Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 28 Opið bréf til stjórnar Skák- sambands Islands Vegna blaðaskrifa undanfarna daga viljum við undirritaðir benda stjórn Skáksambands ís- lands á það, að hún er fyrst og fremst kjörin til að sinna hags- munum skákhreyfingarinnar en ekki til að vera með hnútuköst og fúkyrði um einstaka meðlimi innan hennar. Jafnframt þessu lýsum við yfir furðu okkar á þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð hafa verið hjá stjórn Skáksambandsins, er hún ætlar að bola Einari S. Einarssyni úr því embætti sem honum tvímælalaust ber, í stað þess að vinna með Honum í sátt og samlyndi. Það ber einnig að harma, að til skuli vera menn innan stjórnar- innar sem víla það ekki fyrir sér að lítillækka andstæðing sinn með eins lítilfjörlegunt yfirlýs- ingum og þeirri, að Einar S. Einarsson hafi viljað upphefja sjálfan sig með því að telja þjóðinni trú um að hann væri forseti en ekki formaður. Slík yfirlýsing af hendi stjórnar Skáksambands Islands er svo frámunaleg að ekki tekur neinu tali. Og ekki varð landsbyggðin síður undrandi þegar núverandi stjórn lýsti því yfir við fjölmiðla, að fyrrverandi stjórn hefði gert svo lítið fyrir landsbyggðina og því verið felld. Hið sanna mun hins vegar vera það, að engin Skáksambandsstjórn hefur gert meira fyrir landsbyggðina en einmitt sú sem Einar S. Einars- son sat í forsæti fyrir. Þessu til sönnunar má m.a. nefna stofnun sérskáksambanda um allt land og þar með meiri samskipti en áður á milli hinna strjálu byggða, eflingu deildarkeppn- innar í skák, skákmót grunn- skólanna, fleiri fjöltefli stór- meistara en áður tíðkuðust o.s.frv. Geri núverandi Skáksam- bandsstjórn eins vel og sú fyrri, megum við vel við una. En það tekst því aðeins að hún snúi sér strax að verkefnunum í stað þess að vaða í villu og reyk. Það er eindreginn vilji okkar að Skáksamband íslands og Ein- ar S. Einarsson forseti Skák- sambands Norðurlanda vinni í sameiningu að heill hinnar nor- rænu skákhreyfingar. Að öðrum kosti munum við gera allt sem við getum á næsta þingi Skák- sambands Vestfjarða til þess að sérsambandið segi sig úr lögum við Skáksamband íslands á með- an þessi stjórn situr. I)aði Guðmundsson. Bolungarv. Sæbjörn Guðfinnsson. — Magnús Sigurjónsson. — Sigurjón Sveinbjörnsson. — Þorgcir Guðmundsson. — Gylfi.B. Guðfinnsson, — Karl Á. Gunnarsson,— Jón Þ. Einarsson, — Ilrólfur Einarsson, — Benedikt Einarsson, — IIjörleifur Guðfinnsson, — Ásgeir G. Kristjánsson. — Falur Þorkelsson, — Ilálfdán Daðason. — Matthías Kristinsson. ísafirði Ásgeir Överby, — Jón Kr. Jónsson. — Bolli Kjartansson. — Pétur Ingvarsson, — Atli Guðmundsson, — Guðm. B. Gunnarsson, — Páll Áskelsson, — Einar Valur Kristjánsson, — Guðmundur Gislason, — Birgir Valdimarsson, — Sigurður Gunnarsson. — Hallur Páll Jónsson, —. Hörkukeppni á vélhjólum Hofsjökull við bryggju á ísafirði í gær. Á minni myndinni má sjá gáminn, sem smyglvarningurinn er nú geymdur í. Ljfem. Mbl. Íllíar. Sigurvegarar i keppni á mótorhjólum, 125 cc. Sigurvegarar i keppni á skellinöðrum. 50 cc. Farið um hrautina i loftköstum. Vélhjólaiþróttaklúbburinn gekkst á sunnudaginn fyrir motorcrosskeppni i malarnám- um i Mosfellssveit. Var keppt bæði i flokki mótorhjóla og skellinaðra og voru keppendur alls 19. Áhorfendur voru 4 — 500 talsins. Orslit urðu sem hér segir í flokkunum: Flokkur skellinaðra, 50 cc: 1. Grétar Jóhannesson Suzuki 50. 2. Hörður Arnarson Yamaha 50 3. Gunnar Þ. Jónsson Yamaha 50. Flokkur mótorhjóla. 125 cc: 1. Oddur Vífilsson Hondu cr 125 2. Þorkell Ágústsson Yamaha 125 Lárus Guðmundsson Suzuki 125. I flokki minni hjóla voru 6 keppendur og luku 5 keppni en í flokki stærri mótorhjóla voru keppendur 13 og luku allir keppni. Keppnin var áfangi í keppninni um l.jö«m. Mbl. AS. íslandsmeistaratitilinn. Smyglvarningur fannst í Hofsjökli MIKIÐ magn smyglvarnings fannst í m.s. Hofsjökli, er skyndileit var framkvæmd i skipinu s.l. föstudagskvöld. er það var statt á Suðureyri. Alls fundust rúmlega 800 flöskur af áfengi, um 1000 lengjur af vindlingum, á þriðja tug talstöðva og eitt sett af hljómflutningstækj- um. Alls mun verðmæti smyglvarningsins vera um 30 milljónir króna. Ellefu skipverjar hafa við yfirheyrslur játað að eiga varninginn. Hofsjökull kom til Reykjavíkur skipinu fram á sunnudag. Upp- í síðustu viku og fannst þá ekkert við skoðun. Er skipið kom til Suðureyrar lét Tollgæzlan fram- kvæma skyndiskoðun, enda höfðu borizt af því fregnir að smyglað áfengi hefði borizt frá skipinu. Við leitina fundu tollverðir smygl- varninginn. Unnið var við skoðun í haflega var smyglið geymt í olíu- tanki en það var flutt upp í klefa skipverja eftir að það lagði úr höfn í Reykjavík. Smyglvarningn- um hefur verið komið fyrir í stórum gámum og mun Hofsjökull flytja þá til Reykjavíkur. „Fjöldi hreindýra, sem veiðiþjóf ar fella skiptir tugum 44 „ÓLÖGLEGAR veiðar eru stundaðar og víst er, að fjöldi hreindýra, sem veiðiþjófar fella, skiptir a.m.k. tugum.“ Þannig segir m.a. í skýrslu Skarphéðins Þórissonar, sem hafði umsjón með hreindýrataln- ingu á þessu ári, og telur hann einkum hættu á ólöglegum veiðum þegar leyft er að fella hreindýr eftir að veiðitima lýkur, en þá er mjög auðvelt að komast að dýrunum. einkum eftir að snjósleðar urðu algengir. ___________________________________ Bogi Nilsson sýslumaður á Eski- firði sagði í samtali við Morgun- blaðið, að hann vissi ekki sönnur á þeim fullyrðingum, sem þarna kæmu fram. í ár hefði embætti hans borizt ein kæra um ólöglegt dráp á hreindýrum, en fyrri hluta júnímánaðar voru 4 hreindýr skotin á Breiðdalsheiði. Menn, sem voru að huga að grenjum á þessum slóðum, m.a. hreindýraeft- irlitsmaðurinn í Skriðdalshreppi, komu að dýrunum dauðum nokkru eftir miðnætti og var þá búið að skera af þeim hausinn. Piltar úr Breiðdal náðust og viðurkenndu verknaðinn. Málið var kært til Menntamálaráðuneytisins og síð- an sent sýslumannsembættinu á Eskifirði. Sagði Bogi Nilsson, að hefði fljótlega verið sent saksóknara, en nú væri það komið austur aftur með beiðni um fram- haldsrannsókn. Bogi sagði að einu sinni áður hefði honum borizt kæra vegna hreindýraveiða, en það mál hefði verið annars eðlis. Þeir menn, sem þá var kvartað yfir reyndust hafa leyfi til hrein- dýraveiða, en ekki á þeim slóðum, þar sem þeir voru að veiðunum. Eins og frá hefur verið skýrt hefur verið leyft að skjóta 1 þúsund hreindýr í ár, þ.e. frá 1. ágúst til 15. september og er dýrunum skipt á milli 31 hrepps á Austfjörðum. Ólíklegt er talið, að málið ríxis- & þessi þúsund dýr verði felld í sumar og því er líklegt að leyfð verði haustveiði frá 20. nóvember til 10. desember eins og undanfar- in ár, en það fer þó eftir stærð stofnsins og ástandi er líður á haustið. Sérstakir eftirlitsmenn sjá um veiðarnar í hverjum hreppi, en þeir mega ráða sér menn til aðstoðar. Samkvæmt upplýsingum Mbl. er greiðsla fyrir hvert fellt dýr 800 krónur, en að auki fá eftirlits- mennirnir 7 þúsund krónur sem þóknun fyrir eftirlitsstarfið. í flestum tilfellum fá skotmennirn- ir dýrið, en sums staðar er dýrun- um skipt á milli bænda og íbúa viðkomandi hreppsfélaga. Sú skipting mun vera þannig tilkom- in, að þegar bændur kvörtuðu yfir átroðningi hreindýra á sínum tíma var ákveðið að þeir fengju einhverjar bætur í hreindýraaf- urðum í staðinn. Sekt fyrir að skjóta hreindýr í óleyfi mun vera 10 þúsund krónur samkvæmt lög- um, en hins vegar kveður regl- ugerð á um 50 þúsund króna sekt. Sportveiði á hreindýrum var leyfð á sínum tíma og veiðileyfi seld. I kringum 1970 voru hreindýrin friðuð í 2 ár og fjölgaði þá talsvert. Mest hefur verið talið að hreindýrin hafi orðið tæplega 4 þúsund, en samkvæmt talningunni í ár eru þau nú nokkuð innan við 3 þúsund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.