Morgunblaðið - 10.06.1980, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980
Fjallvegir opn-
aðir innan tíðar
Stjórn Sölumiðstöðvarinnar á fundinum i gærdag. (Ljósm. Kristján)
Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna:
Framleiðendur undirbúi upp-
sagnir og rekstrarstöðvun
SAMKVÆMT þoim upplýsingum
sem Morgunblaðið fékk hjá vega-
Nafn piltsins
sem lést
PILTURINN, sem beið bana í
umferðarslysinu á Suðurlandsvegi
skammt fyrir neðan Lögbergs-
brekku síðast liðinn föstudag hét
Bergsteinn Bogason. Hann var
fæddur 14. febrúar 1959 og var til
heimilis að írabakka 18 í Reykja-
vík. Bergsteinn lætur eftir sig
unnustu.
Baldvin K.
Sveinbjörns-
son látinn
BALDVIN K. Sveinsson, apótek-
ari, er látinn í Reykjavík, 71 árs að
aldri. Hann var fæddur 8. febrúar
1909 og hefur rekið Holtsapótek
undanfarin ár.
eftirliti Vegagerðar rikisins eru
allir fjallvegir ennþá lokaðir,
kannanir standa hins vegar yfir
á flestum þeirra.
Vegurinn yfir Uxahryggi var
skoðaður í gær og kom hann
nokkuð vel út. Að sögn vegaeftir-
litsmanna munu tæki verða send
þangað upp eftir á næstunni til að
gera veginn færann. Má búast við
því að hann verði opnaður fyrir
almenna umferð eftir viku til tíu
daga.
Sömu sögu er að segja um aðra
fjallvegi sem skoðaðir hafa verið,
þeir hafa komið nokkuð þokka-
legir undan vetri að þessu sinni og
má búast við því, að þeir verði
opnaðir fyrir almenna umferð
innan tíðar.
Eldur í gróðri
á Þingvöllum
LÖGREGLAN á Selfossi og
slökkviliðið á Ljósafossi var sið-
degis á sunnudag hvatt út vegna
elds, sem var laus i gróðri á
bingvöllum.
Eldurinn kom upp í hvammi
skammt frá Gjábakkavegi austan
við tjaldmiðstöðina, en að sögn
lögreglunnar á Selfossi er líklegt
að eldurinn hafi kviknað út frá
sígarettu eða öðrum eldi, sem
vegfarendur hafa skilið eftir sig.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn
en nokkrar skemmdir urðu á
gróðri.
ÁFENGI og tóbak hækkar frá og
með deginum i dag um 12%. Að
sögn Höskuldar Jónssonar, ráðu-
neytisstjóra í fjármálaráðu-
neytinu, er þessi hækkun í sam-
ræmi við forsendur fjárlaga, þ.e.
a.8., að áfengi og tóbak verði látið
hækka nokkurn veginn samstiga
almennum kauphækkunum.
Eftir hækkunina kostar sígar-
ettupakki 1135 krónur en kostaði
áður 1015 krónur.
„ÞVÍ ER nauðsynlegt að hver
og einn framleiðandi undirbúi
nú þegar uppsagnir starfs-
fólks og rekstrarstöðvun,“ seg-
ir m.a. i ályktun, sem sam-
þykkt var á stjórnarfundi
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
Flaska af íslenzku brennivíni
kostar eftir hækkunina 10.100
krónur, en kostaði fyrir hækkun
9.000 krónur. Verð á algengu
Vodka verður eftir hækkun 13.500
krónur, en var fyrir hækkun
12.000 krónur. Algengt viskí kost-
ar eftir hækkun 14.000 krónur, en
kostaði fyrir hana 12.500 krónur.
Þá má nefna að algengt hvítvín og
rauðvín, sem fyrir hækkun kost-
uðu 3.000 krónur kosta nú 3.400
krónur.
anna i gærkvöldi. Ályktunin
fer hér á eftir:
„Að undanförnu hefur verið
mjög ískyggileg þróun á helstu
freðfiskmörkuðum íslendinga.
Þetta kemur meðal annars
fram í sölutregðu og beinum
Þá má geta þess að verð á
sígarettum hefur á einu ári hækk-
að um því sem næst 100%, en í
júní á sl. ári kostaði pakki af
sígarettun 565 krónur.
Aðspurður um hvort sala á
áfengi og tóbaki hefði dregist
saman á fyrstu mánuðum ársins
með hækkandi verði, sagði Hösk-
uldur Jónsson, ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu, það ekki
vera, sala hefði verið mjög svipuð
því sem hún var á síðasta ári.
verðlækkunum. Af þessum sök-
um og vegna hins stórfellda
tapreksturs hraðfrystiiðnaðar-
ins, varar stjórn S.H. félags-
menn sína við að halda áfram
rekstri.
Stjórn S.H. vill vekja athygli
félagsmanna á því, að ekki er
að vænta frekari afskipana um
ófyrirsjáanlegan tíma en í þau
skip, sem nú eru að lesta. Því er
nauðsynlegt að hver og einn
framleiðandi undirbúi nú þegar
uppsagnir starfsfólks og
rekstrarstöðvun með tilliti til
þessa ástands."
Oliumöl hf.;
Rannsókn Seðla-
bankans lýkur
á næstunni
„ÉG skal ekki segja, hvort það
verður i vikunni, en þessari
rannsókn lýkur alveg á næst-
unni,“ sagði Guðmundur Hjartar-
son, seðlabankastjóri, er Mbl.
spurði hann í gær, hvað liði
rannsókn Seðlabankans á Olíu-
möl hf., sem gerð er að beiðni
fjármálaráðherra.
*
Vinnuveitendasamband Islands:
Áfengi og tóbak hækkar um 12%:
Sígarettubakki úr 565 krón-
um í 1135 krónur á einu ári
Telur tillögur sínar gefa
36,3% verðbólgu í stað 49,3%
VINNUVEITENDASAMBAND
íslands hefur gert samanburð á
rauntekjum miðað við óbreytt
ástand kjaramála og eins miðað
við þær breytingar, sem VSÍ
hefur lagt til, þ.e.a.s. óbreytt
grunnkaup, nýtt visitölukerfi og
skattalækkanir. Niðurstaðan er.
að miðað við þessar gefnu for-
sendur yrði verðbólgan 45%, ef
farið væri leið VSÍ i stað 54% á
árinu 1980 og á árinu 1981 yrði
verðbólgan 32% i stað 44%. Til
þess að halda sömu rauntekjum
verkamannafjölskyldu þyrfti
rikisvaldið að lækka skatta á
árinu 1980 um 2 milljarða króna
og 7,2 milljarða króna á árinu
1981 og er sú tala umreiknuð til
verðlags þá.
í hvorugu þessara dæma er gert
ráð fyrir grunnkaupshækkunum.
Tekið er dæmi um verkamanna-
fjölskyldu í júní 1980 með 846
þúsund króna mánaðartekjur,
brúttó, þar af hefur fjölskyldan,
þegar beinir og óbeinir skattar
hafa verið dregnir frá til skatt-
frjálsrar ráðstöfunar 545 þúsund
krónur. Verðbólgan er þá 62,6%
síðustu 12 mánuði. Miðað við
óbreytt ástand verða mánaðar-
laun í desember 1980 1.029 þúsund
krónur og verða þá eftir til
skattfrjálsrar ráðstöfunar 663
þúsund krónur. Af þeirri upphæð
tekur verðbólgan 125 þúsund
krónur, þannig að raunverulegar
ráðstöfunartekjur verða 538 þús-
und krónur. Verðbólga verður þá
54,2% síðustu 12 mánuðina. Sé
hins vegar farin leið VSÍ verða
mánaðarlaunin í desember 964
þúsund krónur og til skattfrjálsr-
ar ráðstöfunar verða 640 þúsund
krónur. Þar af tekur verðbólgan 88
þúsund krónur, þannig að raun-
verulegar ráðstöfunartekjur fjöl-
skyldunnar verða 552 þúsund
krónur, en verðbólgan síðustu 12
mánuðina 45,2%.
Á árinu 1981 verða meðalmán-
aðarlaun þessarar fjölskyldu mið-
að við óbreytt ástand 1.207 þúsund
krónur og þegar beinir og óbeinir
skattar hafa verið dregnir frá eru
til skattfrjálsrar ráðstöfunar 778
þúsund krónur. Af þeirri upphæð
tekur verðbólgan 265 þúsund
krónur, þannig að raunverulegar
ráðstöfunartekjur verða 513 þús-
und krónur. Verðbólga ársins 1981
verður samkvæmt þessu 49,3%. Sé
hins vegar farin leið VSI verða
meðalmánaðarlaun fjölskyldunn-
ar á árinu 1981 1.045 þúsund
krónur og tekjur til skattfrjálsrar
ráðstöfunar 699 þúsund krónur.
Þar af tekur verðbólgan 186 þús-
und krónur, þannig að raunveru-
legar ráðstöfunartekjur verða hin-
ar sömu og í fyrra dæminu eða 513
þúsund krónur. Mismunurinn er
að verðbólgan verður mun lægri
eða 36,7%.
Niðurstaðan af þessu reiknings-
dæmi Vinnuveitendasambandsins
er sem sagt sú, að til þess að halda
sömu ráðstöfunartekjum, þrátt
fyrir skerta vísitölu komi ríkis-
valdið til móts við launafólkið með
því að rétta kaupmáttinn við með
skattalækkunum. Samkvæmt
dæminu kostar þetta ríkissjóð
sem af er þessu ári aðeins 2
milljarða króna, en 7,2 milljarða á
öllu næsta ári.
VSÍ segir, að á árinu 1980 verði
verðbólgan 45% samkvæmt tillög-
um sínum í stað 54% og á árinu
1981 32% í stað 44%. Meðaltal
1979-1980 samkvæmt tillögum VSÍ
verður 45% í stað 58% og 1980-
1981 37% í stað 49%.
Guðmundur sagði, að rannsókn-
in beindist að því að kanna eftir
því sem hægt væri fjárhagsstöðu
fyrirtækisins við núverandi að-
stæður. Mbl. spurði þá hvort
orðlagið „eftir því sem hægt væri“
þýddi að Seðlabankinn hefði ekki
aðgang að öllum gögnum. „Við
höfum aðgang að allri vitneskju
um öll meginatriðin," sagði Guð-
mundur, en kvaðst ekki vilja segja
neitt frekar um málið meðan það
væri í rannsókn.
Lést af
völdum
meiðsla
Á sunnudag lést átján ára piltur
af völdum meiðsla, sem hann
hlaut í mjög hörðum árekstri á
Sætúni í Reykjavík síðast liðinn
fimmtudagsmorgun. Ekki er unnt
að skýra frá nafni hins látna að
svo stöddu.