Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 4 Hópferðabílar 8—50 farþega Kjartan Ingimarsson sími 86155, 32716. FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Verðlauna- garðar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn, 1. scpt. HER var nú í fyrsta sinn veitt viðurkenning fyrir fallega skrúðgarða svo og vel hirtar lóðir. Garðana dæmdu þeir Grétar Unn- steinsson skólastjóri Garð- yrkjuskólans í Ilvera- gerði, Óii Valur Ilansson garðyrkjuráðunautur Búnaðarfélags íslands og Holger Ilansen garðyrkju- maður. Eftirtalið fólk hlaut viðurkenn- ingarskjal fyrir garða sína og lóðir, umsögn þeirra er dæmdu fer hér orðrétt á eftir: Flokkur 1. eldri garðar. 1. sæti: Reykjabraut 17, eigendur Bárður Brynjólfsson og Rósa Magnúsdótt- ir. Mjög snyrtilegur og vel hirtur garður. 2. Garður að Reykjabraut 19, eigendur Sverrir Sigurjónsson og Alfhildur Steinbjörnsdóttir, skemmtilega skipulagður garður og gróskumikill trjágróður. 3. Garður að Oddabraut 21, eig. Hjörleifur Gíslason og Ágústa Túbals, snotur og vel hirtur garð- ur með fjölbreyttum gróðri. 2. flokkur, yngri garðar í nýlegu hverfi: 1. Kléberg 11, eig. Ásgrím- ur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, einstaklega skemmtilega skipulagður garður og mjög góðri umhirðu. 2. Hauka- berg 2, eigendur Pétur Friðriksson og Guðlaug Guðnadóttir, mjög snyrtileg lóð. 3. Haukaberg 9, eigendur Brynjólfur Magnússon og Ingibjörg Hjörleifsdóttir, snyrtileg lóð. Fleiri garðar eru athyglisverðir og við Heinaberg eru mjög margir álitlegir garðar. Viðurkenning þessi var veitt að tilhlutan heil- brigðis- og umhverfisnefndar Ölfushrepps og hana skipa: Krist- ín Þórarinsdóttir hjúkrunarkona í Þorlákshöfn, formaður, Edda Rík- harðsdóttir heilbrigðisfulltrúi í Þorlákshöfn, Guðni Karlsson Þorlákshöfn, Sigurður Þorleifsson Þorlákshöfn, Elínborg Óladóttir, Amarbæli, Ölfusi og Sigurgeir Jóhannsson, Núpum, Olfusi. Ragnheiður Kristín H. Tryggvadóttir Tryggvi Þór Aðalsteinsson Félagsmál og vinna kl. 19.35: Hvað gerist ef BSRB-samn- ingurinn verð- ur felldur? Á dagskrá hljóðvarps í kvöld kl. 19.35 er þátturinn Félagsmál og vinna í umsjá Kristínar H. Tryggva- dóttur og Tryggva Þórs Aðalsteinssonar. — Við gerum grein fyrir því hvert framhaldið verður ef BSRB samningurinn verður felldur í allsherjaratkvæðagreiðslu bandalagsins, og eins hvað gerist ef hann verður samþykktur. Þá svörum við fyrirspurnum, m.a. frá menntaskólakennara, um rétt hans til að hætta störfum skv. starfsaldursreglum, en halda áfram stundakennslu við sinn gamla skóla; og fyrirspurn frá sjúkraliðum viðvíkjandi mismunandi kjörum sjúkraliða hjá ríki og Reykjavíkurborg. Loks tökum við tali nýkjörinn formann Félags bókagerð- armanna, Magnús Einar Sigurðsson, en þetta er nýstofnað félag, þar sem Hið íslenska prentarafélag, Grafiska sveinafélagið og Bókbindarafélag íslands hafa sameinast. Og í þættinum fáum við að heyra í bandaríska verkalýðssöngvaranum Joe Glacer, sem var hér á ferð fyrir nokkrum árum. Sjónvarp kl. 22.00: Hvað er fram- undan í flug- málum okkar Á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 22.00 er umræðuþáttur undir stjórn Helga E. Helgasonar fréttamanns. Fjallað verður um hvað sé framund- an í flugmálum og flugsamgöngum Islendinga og breytt viðhorf á þessu sviði í framhaldi af samdrætti í flugrekstri Flugleiða, t.d. að því er varðar ferðamálaiðnað í landinu. Þátttakendur í þessum umræðum, auk stjórnandans, verða Stein- grímur Hermannsson samgönguráðherra, Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, Leifur Magnússon, fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða, og Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkis- ins. Helfö E. Stelngrlniur Karl Steinar Lelfur Kjurtan Hljóðvarp kl. 10.25: Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.25 er þátturinn „Man ég það, sem löngu leið“, í umsjá Ragnheiðar Viggósdóttur. Tryggvi Emilsson rithöfundur les frásögu úr ritgerðasam- keppni, sem ríkisútvarpið gekkst fyrir árið 1964 og nefndist: Þegar ég var 17 ára. Kallar Tryggvi frásögn sína: „Eyðibýlið var enn í byggð“, og fékk hann aukaverðlaun fyrir hana. í frásögu sinni fjallar Tryggvi um síðustu daga sína á Gili í Öxnadal, áður en hann flyst til Skagafjarðar í vinnu- mennsku, 17 ára gamall. Tryggvi Emilsson Ennfremur les Ragnheiður úr bók Tryggva Emilssonar, „Baráttunni um brauðið". Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDKGUR 2. september. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Kolur og Kolskeggur“ eftir Barböru Sleigh. Ragnar Þorsteinsson þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (16). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 „Man ég það, sem löngu leið“. Ragnheiður Viggós- dóttir sér um þáttinn. Tryggvi Emilsson rithöfund- ur lcs frásögu úr ritgerðar- samkeppni 1964: „Eyðibýlið var enn í byggð“. Ennfremur lesið úr bók hans „Barátt- unni um brauðið“. 11.00 Sjávarútvegur og sigling- ar. Umsjónarmaður: Guð- mundur Hallvarðsson. 11.15 Morguntónleikar. Judith Blegen og Frederica von Stade syngja tvísöngva eftir Johannes Brahms. Charles Wadsworth leikur með á píanó/ Juilliard-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 1 i e-moll eftir Bedrich Smet- ana. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Á frívaktinni. Sigrún Sig- urðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Aftur- gangan" eftir Jón frá Pálm- holti. Höfundur les annan lestur. 15.00 Tónleikasyrpa. Tónlist úr ýmsum áttum og lög leikin á ólík hljóðfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Sin- fóníuhljómsveit íslands leik- ur „Lilju". hljómsveitarverk ÞRIDJUDAGUR 2. september 20 00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 Dýrðardagar kvik- myndanna Sakamáiamyndirnar. Þýðandi Jón O. Edwald. eftir Jón Ásgeirsson; Páll P. Pálsson stj./ Filharmoníu- sveit Berlinar leikur Sin- fóniu í C-dúr op. 46 eftir Hans Pfitzner; Ferdinand Leitner stj./ Paul Bad- ura-Skoda og Sinfóniu- hljómsveitin í Vínarborg leika Píanókonsert í fis-moll op. 20 eftir Alexander Skrjabin; Henry Swoboda stj. 17.20 Sagan „Barnaeyjan" eft- ir P. C. Jersild. Guðrún Bachmann þýddi. Leifur Ilauksson les (18). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Félagsmál og vinna. Þáttur um málefni launa- fólks, réttindi þess og skyld- 21.15 Sýkn eða sekur? Góðmennskan gildir ekki. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 22.00 Umræðuþáttur Umsjónarmaður Ilelgi E. Helgason. 22.50 Dagskrárlok ur. Umsjónarmenn: Kristin II. Tryggvadóttir og Tryggvi Þór Aðalsteinsson. 20.00 Kammertónlist. Tríó í d- moll fyrir fiðlu. selló og pianó eftir Felix Mendels- sohn. Hansheinz Schneeberg- er, Guy Fallot og Karl Engel leika. 20.30 Frá hernámi íslands og styrjaldarárunum síðari. Þorsteinn Gunnarsson les frásögu Heimis Þórs Gisla- sonar. 20.55 Frá Listahátið í Reykja- vík 1980. Organtónleikar Ragnars Björnssonar í Kristskirkju i Landakoti 15. júlí sl. „Fæðing Frelsarans", níu hugleiðingar fyrir orgel eftir Olivier Messiaen. 21.45 Útvarpssagan „Sigmars- hús“ eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Höfundur les (13). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 „Nú er hann enn á norð- an“. Þáttur um menn og málefni á Norðurlandi. Um- sjón: Guðbrandur Magnús- son._ 23.05 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. Ljúflingur Lesbíu: James Mason leikari les úr þýðingum Horace Gregorys á ljóðum róm- verska skáldsins Catúllusar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.