Morgunblaðið - 09.08.1980, Side 20

Morgunblaðið - 09.08.1980, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁQ0ST 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakið. Skattarnir og Alþingi Mörkin milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins voru ekki síst dregin til þess, að kjörnir fulltrúar fólksins gætu veitt framkvæmdavaldinu aðhald og spornað gegn óhóflegri skattheimtu. í réttaryfirlýsingunni, sem gefin var í frönsku stjórnarbyltingunni 1789, er hátíðlega fram tekið, að borgararnir eigi rétt til þess, annað hvort sjálfir eða með kjörnum fulltrúum, að ákveða hverjir skattar væru nauðsyn- legir, og þeir hafi einnig rétt til þess að fylgjast með notkun skattanna, að ákvarða hæð þeirra, innheimtu og hversu lengi skattlagningarheimild skuli gilda. Sú stjórnskipun sem við Islendingar búum við sækir að verulegu leyti fyrirmynd sína til þeirra hugmynda, sem fram komu í frönsku stjórnarbylt- ingunni. Margt hefur 'breyst síðan þessi hátíðlega yfirlýsing um skattamálin var gefin. Eftir því sem vegur löggjafans hefur vaxið, frá því hann barðist af öllu afli gegn einhliða skattlagningarvaldi konunga, hafa stjórnmálamennirnir hneigst til þess að líta á það sem hlutverk sitt að eyða peningum almennings í stað þess að vernda fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinganna. Skilin milli framkvæmdavaldsins og löggjafans hafa einnig orðið ógreinilegri. í stað þess að veita framkvæmdavaldinu aðhald eru þingmenn orðnir talsmenn aukinnar opinberrar eyðslu, sem auðvitað krefst þyngri skatta. Þess vegna er alltof sjaldgæft og heyrir raunar til undantekninga víða um lönd, að þeir taki upp málstað skattgreiðenda, þegar álögur á þá eru samþykktar eða kynntar. Auk þess eru þingmenn orðnir alltof eftirgefanlegir framkvæmdavaldinu og hér á landi virðist sjálfstæði þeirra felast í því einu að neita fulltrúum þess að skoða bókhald þingsins! Þetta er alvarleg þróun. Hún á ekki síst rætur að rekja til alltof mikiila áhrifa þeirra stjórnmálaflokka, sem kenna sig við sósíalisma og félagshyggju. Ætlunarverk slíkra flokka í stjórnmálum er að ná sem mestu fé úr vasa borgaranna til að láta það renna í gegnum ríkishítina og síðan helst í einhver gæluverkefni stjórnmálamannanna. Slík ofstjórn leiðir að lokum til þess, að menn missa allan vilja til að afla sér tekna eða taka áhættu í von um fjárhagslegan ávinning, því að hið opinbera verðlaunar menn með því einu að þyngja á þeim skattbyrðina. Hér á landi eru það Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur, sem hafa haldið dauðataki í þá trúarsetningu, að fyrst verði ríkið (eða SÍS) að hafa sitt á þurru og síðan megi huga að framtaki og fjárhagsafkomu einstaklinganna. Ein af afleiðingum aukinnar ríkisíhlutunar hefur verið, að í kosningum ganga stjórnmálamenn til atkvæðaveiða með því hugarfari, að loforð um aukið fjárstreymi úr ríkissjóði til einstakra stétta eða landshluta séu besta beitan. Þurfa menn ekki að fylgjast náið með málflutningi íslenskra stjórnmála- manna til að greina þessa tilhneigingu. Eðlilegt er, að þessi iðja setji einnig svip sinn á stefnu og störf þeirra stjórnmálaflokka, sem vilja setja einstaklinginn í öndvegi. Er Sjálfstæðisflokkurinn þessu marki brenndur. Hinu er þó vert að halda á loft, að til dæmis í síðustu kosningabaráttu hafði Sjálfstæðisflokkurinn á stefnuskrá sinni að létta af skattborg- urunum öllum þeim álögum, sem vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar hafði fundið upp á þrettán mánaða ferli sínum, en þær námu 25 til 30 milljörðum í krónum talið. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hefur nú enn aukið skattaálögur um svipaða upphæð og þykir kommúnistunum, sem þar sitja, síður en svo nóg að gert. Víða um lönd hafa risið upp hreyfingar utan stjórnmála- flokkanna, sem berjast fyrir niðurskurði skatta og aðhaldi í opinberum útgjöldum. Tilvist slíkra hreyfinga sýnir, að það er ekki aðeins á Islandi, sem stjórnmálamenn og stjórnmála- flokkar hafa orðið opinberum fjáraustri að bráð og ruglast í grundvallarhugmyndinni um aðhaldsskyldu löggjafarvaldsins til verndar borgurunum. Fram hafa komið hugmyndir hér á landi um að nauðsynlegt kunni að vera að stofna slíka aðhaldshreyfingu til andófs gegn of þungum sköttum. Sjálfstæði löggjafarvaldsins felst í því að það setji fram- kvæmdavaldinu hóflegan fjárhagslegan ramma og sjái til þess að innan hans sé starfað. Verði löggjafinn eyðsluglaðari en fjárhagsleg geta borgaranna, kjósénda, leyfir, er nauðsynlegt að veita honum aðhald. Er svo komið hér á landi, að Alþingi hafi brugðist þessari frumskyldu sinni? Formenn búnaðarsambam SEM kunnugt er samþykkti almennur bændafundur Búnaðarsamb hans er hörmuð og gagnrýnd. Morgunblaðið leitaði álits f í sumar. Fara samtöl við þá hér á eftir. „B^ndur eru farnir að taka tillit til kvótakerfis“ • „Ég hef lengi verið fylgjandi því að setja á fóðurbætisskatt og taldi réttast að byrja á að skatt- leggja fóðurbætinn áður en farið væri að skella kvótakerfinu á. Kvótakerfið verður hins vegar að koma og það er þegar farið að hafa áhrif í þá veru að bændur eru farnir að taka tillit- til þess í framleiðslu sinni," sagði Bjarni Guðráðsson, bóndi í Nesi og for- maður Búnaðarsambands Borgar- fjarðar. „Offramleiðsluna í mjólkinni hefur að verulegu leyti mátt rekja til gífurlegrar fóðurbætisnotkun- ar. Margir bændur hafa hreinlega stólað óeðlilega mikið á kjarnfóð- urinnflutninginn og því ekki lagt mikla áherslu á að ná góðum og vel verkuðum heyjum. Eg tel því að álagning kjarnfóðurskattsins hafi verið nauðsynleg. Fyrstu mánuði ársins var ekki um samdrátt að ræða í mjólkur- framleiðslunni hér í Borgarfirði heldur nokkra aukningu. Frá því sjónarmiði var einnig eðlilegt að setja fóðurbætisskattinn á. Það er áríðandi að mjólkurframleiðsl- unni sé jafnað yfir árið og á næstunni kemur einmitt til greina að ákveða framhald skattlagn- ingarinnar eða endurgreiðslur á honum til að forða því að til óþæginda komi í haust og vetur vegna mjólkurskorts, sagði Bjarni. „Bændur ráða því sjálfír hvort þeir kaupa fóðurbæti og borga skatt46 • „Óánægja Eyfirðinga með fóð- urbætisskattinn kemur mér ekki á óvart og þeir hafa verið mjög áfram um að koma kvótakerfinu á. Kvótakerfið var líka sniðið mjög eftir þeirra óskum. Sjálfur hef ég verið hlyntur fóðurbætisskatti en er ekki á þessari stundu tilbúinn til að kveða upp úr um þær aðgerðir, sem þegar hefur verið gripið til í þessu efni. Það verður væntanlega aðalmál Stéttarsam- bandsfundarins á Kirkjubæjar- klaustri að fjalla um þessi mál,“ sagði Sigurður Þórólfsson, bóndi í Innra-Fagradal og formaður Bún- aðarsambands Dalamanna. „Vegna orða Eyfirðinganna um að bændur geti ekki staðið undir greiðslu á þessum fóðurbætis- skatti, verða menn að hafa í huga að skatturinn ræðst af því hvað menn nota mikinn fóðurbæti og menn ráða því sjálfir hvort þeir kaupa fóðurbæti og borga þá skattinn eða nota annað fóður. Við megum heldur ekki gleyma því að í þeim lögum, sem samþykkt voru í fyrra um stjórnunaraðgerðir í framleiðslumálum landbúnaðar- ins var alltaf gert ráð fyrir fóðurbætisskatti. Það er að vísu rétt að fóðurbætisskatturinn, sem settur var á með bráðabirgðalög- unum er mun hærri og í öðru formi heldur en fyrri lög gerðu ráð fyrir. Það þurfti því ekki að koma mönnum á óvart að gripið yrði til þessa stjórntækis," sagði Sigurð- ur. „Fóðurbætis- skatturinn dregur úr þörfinni fyrir kvótakerfið66 • „Ég er ekki sammála Eyfirðing- um í afstöðunni til fóðurbætis- skattsins. Ég álít að eins og á stóð hafi álagning fóðurbætisskattsins verið eðlileg. Ekki síst kemur þar til að veðrátta í sumar hefur verið mjög góð og engin ástæða fyrir bændur að gefa fóðurbæti yfir sumarmánuðina. Ég álít að stjórn- unaraðgerðir í framleiðslumálum landbúnaðarins séu nauðsynlegar, en hins vegar verður aldrei fundin nein lausn, sem er algild og leysir allan vanda í einu,“ sagði Sigurður Líndal, bóndi á Lækjarmóti og formaður Búnaðarsambands Vestur-Húnavatns3ýslu. „Ég álit að kvótakerfið og fóður- bætisskatturinn séu mjög virkar aðgerðir eins og þegar hefur sýnt sig. Ég vænti þess að þetta sé aðeins tímabundið ástand og gagnvart fóðurbætisskattinum lít ég svo á að hann verði annað hvort lækkaður eða endurgreiddur til að forða skorti á ýmsum tegundum búvara yfir vetrarmánuðina. Framhaldið er enn óráðið og það verður verkefni'Stéttarsambands fundarins í haust að ákveða það. Það er ljóst að fóðurbætisskatt- urinn dregur úr þörfinni fyrir kvótakerfið og við ákvarðanir um framhaldið verður að taka tillit til þess,“ sagði Sigurður að lokum. „Bændur ætluðu almennt ekki að draga úr mjólk- urframleiðslu í sumar64 • „Ég tel að kjarnfóðurskattur- inn sé nauðsynlegur til að draga úr mjólkurframleiðslunni í sumar og sem rökstuðning við það vil ég benda á að fyrstu 6 mánuði ársins minnkaði mjólkurframleiðslan hjá samlögunum hér á Norður- landi um 5 til 10% miðað við sömu mánuði í fyrra, en á Suðurlandi jókst mjólkurframleiðslan þessa mánuði um 1 til 3%. Þetta tel ég að hafi verið eðlilegt miðað við árferði 1979 og ásetning. Áhrif kjarnfóðurskattsins, sem var sett- ur á 24. júní sl. komu fram í 10 til 14% samdrætti í mjólkurinnleggi í júlímánuði. Þessi munur á sam- drættinum fyrstu 6 mánuðina annars vegar og í júlímánuði eftir að kjarnfóðurskatturinn var sett- ur á, bendir til þess að bændur hafi almennt ekki ætlað sér að draga úr mjólkurframleiðslunni í sumar," sagði Jóhannes Torfason, bóndi á Torfalæk og formaður Búnaðarsambands Austur- Húnavatnssýslu. „í framhaldi af þessum aðgerð- um tel ég að fljótlega ættu að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.