Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
135. tbl. 67. árg.
FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Fokker vélin utan brautar nokkrum mínútum eftir nauðlendingu í gær. Vinstri spaðinn er kengboginn.
Ljósmynd Mbl. Ragnar Axelsson.
IpF ' '
x
■■■■■
„Mikil gleði þegar
hættan var liðin hjá“
Fokker með nítján manns nauðlenti á Keflavíkurflugvelli
„ÉG REYNDI aðallega að
hugsa um börnin mín tvö,
því Anna Guðrún, sem er
þriggja ára, var mikið
hrædd. en það minna, sem
er átta mánaða, var ró-
legra. Þetta reyndi virki-
Iega á mann, því ég vissi
ekkert hvernig lendingin
myndi takast, en það var
mikil gleði þegar hættan
var liðin hjá,“ sagði Svein-
björg Friðbjörnsdóttir,
einn farþeganna 16 í
Flugleiðavélinni, sem
nauðlenti á Keflavíkur-
flugvelli um kl. 20 í gær-
kvöldi, vegna bilunar í
hjólabúnaði. Guðjón
ólafsson, flugstjóri, lenti
vélinni magalendingu og
rómuðu starfsmenn á
Keflavíkurflugvelli lend-
inguna mjög og sögðu
hana snilldarlega. Aðstoð-
arflugmaður var Baldur
Ingólfsson og flugfreyja
var Elísabet Ilákonardótt-
ir, sem farþegarnir kváðu
hafa haft fullkomna stjórn
á öllu í farþegarými fyrir
og í nauðlendingu.
Fokker-vélin TF-FLO fór frá
Reykjavík um kl. 18 í gær, en
þegar lenda átti í Eyjum, náðist
annað hjólið ekki, niður. Vélin
sneri þá við til Reykjavíkur og
flaug þar nokkra hringi með
snöggum rykkjum til þess að
reyna að ná hjólinu niður. Sögðu
farþegarnir í samtali við blaða-
menn Morgunblaðsins á lend-
ingarstað, að það hefði verið eins
og að vera í rússíbana. Þegar
flugmennirnir gáfust upp við að
ná hjólinu niður var ákveðið að
nauðlenda í Keflavík, en þar er
beztur búnaður fyrir slíkar lend-
ingar. Slökkviliðið á Keflavíkur-
flugvelli, undir stjórn Sveins Ei-
ríkssonar, sprautaði kvoðu á eina
flugbrautina og síðan var heimil-
uð lending og voru sjúkrabílar,
slökkviliðsbílar, lögregla og fleiri
aðilar tilbúnir til aðstoðar. Guð-
jón flugstjóri lenti vélinni í kvoð-
unni og notaði að nokkru annað
hliðarhjólið og nefhjólið. Náðu
flugmennirnir að stöðva vélina
mjög fljótlega, og beygja henni út
af flugbrautinni, tiltölulega
mjúkri lendingu. Gekk fljótt og
vel að koma farþegunum frá borði
og meiddist enginn. Farþegarnir
fóru síðan í rútu til Reykjavíkur
og flugu með annarri vél til Eyja
seint í gærkvöldi, allir nema
móðirin með börnin tvö. Slökkvi-
liðsmenn á Keflavíkurflugvelli
fjarlægðu Fokkerinn af brautar-
svæðinu í gærkvöldi, en mjög lítið
sá á vélinni eftir nauðlendinguna.
Sjá viðtöl við farþega og flugliða
á bls. 18-19.
Farþegarnir með Fokkervélinni ásamt flugfreyju að lukinni nauðiendingu á Keflavíkurflugvelli í
gærkvöldi: Frá vinstri i aftari röð: Halla Gisladóttir, Halla Björg Baldursdóttir, Lindberg, Bergur
Kristinsson. Sigurhans Iilynsson, Sigriður Kolbrún Guðnadóttir, Jónína Ólafsdóttir, Guðrún Samúelsdótt-
ir. Elisabet Hákonardóttir flugfreyja og Jón Hjaltason hrl. Fremri röð frá vinstri: Ingibjörg Jónsdóttir.
Hafdis Kristjánsdóttir, Sveinbjörg Friðbjörnsdóttir með 8 mánaða gamalt barn sitt og þriggja ára dóttur,
önnu Guðrúnu, Brynja Traustadóttir með Tinnu dóttur áina. Ljósmynd Mbi. rax.
42 féllu
í átökum
JóhannesarborK. 18. júní. AP.
TIL ÁTAKA kom á ýmsum
stöðum í hverfum svartra i
Ilöfðaborg og nágrenni í
dag, og hermdu fregnir að
a.m.k. 42 hefðu dáið í átök-
um í landinu í dag og gær.
Fréttamenn sögðu að búast
mætti við að tala fallinna ætti
eftir að hækka. Jafnframt væri
ógerningur að segja um með
vissu hversu margir hefðu
særst í átökunum, en eitt blað
skýrði frá að þeir hefðu verið
a.m.k. 200 talsins. Útvarpið,
sem er ríkisrekið, sagði að
a.m.k. 20 hefðu fallið í átökun-
um og 150 særst, þar af fjöldi
lögreglumanna. Átökin brutust
út er svartir íbúar Suður-
Afríku minntust þess að fjögur
ár voru liðin frá uppþotunum í
Soweto, en þá féllu um fjögur
hundruð manns.
Karmal
reyndi
sjálfsmorð
Nýju Delhi, 18. júní. AP.
BABRAK Karmal, forseti Af-
ghanistans. gerði misheppn-
aða tilraun til að svipta sig
lífi á föstudaginn. en öryggis-
verðir hans héldu aftur af
honum. samkvæmt heimild-
um indverskra fréttastofa.
Karmal er raunverulegur
fangi rússneskra ráðunauta
samkvæmt þessum fréttum.
Starfsfólk hans er rússneskt, þar
á meðal matreiðslukona og bíl-
stjóri.
Tíu félagar og starfsmenn
stjórnarflokksins eru vegnir að
jafnaði á degi hverjum í Kabúl
samkvæmt fréttum frá vestræn-
um diplómötum, aðallega lágt
settir menn flokksins og emb-
ættismenn. Kabúlbúum, sem
hafa samstarf við stjórnina,
hefur verið hótað með flugmið-
um, „Shabnama“, eða „Nætur-
bréfum".
í borgunum Kandahar og Jal-
alabad hafa skæruliðar bæði
drepið flokksmenn og meðlimi
fjölskyldna, sem ekki eru í nein-
um tengslum við stjórnarflokk-
inn.
Hussein:
Vill tryggja
íjryggi
Israelsríkis
WashinKton. 18. júní. AP.
HUSSEIN Jórdaníukonungur gaf
í skyn í dag, að hann væri
reiðubúinn að standa að sam-
komulagi er tryggði öryggi ís-
raelsríkis, ef um væri að ræða
samkomulag um heildarlausn á
vandamálunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Að loknum viðræðum
við Carter Bandaríkjaforseta
sagði Hussein þó, að Bandaríkja-
menn og Jórdani greindi á um
leiðir til að tryggja varanlegan
frið í Miðausturlöndum.