Morgunblaðið - 10.06.1980, Page 40
Siminn á ritstjórn
og skrifstofu:
10100
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980
Siminn
1 á afgreidsfunni er
83033
3ffl«r0un(tlabib
Tilboð til
BSRB lagt
fram í dag'
SAMNINGANEFND ríkisins
mun á sáttafundi klukkan 09
í da« legKja fram tilboð til
Bandalags starfsmanna ríkis
ok bæja um grunnkaups-
hækkun, aukinn samninKs-
rétt ok breytingu að því er
varðar lífeyrissjóð opinberra
starfsmanna — samkvæmt
þeim heimildum. sem Morg-
unblaðið aflaði i gær. Ráð-
herrar vörðust í gær allra
frétta um þetta tilboð, en þess
var vænzt að eftir sátta-
fundinn í dag, myndi
fjármálaráðuneytið gefa út
fréttatilkynningu. er skýrði
frá tilboðinu.
Það eru nú aðeins þrjár
vikur þar til ár er liðið frá því
er kjarasamningur BSRB gekk
úr gildi og 8 mánuðir eru nú
síðan BSRB lagði fram kröfu-
gerð sína, en samkvæmt henni
eru kröfur um allt að 39%
grunnkaupshækkanir. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið aflaði sér í gær
mun tilboð ríkisins um grunn-
kaupshækkun vera mjög
óveruleg í samanburði við
kröfuna. Tilboðið um samn-
ingsrétt mun ekki ná eins
langt og samkomulagið, sem
gert var við BSRB af Tómasi
Arnasyni í fyrra. Þá mun
einnig um það rætt að réttindi
úr lífeyrissjóði opinberra
starfsmanna nái til fleiri að-
ila, en hingað til.
Ályktanir stjórnarfunda SH og SAFF:
Vara frystihúsin við
að halda áf ram rekstri
Málið rætt á ríkisstjórnarfundi í
dag, segir forsætisráðherra
REKSTRARSTÖÐVUN virðist
nú yfirvofandi i hraðfrystihúsum
um allt land. Stjórnir Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna og
frystihúsa innan Sambandsins
komu saman til funda i gær þar
sem fjallað var um ástandið. í
ályktun fundar SH segir að
nauðsynlegt sé að hver og einn
framleiðandi undirbúi nú þegar
uppsagnir starfsfólks og rekstr-
arstöðvun. í ályktun SAFF eru
frystihúsamenn hvattir til að
skoða fjárhagsstöðuna vel og
vandlega og gera allar nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess að
hætta rekstri áður en greiðslufall
verður orðið svo alvarlegt að
ekki sé hægt að greiða fyrir
nauðsynlegustu aðföng og þjón-
ustu.
Morgunblaðið spurði Gunnar
Thoroddsen forsætisráðherra álits
á þessum tíðindum í gærkvöldi og
sömuleiðis hvort stjórnvöld
myndu grípa til einhverra aðgerða
og þá hverra til að bæta hag
frystiiðnaðarins. Forsætisráð-
herra vildi ekki tjá sig um þessi
mál að svo stöddu, en sagði að þau
yrðu rædd á ríkisstjórnarfundi í
dag.
í ályktun stjórnar SAFF segir
að ljóst sé, að halli fjölda frysti-
húsa sé 15—20% og slíkur rekstur
geti ekki gengið. Því verði
greiðslufall innan örskamms tíma,
því alvarlegri, sem lengra líður.
Stjórn SH varar hins vegar fé-
lagsmenn sína við að halda áfram
rekstri. Segir í ályktun SH, að
ekki sé að vænta frekari afskipana
um ófyrirsjáanlegan tíma en í þau
skip, sem nú eru að lesta.
Sjá nánar
blaðsiður 2 og 31.
*
„Eg er eins
og stolt-
ur faðir“
.ÉG er eins og stoltur faðir" sagði
Stefán Tryggvason á Skrauthólum
á Kjalarnesi, þegar Mbl. innti
hann eftir líðan unganna þriggja,
sem litu dagsins Ijós i fyrsta skipti
undir vélarhlif Ursusdráttarvélar
i fyrrakvöld. _Það er eitt egg eftir
og nú biðum við bara spennt eftir
að sjá hvað gerist“, sagði Stefán
ennfremur. Eins og fram kom i
Morgunblaðinu s.l. fostudag. fann
Stefán hreiðrið þegar hann var i
miðju kafi að hera á túnið, en
þurfti að skipta á oliu á dráttar-
vélinni. hafði þá hreiðrið ekki
haggast, svo vel var það fest.
Ef einhver nálgast dráttarvél-
ina eru foreldrarnir á sveimi uns
viðkomandi hverfur á braut og þá
eru þeir um leið komnir með æti
og móðirin lögst á ungana.
Að lokum sagði Stefán að nú
yrði dráttarvélin ekkert hreyfð
næsta hálfa mánuðinn. eða þang-
að til að ungarnir færu aðeins að
stækka.
f flr W.. ■ ^—- Á
Ungarnir dafna vel, og hér sést fósturfaðir þeirra Stefán athuga líðan þeirra.
31 hvalur
á land
HVALVERTÍÐIN hefur
gengið með afbrigðum vel
það sem af er. Um helgina
veiddust 10 dýr, allt langreyð-
ar.
Hafa þá borist á land 31
hvalur, 30 langreyðar og 1
búrhveli. Fjórir hvalbátar
stunda veiðarnar nú eins og
undanfarin ár og hafa þeir
verið að veiðum út af Reykja-
nesi.
Ekið á
þriggja
ára stúlku
ÞRIGGJA ára stúlka slasað-
ist nokkuð er ekið var á hana
við Rauðalæk í gærkvöldi.
Tildrög slyssins voru þau að
litla stúlkan var að hljóla á
þríhjóli í innkeyrslu milli húsa
við Rauðalæk en bílstjóri, sem
fór þar um varð hennar ekki
var og ók á hana.
Er Mbl. leitaði frétta af
líðan stúlkunnar í gærkvöldi
var hún enn í rannsókn á
slysadeild Borgarspítalans.