Morgunblaðið - 19.06.1980, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 19.06.1980, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA II 10100 KL. 13-14 , FRÁ MÁNUDEGI Keflavíkurflugvelli væri allt fullt af kjarnorkusprengjum, er ef til vill gætu eytt lífi stórs hluta þjóðarinnar á nokkrum mínútum. Nú heimtar þjóðin fuliar sannanir fyrir þessum fullyrðingum komm- anna, annars verða þeir berir að hræsnisfullum lygaáróðri með tæknibrögð nasista að fyrirmynd Geti kommarnir ekki komið með frambærileg rök um það, hvort hér séu kjarnavopn eða ekki, eru þeir með allt á hælunum og enginn mun öfunda þá brókar- lausa. • Marklaus heilaspuni Að síðustu get ég svona í framhjáhlaupi sagt þessum „mæta hlúnkapus" á Lindargötu 39, að allt hans þrugl, er hann beinir að mér í spurningaformi um kjarnavopn, vanmátt varnar- liðsins og úrsögn úr Nato er marklaus heilaspuni hans sjálfs og hefur þessi áróður margoft verið hrakinn áður í ræðu og riti, af fullábyrgum aðilum, sem gerst mega um þessi mál vita. Eg held að gömul þingvísa svari best þessu áróðursþrugli manns- ins á Lindargötunni: „Fákænn maður fór af staö. fáviskunnar stefndi í hlað. Hitti fyrir sér hundavað. hrinKaði skott og tók sér bað.M • Stór stund Helgi Lárusson skrifar: „Nú nálgast óðum sú hin stóra stund, er kosinn verður forseti íslands. Áríðandi samningar, sem íslendingar gera við aðrar þjóðir, öðlast ekki gildi, nema forseti íslands samþykki þá með undir- skrift sinni. Lög frá Alþingi taka heldur ekki gildi, fyrr en forsetinn hefur samþykkt þau og undirritað. Forsetinn hefur fullkominn til- lögurétt í öllum málum, sem varða heill og framgang þjóðarinnar, — til ráðherra, embættismanna, sem og allra annarra þjóðfélagsþegna. Það er raunverulega mikið vald og máttur bak við slíkar tillögur og hugmyndir hins þjóðkjörna for- seta. • Pétur reynd- ur og rökvís Forsetinn þarf því að hafa mikla þekkingu og reynslu á sviði stjórnmála, bæði innan lands og utan, ásamt leikni í margvíslegum samningagerðum milli íslands og fjölda annarra landa. Alla fram- antalda kosti hefur Pétur J. Thorsteinsson, ásamt fjölda ann- arra eiginleika, sem ævistörf hans fyrir Island sanna, sem hann hefur ævinlega unnið á svo réttan og rökvisan hátt. • Til heilla landi og lýð Þegar litið er til þessara kosninga eru yfirburðir Péturs svo augljósir og gagngerir, að fáir eða líklega engir aðrir núlifandi ís- lendingar hafa svo víðtæka reynslu og þekkingu. Þess vegna kjósum vér hann með ánægju og í fullu trausti þess, að þar með veljum vér rétt í þetta æðsta embætti þjóðarinnar, til heilla landi voru og lýð.“ • Höfundarnafn féll niður Þau mistök urðu í þriðjudags- þætti Velvakanda, að niður féll í prentvinnslu nafn höfundar pist- ilsins Sómi íslands, Bjartmars Kristjánssonar. Velvakandi biður Bjartmar afsökunar á mistökun- um. Þessir hringdu . . . • Ekki lengur i vafa Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1, hringdi og sagðist ekki velkjast í vafa um það lengur hvern hún kysi í forsetakosning- unum 29. júní eftir að hafa heyrt í frambjóðendunum í hljóðvarpinu á sunnudaginn. — Pétur bar af þeim öllum, en Albert var góður. Útvarpið hefði fyrr mátt koma með þennan þátt. Það hefði sparað 'mikla peninga og fyrirhöfn og ekki eins margir verið óákveðnir svona lengi. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Þessi staða kom upp í viðureign þeirra Fisehdiek. V-Þýzkalandi, og Litinskaju, Sovétríkjunum í áskorendaeinvígjum kvenna í sumar. Fischdiek hafði hvítt og átti leik í stöðunni. 27. Re6+! - Íxe6 28. Rxí6 - Bxf6 29. IIxí6+ - Ke7 30. De5 - Bd5 31. Hg6 - Hcf8 32. Dxd5 og svartur gafst upp. Sovézku skákk- onurnar Gaprindashvili, Alex- andrija, Litinskaja og Joseliani komust áfram í undanúrslit ásk- orendaein vígj anna. Veljum Sértilboó Gisting - Matur Félög starfshópar pantid grillveizluna tímanlega Nú bjóðum við sólarhrings gistingu fynr tvö í 2ja manna herbergi. /n/wfa//o kvöldverður, morgunverður ai hlað- borði og hádegisverður ásamt gistmgu. Allt þetta kostar aðeins M. 39.000- fyrlr tvo Grillveizla í Valhöll í kvöld Nú bjóöum viö gestum okkar aö steikja sjálfum. Þiö veljiö ykkur T-bein, mörbráö eöa rétti á teini og viö aöstoöum ykkur viö eldunina. Veizlan hefst kl. 20 og grilliö veröur opiö til kl. 23.00. Halli og Laddi veröa kokkar kvöldsins og leikin veröa lög sem allir kunna og geta sundiö meö. Komiö viö í Valhöll K Sími í gegnum 02

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.