Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 47 Jagielski, samningamaður stjórnarinnar skrifar undir samninginn en andspænis honum situr Walesa. simamynd AP. Rússar ennþá áhyggjufullir Moskvu. 1. september. AP. SOVÉZKA fréttastofan Tass birti harðorða. nýja yfirlýsingu um verkföllin í Póllandi í gærkvöldi þrátt fyrir samkomulagið í gær um lausn vinnudeilunnar við Eystrasalt. Sjónvarpið birti yfirlýsinguna í kvöldfréttum án þess að minnast á lausn verkfallanna í sumum hlutum Póllands. Á sjónvarpinu var að skilja, að ástandið í Póllandi hefði versnað en ekki batnað. Rúmenar á æfingum Potsdam 1. september. AP. Herráðsforingjar frá rúm- enska heraflanum eru komnir til Potsdam að taka þátt í æfingum Varsjárbandalagsins að sögn hinnar opinberu fréttastofu ADN. Um 40.000 menn taka þátt í æfingunum í norðurhluta Aust- ur-Þýzkalands og á Eystrasalti. Rúmenar senda ekki hermenn til æfinganna, aðeins herráðsfor- ingja. Umfjöllun sjónvarpsins virtist gefa til kynna, að Rússar hefðu ennþá þungar áhyggjur af ástand- inu í Póllandi, þrátt fyrir sam- komulagið við verkfallsmenn. Sovézk blöð höfðu áður birt, sennilega með leyfi Kremlverja, yfirlýsingu frá bandaríska komm- únistaleiðtoganum Gus Hall, sem kenndi „veikleika forystunnar" og afskræmingu sósíalistískra aðferða og afstöðu" um verkföllin í Pól- landi. „A. Petrov“ Yfirlýsingin, sem sagt var frá í sjónvarpinu, var undirrituð „A. Petrov", sem venjulega segir frá meiriháttar opinberum stefnu- ákvörðunum. Yfirlýsinguna átti að birta í dag í flokksmálgagninu „Pravda". í greininni er varað við því, að „andsósíalísk öfl“ reyni að breiða út verkföll og vinnustöðvanir. Einnig var sagt, að reynt væri að koma á sambandi við „afturhaldssinnaða pólska útlaga og undirróðursmið- stöðvar á Vesturlöndum." Ekki var gengið svo langt að hóta íhlutun í Póllandi, en áherzla lögð á mikilvægi Póllands í stjórnmálum Evrópu, aðild landsins að Varsjár- bandalaginu og hlutverk þess í markaðsbandalaginu Comecon. Vestrænt fé til verkfallsmanna Washintcton 1. september. AP. VESTRÆN verkaiýðsfélög hafa scnt Pólverjum fé i kyrrþey til að hjálpa pólskum verkamönnum, sem hafa verið í verkfalli, að því er bandaríski verkalýðsleiðtog- inn Douglas Fraser skýrði frá í sjónvarpsviðtali. Hann sagði, að samband verka- manna í bílaiðnaði, UAW, og fleiri verkalýðsfélög legðu fram fé „fyrir málstað Pólverja" fyrir milligöngu Alþjóðasambands málmverkamanna í Sviss. Fénu er varið til kaupa á mat og til annarrar aðstoðar. Fraser vildi ekki skýra frá því hve mikið fé hefði verið lagt af mörkum og vildi ekki vekja at- hygli á aðstoðinni. Þannig mætti komast hjá ásökunum kommún- ista um „samsæri kapitalista". Forseti AFL-CIO, Lane Kirk- land sagði að verkfallið og lausn þess væru stórfengleg tíðindi, sem vektu aðdáun. í Bonn fagnaði Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þjóðverja, samkomulaginu og hvatti til áframhaldandi fjár- hagsstuðnings Vestur-Þjóðverja við Pólverja, sem eiga í miklum efnahagserfiðleikum. Hann minntist þess, að í dag er liðið 41 ár frá árás nazista í Pólland og sagði að Þjóðverjar væru tengdir Pólverjum sérstök- um böndum „í baráttu þeirra fyrir auknu frelsi". En hann kvað þessi tengsl einnig stafa frá „breytilegri sögu og þessari sögu fylgdi byrði margra hræðilegra atburða". Ernst Albrecht, einn leiðtoga kristilegra demókrata, kvað sam- komulagið sögulegan atburð. Hann sagði, að Pólverjar væru þjóð „gædd einstökum eiginleik- um“. „Við höfum ríka ástæðu til að láta í ljós aðdáun okkar á pólskum verkamönnum." Hann bætti því við, að pólska stjórnin ætti einnig hrós skilið. * Israel: Afþakkaði að verða varnarmálaráðherra IlaaK. 1. september. AP. HOLLENDINGAR íærdu sendiráð sitt í ísrael formlega i dag frá vesturhluta Jerúsalemborgar til Tel Aviv. Til að byrja með verða sendi- ráðsskrifstofurnar til húsa i hol- lenzku ræðismannsskrifstofunni þar i borg. I tilkynningu hollenzkra stjórn- valda sagði.að sendiráðið hefði verið flutt fyrir tilmæli Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, sem í síðustu viku hvatti þjóðir heims til að flytja sendiráð sín frá Jerúsalem. Jafnfram sagði í tilkynningunni, að sú ákvörð- un ísraela að inniima austurhluta Jerúsalemborgar væri stór hindrun á vegi til friðar í Miðausturlöndum. Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkj- anna, Sol Linowitz, átti í dag viðræð- ur við ísraelska ráðamenn í þeirri von að koma af stað á ný viðræðum ísraela og Egypta um sjálfsforræði Palestínuaraba. Linowitz átti tvo 90 mínútna fundi með Menachem Begin forsætisráðherra, þar sem þeir ígrunduðu meginatriði viðræðnanna. Begin og Linowitz ræðast við að nýju á morgun, þriðjudag. Moshe Arens formaður utanríkis- og varnarmálanefndar ísraelsþings, afþakkaði í dag boð Begins um að taka við starfi varnarmálaráðherra, sem Begin gegnir um þessar mundir ásamt forsætisráðherraembættinu. Arens sagðist enn ekki hafa fyrirgef- ið Begin „undanlátssemina" í Camp David viðræðunum. Rússar íagna að Gotbzadeh fer frá Moskvu. London. Tcheran. 1. september. AP. SOVESKA sjónvarpið fagnaði því í dag, að skipt hefði verið um utanríkisráðherra í íran. Sagði sjónvarpið að Sadegh Gotbzadeh, sem missir embættið er stjórn Mohammad Ali Rajai tekur við völdum. hefði verið „rótgrúinn Veður víða um heim Akureyri 15 skýjaó Amsterdam 21 heiðskírt Aþena 31 heiöskírt Berlín 18 skýjað BrUssel 24 heiðskírt Chicago 32 skýjaö Denpasar vantar Dublin vantar Feneyjar 23 heiðskírt Frankfurt 18 rigning Færeyjar 13 alskýjaö Genf 19 heiðskírt Helsinki 18 heiðskírt Hong Kong vantar Jerúsalem 31 heiðskirt Jóhannesarborg 19 heiðskírt Kaupmannahöfn 14 heióskírt Las Palmas 27 léttskýjað Lissabon 28 heiðskírt London 23 heiðskirt Los Angeles 28 heiðskirt Mexicoborg vantar Madrid 34 heiðskírt Malaga 27 alskýjað Mallorca 29 hálfskýjað Miami 30 skýjað Moskva 18 rigning Nýja Delhi vantar New York 32 skýjað Oslo 17 skýjað París 20skýjað Rio de Janeiro 30 skýjað Reykjavík 12 skýjað Rómaborg 27 heiðskírt San Francisco vantar Stokkhólmur 13 skýjað óvinur Sovétríkjanna“ og rakinn „erindreki Bandaríkjanna". Gotbzadeh hefur hrcllt ráðamenn í Kreml með alls kyns athugasemd- um og aðfinnslum, m.a. lýsti hann Rússum „jafn djöfulslegum og Bandaríkjamönnum“ í viðtali ný- lega. Aðeins sex fyrrverandi ráðherrar halda stöðu sinni er stjórn Rajai tekur við. Alls eru 19 ráðherrar í nýju stjórninni, og hefur skipan hennar valdið pólitískum deilum í Teheran. Abolhassan Bani-Sadr for- seti er andvígur skipan stjórnarinn- ar að ýmsu leyti, og einnig hefur hann lýst því yfir, að Rajai sé bæði illa upplýstur og reynslulítill í stjórnmálum til að fara með emb- ætti forsætisráðherra. Búist er við Khadafy: að íranska þingið samþykki skipan stjórnarinnar. Hin opinbera fréttastofa Irans, Pars, skýrði frá því í dag, að Edmund Muskie utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði í dag sent Rajai forsætisráðherra bréf, og er talið að það hafi fjallað um mál bandarísku gíslanna, en bréfið af- henti svissneski sendiherrann í Te- heran í dag. Jafnframt hermdi Pars, að komið hefði til átaka á landamærum Iran og Iraks í dag. Hermenn frá írak hefðu fellt tvo írani og sært 35 aðra er þeir skutu eldflaugum á borgina Qasr-e-Shirin, og einnig hefðu þeir fellt lögreglumann skammt fyrir utan borgina. íranskar hersveitir hefðu svarað árásinni og lagt mik- ilvæga landamærastöð í rúst. „BMy Carter er góðvinur Líbýu64 New York, 1. september. AP. MOAMMAR Khadafy Líbýu- leiðtogi lýsti yfir því í dag, að ekkert væri athugavert við það að nota Billy Carter til að hafa áhrif á bandariska utanrikis- stefnu. Hann sagðist taka opnum örmum, hverjum þeim er reyndi að hafa áhrif á Bandarikjaforseta, þannig að það yrði Líbýu til framdráttar. Khadafy nefndi Billy Carter sem „Góðvin Líbýu" í viðtali, sem bandaríska sjónvarpsstöðin ABC átti við hann í dag. Hann sagði þá, að mútuféð, sem svo hefur verið nefnt og Billy þáði frá Líbýustjórn, hefði í raun og veru verið viðskiptalán. Upp- hæðin nam 200.000 dollurum. Chun tekinn við í S-Kóreu Seoul, 1. geptember. AP. CHUN Doo-Hwan tók í dag við embætti forseta Suður-Kóreu, og við það tækifæri iýsti hann yfir þvi og lofaði, að efnt yrði til frjálsra kosninga í landinu á næsta ári. Einnig að herlögum yrði aflýst „þegar stjórnmáiaástandið i landinu Ieyfði“. Chun, sem hefur haft öll völd í hendi sér frá því í desember sl., hét því einnig að uppræta spillingu í ríkiskerfinu. Þetta gerðist þriðjudagurl V 2. 1979 — Um 600 farast í fellibyl á Bahamaeyjum. 1968 - Áætlað að 10.000 hafi farizt í jarðskjálfta í Sran. 1967 — Ilse Koch, böðullinn frá Buchenwald, hengir sig í fangelsi. 1962 — Rússar samþykkja að senda hergögn til Kúbu — Jarð- skjálfti leggur 200 bæi og þorp í auðn í Iran. 1958 — Kínverjar opna fyrstu sjónvarpsstöð sína í Peking. 1945 Ho Chi Minh lýsir yfir sjálfstæði Víetnam. 1926 — ítölsk ásælni á austur- strönd Rauðahafs hefst með samn- ingi við Jemen. 1898 — Her Kitchners sigrar Dervísa í orrustunni við Omdur- man í Súdan. 1866 — Uppreisn á Krít og lýst yfir sameiningu við Grikkland. 1865 — Maóra-stríði lýkur á Nýja Sjálandi með friðaryfirlýsingu landstjórans. 1773 — Warren Hastings, fyrsti landstjóri Breta á Indlandi, gerir bandalag við ríkið Oudh til að herja á Mahröttum. 1686 — Karl hertogi af Lothringen tekur Buda af Tyrkjum eftir langt umsátur og 145 ára yfirráðum Tyrkja lýkur. 1666 — Eldurinn mikli í London; borgin eyðist að mestu á fimm dögum, þar á meðal St. Pálsdóm- kirkja. 31 f. Kr. — Octavius sigrar Markús Antonius og Kleopötru í orrustunni við Actium. Afma'li — Ewald von Hertzberg, prússneskur stjórnmálaieiðtogi (1725-1795), - John Howard, enskur frumkvöðull fangelsisum- bóta (1726—1790) — Austin Dobs- on, brezkur rithöfundur (1840— 1921) — Hirobymi Ito, prins af Japan (1841-1909). Andlát. — 1937 Pierre de Coubert- in barón, endurreisti Ólympíuleik- ana. Innlcnt — Vígsludagur dónikirkj- unnar á Hólum — 1354 d. Ólafur hirðstjóri Bjarnason. — 1786 Skúli landfógeti dæmdur aftur í embætti — 1805 d. Arnes Pálsson útilegu- maður — 1857 „Hirðir," blað lækningamanna, hefur göngu sína — 1869 Alþingi samþykkir tillögur stjórnlaganefndar og ávarp til konungs — 1871 d. Sigurður Guð- mundsson málari — 1933 Stórtjón i vatnsflóðum á suður- og vestur- landi — 1945 Stéttarsamband bænda stofnað — 1972 Samningur íslendinga og Belga um veiðiheim- ildir — 1973 Mósaíkmynd Gerðar Heigadóttur á Tollstöðinni afhjúp- uð — 1919 f. Magnús Jónsson fv. ráðherra - 1920 f. Sigfús Hall- dórsson. Orð dagsins. Píslarvætti er eina leiðin til að verða frægur án þess að hafa nokkra hæfileika — George Bernard Shaw, írskættaður leikritahöfundur (1856—1950).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.