Morgunblaðið - 19.06.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980
27
INNLENT
Hefðbundið þjóðhátið-
arhald í Þorlákshöfn
Inirlákshófn. 18. júná.
SAUTJÁNDA-júní hátiðahöld fóru hér fram með hefðbundnum hætti.
Klukkan 10 árdegis «áfu menn hestamannafélaKÍnu Iláfeta bornum
kost á að koma á hestbak ok er þetta árviss liður í hátíðahöldum
da^sins og mjög vinsælt. Klukkan 13 hófst svo skrúðganga um þorpið
ok síðast var gengið á hátíðarsva'ðið. sem var skrúðKarður
kvenfélaKsins. bar lék lúðrasveit LauKarnesskóla ættjarðarlöK. öllum
til mikillar ánæKju. Stjórnandi hennar er Stefán Þ. Stefensen.
Klukkan 14 hófst svo Kuðsþjón- vel að meta. Þá fóru fram leikir,
usta. Séra Páll Pálsson á Berg-
þórshvoli prédikaði. Söngfélag
Þorlákshafnar söng undir stjórn
Ingimundar Guðjónssonar.
Ávarp fjallkonu flutti Kristjana
Friðbergsdóttir. Jónas Guð-
mundsson rithöfundur flutti
snjalla ræðu í tilefni dagsins.
Lúðrasveitin lék á milli atriða. Þá
komu fram þær stöllur, Kolbrún
og Elvín, með gamanmál og vísna-
söng, sem ungir og aldnir kunnu
söngur, glens og galdrar Baldurs
Brjánssonar. Ungu borgararnir
skemmtu sér svo við diskótek
framundir kvöld. Síðan lék
hljómsveitin SOS fyrir dansi í
félagsheimilinu.
Formaður þjóðhátíðarnefndar
var að þessu sinni Bjarni Bald-
ursson Hjallabraut 1. Dagurinn
var mjög vel heppnaður, veður var
þurrt en heldur kalt.
Ragnheiður
Mývatnssveit:
Fjórða þjóðhátíð í Höfða
Björk. Mývatnssveit, 18. júni.
MYVETNINGAR héldu þjóðhátíð-
arsamkomu í gær, 17. júni, i
hinum fagra fólksvangi Höfða.
Þetta var i fjórða skiptið, sem
þjóðhátið 17. júni er haldin á
þessum stað.
Höfðinn skartaði nú sínu feg-
ursta skrúði og mikil gróska var í
öllum blóma- og trjágróðri. Veður
var ekki það hagstæðasta, þó var
nánast logn og milt, hitinn 15 stig,
en frekar dimmt yfir og dálítil
rigning. Samkoman hófst klukkan
14 með helgistund Arnar Friðriks-
sonar sóknarprests. Helga Valborg
Pétursdóttir flutti ræðu dagsins.
Ávarp fjallkonunnar flutti Krist-
jana Guðlaugsdóttir. Þá var sýnd
bændaglíma og leikin knattspyrna.
Til að fullnægja öllu réttlæti tóku
konur að sjálfsögðu þátt í hvoru-
tveggja og stóðu sig vonum betur.
Að síðustu var farið í margs
konar leiki, þar sem börn og
unglingar voru stór hluti þátttak-
enda. Ingibjörg Gísladóttir stjórn-
aði þessari hátíðarsamkomu af
miklum skörungsskap.
Kiukkan 17 var unglingadans-
leikur í Skjólbrekku, og klukkan
21.30 hófst almennur dansleikur á
sama stað.
Kristján
Athugasemd frá
Tómasi Árnasyni
— MÉR finnst það nokkuð harð-
leikið, að ráðherrar skuli vera
skammaðir fyrir að sinna emb-
ættisverkum sinum, sagði Tómas
Árnason viðskiptaráðherra i
samtali við Mbl. í gær.
sjávarútvegsráðherra tæki sér
sumarleyfi á heppilegri tíma. Að
öðru leyti er ástæðulaust að amast
við því að ráðherrar séu erlendis.
— Ég er nýkominn af 3 daga
ráðherrafundi OECD í París, 3
daga ráðherrafundi EFTA í Sví-
þjóð og viðræðum um olíumál í
London, sem stóðu alls í 3—4
daga, sagði Tómas. — Ég var
hálfan mánuð í þessari ferð og svo
skrifar Morgunblaðið leiðara, að
ráðherrar eigi ekki að vera að
þvælast í útlöndum. Mér finnst
óviðurkvæmilegt þegar ráðherrar
fá á sig heilan leiðara í stórum
blöðum, sem tekið er mark á, fyrir
það að sinna embættisskyldum
sínum, sagði Tómas Árnason,
viðskiptaráðherra.
Aths. ritstj.
Það er staðreynd, að þeir
Steingrímur Hermannsson, sjáv-
arútvegsráðherra og Tómas Árna-
son, viðskiptaráðherra, voru báðir
erlendis um síðustu mánaðamót,
þegar mikil vandamál komu upp í
sambandi við ákvörðun fiskverðs.
Hafi fundir þeir, sem Tómas
Árnason rekur hér verið svo
mikilvægir, sem hann vill vera
láta, var það lágmarkskrafa, að
Telpa fyrir bif-
hjóli - Okumað-
urinn 13 ára
NÍU ára telpa varð um hádegisbil
á þriðjudag fyrir léttu bifhjóli á
Þverholti í Mosfellssveit. Telpan
slasaðist ekki alvarlega en öku-
maður bifhjólsins fór af vettvangi.
Hann fannst þó síðar, og reyndist
vera 13 ára og án réttinda til
aksturslétts bifhjóls, en til að
öðlast slík réttindi þarf viðkom-
andi að vera 15 ára.
Ljósm. Jónas
Áð við Hundasteina eftir að komið var yfir Vatnsveitubrúna.
Göngudagur fjölskyldunnar:
Oþarft að fara úr bæn-
um í leit að ró og kyrrð
„ÉG HELD að mér sé óhætt að
segja að gangan hafi tekist nokk-
uð vel, veðrið hefur verið ákjósan-
legt og svo virðist sem þörf sé
fyrir göngur sem þessa, ef tekið
er mið af þátttökunni.” sagði
Sigurður Geirdal i viðtali við Mbl.
er hann var inntur eftir þátttöku
i göngu Umf. Vikverja í Reykja-
vik i tilefni Göngudags fjölskyld-
unnar.”
„Gengið var sem leið lá upp með
Elliðaánum að austan, snúið við á
gömlu Vatnsveitubrúnni og gengið
niður að vestanverðu að kjarrlund-
inum í Árhólmanum, þar sem
göngunni lauk formlega," sagði
Ragnar Jónasson, annar göngu-
stjóranna.
í Árhólmanum hitti blaðamaður
Mbl. að máli þær Hönnu og Hlíf
Gestsdætur og innti þær eftir áliti
þeirra á göngunni. „Við erum mjög
ánægðar með þessa göngu og
teljum þetta vera virðingarvert
framtak hjá félaginu og að meira
þyrfti að gera af slíku. Það er
nokkuð sérstakt að hafa stað sem
þennan í miðri borg, og þó undar-
legt megi teljast, þá sagðist maður
sem við hittum áðan í göngunni,
ekki hafa komið hingað fyrr, þótt
búið hafi í nágrenninu í hartnær
40 ár.“
yfirleitt mjög lítið um þennan stað
og margir leiti nokkuð langt yfir
skammt, þeir aka úr bænum til að
finna ró og kyrrð," sagði Guðbjörg.
Guðbjörg Haraldsdóttir og Matthias Gunnarsson með börn sin tvö,
Sæþór Ægi, Kristrúnu og Soffia Sigurðardóttir.
Ekki langt frá þeim sátu þau
Matthías Gunnarsson og Guðbjörg
Haraldsdóttir með tvö börn sín,
Kristrúnu, Sæþór og Soffía Sigurð-
ardóttir. „Við fórum í þessa göngu
til þess að fara eitthvað, en við
sjáum alls ekki eftir að hafa farið.
Það er ótrúlega margt sem við
vissum ekki og höfum lært,“ sagði
Matthías. „Ég held að fólk viti
Tenging Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar:
Legg áherslu á að framkvæmd-
in verði á verkáætlun í sumar
Þær Jóhanna og Hlíf kváðust vera mjög ánægðar með gönguna
sögðu að meira þyrfti að gera af sliku.
og
• •
- segir Markús Orn Antonsson
MARKÚS örn Antonsson borg-
arfulltrúi spurðist fyrir um það á
borgarstjórnarfundi fyrir
nokkru, hvenær ráðgert væri að
hefja framkvæmdir við tengingu
Stekkjarbakka og Reykjanes-
brautar hjá Breiðholti I. Einnig
spurðist Markús fyrir um það,
hvaða framkvæmdir við íþrótta-
og útivistarsvæði, gerð gangstiga
á mllli hverfa og lagningu
gangstétta, væru á verkáætlun
sumarsins.
Markús sagði í samtali við Mbl.,
að tilefni fyrri liðar fyrirspurnar-
innar væri það, að forseti borgar-
stjórnar hefði í útvarpsþætti sagt
að ekki væri gert ráð fyrir þessari
framkvæmd við Stekkjarbakka og
Reykjanesbraut. „Þetta kom mér
á óvart vegna þess að ég hef
tvívegis i borgarstjórn vakið máls
á þeirri nauðsyn að þessi fram-
kvæmd yrði tekin á dagskrá hjá
borgaryfirvöldum og í hana ráðist
hið fyrsta," sagði Markús. „Þetta
hlaut góðar undirtektir á sínum
tíma, en ekki var veitt fé til þessa
í fjárhagsáætlun. í nóvember 1978
gerði ég þetta að umtalsefni í
borgarstjórn, vegna þeirra vanda-
mála sem skapast hafa í umferð-
inni hjá Breiðholtshverfum, á
gatnamótum Álfabakka og
Reykjanesbrautar, þar sem um-
ferðin verður nú að fara um. Á
þessum gatnamótum hefur verið
mjög mikil umferðarteppa, sér-
staklega á morgnana. Eftir að um
þetta var fjallað í borgarstjórn,
greip lögreglan í taumana og
reyndi að halda þarna uppi um-
þannig að þarna horfir oft til
stórvandræða.
Nú er ætlunin að framkvæmda-
ráð fjalli um þetta og ég legg
áherslu á að það reyni að breyta
eitthvað sínum áætlunum um
fjárveitingar, þannig að þessi
framkvæmd geti verið með í
verkáætlun nú í sumar,“ sagði
Markús.
„Hvað síðari lið fyrirspurnar-
innar varðar, þá rifjaði ég það
upp, að í fyrra lögðu íbúar í
Breiðholti III fram óskir um
framkvæmdir í þessum efnum.
Þessar óskir bárust borgarstjórn á
síðasta sumri, en lítið varð úr
framkvæmdum. Það er full þörf á
að vekja athygli á því ófremdar-
ástandi sem ríkir varðandi fram-
kvæmdir í Breiðholtshverfunum
og hversu mikill dráttur hefur
orðið á nauðsynlegum umbótum í
hverfinu, sagði Markús Örn Ant-
onsson.
Markús örn Antonsson
ferðarstjórn, en hinsvegar vill
stundum verða misbrestur á því,