Morgunblaðið - 19.06.1980, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980
Stuðningsmenn Al-
berts gefa út blað
ÚT ER komið fyrsta tölublað af
blaðinu Áfram ísland sem gefið er
út af stuðningsmónnum Alberts
Guðmundssonar vegna forseta-
kosninganna sem framundan eru.
Umsjón með blaðinu hefur Ásgeir
Hannes Eiríksson og ábyrgðar-
maður er Indriði G. Þorsteinsson.
Meðal efnis í blaðinu er grein
um framboð Alberts Guðmunds-
sonar, skýrt er frá kosningaferða-
lögum hans í máli og myndum og
fjöldi stuðningsmanna Alberts
skrifar stuttar greinar í blaðið.
Litmynd af Alberti Guðmunds-
syni og konu hans, Brynhildi
Jóhannsdóttur, prýðir forsíðu
blaðsins.
4. tölublað 29.
júní komið út
29. JÚNÍ, blað stuðningsmanna
Péturs Thorsteinssonar, fjórða
tölublað, er komið út. Á forsíðu
blaðsins er ítarlegt viðtal við
Pétur Thorsteinsson.
Ásberg Sigurðsson skrifar grein
sem ber yfirskriftina „Valið er
vandalaust". Hákon Bjarnason
skrifar greinina „Víðförull og víð-
sýnn“.
Margar fleiri greinar eru í 29.
júní, og má þar nefna grein eftir
Elfu Björk Gunnarsdóttur, Maríu
Guðmundsdóttur, Eirík Pálsson,
Zophanias Einarsson og fleiri. Þá
eru einnig i blaði stuðningsmanna
Péturs þrjár greinar eftir Arnór
Hannibalsson.
í ritnefnd 29. júní eiga sæti
Arnór Hannibalsson (ábm.), Há-
kon Bjarnason, Haraldur Blöndal,
Guðrún Egilson, Sveinn Guðjóns-
son og Hersteinn Pálsson.
(Úr fréttatilkynningu)
Guðlaugur á
mörgum fundum
Guðlaugur Þorvaldsson hélt fund í
Vestmannaeyjum sl. fimmtudag
ásamt stuðningsmönnum sínum. Var
sá fundur fjölsóttur.
Síðan voru haldnir fundir á Siglu-
firði, vinnustaðir heimsóttir og
stuttur útifundur haldinn. Þá heim-
sóttu þau Guðlaugur og Kristín
Blönduós, Skagaströnd og Sauðár-
krók. Haldinn var fundur í sam-
komuhúsinu Miklagarði í Varma-
hlíð. Fundarstjóri á þeim fundi var
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrum
menntamálaráðherra.
Á ferðalaginu var einnig komið við
í Grímsey, eyjan skoðuð og spjallað
við heimamenn.
Á Snæfellsnesi voru haldnir fund-
ir í Stykkishólmi og Ólafsvík. Hell-
issandur og Grundarfjörður voru
einnig heimsóttir.
2. tölublað „Fram-
boðs Guðlaugs44
er komið út
Guðlaugs-
skrifstofa
í Breiðholti
Út er komið 2. tölublað blaðs
stuðningsmanna Guðlaugs
Þorvaldssonar. Blaðið ber nafn-
ið „Framboð Guðlaugs Þor-
valdssonar" og er átta síður að
stærð í venjulegu dagblaðs-
brpti.
í blaðinu eru stuttar greinar
eftir stuðningsmenn Guðlaugs
m.a. Gunnar Guðbjartsson
formann stéttasambands
bænda, Þóri Daníelsson fram-
kvæmdastjóra Verkamanna-
sambandsins, Benedikt Dav-
íðsson formann Sambands
byggingarmanna og Brynjólf
Sigurðsson hagsýslustjóra
ríkisins.
Enn fremur eru í blaðinu
leiðbeiningar til kjósenda um
utankjörfundaratkvæða-
greiðslu og stuttar frásagnir úr
kosningastarfinu. Loks er þess
að geta að í blaðinu er listi yfir
trúnaðarmenn í öllum sýslum
Iandsins og kosningaskrifstofur
stuðningsmanna utan Reykja-
víkur.
STUÐNINGSMENN Guð-
laugs Þorvaldssonar í Breið-
holti hafa opnað skrifstofu að
Gerðubergi 3—5.
Skrifstofan verður opin
daglega, en auk þess verður
opið hús á mánudögum og
fimmtudögum.
Meðal þeirra, sem skipa
framkvæmdaráð í Breiðholti
eru: Sigmundur Stefánsson,
Magnús Guðmundsson, Sig-
rún Halldórsdóttir, Sveinn
Fjeldsted og Valdimar Örn-
ólfsson.
María Guðmundsdótt-
ir — Amæliskveðja
Sextug varð í gær María Guð-
mundsdóttir Hlaðbæ 14 í Árbæj-
arhverfi. Á þessum merku tíma-
mótum í lífi hennar er mér bæði
ljúft og skylt að flytja henni og
fjölskyldu hennar hugheilar
heilla- og hamingjuóskir um leið
og henni eru færðar beztu þakkir
fyrir störfin hennar öll í þágu
kirkju og safnaðar í Árbæjarsókn.
Um 10 ára skeið hef ég átt við
hana ánægjuríkt samstarf er
aldrei hefur borið minnsta skugga
á.
Eigi er það ætlunin hér að rekja
æviferil Maríu Guðmundsdóttur
en hitt skyldi síst látið liggja í
þagnargildi, hvílíkan hollvin
kirkjan á í henni. Á hinu kirkju-
lega sviði er hún fárra líki að
dugnaði, dáð og tryggðum.
Fyrir nærfellt 10 árum bar
fundum okkar Maríu fyrst saman
á heimili hennar í Hlaðbænum.
Hún var þá í sóknarnefnd og
eiginmaður hennar, Maris Guð-
mundsson múrarameistari var
formaður kirkjukórs safnaðarins,
mikill áhugamaður um málefni
kirkjunnar og drengur góður, en
hann lést í janúarbyrjun 1979.
Mér var því ákaflega mikið í mun,
að þetta fórnfúsa og kirkjurækna
fólk fengist til samstarfs við mig.
Var mér kunnugt um það, að þau
höfðu bæði starfað með fyrrver-
andi sóknarpresti, en hugsast gat,
að þau hygðust draga sig í hlé,
þegar mannaskipti yrðu. Það var
gæfa mín og ekki síður safnaðar-
ins, að svo fór ekki og María á nú
að baki óvenjulega mikið starf að
vöxtum í Árbæjarsókn. Að öllum
öðrum ólöstuðum hafa fáir lagt
meira af mörkum til safnaðar-
starfsins en hún og maður hennar,
meðan hans naut við eða verið
örlátari í kirkjunnar garð.
Fjölmargir eru þeir kirkjulegir
munirnir sem þau hafa gefið
kirkjunni svo sem Biblía, sálma-
bækur, messuklæði, númeratöflur,
svo að dæmi séu nefnd og ótaldir
þeir fjármunir, sem þau hafa lagt
fram til safnaðarheimilisbygg-
ingarinnar. Og margþætt eru störf
Maríu fyrir söfnuðinn allt frá
upphafi vega.
Frá stofnun safnaðarins hefur
hún átt sæti í sóknarnefnd og
starfað þar af lifandi áhuga. Hún
hefur verið ein aðaldriffjöðurin í
starfi kirkjukórsins en sá kór mun
vera allóvenjulegur að því leyti, að
hann hefur lagt fram verulegar
fjárupphæðir til hljóðfærakaupa
fyrir söfnuðinn, bæði til kaupa á
vönduðu pípuorgeli fyrir nokkrum
árum og einnig til kaupa á píanói
á síðastliðnum vetri.
Hún hefur sótt fundi kirkju-
kórasambanda, verið fulltrúi
safnaðarins á fundum í Bindindis-
ráði kristinna safnaða. Hún hefur
sungið með kirkjukórnum við svo
til allar guðsþjónustur og aðstoð-
að við sunnudagaskólastarf í
sókninni og sjaldan látið sig vanta
þar. Frá vígslu safnaðarheimilis-
ins fyrir rúmum tveimur árum
hefur hún skreytt altari kirkjusal-
arins fyrir messugerðir á helgum
dögum svo og við aðrar kirkju-
legar athafnir og jafnlangan tima
annast ræstingu á Safnaðarheim-
ilinu endurgjaldslaust og ætíð
verið boðin og búin að leggja fram
krafta fyrir söfnuðinn. I huga
hennar hefur það verið sjálfsagð-
ur hlutur ævinlega að bregðast
þegar við kalli kirkjunnar og ef
þetta er ekki að vera brennandi í
andanum fyrir málefni Krists, þá
eru víst ekki margir er hafa tekið
þá hvatningu postulans alvarlega,
að menn skuli ekki vera hálfvolgir
í áhuganum. Síðasta dáð Maríu á
sviði hins kirkjulega starfs er sú,
að hún og börn hennar hafa gefið
mikið fé til kaupa á kirkjuklukk-
um er komið verður fyrir í klukku-
turni Safnaðarheimilisins, sem nú
er risinn í fulla hæð.
Það sagði einhver um Maríu og
störf hennar, að hún væri eins og
heilt kvenfélag og víst er um það,
að með ólíkindum er, hversu miklu
hún hefur afkastað á sviði hins
kirkjulega starfs og er þar vafa-
laust hvati ást hennar á helgum
málefnum.
Það munar þá líka um Maríu,
hvar sem hún leggur fram lið sitt,
því að hún er dugnaðarforkur
hinn mesti, ákveðin og einbeitt og
hamhleypa að hverju sem hún
gengur.
Það hefur aldrei átt við hana að
tvístíga eða tvínóna við híutina.
Hún er hreinskiptin að eðlisfari og
óhrædd við að láta það í ljósi, ef
henni fellur eitthvað miður eða
henni finnst slælega að verki
staðið.
Hennar hjartans mál hefur ver-
ið það stærst að koma mætti upp
viðunandi kirkjulegri aðstöðu í
Árbæjarhverfi. Og vissulega hefur
hún glaðst yfir því, sem áunnist
hefur. En margt er enn ógjört í
uppbyggingarstarfinu. Ennþá er
eftir að reisa kirkjuna sjálfa Og ég
veit, að María mun leggja því
starfi 115 af sömu fórnfýsinni og
atorkunni og einkennt hefur öll
hennar störf fyrir kirkjuna fram
að þessu.
Það er lærdómsríkt að eignast
samstarfsmenn á borð við Maríu.
Kirkjan verður ekki á flæðiskeri
stödd, meðan Guð kallar verka-
menn eins og hana til starfa á akri
sínum.
Mætti söfnuður og kirkja fá að
njóta sem lengst starfskrafta
hennar og holls hugar. Lifðu heil.
Guðmundur Þorsteinsson
Albert í
Vestmanna-
eyjum
UM ÞAÐ bil 400 manns hylltu
Albert Guðmundsson forseta-
frambjóðanda og Brynhildi Jó-
hannsdóttur konu hans á fundi í
Vestmannaeyjum sl. miðvikudags-
kvöld.
Þau hjón, Albert og Brynhildur,
höfðu þá verið í tveggja daga
heimsókn í Vestmannaeyjum, til
þess að ræða við stuðningsmenn,
heimsækja vinnustaði og stofnan-
ir í Eyjum.
Á miðvikudagskvöld var síðan
haldinn fundur í samkomuhúsinu.
Fundarstjóri var Ólafur Gránz.
Eftirtaldir tóku til máls á fund-
inum: Indriði G. Þorsteinsson
rith., Kristjana Þorfinnsdóttir,
Sigurgeir Ólafsson skipstjóri,
Stefán Runólfsson forstjóri og
Brynhildur Jóhannsdóttir.
Þá tók til máls Albert Guð-
mundsson alþingismaður, svaraði
fyrirspurnum og flutti lokaorð.
Stuðnings-
menn
Guðlaugs
á ísafirði
OPNUÐ hefur verið skrifstofa
stuðningsmanna Guðlaugs Þor-
valdssonar á Isafirði. Skrifstofan
er til húsa að Hafnarstræti 2.
Forstöðumaður skrifstofunnar er
Þráinn Hallgrímsson.
Fréttatilkynning.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.