hlut sinum
þegar miðað er við siðustu
kosningar. Kjörsókn var
með lakara móti, en ógild
atkvæði hafa aldrei verið
fleiri frá stríðslokum, en
um 6% kjósenda létu
stjórnmálaskoðanir sínar í
ljós með því að skila auð-
um seðlum eða ógildum.
Þótt enn séu ekki öll kurl
komin til grafar þykir sýnt að
kommúnistar hafi hlotið um
32% atkvæða, og hafi því
tapað um 1.5%. Þetta fylgi
virðist hafa færzt yfir á kristi-
lega demókrata, sem fá 36.6%
í stað 35.3% áður. Sósíalistar
hafa sem fyrr 12.5%. Yfirleitt
eru þessi úrslit túlkuð sem
stuðningsyfirlýsing við sam-
steypustjórn kristilegra demó-
krata og sósíalista undir for-
sæti Francesco Cossiga.
bróður sínum, Ola Ullsten, í dag.
í heimsókninni hittir hann m.a.
Fálldin forsætisráðherra og
Karl Gústaf konung. Greinilega
fer heimsókn hans til Svíþjóðar
mjög í taugarnar á Moskvu-
stjórninni, og var því lýst yfir í
Prövdu í gær, að markmiðið með
ferðalagi hins kínverska forystu-
manns væri að spilla milli Norð-
urlandanna og „sósíalista-
ríkjanna".
Dalur niður
— gull upp
Lundúnum — 9. júnl. AP.
ÁGREININGUR um olíuverð,
ófriðurinn í Afganistan og aukin
spenna í Miðausturlöndum munu
vera ástæður þess að gullverð er
nú hærra á Evrópumarkaði en
verið hefur síðustu þrjá mánuði,
jafnframt því sem gengi Banda-
ríkjadals hefur rýrnað. Gullúnsan
stóð í 625 dölum við lokun í dag, en
á föstudag kostaði hún 600 dali.
Gengi bandaríkjadals hefur ekki
verið lægra í Tókíó undanfarna
níu mánuði, eða 217.775 jen, en á
föstudaginn var stóð dalur í 220.1.
Búast japanskir fjármálasérfræð-
ingar við því að hinn bandaríski
gjaldmiðill eigi eftir að falla enn í
verði þegar líður á vikuna.