Morgunblaðið - 09.08.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980
3
„Til bandaríska konsúlsins“
sagði flóttamaðurinn, þegar honum hafði tekizt
að smeygja sér óséðum inn í leigubílinn
„.TIL bandariska konsúlsins,"
segist rússneski flóttamaðurinn
Viktor Kovalenko hafa sagt við
bilstjórann. er honum hafði
tekizt að smeyjíja sér inn í
leÍKubil i miðborg Reykjavikur
um hádejíisbilið á fimmtudag-
inn án þess að skipsfélagar
hans, sem með honum voru,
tækju eftir því. Rússnesku sjó-
mennirnir hofðu verið í hóp
saman á gangi og hafði Koval-
enko látið sem hann drægist
aftur úr félögunum sinum
vegna áhuga sins á gluggaút-
stillingum verzlana, en i raun
beið hann færis á að flyja. Það
tækifæri kom svo, þegar hann
sá bil nálgast, sem á stóð „taxi“.
Bandarísk sendiráð
hafa ekki vald til
að veita mönnum hæli
í bandaríska sendiráðinu
dvaldi Kovalenko í um sex
klukkustundir. Hann er lítt
mæltur á enska tungu og urðu
sendiráðsstarfsmennirnir að
senda eftir rússneskumælandi
manni á Keflavíkurflugvöll.
Kovalenko bað um hæli í Banda-
ríkjunum sem pólitískur flótta-
maður. „Það er hin almenna
regla, að bandarísk sendiráð í
lýðfrjálsum löndum hafi ekki
vald til að veita mönnum póli-
tískt hæli, nema í algjörum
undantekningartilfellum, þegar
viðkomandi er í mikilli hættu og
um líf og dauða er að tefla,"
sagði Thomas Martin forstöðu-
maður Menningarstofnunar
Bandaríkjanna, sem bandaríska
sendiráðið visaði á til svara um
málið, þegar Mbl. spurði hann í
gær, hvers vegna Kovalenko
hefði farið bónleiður til búða
Bandaríkjamanna. Sagði Mart-
in, að í tilviki Kovalenkos hefði
ekki verið um líf eða dauða að
tefla og því hefði honum verið
vísað til íslenzkra stjórnvalda.
Sagðist Martin ekkert frekar
hafa um málið að segja, þar sem
það væri nú í höndum íslend-
inga.
Höfnuðu boði um
samtal í banda-
ríska sendiráðinu
Starfsmenn útlendingaeftir-
litsins fóru í bíl að bandaríska
sendiráðinu, þegar þeim hafði
verið tilkynnt um afstöðu
Bandaríkjamanna. Höfnuðu þeir
boði um að ræða við Rússann í
sendiráðinu, en biðu fyrir utan
og kom Kovalenko svo í bílinn til
þeirra og tilkynnti að hann
óskaði eftir hæli á ísiandi sem
pólitískur flóttamaður. Starfs-
menn útlendingaeftirlitsins tóku
hann þá í sína umsjá.
I gærmorgun gaf Kovalenko
skýrslu í útlendingaeftirlitinu og
lýsti hann sig þá fúsan til fundar
við skipstjóra sinn og menn frá
sovézka sendiráðinu að því til-
skyldu að Islendingar sætu þann
fund einnig. „Þessi fundur virð-
ist af skýrslu túlks útlendinga-
eftirlitsins hafa farið fram í
mestu kurteisi á báða bóga, en
Kovalenko hélt fast við þá
ákvörðun sína að leita hælis á
íslandi," sagði Baldur Möller,
ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu-
neytinu í samtali við Mbl. í
gærkvöldi. Baldur sagði, að rétt
þætti að gefa ekki upplýsingar
úr skýrslu Kovalenkos meðan
beiðni hans væri í athugun.
Fyrsta mál
sinnar tegundar
Baldur sagði, að mál af þessari
tegund hefði ekki komið upp hér
á landi áður, svo menn ræki
minni til. í dómsmálaráðuneyt-
inu er til athugunar beiðni
Prakkans Gervasoni um pólit-
ískt hæli á ísiandi, en Baldur
sagði það mál ólíkt þessu að því
leyti, að Gervasoni væri ekki í
landinu og annað væri það, að
Kovalenko segðist hafa lokið
.
. '
Þegar Mbl. kom að Kharovsk i gær var landgöngubrúin uppi og fékkst ekki sett niður né heldur
náðist samband við einhvern, sem mætti mæla við blaðamenn. LidMn. Mhl. KrMJáa.
Kharov.sk í Reykjavikurhöfn i gær. LjóHm. mu. KHstján.
sinni herþjónustu eir.s og honum
væri ætlað í Sovétríkjunum. Þá
sagði Baldur, að bandarískur
hermaður, sem hefði verið að
komast hjá herþjónustu og kom-
inn til Kanada hefði orðað beiðni
um landvistarleyfi á íslandi sem
hann væri pólitískur flóttamað-
ur. Undir það hefði ekki verið
tekið, en manninum hins vegar
veitt landvistarleyfi af mannúð-
arástæðum. Þessi maður fór til
Svíþjóðar eftir skamma dvöi hér
á landi.
Baldur sagði, að ákvörðunar-
rétturinn í máli Kovalenkos væri
algjörlega í höndum dómsmála-
ráðherra og honum skylt að taka
afstöðu til beiðni af þessu tagi.
Baldur sagði engar fastmótaðar
reglur aðrar um afgreiðsluna, en
gat þess að flóttamannasamn-
ingur Sameinuðu þjóðanna, sem
ísland er aðili að, legði okkur
skyldur á herðar í svona málum.
Rússarnir ckki
til viðtals í gær.
Mbl. reyndi ítrekað að ná tali
af þeim starfsmanni sovézka
sendiráðsins, Schvesnikov, sem
sagður var fara með þetta mál af
hálfu sendiráðsins, en án árang-
urs og lauk þeim tilraunum svo,
að Mbl. var tjáð, að vegna
helgarinnar yrðu menn ekki til
viðtals um mál þetta fyrr en á
mánudaginn. Einnig reyndi Mbl.
að ná tali af skipstjóranum á
Kharovsk en án árangurs.
„Skattaálögur hafa
aldrei verið meiri“
— segir Matthias Á. Mathiesen
„Á því er enginn vafi aö
skattaálögur á landsmenn
hafa aldrei verið meiri en í
ár,“ sagði Matthías Á Mathie-
sen, fyrrverandi fjármála-
ráðherra, þegar Morgunblað-
ið ræddi við hann vegna
útkomu skattseðla. „Sá skatt-
stigi, sem ríkisstjórn fékk
samþykktan á Alþingi i vor
mun leiða til þess að íslend-
ingar munu greiða 119 millj-
arða í beina skatta i ár, en
það er 21,1% af tekjum þeirra
á siðasta ári, sem numu 564
milljörðum.
Þetta er hæsta hlutfall, sem
nokkurn tíma hefur verið tek-
ið í beina skatta og er 3,5%
hærra en meðaltal skattbyrð-
INNLENT
innar árin 1974—1978. Eigna-
skattar sérstaklega hækka um
82% í heild, en í Reykjavík
hækka þeir um 92,5%.
Þessi viðbótar skattheimta
mun nema í ár um 25 milljörð-
um. Auk þess hafa verið lagðir
á síðan í september 1978 nýir
óbeinir skattar, sem munu
nema í ár 30 milljörðum.
Samtals er hér um að ræða 55
milljarða, sem þýðir 1 milljón
á hverja 4 manna fjölskyldu.
Ef dæmið er skoðað út frá
tekjum manna í ár, þá kemur í
ljós, að ráðstöfunartekjur
minnka, því að gert er ráð
fyrir að skattheimtan af tekj-
um greiðsluársins verði 13,9%
en var í fyrra 13,2%. Þetta
kemur til viðbótar þeirri 6%
kjararýrnun, sem Þjóðhags-
stofnun reiknar að verði á
árinu.
Allt þetta má rekja til
ákvörðunar skattstigans, sem
við Sjálfstæðismenn bentum á
þegar hann var til afgreiðslu á
Alþingi í vor, að hefði í för
með sér þyngjandi skattbyrði.
Það er nú komið í ljós,“ sagði
Matthías að lokum.
Rannsókn á virkjunaraðstöðu
Fljótsdalsvirkjunar:
Dýpsta borhola
á virkjunarstað
„RANNSÓKNIN á virkjunar-
aðstöðu Fljótsdalsvirkjunar cr i
fullum gangi og gengur vel,“
sagði Jakob Björnsson orkumála-
stjóri i samtali við Mbl. í gær, en
hann kvað niðurstöður liggja
fyrir að mestu i september.
„Ekkert óvænt hefur komið í
ljós,“ sagði Jakob, „en um þessar
mundir er verið að bora 600 metra
djúpa holu sem er dýpsta hola hér
á landi á virkjunarstað, en að auki
eru fleiri holur boraðar til þess að
ná borkjörnum til mælinga og
rannsókna á berglaginu. Með
þessu móti á að fást full vitneskja
um möguleikana, málið á að liggja
klárt fyrir svo engin ágizkun þurfi
að vera í spilinu."
HM sveina í skák:
Elvar kom-
inn í 4. sæti
ELVAR Guðmundsson hefur
sótt verulega í sig veðrið á
heimsmeistaramóti sveina i
skák, sem nú stendur yfir í Le
Havre í Frakklandi. Áð lokn-
um 9 umferðum hefur hann
hlotið 6 vinninga og er i 4. sæti.
í 8. umferð gerði Elvar jafn-
tefli við Bandaríkjapiltinn Benj-
amin í hörkuskák og í 9. umferð
vann hann Coffey frá írlandi í
30 leikjum. Efstur á mótinu er
Saloff frá Sovétríkjunum með 7
vinninga og biðskák. Mætir Elv-
ar honum næst.
Elvar er úr Garðabæ og hafa
bæjaryfirvöld þar styrkt hann
myndarlega til þátttöku í skák-
mótum.