Morgunblaðið - 10.06.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980
Kjartan Gunnarsson fyrrv. form. Heimdallar
Þjóðhollasta
Forsetakosningarnar sem eru
framundan eru blessunarlega
lausar við flokkapólitík. Allir
frambjóðendur njóta stuðnings
manna úr öllum flokkum. Þetta er
eðlilegt vegna þess að embætti
forsetans er í eðli sínu ekki
flokkspólitískt heldur þjóðpóli-
tískt. Forsetanum ber að starfa
með heill allra íslendinga fyrir
augum en ekki aðeins hluta þeirra.
Forsetinn þarf að vera búinn þeim
kostum, sem auðvelda honum að
ná þessu markmiði starfsins.
Eflaust er unnt að leggja fram
langan lista yfir æskilega kosti
forsetans og jafn auðveldlega er
hægt að benda á að enginn einn
forsetaframbjóðandi, hvorki nú né
fyrr, hafi eða hafi haft alla
kostina. Sá, er flesta kostina
hefur, hlýtur því að verða fyrir
valinu.
Sá maður, sem t.d. hefur góða
þekkingu á þjóðmálum, gott sam-
band við og tiltrú stjórnmála-
manna og er þekktur af réttsýni
og góðri dómgreind, hefur mikil-
valið
væga kosti þjóðhöfðingja. Sé mað-
urinn jafnframt laus við tildur og
hégómaskap en sé í þess stað
fremstur meðal jafningja og skilji
að það er eðli embættis forseta
íslands, bætast kjöri hans þung
rök. Forsetaefni, sem treysta má,
að á erfiðleikastundum við stjórn-
armyndanir, láti hvorki undan
hugsanlegum þrýstingi fyrri
stuðningsmanna né þeim mann-
lega veikleika að velja auðveldustu
lausnina fyrir sjálfan sig, heldur
leiti þeirrar lausnar, sem farsæl-
hjartan Gunnarsson
ust er fyrir þjóðina til lengdar, er
einn verðugur húsbóndi að Bessa-
stöðum.
Af þeim frambjóðendum, sem
valið stendur um 29. júní tel ég að
Guðlaugur Þorvaldsson hafi til að
bera fleiri þeirra kosta, sem for-
seti þarf að hafa en hinir fram-
bjóðendurnir, án þess þó að neinni
rýrð sé kastað á marga góða
eiginleika þeirra. Val mitt þann
29. júní verður því Guðlaugur
Þorvaldsson.
Ég drap á það í upphafi að
þessar kosningar væru ekki
flokkspólitískar. Ég, sem flokks-
bundinn sjálfstæðismaður, kýs
Guðlaug, hvorki vegna þess að ég
sé sjálfstæðismaður né þrátt fyrir
að ég sé sjálfstæðismaður, heldur
einfaldlega vegna þess að ég
treysti einstaklingnum Guðlaugi
Þorvaldssyni best til þess að fara
með embætti forseta Islands.
Gunnar Stefánsson:
Hlegið í Finnlandi
Þeir sem móta hinn opinbera
málflutning vegna forsetakosn-
inganna hafa yfirleitt látið sér
nægja að halda fram ágæti síns
manns en gætt fyllstu kurteisi í
garð keppinauta. Enda munu
flestir telja að annað sé ekki
sæmandi við forsetakjör eins og
þjóðhöfðingjaembættinu er hagað
hér. Þó er frá þessu ein undan-
tekning. Ritnefndarmaður stuðn-
ingsmannablaðs Péturs Thor-
steinssonar, Guðrún Egilson, hef-
ur nú í tvígang gert sér það til
erindis út á ritvöll dagblaða að
lýsa yfir vanhæfni Vigdísar Finn-
bogadóttur til forsetaembættis og
vara konur sérstasklega við að
kjósa hana. íslenskar konur svara
þessum leiðbeiningum á kjördegi
og þá mun sannast hversu dugir
sú baráttuaðferð sem Guðrún
Egilson hefur valið sér.
í Morgunblaðsgrein sinni 7.
júní, „Konur og kómík í heims-
pressunni", seilist Guðrún út fyrir
landsteina eftir vopni í stríðinu
við Vigdísi. Kveðst hún nýlega
hafa setið að snæðingi með nor-
rænum blaða- og embættis-
mönnum úti í Finnlandi. Kom þar
að Finni nokkur hló ofan í súpu-
diskinn er Guðrún sagði honum að
íslendingar hygðust kjósa leikhús-
stjóra og kennara til forsetaemb-
ættis. Söguna af skopskyni þessa
ónafngreinda manns í Finnlandi
ætlaði Guðrún raunar aðeins fé-
lögum sínum í kosningabarátt-
unni til skemmtunar, en nú hefur
hún góðu heilli leyft okkur hinum
að njóta hennar líka. — En það
sem Finnanum þótti svona fyndið
var að Guðrún sagði honum að
þessi frambjóðandi hefði enga
„stjórnfarslega reynslu".
Ékki er nema gott að íslend-
ingar skuli létta lund manna í
Finnlandi. Það gerðu þeir raunar
líka fyrir tólf árum. Þá létu þeir
sig hafa það að kjósa þjóðminja-
vörð í forsetaembætti þótt hann
skorti „stjórnfarsreynslu". Vafa-
laust hafa Finnar hlegið þegar
þeir fréttu að slíks mætti vænta.
En íslendingar kærðu sig kollótta
og hafa ekki þurft að iðrast þess.
Finnum hentar að hafa forseta
sem gegnir verulegu pólitísku
hlutverki, einkum í utanríkismál-
um. Virðist svo sem þeir telji þann
mann nánast ómissandi því að
hann situr í forsetastóli hartnær
áttræður. En það er mál Finna, á
sama hátt og hitt er okkar mál
Jón Ásgeirsson:
Senn líður nú að forsetakjöri.
Kosningabaráttan eykst og harðn-
ar. Það er álit undirritaðs, að það
varði afar miklu fyrir farsæld
þjóðarinnar að kjör forseta Is-
lands eigi sér stað að vel yfirveg-
uðu máli, grundvallað á góðri
þekkingu á mönnum og málefninu
sjálfu. Við teljum hlutverk ríkis-
fjölmiðla afar mikilvægt í því
sambandi og raunar skyldu þeirra
að stuðla að því að svo megi verða.
En við teljum jafnframt að þeir
hafi hingað til brugðist þessari
skyldu sinni með því að sýna
forsetakjörinu allt of mikið tóm-
læti.
hvernig við högum vali manna í
embætti forseta íslands. Hvort
einhverjum Finnum þykir það
hlægilegt kemur okkur ekki við.
Vafalaust eru menn sem starfað
hafa áratugum saman í utanríkis-
þjónustunni að ýmsu leyti vel
undir það búnir að gegna forseta-
embætti. Slíkur maður var fyrsti
forseti lýðveldisins sem Alþingi
kaus. En það vill svo til að forseti
Islands hefur síðan verið þjóð-
kjörinn og ekkert um það sagt í
stjórnarskrá að menn skuli eiga
ákveðinn starfsferil að baki til að
vera hlutgengir í embættið. For-
setaembættið er reyndar ekki
starf sem menn búa sig undir með
sérnámi og sérhæfingu, líkt og
prestskapur eða fiðluleikur. Þetta
Með slíku framtaksleysi er
kynning á frambjóðendum látin
eftir áróðri og skrumi „kosninga-
vélanna" sem ræðst frekar af
fjármagni, auglýsingatækni og
ýmis konar háþróuðum áróðurs-
brellum en festufullri og yfirveg-
aðri umfjöllun um hæfni ein-
stakra frambjóðenda.
Við álítum það beinlínis lýðræð-
islega skyldu hinna opinberu fjöl-
miðla landsins að láta mun meira
til sín taka á þessu sviði en hingað
til svo að tryggt sé að öllum
frambjóðendum hafi verið gert
kleift að kynna sig og mál sín án
tilstillis áróðursmeistara þegar
Gunnar Stefánsson
hlýtur Guðrún Egilson að gera sér
ljóst þótt hún láti annað í veðri
vaka. Reynsla forseta í starfi að
menningarmálum, menntun hans
og kunnátta í húmanískum grein-
um, þarf ekki að vera lakari
þjóðin gerir endanlega upp hug
sinn á kjördegi.
Því skorum við hérmeð á ríkis-
fjölmiðla að bæta strax frétta-
þjónustuna um forsetaframbjóð-
endur t.d. með stuttum heimsókn-
um á heimili þeirra, á vinnu-
staðafundi eða aðra kynninga-
fundi eða með „beinni línu“ sem
oft heyrist af mun minna tilefni
en forsetakjöri, svo eitthvað sé
nefnt.
Aðeins þannig munu hinir opin-
beru fréttamiðlar þjóna lýðræðis-
legri skyldu sinni, lifandi og frjóir
miðla þeir upplýsingum um þá
atburði er nú varða þjóðina svo
Opið bréf til útvarpsráðs
undirbúningur en sendiherrastarf
eða önnur embættisverk innan
valdakerfisins. Fordæmi Krist-
jáns Eldjárns sem allir sann-
gjarnir menn viðurkenna að rækt
hafi forsetaembættið af mikilli
prýði afsannar slíka sérhæfingar-
kenningu sem Guðrún Egilson
heldur á loft.
Nú hagar svo til að kjör forseta
íslands getur haft óvenjulega
táknræna þýðingu. Við eigum kost
á að gera tvennt í senn: Velja
glæsilegan frambjóðanda sem
treysta má til að gegna embættinu
með miklum menningarbrag, og
um leið sýna vilja okkar til þess að
karlar og konur hafi á borði sama
rétt til trúnaðarstarfa í samfélag-
inu. Það gerum við með því að
kjósa Vigdísi Finnbogadóttur.
Sigri hún í forsetakjöri 29. júní
verður það stórviðburður, ómetan-
legur siðferðisstyrkur í sókninni
til raunverulegs jafnréttis kynj-
anna í þessu landi, — og öðrum
þjóðum eftirdæmi. Slíku tækifæri
skulum við ekki sieppa.
Jón Ásgeirsson
miklu og svo sannarlega eru
„fréttnæmir".
Virðingarfyllst,
Jón Ásgeirsson
Ægisíðu 68.
Halldór Jónsson, Leysingjastöðum:
Eftirmáli vegna Kastljóss
Þrátt fyrir vafasama dagskrá er
einn sá þáttur í íslensku sjón-
varpi, sem dreifbýlisfólk vill
ógjarnan missa af, „Kastljós". Þar
leiða menn saman hesta sína og
skiftast á skoðunum um marg-
vísleg málefni, og þótt oft reynist
örðugt fyrir hinn almenna hlust-
anda/horfanda að ná öruggum
niðurstöðum, má þó sjá og heyra
hvernig málin eru túlkuð.
Ég ætla að það hafi verið föstud.
25. s.l. mánaðar, sem þeir Þor-
steinn Þorsteinsson form. Lands-
sambands Veiðifélaga og Árni
Gunnarsson alþm. tóku tal saman,
um veiðimál. Þætti þessum var
ljóskastað um landsbyggðina.
Nokkuð voru skoðanir þessara
heiðursmanna skiftar um veiði-
málin svo sem vænta mátti. Verð-
ur lítilsháttar vikið að því hér
ásamt nokkrum viðbótarpunktum.
Aðalahugamál alþm. virtist
vera að hindra för erlendra stang-
veiðimanna í íslenzkar laxár, svo
innlendir „collegar" þeirra hefðu
þar léttari aðgang gegn lægra
gjaldi. Taldi hann vænlegast til
árangurs í þeim efnum að skatt-
leggja veiðileyfi útlendinga. Þá
gat hann þess að ríkissjóður legði
fram mikið fé til veiðimála.
Þ.Þ. svaraði því til að meðan
óselt væri árlega nokkurt magn
veiðileyfa væri örðugt að sjá
ástæður til að amast við veiðum
útlendinga. Rétt væri hins vegar
að þeir héldu uppi verði veiðileyfa
en þrátt fyrir það hefðu þau ekki
hækkað til jafns við íslenzka
verðbólgu. Þá upplýsti hann að
ríkið hefði meiri tekjur en útgjöld
af veiðum göngufiska, auk þess að
þjónusta og viðskifti öll við er-
lenda veiðimenn færðu þjóðinni
umtalsverðar upphæðir í erlend-
um gjaldeyri, sem vart myndi af
veita.
Nokkuð fataðist alþm. flugið við
slíkar orðræður en hóf þá hliðar-
sókn. Hann kvað innlendum mein-
aðan besta tímann í ánum yfirieitt
og með öllu lokaðar sumar. Nefndi
hann þar til Laxá í Dölum o.fl.
Þ.Þ. taldi að hærri greiðsla
erlendra veiðimanna væri orsök
þess að þeir sætu að hásumar-
tímanum, enda endurleigðu sum
stangveiðifélög sem laxár hefðu á
leigu, útlendingum þær einmitt
þann tíma.
Enn reyndi alþm. bakkaklór,
taldi hann litlar líkur að gjaldeyri
fyrir viðskifti þessi væri ráðvand-
lega skilað. Urðu úr því getgátur
einar, ekkert unnt að sanna.
Að endingu klykkti alþm. út
með því, en hann hafði síðasta
orðið, að hann féllist aldrei á
annað en að íslenzkir veiðimenn
ættu að hafa meiri réttindi en
útlendingar og ítrekaði kröfur
sínar um skattlagningu hinna
síðarnefndu.
Nú er það svo að í afmörkuðum
sjónvarpsþætti verður erfitt að
fullræða svo viðamikið mál, sem
hér var á ferð. Verður því hér á
eftir leitast við að draga fram
fleiri atriði. Koma þá fyrst til
greina afskifti ríkisins af veiði-
málum.
Fyrstu afskifti ísl. nútímaríkis
af veiðimálum munu vera lög um
lax- og silungsveiði frá 1932. Þótt
þau gengju háskalega nærri eign-
ar- og sjálfsákvörðunarrétti ein-
staklinga, voru þau nauðvörn gegn
dvínandi veiði og minnkandi
stofnum. Þessum lögum hefir
tvisvar verið breytt til bóta, eru
nú í endurskoðun og batna von-
andi enn.
í samræmi við lög þessi kemur
svo skipan veiðimálastjóra og
veiðimálanefndar. Upp úr því rís
svo klakstöðin í Kollafirði, borin
uppi af áhuga og dug veiðimála-
stjóra, Þórs Guðjónssonar. Hafa
nú gjörbreyst viðhorf öll, sökum
stöðugrar upplýsingaöflunar og
aukins seiðaeldis. Þetta ber að
þakka, þótt knöpp væru framlögin
stundum.
En fleira er á að minnast.
Laxveiðilögin gera ráð fyrir lög-
gæslu við veiðiár og vötn og
ákveða að ríkið greiði að hálfu
kaup veiðivarða. Til skamms tíma
var þetta framkvæmt þannig að
jafnt skiftist milli veiðifélaga og
Halldór Jónsson
ríkis allur kostnaður við veiði-
vörzlu og var um það gott sam-
komulag. En höggormurinn leyn-
ist jafnan í paradís. Fyrir nokkr-
um árum var sá háttur upp tekinn
að ríkið tæki í sínar hendur og
greiddi alla almenna löggæzlu.
Engin breyting var þó gerð um
veiðivörsluna og létu veiðiréttar-
eigendur kyrrt liggja. Nú bar svo
við að aðgætnir ríkisþjónar fengu
hugljómun. Orðalag laganna var
þannig að hugsanlegt var að