Morgunblaðið - 10.06.1980, Síða 48

Morgunblaðið - 10.06.1980, Síða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980 18 mörk skoruð í fjórum leikjum Um helgina fóru fram fyrstu leikirnir i norðurlandsriðium 3. deildar i knattspyrnu. 4 leikir voru leiknir, og ekki er hægt að segja annað en leikmenn flestra liðanna hafi verið á skotskónum þvi 18 mörk voru skoruð i þessum 4 leikjum. D riðill: Magni-Árroðinn 2:3 Mörk Magna skoruðu Jón Lárus- son og Hringur Hreinsson en Örn Tryggvason skoraði öll 3 mörk Árroðans, þar af 1 úr víti. í sama riðli léku einnig Leiftur og HSÞ og sigraði síðarnefnda liðið með 4 mörkum gegn 1. Mark Leifturs var sjálfsmark eins af leikmönnum HSÞ en Jónas Hall- grímsson skoraði eitt mark fyrir HSÞ, og Jónas, áður leikmaður með Stjörnunni í Garðabæ (föð- urnafn fékkst ekki gefið upp) skoraði þrjú mörk. í E riðli léku Reynir og Efling og sigraði Reynir með 6 mörkum gegn 1. Fyrir Reyni skoruðu Óðinn Valdimarsson 3„ Bjarni Freysson 2 og Elvar 1 mark. Guðmundur Jónsson skoraði mark Eflingar. Efling misnotaði vítaspyrnu í leiknum. í E riðli léku einnig Dagsbrún og Tindastóll. Tindastó- oll sigraði í leiknum með einu marki gegn engu og það var Þórhallur Ásmundsson sem skor- aði markið. —sor Stenmark fær aftur möguleika ALÞJÓÐLEGA skíðasambandið gerði stórtækar breytingar á reglum sinum varðandi heims- bikarkeppnia á aðalfundi sinum i Feneyjum um helgina. Þegar grannt er skoðað má ætla, að Tvær konur sigla yfir Atlantshafið EINHVER mesta siglingakeppni sem um getur hófst um helgina i Plymouth i Englandi. 89 segl- skútur lögðu þá af stað og verður kappsiglt yfir Atlantshafið. Að- eins einn er i hverri skútu og er talið að fyrstu bátarnir muni skila sér til Newport á Rhode Island eftir 18 daga. Skúturnar eru frá 17 þjóðum og flestar frá Bandarikjunum, eða 22 stykki. 20 eru breskar og 14 franskar. Á tveimur bátum eru kvenmenn i áhöfn. Naomi James frá Nýja Sjálandi, sem einu sinni sigldi ein i kringum hnöttinn, og Judy Lawson frá Bandarikjunum. Sú þriðja, Flor- ence Arthaud frá Frakklandi, ætlaði að keppa, en braut mastrið rétt áður en lagt var af stað og varð þvi að draga sig í hlé. sænski skípakappinn Ingimar Stenmark eigi nú aftur mögu- leika á þvi að vinna heimsbikar- inn, en þar sem hann hefur ekki gefið sig að bruni, hefur hann aldrei siðustu árin átt möguleika á þvi að safna nógu mörgum stigum til þess að verða efstur. Undir hinum nýju reglum á Stenmark möguleika á því að hrúga saman 250 stigum fyrir svig og stórsvig. í fyrra gat hann mest hreppt 200 stig. Þá má geta þess, að sambandið fjölgaði til muna heimsbikarkeppnum fyrir kom- andi keppnistímabil. Áð undan- förnu hefur verið keppt í 23 skipti á vetri hverjum, en sú tala hækkar nú í 31. Hjá kvenfólkinu var látið vera að breyta reglunum. Hafþór aftur í Fram! HAFÞÓR Sveinjónsson, varnar- maðurinn efnilegi hjá Vikingi, gekk i gær frá félagaskiptum yfir í Fram. Hafþór vakti athygli fyrir góða leiki á siðasta keppn- istimabili með Fram og kom nokkuð á óvart er hann gekk til liðs við Víking. Hann lék aðeins þrjá leiki með meistaraflokki Víkings i 1. deild. Jafntefli í rykskýinu Haukar - KA Haukar og KA skildu jöfn, 1—1, í 2. deild íslandsmótsins i knattspyrnu um helgina. Verða úrslitin að teljast nokkuð sann- gjörn miðað við gang leiksins. en hann skiptist algerlega i tvo hluta. Norðanmennirnir voru mun sterkari aðilinn í fyrri, hálfleik og skoruðu þá mark sitt. Siðan voru það heimamenn sem náðu öllum völdum á vellinum i siðari hálfleik og jöfnuðu þá mjög verðskuldað. Annars verður að segjast eins og er, að oft á tíðum var ekki gott að sjá hvað var um að vera inni á vellinum. Leikið var á þurrum malarvellinum á Kaplakrika, og í norðanáttinni lagðist slíkt rykský yfir völlinn, að hlutskipti leik- manna var ekki öfundsvert. En leikmenn sáu þó nóg til þess að skora tvívegis. Fyrst var Jóhann Jakobsson að verki fyrir KA og skoraði hann markið rétt fyrir leikhlé. Elmar Geirsson tók þá mikla rispu niður vinstri kantinn og sendi vel fyrir markið. Myndað- ist mikið kraðak inni í markteig Hauka í kjölfarið og endaði með því að knötturinn barst til J6- hanns sem skoraði örugglega, enda færið innan við meter. Ólafur Jóhannesson jafnaði fyrir Hauka í síðari hálfleik, skot hans af um 20 metra færi breytti um stefnu af varnarmanni og trítlaði í netið. Nöturlegt mark og klaufalegt hjá markverði KA að stöðva ekki knöttinn. Bæði liðin sýndu tilþrif á köfl- um og var leikurinn ekki sem verstur af malarleik að vera. En mikið skelfing eru þeir alltaf leiðinlegir þessir malarleikir. -gg. Fyrir leik Þórs og Ármanns afhenti fyrirliði Ármanns Árna Stefánssyni blómvönd i tilefni 65 ára afmælis Þórs, sem var sama dag. Elmar Geirsson fyrirliði KA mætti einnig á staðinn og afhenti Árna blóm af sama tilefni fyrir hönd KA. Ljósm. sor. Bombardella fer hvergi ROLAND Bombardella, kunnur spretthlaupari frá Luxemborg, lýst þvi yfir á sunnudaginn, að hann myndi sitja heima, þrátt fyrir að land hans sendi lið á ólympiuleikana i Moskvu. Sagði Bombardella, að ákvörð- un sin væri af pólitiskum ástæð- um og vildi hann með þessu sýna hug sinn gagnvart úþenslustefnu Rússa i Afganistan. Sagði Bomb- ardella skammarlegt að Luxem- borg væri meðal þátttökuþjóða á ÓL og taldi snjallara að fylkja sér um sterkasta bandamann sinn, Bandarikin. í fyrstu hugðist Luxemborg senda sex manna lið til Moskvu og var Bombardella nánast sjálfsagð- ur í þann hóp. Fjarvera hans minnkar hópinn því niður í 5. Hins vegar kann svo að fara að Luxem- borgarar sendi aðeins þriggja manna lið, því að árangur íþrótta- manna í Iandinu hefur ekki verð- skuldað til þessa að fleiri fari til Moskvu. Ali hældi öðrum en sjálfum sér! sagöi Larry Holmes bestan „HOLMES er sá besti, hann rotaði Weaver um daginn og ætla ég því ekkert að vera að eyða tíma i Weaver. Holmes er bestur, þess vegna keppi ég við hann“ sagði Mohammed Ali, hnefaleika- kappinn óborganlegi á fundi með fréttamönnum i Cambridge Masachusetts um helgina. Er óhætt að segja fátitt að Ali hæli einhverjum öðrum en sjálfum sér og er um það eitt að segja, að batnandi fólki er best að lifa. Hins vegar kom einnig fram, að Ali taidi sjálfan sig ekki með, þegar hann sagði Holmes bestan. Síðar á fundinum lýsti Ali þvi yfir, að Holmes yrði svo auðveld bráð, aö hann myndi fyrir leikinn tilkynna i hvaða lotu hann ætlaði sér að rota hann. Ali flutti einnig um helgina fyrirlestur í háskólanum í Cam- bridge. Messaði hann yfir æskunni og féllst síðan á að svara fyrir- spurnum. Meðal þess sem hann var spurður um var hvað hann hefði erfiðast gert á ævinni. Ali svaraði að bragði og sagði það undirbúninginn fyrir síðari viður- eign sína gegn Leon Spinks. Síðan hugsaði hann sig betur um og sagði rólega, „nei, undirbúningur minn nú er mun erfiðari". Það kom fram, að Ali hefur slegið af sér 21 pund á síðustu vikunum og er nú „aðeins" 208 pund. • Siðari viðureign Ali og Spinks. AIi sagði undirbúning sinn fyrir þá viðureign hafa verið ákaflega erfiðan. Kist skoraöi HOLLENSKA knattspyrnu- landsliðið, sem þátt tekur i lokakeppni Evrópukeppni landsliða á Ítalíu, mætti til leiks um helgina. Lék liðið fljótlega æfingarleik við 1. deildar félagið Udinese og sigraði örugglega 4—0. Kees Kist var markagráðug- ur i leiknum, skoraði tviveg- is. Annað hinna markanna skoraði gamla kempan Ari Haan. Tulsa tapaði JÓHANNES Eðvaldsson og félagar hans hjá Tulsa Roughnecks töpuðu illa á heimavelli sinum fyrir Detroit Express. Pato Mar- getic skoraði eina mark leiksins, eftir að Vic More- land hafði bjargað skoti hans af linu, fékk Margetic knöttinn á nýjan leik og skoraði af öryggi. Tulsa átti 22 skot að marki i leiknum gegn 7 hjá Detroit, en 4 sinnum fór knötturinn í þverslá Detroit- marksins. / • ♦ i Köge er efst KÖGE er efst i dönsku knattspyrnunni eftir 12 um- ferðir. Hefur félagið hlotið 18 stig. í öðru sæti er KB með 16 stig. Þrjú lið hafa hlotið 15 stig, AGF, B-93 og Vejle. tjrslit leikja um helg- ina urðu sem hér segir: Vejle - B-93 2-2 Ob Odense — Frem 2—1 Lyngby — Nestved 1—2 Kðge - AGF 2-2 KB — Esbjerg 0—3 Hvidövre — AAB 3—1 Kastrup — B-1903 0 —0 Langneðst i deildinni er AAB, sem hefur aðeins hlot- ið 2 stig. Frem er næst neðst með 7 stig og Kastrup hefur 8 stig. Gunnar þjálfar STJARNAN í Garðabæ hef- ur ráðið handknattleiks- þjálfara fyrir komandi keppnistimabil, en Stjarnan leikur i 3. deild. Það er Gunnar Einarsson, FH-ing- urinn, sem leikið hefur í Þýskalandi siðustu árin, sem fallist hefur á að þjálfa liðið. Litlu munaöi að Stjarnan kæmist f 2. deild á siðasta keppnistimabili og er efni- viðurinn sem Gunnar fær að vinna úr mjög góður. Mun Stjarnan vænta mikils af Gunnari á næsta keppnis- timabili. r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.