Morgunblaðið - 09.08.1980, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980
BB— NMMMMMNNMMMMMMMI
Á FERÐ UM EYJAFJÖRÐ — Texti: Hjörtur Gíslason Ljósmyndir: Kristinn Ólafsson
I Hrísey á Eyjafirði búa 300
manns, sem aðaliega vinna við
sjávarútveginn og þar hefur yfir-
leitt verið næg vinna og þokkaleg
velmegun. Auk fiskvinnslunnar
er i Hrísey eitt trésmíðaverk-
stæði, útibú Kaupfélags Eyfirð-
inga og Sóttvarnastöð rikisins,
sem vinnur að ræktun Galloway
nautastofns til sæðistöku. Félags-
lif stendur með blóma og fólki
lýður mjög vel fjarri ys og þys
stærri bæjanna og hefur ekki
mikið til þeirra að sækja.
Blaðamenn Mbl. stöldruðu við
þar eina dagstund og ræddu við
heimafólk.
„Næg atvinna,
en anzi einhæf“
Atvinna hefur verið næg hér, en
anzi einhæf, aðeins sjósókn og
fiskvinnsla", sagði Björgvin Páls-
son oddviti í Hrísey er blaðamað-
ur ræddi við hann. „Kaupfélag
Eyfirðinga er hér með frystihús
og fiskvinnslu, sem fær hráefni af
skuttogaranum Snæfelli og
smærri bátum og þar hefur verið
nokkuð um aðkomufólk, bæði ástr-
alskar stúlkur og innlent fólk.
KEA er einnig með verzlun hér, en
eina hliðaratvinnugreinin hefur
verið trésmiðaverkstæði þar sem
sex til tíu manns hafa unnið.
Sóttvarnastöð ríkisins, sem hér er,
er algjörlega á vegum landbúnað-
arráðuneytisins, þó að þar vinni
tveir heimamenn.
Húsnæðisskortur
hamlar
fólksfjölgun
Það er talsvert viðamikið starf
að vera oddviti hér í Hrísey, ég
þarf að sjá um öll fjármál hrepps-
ins, hitaveituna, rekstur ferju-
bátsins, hafnarinnar og grunn-
skólans, auk þess sem að á döfinni
er bygging íþróttahúss og félags-
heimilis og mjög brýnt er að ljúka
hafnargerðinni á næsta ári, en
hafnargarðinum er enn ólokið,
einnig er fyrirhugað að koma upp
sorpbrennsluofni. Við vorum einn-
ig í töluverðum hitaveitufram-
kvæmdum á síðasta ári og fram á
þetta og þá var borað eftir viðbót-
arvatni og mun kosta sextíu til
sjötíu milljónir, sem er mjög
mikið fyrir lítið sveitarfélag.
Við erum svona nokkuð vel
settir, það gerbreytti samgöngun-
um hjá okkur, er við fengum nýju
ferjuna seint í fyrra. Hér eru 296 á
íbúaskrá og hefur fólksfjöldinn
staðið nokkuð í stað undanfarin
ár, þó nokkur hreyfing hafi verið á
fólki. Húsnæðisskorturinn hefur
tvímælalaust hamlað fólksfjölg-
uninni verulega.
Félagslífið er
nokkuð gott
Þegar Sóttvarnastöð ríkisins
var sett upp þurftu fjáreigendur
hér í Hrísey að losa sig við féð og
það gekk nokkuð áfallalaust fyrir
sig. Það voru aðeins fimm til sjö
eldri einstaklingar, sem áttu fé,
sem gekk alveg laust á eyjunni
mörgum þorpsbúum til ama. Nú
hafa húseigendur tekið til við
meiri garðrækt og fegrun um-
hverfisins, sem varla var hægt
áður vegna ágangs kindanna.
Félagslíf hér er nokkuð gott, hér
er leikfélagið Krafla, sem bæði
gengst fyrir leiksýningum og
fleiru og ungmennafélagið Narfi,
sem er með ýmiss konar íþrótta-
starfsemi. Auk þess er hér bæði
Lionsklúbbur og kvenfélag, sem
starfa talsvert að skemmtunum og
félagsmálum.
Mér þykir gott að búa í Hrísey,
við erum laus við ys og þys stærri
bæjanna og allir hafa það gott“.
„Fyrstu gripirnir komu hér í
sóttvarnastöðina 1975 og byrjað
var að sæða um haustið árið eftir.
Þetta voru tuttugu kýr, helmingur
þeirra alíslenzkur og hinn helm-
wmmmmmmmmmmmmmm
Hriseyjarhöfn
ingurinn skozk blanda frá Gunn-
arsholti. Þær voru svo sæddar
með innfluttu, djúpfrystu Gallo-
way sæði frá Skotlandi", sagði
Guðjón Björnsson bústjóri Sótt-
varnastöðvar ríkisins í Hrísey, er
blaðamaður ræddi við hann.
Nú er kominn
þriðji ættliðurinn
„Nú er kominn þriðji ættliður
og blöndunin gæti verið orðin allt
6/8 Galloway. Þetta er skozkt
holdanautakyn og ætlunin með
þessu, er að bæta nautakjöts-
framleiðslu landsmanna og auka
fjölbreytnina. Nú eru í stöðinni 41
gripur, 11 naut, 20 kýr og 10
kálfar. Við höfum þegar slátrað
nokkrum gripum, betri nautin
hafa verið valin úr til sæðistöku,
en hana annast Þorsteinn Ólafs-
son. Hinum nautunum hefur svo
verið slátrað og njóta Hríseyingar
góðs af því vegna þess að ekki má
flytja kjötið í land, ætlunin er, að
aðeins verði flutt sæði í land til
verðandi kjötframleiðenda, en
ekkert kjöt.
Megin áherzlan í framtíðinni
verður lögð á að hreinrækta stofn-
inn og síðan að kynbæta hann,
hvað þá verður veit ég ekki, það
verður bara að koma í ljós, þegar
þar að kemur.
Hrísey er mjög
heppilegur staður
fyrir sóttvarna-
stöð
Ég er Skaftfellingur, en kann
mjög vel við mig hér og finn ekki
fyrir einangrun, hér er veðursæld
og aldrei nein illviðri, þó hafáttin
geti verið köld og næðingssöm.
Kýrnar eru eitthvað úti alla
daga ársins, en nautin eru alltaf
inni, vegna þess að beitiland er of
lítið. Þegar byrjað var á þessu var
sauðfjárrækt hér í eynni bönnuð
og fé þá selt eða lógað. Þá fóru tún
í órækt, en nú höfum við nytjað
þau og ræktað upp. Þetta verður
að teljast mjög heppilegur staður
fyrir sóttvarnastöð, því smithætta
er nær engin, öruggt er að gripirn-
ir komast ekki burt, þeir geta ekki
einu sinni „talað saman" yfir
girðinguna. Þá er mun minni
hætta á átroðningi hér, en ef
stöðin væri einhvers staðar uppi á
landi.
Alltaf nóg
að gera
Þó að ekki sé mjólkað er ýmis-
legt, sem kemur þar uppá móti, við
vigtum og mælum mánaðarlega,
sjáum um slátrunina og viðhald
og viðgerðir falla að mestu leyti í
okkar umsjá, svo fremi sem við
erum færir um. Hreinlæti er
einnig eins mikið og mögulegt er,
þó þetta sé ekki til sýnis og er við
það talsverð vinna. Við heyjum
líka allt sjálfir auk annarrar
venjulegrar hirðingar. Svæðið,
sem skepnurnar eru á, er um 16
hektarar og var upphaflega lyng-
móar, en hefur nú verið ræktað
upp.
Kýrnar hugsa vel um kálfana
sína og geta átt það til að ráðast á
menn, en tarfarnir eru mestu
gæðablóð, enda líka eins gott, því
þeir geta orðið um 800 kíló. Við
erum nú farnir að selja sæði, en ég
veit ekki til þess að kálfur,
ættaður frá okkur, hafi enn
fæðst.”
„Mikil vinna
og gengur vel“
„Þetta hefur gengið þokkalega í
sumar, við höfum aðallega hengt
fiskinn upp eða verkað í salt, en
lítið fryst fyrr en rétt nú upp á
síðkastið,“ sagði Valdimar Gunn-
arsson, sem nú leysir af sem
frystihússtjóri í frystihúsi KEA í
Hrísey. „Það eru Snæfellið, skut-
togari Kaupfélags Eyfirðinga, 30
tonna dragnótarbátur, Örn og
fjöldinn allur af triílum, sem
leggja upp hjá okkur. Hér eru 70
til 80 manns í vinnu og það hefur
verið misjafnt að gera hjá okkur,
en í síðustu viku unnum við frá
hálf sex á morgnana til sjö á
kvöldin, það var ekki um annað að
ræða, fiskurinn lá undir skemmd-
um.
í haust var byrjað á að salta
þorskflök, sem seld hafa verið til
Italíu og hefur það gefið góða
raun. Þetta hús var rekið með
miklum gróða í fyrra og útkoman
hefur verið sæmileg í sumar,
vegna þess hve mikið hefur verið
unnið í skreið og salt.“
í fyrra haust fengu Hríseyingar
langþráða og glæsilega ferju til að
annast samgöngur milli lands og
eyjar, en áður notuðust þeir við
rúmlega sjö tonna trillu og fylgdu
því ýmis vandkvæði. Við Morgun-
blaðsmenn gripum tækifærið er
við fórum milli lands og eyjar og
röbbuðum við þá Gunnar Jó-
hannsson og Alfreð Konráðsson,
sem stjórna ferjunni:
„Höfum mest flutt
480 manns hér
á milli á
einum degi“
Hríseyjarhreppur er eigandi
þessarar ferju, sem við fengum í
nóvember í fyrra, og kostaði um
200 milljónir. í ferjunni er 365
hestafla vél og er með hliðar-
skrúfu, sem er mikill munur.
Neðan þilja eru sæti fyrir 32
farþega og vörurými er allt að 12
tonnum eftir vörutegundum.
Einnig er hægt að flytja einn
lítinn bíl í hverri ferð.
Það eru þrjár til fjórar ferðir
fastar á milli' Árskógssands og
Hríseyjar á dag, en einnig
önnumst við vöruflutninga og
annað tilheyrandi til Dalvíkur.
Mest höfum við flutt 480 manns
hér á milli á einum degi svo oft er
mikið að gera, sérstaklega um
helgar og það kemur fyrir að
sólarhringurinn nær saman hjá
okkur. í miðri viku er venjulega
minna og rólegra.
Okkur líkar vel við bátinn, þó
ýmislegt hafi komið í ljós, sem
betur mætti fara. Það er tilbreyt-
ing í þessu til að byrja með, en
hún fer af og þá verður þetta
leiðigjarnara," sögðu þeir félagar
að lokum.
<________________