Morgunblaðið - 09.08.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980
5
bessa dagana gengst Verksmiðjan Vífilfell sem er framleiðandi Coca Cola hér á landi. fyrir
uppákomum i hinum ýmsu verslunum. Fólki er gefinn kostur á að bragða af framleiðsluvörum
fyrirtœkisins, auk þess sem það fær afhentan happdrættismiða. Dregið verður alls fjórum sinnum og
fær vinningshafi síðan að velja það styrktarfélag eða þá góðgerðastarfsemi sem hann vill að
vinningsupphæðin kr. 50.000 renni til.
Að sðgn Kristbjargar Ólafsdóttur hjá Vífilfelli, er ætlunin að koma við í nokkrum verslunum á
næstunni. en alveg óákveðið hvar og hvenær komið er hverju sinni.
Myndina tók ljósmyndari Mbl. í Glæsibæ i gær þegar starfsfólk Vífilfells bauð vegfarendum að
drekka Coke. Ljósm. Mbl. Kristján.
Fjórðungsmót hestamanna að IÖavöllum:
Neisti frá Vopna-
!»•?*• • V •
íirði sigraði
i hestasvigi
Egil88töðum 8. ágúst.
í MORGUN skartaði Fljótsdals-
hérað sinu fegursta með sólskini.
stillum og hita. Dagskrá mótsins
byrjaði einni klukkustund á eftir
áætlun. sem verður að teljast
óliðandi á stórmóti eins og f jórð-
ungsmóti. Stafaði töfin að
nokkru vegna rangrar járnunar
á þátttökuhestum og var knöpum
gefið færi á að bæta þar úr áður
en hrossin voru tekin til dóms.
Dagskráin byrjaði með spjalda-
dómum á gæðingum í B-flokki, eða
klárhestum með tölti, en eftir
hádegið voru A-flokkur gæðinga,
eða alhliða gæðinga, dæmdir.
Efstir í spjaldadómum gæðinga í
B-flokki voru Máni frá Egils-
stöðum eigandi Gauti Vilbergsson
Egilsstöðum, en knapi var Hrafn
Vilbergsson. Annar var Náttfari
frá Fornustekkum, knapi og eig-
andi Guðmundur Jónsson, Horna-
firði. í spjaldadómum á A-flokki
gæðinga varð fyrstur Skúmur frá
Stóru-Lág, knapi og eigandi var
Sigfinnur Pálsson Nesjahreppi.
Næstir og jafnir voru Austri,
eigandi og knapi var Hrafn Vil-
bergsson, Egilsstöðum, og Sprett-
ur, knapi og eigandi Ingimar
Sveinsson, Egilsstöðum. I hesta-
svigi sem er ný hestaíþrótt, sigr-
aði Neisti, knapi og eigandi var
Gunnar Ingólfsson, Vopnafirði.
—Bjarni Artúrsson.
Messur umsækjenda
um Seljasókn
„Steingrímur er að
harma eigin mistök“
— segir Kjartan Jóhannsson
fyrrum sjávarútvegsráðherra
„MÉR FINNST það gleðilegt, að
Steingrímur Hermannsson skuli
nú þessa stundina vera þeirrar
skoðunar, að rétt sé að miða við
350 þúsund lesta ársafla af þorski,
þvi stundum hefur mátt skilja
ráðherrann á allt annan veg,“
sagði Kjartan Jóhannsson alþing-
ismaður og fyrrverandi sjávarút-
vegsráðherra í samtali við Morg-
unblaðið i gær.
„Á hinn bóginn sýnist mér, að
ráðherrann geti ekki verið að
harma annað en eigin frammistöðu
þegar hann kveðst harma að því
marki verði ekki náð,“ sagði Kjart-
an ennfremur. „Málið er nefnilega
það, að við upphaf þessa árs, var í
minni ráðherratíð, tekið upp það
nýmæli að kynna rammaða þorsk-
veiðistefnu fyrir árið í heild, sem
miðaðist við að þorskveiðin yrði
svipuð og að undanförnu. í því
sambandi var að sjálfsögðu fyrst
og fremst höfð hliðsjón af afla-
brögðum á síðasta ári. Um þennan
ramma náðist góð samstaða, en í
Frjálshyggju-
menn hefja út-
gáfu tímarits
Á næstunni hyggst Félag frjáls-
hyggjumanna hefja útgáfu tíma-
rits, sem koma á út þrisvar á ári.
Ritstjóri timaritsins verður
Hannes H. Gissurarson sagnfræð-
ingur. en ráðgjafi (advisory edi-
tor) Friedrich A. Hayek, nóbels-
/erðlaunahafi i hagfræði og
kunnasti frjálshyggjuhugsuður
lútímans.
I viðtali við Morgunblaðið sagði
i'riðrik Friðriksson, formaður Fé-
ags frjálshyggjumanna, að tíma-
•itið myndi fylgja stefnu fulls
áhyggjur af því að þær yrðu of
harðar, eins og ég gekk frá þeim,“
sagði Kjartan að lokum.
PRESTKOSNINGAR fara fram í
Seljasókn i Reykjavik þann 31.
þessa mánaðar, eins og áður
hefur komið fram i fréttum
Morgunblaðsins. Næstu tvo
sunnudaga munu umsækjendurn-
ir, þeir séra Úlfar Guðmundsson
og séra Valgeir Ástráðsson,
messa i Bústaðakirkju. Báðar
guðsþjónusturnar verða klukkan
11 árdegis.
Sunnudaginn 10. ágúst messar
séra Valgeir Ástráðsson, og séra
Úlfar Guðmundsson messar þann
17. ágúst. Báðar messurnar verða í
Bústaðakirkju, sem fyrr segir, og
verður þeim útvarpað á miðbylgju,
1412 KHZ 210 metrum.
Á kjörskrá í Seljasókn eru um
2540 manns, en alls búa um 10
þúsund manns í sókninni. Kjör-
skrá liggur frammi í öldusels-
skóla, og þar getur fólk fengið
upplýsingar um hvort það er á
kjörskrá eða ekki.
honum voru meðal annars sett
ákveðin viðmiðunarmörk fyrir báta
annars vegar og togara hins vegar,
þannig að hert yrði aðhaldið á
seinna tímabilinu, ef farið yrði
fram úr áætlun á fyrri hluta
tímabils. Þessi aðferð var einnig
nýmæli, en hingað til hafa aðgerðir
Steingríms fyrst og fremst verið í
því fólgnar að slaka á þessum
ramma. Hann hefur til dæmis
fækkað banndögum hjá togurum,
og lengt netavertíð, einkum fyrir
norðan og austan. Ef ráðherrann
hefði haldið sig við hinn uppruna-
lega samkomulagsramma, þá hefði
þorskaflinn orðið nálægt því að
verða svipaður og í fyrra.
Steingrímur er því að harma
eigin mistök, en hefðu honum þótt
ráðstafanirnar of slakar, þá hefur
hann nú haft fimm mánuði til að
herða á þeim. Það hefði honum
verið í lófa lagið. En það er raunar
nýtt fyrir mér, að hann telji
ráðstafanirnar ekki nógu strangar,
því við upphaf ársins hafði hann
Til íbúa
Selja- og Skógahverfa
(Seljasóknar)
atvinnufrelsis, öflugra landvarna,
stórvirkjana og stóriðju, lýðræðis-
legra verkalýðsfélaga og andófs-
manna í áustri. Friðrik sagði að í
tímaritinu myndu birtast fyrir-
lestrar á málþingum félagsins,
einstakar greinar, svipmyndir af
samtíðarmönnum, fréttir úr hug-
myndabaráttunni og innlendar og
útlendar ritfregnir.
Aðspurður sagði Friðrik að
tímaritið yrði í venjulegu bókar-
broti og væri fyrsta heftið vænt-
anlegt í september.
Prestkosningar fara fram í sókninni sunnudaginn 31.
ágúst.
Sr. Valgeir Ástráösson er annar umsækjenda.
Skrifstofa stuöningsmanna Sr. Valgeirs Ástráössonar er
aö Seljabraut 52—54. (Fyrir ofan Kjöt og fisk).
Opið kl. 5—10 e.h. alla daga vikunnar.
Símar 74311 og 77353.
Upplýsingar um kjörskrá og fleira.
Sunnudaginn 10. ágúst kl. 11 messar Sr. Valgeir
Ástráösson í Bústaöakirkju.
(Útvarpað á bylgjulengd 1412 kHz m 212)
Ibúðar Selja- og Skógahverfa, fjölmennum í guðsþjón-
ustuna.
Stuðningsmenn.
Muniö
Skrifstofan Seljabraut 52-
símar: 74311 og 77353
-54