Morgunblaðið - 19.06.1980, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980
33
Sóley Ragnarsdóttir:
Kjósum Vigdísi, vegna
mannkosta hennar
— ekki kynferðis
Ástæðan fyrir því að ég sezt
niður og skrifa mína fyrstu grein í
eitt víðlesnasta blað landsmanna,
er sú að ég get hreint ekki orða
bundist.
Frá því kosningabaráttan hófst,
hef ég lesið flestar þær greinar,
sem birzt hafa í blöðum um þá
ágætu menn, sem í framboði eru
til forsetakjörs. Ég segi „ágætu
menn“, vegna þess að ég álit, eins
og vonandi allir landsmenn að
kona sé maður.
Við eigum um fjóra frambjóð-
endur að velja. Allt eru þetta mjög
frambærilegir menn og því mun
mörgum reynast erfitt að gera
upp á milli þeirra, þegar að
kjörborði kemur.
Við verðum að vanda val okkar
og meta kosti hvers og eins á
hlutlægan hátt.
Við erum að velja andlit þjóðar-
innar. Mann, sem getur fyllt skarð
Kristjáns Eldjárns, sem öllum ber
saman um að hafi gegnt þessu
embætti með miklum heiðri og
sóma, en kýs nú að draga sig í hlé.
Ég hef gert upp hug minn.
Ég tel að Vigdís Finnbogadóttir
muni bezt fylla þetta skarð. Með
sinni háttvísu og tiginmannlegu
framkomu, sem henni er eðlileg,
einlægni og látleysi, muni hún
vinna hugi og hjörtu allra lands-
manna. Einnig tel ég að menntun
hennar og reynsla í þeim störfum
er hún hefur gegnt, muni verða
henni gott veganesti á þessari
Sóley Ragnarsdóttir
braut, því hún felst í mikilli
þekkingu á mannlegum eiginleik-
um og víðsýni á breytileika lífsins.
En mér þykir miður að verða að
játa, að ég er ekki alls kostar
ánægð með þau skrif, sem ýmsir
hafa ritað henni til stuðnings og
birst hafa hér í blaðinu undanfar-
ið.
Persónulega er ég mikill fylgis-
maður jafnréttis kynja, þó ég hafi
ekki starfað í eldlínunni á þeim
vettvangi.
Jafnréttisbarátta á sannarlega
mikinn rétt á sér, en mér þykir
alls ekki við hæfi að blanda henni
saman við kosningu í æðsta emb-
ætti þjóðarinnar.
Óttast ég mjög að vígorð þau, er
sumir stuðningsmanna hennar
hafa í frammi í skrifum sínum,
verði Vigdísi ekki til framdráttar.
Mér finnst hún standa fyllilega
fyrir sínu og þurfi alls ekki á svo
vafasömum áróðri að halda.
Ég efa ekki, að nái hún kosn-
ingu, sem ég vona fastlega, þá
muni það vekja athygli og aðdáun
víða um lönd. En að þakka það
jafnréttisbaráttunni og stuðningi
hennar við Vigdísi þætti mér
lítilmótlegt og raunar til þess
fallið að gera.lítið úr mannkostum
hennar og þeirri staðreynd að hún
stendur hinum frambjóðendunum
fyllilega jafnfætis.
Ég skora því á stuðningsmenn
Vigdísar Finnbogadóttur að slíðra
hið tvíeggja sverð og lofa hæfi-
leikum hennar og mannkostum að
njóta sín.
Mín skoðun er sú að geri
kjósendur upp hug sinn af sann-
færingu og heiðarleika og kjósi
æðsta mann þjóðarinnar eftir
hæfileikum, kostum og fram-
göngu, munum við fagna sigri með
hreina samvizku þann 30. júní n.k.
Kjósum Vigdísi vegna mann-
kosta — ekki kynferðis.
Sóley Ragnarsdóttir,
Vesturbergi 122.
Guðrún Reinaldsdóttir:
Ég styð Albert
Guðrún Reinaldsdóttir, Yrsufelli
11, Reykjavík.
Það er kannske nokkuð seint
fyrir manneskju á níræðisaldri að
fara að blanda sér í opinber mál,
en þó get ég ekki stillt mig um að
leggja Albert Guðmundssyni
nokkurt lið.
Margir stuðningsmanna hans
eru háaldrað fólk, vegna þess að
hann hefur látið að sér kveða í
málefnum aldraðra. Þetta fólk
metur hann og styður, en skrifar á
hinn bóginn lítið í blöð.
Allir frambjóðendur eru kostum
búnir, en aldraðir í Reykjavík og
reyndar margir aðrir hópar, eink-
um þeir er lítils mega sín, eiga
hauk í horni, þar sem Álbert
Guðmundsson er.
Þetta fólk getur nú launað fyrir
sig með verðugum hætti, með því
að kjósa hann í forsetakosningun-
um.
Ég get ekki sagt fyrir um það,
hvort Albert eða einhver annar
nær kjöri, en mikið áfall væri það
okkur, ef þessi góði drengur hlyti
ekki góðan stuðning í sínum
heimabæ, Reykjavík.
Albert Guðmundsson er alinn
upp hjá gamalli, fátækri verka-
konu. Hann hefur hafist af sjálf-
um sér, en ekki gleymt uppruna
sínum og skyldum, en því hættir
mörgum við, þegar velgengni nýt-
ur.
Gamla fólkið er ekki þrýstihóp-
ur, en það er býsna fjölmennur
kjósendahópur og við eigum öll að
Guðrún Reinaldsdóttir
kjósa, og vonandi styðja margir
Albert Guðmundsson.
Guðrún Reinaldsdóttir.
Nnr. 3293-2169.
Ragnhildur Jónsdóttir:
Hann mun láta
gott af sér leiða
Ragnhildur Jónsdóttir.
Að vera fyrirgreiðslumaður í
stjórnmálum þykir nú bæði vont
og gott, en þjóðlegur siður þótti
okkur Vestfirðingum það, þegar
einmenningskjördæmin voru, þá
voru þingmenn kjördæmanna um
leið einskonar sendiráð í höfuð-
borginni.
Þeir veittu heimamönnum, sam-
herjum, jafnt sem andstæðingum
(sumir) alskonar þjónustu, útveg-
uðu tennur, gleraugu og víxla og
sumir hýstu fólk úr kjördæmi sínu
í höfuðborginni og gáfu mat við
borð sitt, sbr. Ásgeir Ásgeirsson,
Jónas frá Hriflu og margir fleiri.
Þetta var þjóðlegur siður.
Ásgeir Ásgeirsson var slíkur
fyrirgreiðslumaður með afbrigð-
um, enda höfðingi er kunni að
umgangast fólk, og þetta gerði
hann ekki til að tryggja atkvæðin,
heldur af því að hann tók eins á
móti fólki og það tók á móti
honum.
Þetta launuðu Vestfirðingar
með því að kjósa hann duglega í
forsetakosningum, þrátt fyrir
óvissu um tennur og víxla.
Nú heyrir maður að Albert
Guðmundsson, sem hefur verið
óþreytandi stuðningsmaður sam-
borgara, standi frammi fyrir þeim
vanda, að ýmsir er eiga honum
skuld að gjalda, vilji nú meina
honum aðgang að forsetaembætt-
inu, því þeir vilja hafa hann þar
sem hann er, til að geta gengið að
honum á sama stað, ef þá skyldi
vanta aðstoð.
Albert hefur ekki spurt sína
skjólstæðinga um stjórnmálaskoð-
anir fremur en Ásgeir Ásgeirsson.
Kjósum Albert. Kjósum hann af
því að hann er gamaldags fyrir-
greiðslumaður, hafinn yfir flokka-
pólitík.
Hann mun láta gott af sér leiða,
líka sem forseti íslands.
Ragnhildur Jónsdóttir.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 23., 26. og 28. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1980, á Hlégerði 29 — hluta
—, þinglýstri eign Sveins Skaftasonar, fer fram á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1980 kl.
10:30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
KQSNíNO^S^'k
Landsb
Islands.
Avis
anareifííO^
5025
Veljum
VIGDÍSI
skrifstofa VIGDÍSAR
FINNBOGADÓTTUR
Laugavegi17 s: 26114-26590
utankjörstaðasimi 26774