Morgunblaðið - 19.06.1980, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980
Arinbjörn Árnason:
TUTTUGU og fjórir þýzkir slökkviliðsmenn hafa dvalið hér að undanförnu í boði slökkviliðsmanna hjá
Reykjavíkurborg, en slíkar skiptiheimsóknir hafa tíðkast um árabil milli íslenzkra og þýzkra
slökkviliðsmanna. Myndin var tekin af hópnum fyrir utan slökkvistöðina í Reykjavík.
Hversvegna ég
styð Albert
Sigrún Guðmundsdóttir kennari:
Forsetaframboð og kvenna-
fundurinn á Lækjartorgi
Eitt af því sem mér er minnis-
stæðast af seinni ára viðburðum
er hinn frægi kvennafundur á
Lækjartorgi en þar mættu þús-
undir kvenna á ári konunnar.
Aldrei hafa konur sameinast á
eins áhrifaríkan hátt. Þær sýndu
þar mátt sinn og megin og hvers
þær gætu verið megnugar, ef þær
þjappa sér saman. Þarna stóðu á
palli fyrirkonur úr öllum stjórn-
málaflokkum og ýmsum samtök-
um. Athygli mín beindist þó mest
að einni þeirra, sem ég hafði
hvorki heyrt né séð áður, en það
var hin mikla og mælska skör-
ungs- og greindarkona, Aðalheið-
ur Bjarnfreðsdóttir. Hún virtist
vekja mesta athygli af foringjun-
um á pöllunum og konur hrifust af
bardagamætti hennar.
Og um hvað fjallaði svo þessi
fundur? Því er fljótsvarað. Inn-
takið í öllum ræðum kvennanna,
sem á pallinum stóðu, voru sterk
eggjunarorð um jafnrétti kvenna
og karla. Málum væri nú þannig
háttað hjá okkur, að oftast væru
konur sniðgengnar, þegar um væri
að ræða hin ýmsu embætti í
þjóðfélaginu. Rætt var um karl-
veldið innan veggja Alþingis og
þar þyrfti að verða breyting á og
athuga bæri, að konur væru meiri-
hluti kjósenda. Eftir þessa ábend-
ingu klöppuðu konur mikið og
lengi. Sú sem mest áhrifin virtist
stendur þeim til boða að eignast
konu í forsetaembættið, ef þær
þjappa sér saman eins og á
Lækjartorgi forðum.
Ég spyr: Var ekkert að marka
þessi eggjunar- og samtakamátt-
arorð? Kannski rætist sú spá, sem
ég heyrði kunningja minn tjá sig
um nýlega: „Málin virðast vera að
þróast í þá átt, að það verðum við
karlarnir, sem færum Vigdísi
Finnbogadóttur forsetaembættið."
Reykjavík, 18. júní 1980.
Sigrún Guðmundsdóttir.
Ég kýs Albert vegna þess að
hann er reyndur stjórnmálamað-
ur. Ég kýs Albert vegna þess að
hann er þekktur að heiðarleika og
drengskap.
Ég kýs Albert vegna þess að
hann er kunnur að því að hafa
sjálfstæðar skoðanir án ytri
áhrifa og tilbúinn að standa eða
falla með eigin sannfæringu.
Ég kýs Albert vegna afreka
hans sem mikilmennis, og leið-
togahæfileika.
Mun ég nú styðja þessar skoð-
anir mínar með nokkrum orðum.
Starf forseta hlýtur að liggja á
sviði þjóðmála og stjórnsýslu ís-
lensks þjóðfélags.
í umboði forsetans eru ráðu-
neyti stofnuð, á ríkisráðsfundum
er hann í forsæti og stýrir umræð-
um, ber fram tillögur og gerir
fyrirspurnir, hann samþykkir lög
ríkisins með undirskrift sinni,
veitir móttöku sendifulltrúum er-
lendra þjóða og hann er einingar-
tákn og fulltrúi á meðal erlendra
þjóða og þjóðhöfðingja fyrir Is-
iands hönd.
Vil ég í þessu sambandi láta
undrun mína í ljósi á því sem nú
er verið að halda fram af ýmsum
að starf forseta sé ekki pólitískt
og eigi ekki að vera það, allt slíkt
tal virðist mér vera hið mesta
öfugmæli.
Ætli það hafi verið af slysni að
fyrsti forseti íslenzka lýðveldisins
var þekktur og kunnur innan
stjórnsýslu þjóðarinnar, eða sá
sem við tók af honum sem einnig
var reyndur og mikilhæfur stjórn-
málamaður?
Ætli það hafi verið af slysni að
Jón Sigurðsson forseti var úr hópi
stjórnmálamanna þjóðarinnar á
sinni tíð.
Nei, gott fólk, takið ekki mark á
slíkum áróðri eða upphrópi um
hlutleysi og ætlið ekki forsetanum
Arinbjörn Árnason
slíka skoðanafátækt. Heldur er
forseta íslenzka lýðveldisins á
þeim viðsjálu tímum sem við
lifum á, nauðsyn á að vera kunnur
og þekkja inná refilstigu hinna
ýmsu sviða stjórnmála, og ekki
síst hvar hann er einingartákn
þjóðarinnar.
Ef við athugum drengskapinn
og heiðarleikann á bak við fram-
boð Alberts þá sjáum við mann-
inn, sem þorir að standa eða falla
með sinni eigin sannfæringu, bak
við hann er enginn hópur af
aðdáendum með áskoranir, og
stuðningsfylgi, svo viðkomandi
þorir að gefa kost á sér til
embættis forseta.
Heldur lýsir hann einn yfir
eigin ákvörðun sinni til framboðs,
öruggur og sigurviss hlýðir hann
sinni eigin köllun. Slíkan mann
kjósum við á Bessastaði 29. júní.
Arinbjörn Árnason
Þorvarður Júlíusson, Söndum:
Sigrún Guðmundsdóttir.
hafa þarna með sinni snjöllu og
réttmætu ræðu var Aðalheiður, og
man ég ekki betur en hún hafi
verið sú af foringjunum, sem mest
fékk klappið.
En hvað skeður nú þessa daga?
Einn af fjórum frambjóðendum til
forsetaembættisins er kona. Hún
stendur jafnfætis, hvað snertir
hæfileika til þessa embættis,
karlframbjóðendunum, að ýmsu
leyti framar þeim. Nú virðast
hinir ýmsu foringjar á pöllunum
ætla að bregðast konum. Nú
Höfnum meðalmennskunni
Söngdagar
í
Skálholti
HÓPUR áhugafólks um söng,
tónmenntakennarar og fleiri
efna til söngdaga í Skálholti
dagana 19. —22. þ.m. Stjórnandi
hópsins er Jónas Ingimundarson
píanóleikari.
Næstkomandi sunnudag, 22.
júní, mun hópurinn syngja við
essu í Skálholti kl. 14 og kl. 18
síðdegis sama dag flytur hópurinn
í kirkjunni það sem æft hefur
verið á söngdögunum. Áhugafólk
er velkomið til þess að hlýða á
þennan samsöng. Þetta er í annað
sinn, sem hópurinn efnir til slíkra
söngdaga í Skálholti og verður
væntanlega fram haldið, því mjög
vel þótti takast í fyrra.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Merkustu íslendingar með er-
lendum þjóðum á þessari öld hafa
verið þeir Vilhjálmur Stefánsson,
landkönnuður, og Albert Guð-
mundsson, íþróttamaður. Þá hefur
borið hátt yfir rofabörð og þúfur í
landslagi mannlífsins. Þeir hafa
átt stóran þátt í því, eins og
raunar allir afreksmenn, að valda
þeirri skoðun hjá útlendingum, að
Islendingar séu í raun mikið
fjölmennari og voldugri en þeir
eru. Þessi tvö mikilmenni, sem
hvor á sínu sviði juku við þá sæmd
að heita íslendingur, fæddust af
alþýðufólki en báru höfðingjann í
blóöinu.
Vilhjálmur Stefánsson stefndi
út í kuldann og kenndi mönnum að
lifa við aðstæður norðursins. Al-
bert Guðmundsson stefndi einnig
norður og heim eftir frækivist í
Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og
víðar. Hér hefur hann hjálpað
fólki til að lifa.
Það er hafið yfir allan efa, að
íslendingar eiga nú að kjosa
Albert Guðmundsson fyrir for-
seta. Þeir hafa aldrei áður haft
jafn kjörið tækifæri til að setja
sinn besta son og frægasta mann í
forsetastól. Við stuðningsmenn
Alberts Guðmundssonar vitum að
hann á við andbyr að búa í þessum
kosningum. Það eiga allir stórir
menn. Jafnvel Jón Sigurðsson
forseti sætti miklum andbyr hér '
heima í pólitísku starfi.
Sagan er jafnan grimm og
dregur ekkert undan. Hún er strax
farin að fjalla óþyrmilega um
andstæðinga Sveins Björnssonar,
forseta, samanber siðustu Lesbók
Morgunblaðsins. Látum ekki
henda okkur nú að fella Albert
Guðmundsson. Það yrði söguleg
hneisa.
Eggert Ólafsson sagði fyrir tvö
hundruð og þrjátíu árum: íslands
óhamingju verður allt að vopni.
Látum það ekki ásannast í kom-
andi kosningum.
Höfnum meðalmennskunni.
Kjósum Albert Guðmundsson.
Þorvarður Júlíusson
frá Söndum.
Þorvarður Júliusson
Eimskip:
F astar f erðir
til New York
VEGNA aukinna viðskipta Islend-
inga við Norður-Ameríku og þá
einkum í New York hefur Eim-
skipafélag íslands ákveðið að taka
upp fastar áætlunarferðir til New
York, en þær lögðust niður 1969
vegna óeðlilega hás kostnaðar.
Gámaflutningaskipið m.s. Berg-
lind verður fyrst í stað notað á
þessari leið, en auk þess mun það
koma við í Portsmouth í Virginíu-
fylki.
Skipið mun fara í sína fyrstu
áætlunarferð frá íslandi 20. júní
n.k., frá New York 30. júní og frá
Portsmouth 2. júlí og síðan með
um það bil 23 daga millibili frá
þessum stöðum.