Morgunblaðið - 19.06.1980, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980
Myndllsl
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
LISTAHÁTÍÐ 1980
Steinunn Þórarinsdóttir: Tvö nafnlaus verk.
Listahátíð að Korpúlfsstöðum
Að Korpúlfsstöðum hefur hafist
afar áhugavert og skemmtilegt
samstarf milli Reykjavíkurborgar
og hóps listamanna, sem nefnir
sig Myndhöggvarafélagið í
Reykjavík. Nokkur tími er liðinn,
síðan þetta samstarf hófst, og nú á
listahátíð hefur verið efnt til
fyrstu samsýningar á verkum
sumra þeirra listamanna, sem
fengið hafa inni á hinu fræga
sveitasetri, er Thor Jensen byggði
á sínum tíma, en er nú í eigu
Reykjavíkurborgar. Listamenn
þeir, sem í hlut eiga, hafa orðið að
leggja fram mikla vinnu og efni til
að gera í stand húsnæðið. Ekki
verður annað sagt en að þeir hafi
sýnt meir en viljann. Það er
staðreynd, að nú er sameiginleg
vinnustofa þeirra höggmyndara
tilbúin, og mestur hluti þeirrar
sýningar, sem þar er að sinni, er
einmitt í þeim húsakynnum. Einn-
ig veit ég til, að nokkrir listamenn
hafa þegar unnið verk sín á
Korpúlfsstöðum og að minsta
kosti einn málari, er þar til húsa
með vinnustofu. En það er Gunnar
Örn, sem nú er þátttakandi, sem
gestur, á þessari sýningu. Verk
hans eru í þeirri álmu, sem
fyrirhuguð er sem gestavinnustofa
handa erlendum listamönnum á
komandi árum.
Skúlptúrsýning er undirtitill
þessarar sýningar. Það er nú svo
komið, að þetta hugtak „SKÚLPT-
ÚR“ virðist spanna nokkuð breitt
svið. Það er ekki lengur hægt að
tala um höggmyndir í þeim gamla
skilningi, því að fæst nútímaverka
eru hoggin beint í náttúruefni. Nú
fara menn sér styttri og auðfet-
aðri leiðir og nota ný og meðfæri-
legri efni til að tjá sig. Jafnvel er
eitt af verkunum á þessari sýn-
ingu unnið í þel, sem hangir í
lögðum úr lofti. Annað verk er hey
í grind og gler, strigi, og margt
annað kemur þarna við sögu. Og
minnast verður einnig á þau verk,
sem eru utandyra og gerð í sjálft
túnið á staðnum. Það er svokölluð
LANDLIST, en satt að segja veit
ég ekki, hvort aðstandendur þess-
arar listgreinar eru ánægðir með
þetta orð. A ensku nefna þeir
þetta LAND ART, svo þýðingin er
orðrétt. Það eru fleiri efni þarna á
ferð, en ég læt þessa upptalningu
nægja.
Það er stór hópur manna, sem
að þessari sýningu stendur, og
hræddur er ég um, að allt sem
þarna er fram borið fyrir sýn-
ingargesti, sé ekki 4 sama gæða-
flokki. Að mínum dómi eru þessi
verk mjög misjöfn og sum þeirra
algeriega misheppnuð tilraun til
að vera svokölluð framúrstefnu
verk. Ef til vill verður það sagt á
komandi árum um þessa sýningu,
að hún hafi frekar sett svip
útkjálkans á listahátíð 1980 en hið
gagnstæða. Það er nefnilega mik-
ill vandi að vera framúrstefnu-
sinni og falla ekki i þann vonda
pytt að verða að bergmáli þess, er
menn eru að bauka við úti í hinum
stóra heimi. Hlutirnir þurfa að
vera upplifaðir, hvort heldur um
Sigrún Guðmundsdóttir: Börn að klifra (tré), 1980.
Listahátíð í Suðurgötu 7
Þeir hugdettumenn í Suðurgötu
7 láta ekki sitt eftir liggja á
Listahátíð 1980. Þeir halda sýn-
ingu í tilefni hátíðarinnar og
einnig í tiiefni þess, að stofnun
þeirra á þriggja ára starfsafmæli.
Það er að mínum dómi merkilegt
afmæli, því að oftast eru stofnanir
sem þessi ekki langlífar. Erlendis
virðist það vaninn, að fremur séu
stofnuð ný gallerí en að þau endist
um árabil, nema í einstaka og
sérstæðum tilfellum. Galleríið í
Suðurgötu 7 virðist aftur á móti
ætla að halda velli ekki síður en
hið gamla og vinalega hús, sem
það á heima í. Á þessum þremur
árum hefur ýmislegt verið til
dægradvalar í Suðurgötunni. Um
60 sýningar hafa verið haldnar,
þar hafa verið leiklistarnámskeið,
hljómleikar og danssýningar, ef ég
veit rétt. Og þar við bætist, að sex
tölublöð af riti þeirra hugdettu-
manna, Svart á hvítu, hafa verið
gefin út. Það er að sínu leyti
kraftaverk, því að það er ekki
heiglum hent að halda slíku gang-
andi. Svo hafa þessir dugnaðar-
menn einnig farið með list sína út
um allar trissur: til Lundar, Flór-
ens, New York og Helsinki og
Danmörk mun nú í skotmáli. Geri
aðrir betur. Ég er hræddur um, að
hér áður fyrr hefðu þeir í Suður-
götu 7 verið taldir héimsfrægir.
En nú er hún Reykjavík orðin
stór, og heimsfrægð er eins og að
skreppa í laugarnar. Ég óska
afmæiisbarninu alls góðs og upp-
yngingar á komandi árum.
Fimmmenningar sýna að
sinni, og eru flestir þeirra upp-
hafsmenn eða hafa tekið þátt í
starfseminni frá byrjun stofnun-
arinnar. Aðeins einn sýnenda er
nýr á landi hér, en mun hafa verið
með erlendis. Nýiiðinn er Halldór
Ásgeirsson, en aðrir sýnendur eru
Bjarni H. Þórðarson, Friðrik Þór
Friðriksson, Margrét Jónsdóttir
og Steingrímur Eyfjörð Krist-
mundsson. Allur þessi hópur vinn-
ur nokkuð í sama dúr, en sýnendur
eru samt ólíkir í listmeðferð sinni.
Þannig eru ljósmyndir það tján-
ingarform, sem þeir Halldór Ás-
geirsson og Bjarni H. Þórðarson
hafa valið sér. Steingrímur Ey-
fjörð Kristmundsson notar nokk-
uð persónulegan stíl, sem á rót að
rekja til blaðateikninga, ef mér
ekki skjátlast, og Margrét Jóns-
dóttir á þarna nokkur mjög nost-
ursleg verk, teiknuð með krít.
Bjarni H. Þórarinsson sýnir einn-
ig teikningar, og er Spíralfjörður
eftirminnilegust þeirra. Þetta er
Mynd eftir Bjama H. Þórarinsson.
snotur sýning í alla staði. Vel frá
verkunum gengið, og allt er
snyrtilegra en verið hefur á mörg-
um fyrri sýningum á þessum stað.
En ekki get ég að því gert — þetta
verkar allt á mig svo borgaralegt
og hefðbundið, að sú spurning
vaknar, hvort þessi þróun sé
stöðnuð eða hvort ef til vill hafi
aldrei legið meiri og flóknari
hugmyndafræði að baki þessara
verka. Jafnvel mætti láta sér
detta í hug, að keraldið væri tæmt.
Vonandi ekki. Þetta eru ungir
menn, sem eru ekki nema rétt
byrjaðir á ferli sínum. Það má
vera, að ég sjái hlutina ekki í réttu
ljósi, en ósköp fannst mér lítið
púður í þessari sýningu á Suður-
götunni. Það er nú einu sinni svo,
að standa verður við hlutina og
vera hvergi deigur, þegar farnar
eru nýjar leiðir. Eg hefði óskað
Suðurgötu 7 enn meiri afmælis-
hátíðar með nýjungum í stað
fágunar, með óaðgengilegum verk-
um, sem mér hefðu fundist óal-
andi og óferjandi, en það er nú
eitthvað annað þarna á ferð. Svo
elskuleg er þessi sýning á köflum,
að maður fer hjá sér. Þeir hug-
dettumenn eru farnir að þvo sér í
Verk eftir Margréti Jónsdóttur.