Morgunblaðið - 19.06.1980, Side 21

Morgunblaðið - 19.06.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980 21 slitið í hundraðasta sinn „Ekkert nema góðar minningar44 - Rætt við gamla stúdenta frá M.A. FYRSTU stúdentarnir brautskráð- ust frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1928. Voru það 5 karlmenn og eru tveir þeirra enn lifandi, þeir sr. Guðmundur Benediktsson og Hauk- ur Þorleifsson. Blaðamaður hitti Hauk á Akureyri en þangað var hann kominn til að vera viðstaddur hátíðahöldin í tilefni 100 ára afmæl- is M.A. „Ég á ekkert nema góðar minn- ingar frá mínum menntaskólaárum og það svo margar að ég þyrfti að skrifa heila grein ætti ég að segja frá þeim,“ sagði Haukur. Hann sagði það vissulega hafa verið gaman að vera meðal fyrstu stúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri. Haukur hélt síðan til náms til Þýskalands og nam þar stærðfræði og viðskiptafræði. „Vildum helst vera lengur“ Árið eftir, 1929, útskrifuðust 7 stúdentar frá M.Á. þar á meðal fyrsta konan, Guðríður Aðalsteins- dóttir. Þeir Ingólfur Davíðsson og Jón Sigurgeirsson voru einnig meðal þeirra stúdenta. „Okkur líkaði mjög vel í skólanum. Svo vel að við vildum helst hafa verið þar lengur," sögðu þeir er blaðamaður hitti þá við hátíðahöld- in. „Við höfðum úrvalskennara í skólanum og góðan skólameistara, Sigurð Guðmundsson. Og eftir út- skriftirnar fóru 5 af okkur til útlanda til framhaldsnáms. Nú búa tveir fyrir norðan, þrír í Reykjavík og einn í Kaupmannahöfn en einn er látinn." Ingólfur og Jón sögðu að þeir hefðu meira og minna haft samband við samstúdenta sína öll þessi ár og alltaf komið til Akureyrar á „júbil- enum“. „Skolinn hefur veitt okkur mikið og gott veganesi“ Séra Sigurður Guðmundsson prestur á Grenjaðastað varð stúdent frá M.A. fyrir 40 árum en þá útskrifuðust 38 stúdentar frá skól- anum. Dóttir Sigurðar, Steinunn, útskrifaðist nú úr öldungadeild M.A. „Lífið í skólanum var þá glatt og gott og við minnumst þess með ákaflega mikilli ánægju,“ sagði séra Sigurður í samtali við Mbl. „Það er enginn vafi á því að skólinn hefur veitt okkur mikið og gott veganesti. Við höfum alltaf haldið sambandi við skólann og í öll þessi ár höfum við samstúdentarnir hist einu sinni á ári,“ sagði Sigurður að lokum. rmn. „Hefur verið frá- bært að vera í M.A.“ - Rætt við nokkra nýstúdenta DAN Brynjarsson var meðal þeirra 120 stúdenta sem útskrifuð- ust frá M.A. í ár. Hann er fyrsti stúdentinn sem skólinn braut- skráir af verslunarsviði. „Það var fyrir tilviljun að ég fór í M.A.,“ sagði Dan í samtali við Mbl. „Ég hafði sótt um annan skóla, en hélt ég hefði fallið á inntökuprófinu og fór í M.A. til að missa ekki úr ár. En eftir að ég var kominn þangað, fékk ég að vita að ég hefði staðist inntöku- prófið, en ákvað samt að halda áfram í M.A.“ O Dan Brynjarsson <5> Hrefna Bjartmarsdóttir Dan sá alls ekki eftir því að hafa stundað nám við skólann. „Það hefur verið frábært, sér- staklega sl. vetur," sagði hann. Hann bjóst við því að fara í háskóla og stunda nám í við- skiptafræði í framtíðinni. „En tengslunum við M.A. ætla ég að halda og heimsækja skólann sem oftast,“ sagði Dan að lokum. „Bæði gott og gaman að stunda nám i M.A.„ Hrefna Bjartmarsdóttir lauk prófi úr félagsfræðideild M.A. Hrefna sagði að það hefði verið gott og gaman að stunda nám við skólann. „Ég hafði áhuga á að læra eitthvað meira, og því var það að ég ákvað að setjast í M.A.,“ sagði hún. Ég hef líka áhuga á að mennta mig meira nú og ætla þá helst að halda áfram að læra eitthvað í sambandi við félags- fræði.“ „Næstum því leið yfir að vera búin“ Steinunn Sigurðardóttir út- skrifaðist úr öldungadeild M.A. „Þegar ég var yngri hafði ég ætlað mér að læra, en nennti því þá ekki. Þegar ég hóf námið að nýju átti ég tvo syni, átta og tíu ára, og hafði ekki unnið úti í nokkur ár. Því fannst mér það upplagt að fara í öldungadeildina þegar hún var stofnuð. En ég hafði líka áhuga á að eignast fleiri börn og gekk með þriðja barnið, dóttur mína, fyrsta veturinn í skólanum. Það má því segja að hún hafi lært með mér, en hún er nú orðin 4 ára. Fyrst var ég alls ekki viss um að ég myndi halda áfram og klára námið. En þetta hefur verið svo skemmtilegur tími að það er nærri því að mér leiðist að vera búin,“ sagði Steinunn. Steinunn kvaðst ekki ætla að halda áfram að læra en snúa sér alfarið að uppeldi barnanna. „Ég held að nám mitt muni hjálpa mér mikið í því,“ sagði hún að lokum. rmn Haukur Þorleifsson var meðal Ingólfur Daviðsson og Jón Sigurgeirsson urðu stúdentar frá M.A. fyrstu stúdenta Menntaskólans á fyrir 51 ári. Myndir EmiiiH. Akureyri. Sr. Sigurður Guðmundsson ávarpar gesti á skólaslitaathöfn M.A. fyrir hönd 40 ára stúdenta. CTTL V V X X X X X er eina firmaö í heiminum sem veitt hefur íslenzkum stangaveiöimönnum árlega heiöursverölaun fyrir væna fiska — enda er óhætt aö treysta þeirra vörum Áriö 1979 greiddi ABU kr. 330.000 í verölaun til íslenzkra veiöimanna. Kynniö ykkur reglurnar í „Napp og Nytt“ sem er afhent ókeypis hjá okkur Hafnarstræti St Tryggvagötumegin, •íma 16760.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.