Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 29 Heimilið ’80: 50 þúsund manns hafa séð sýninguna AÐSÓKNIN að sýningunni Heimilið ’80 hefur verið mjög góð og stefnir með sama áframhaldi í metað- sókn. í gærkvöldi höfðu um 50 þúsund manns sótt sýn- inguna og ef miðað er við fyrra metár, sem var 1977, en þá komu um 80 þúsund manns, er aðsóknin heldur meiri nú, og ef svona held- ur áfram eru allar líkur á að sýningargestir verði á milli 80 og 90 þúsund. Aðsóknin hefur verið jafnari en oftast áður, og í gær var óvenjumikil að- sókn miðað við að þá var mánudagur. Að sögn for- ráðamanna sýningarinnar virðist meira af utanbæjar- fólki en oftast áður og virðist fólk nú gera meira af því að skoða sýninguna í miðri viku en áður og verður það til þess að fólk losnar við mestu ösina og nýtur sýningarinnar betur. Þá hefur aðsókn að tívolí- inu verið góð og eru dæmi þess að sama fólkið komi margoft. UndirhúninKsnefnd ortodoxa fyrir viðræður við lútherska. Ortodoxir kirkjuleiðtogar á ráðstefnu í Skálholti ORTODOXIR kirkjuleiðtogar koma saman til ráðstefnu í Skálholti í byrjun september. Undirbúa þeir viðræður kirkju sinnar við lútherska, sem fara munu fram innan tíðar. Ortodoxu kirkjuleiðtogarnir koma frá flestum austantjaldslöndunum, svo og Finnlandi, Grikklandi, ísrael og víðar og verður ráðstefna þeirra í Skálholti 7.—13. september. I frétt frá fréttafulltrúa biskups segir m.a. að hópurinn undirbúi nú sameiginlegar viðræður orto- doxu kirkjunnar við lúthersku kirkjurnar og hafi því kosið að funda í lúthersku landi. Segir að þetta megi teljast kirkjusögulegur viðburður, því aldrei hafi verið áður sungin ortodox messa hér- lendis. Þá segir einnig í fréttinni að ortodoxa kirkjan eigi ríkust ítök í löndum Austur-Evrópu og söfnuðir hennar starfi víða um lönd þar sem innflytjendur hafi sest að. Einangrun ortodoxu kirkj- unnar hafi rofnað með auðvelduð- um ferðamáta nútímans og segir að ortodoxir hafi unnið ómetan- legt gagn í viðamiklum umræðum kirkjunnar og sívaxandi áhugi á einingarstarfi innan kirkjunnar hafi vakið menn til meðvitundar um þá auðlegð sem búi í ortodoxri trúarhefð. Sunnudaginn 7. september kl. 13:30 verður guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni í Reykjavík og verða síðan kvöld- og morgunbænir í Skálholti meðan hópurinn dvelst þar. „Það er enginn asi á ortodox- um er þeir tilbiðja Guð sinn. Guðsjónustan í Dómkirkjunni mun taka a.m.k. tvær stundir. Tónlist og söngur í ortodoxum messum þykir dýrindisfagurt svo og helgihaldið allt,“ segir að lok- um í frétt biskupsstofu. Stéttarsambandsfundurinn: Fóðurbætisskatti og kvótakerfi beitt áfram Frá TryKKva (iiinnarssyni hlm. Mhl. á Kirkjubæjarklaustri Aðaífundi Stcttarsambands bænda. scm haldinn var á Kirkjuba'jarklaustri um hclgina, lauk í nótt. Seint í gærkvöldi var ólokið við að afgreiða tillöRur fram- leiðslunefndar fundarins, en þær fjalla um stjórnunar- aðjíerðir í íramleiðslu búvara. Nefndin gerir í tillöRum sínum ráð fyrir að áfram verði beitt fóðurbætisskatti og kvótakerfi. Leggur nefndin til að kvótakerfinu verði komið á og því beitt varðandi mjólkur- og kjötfram- leiðslu verðlagsársins 1980 til 1981. Ýmsar tillögur eru gerðar um breytingar á útreikningum kvótakerfis- ins. Varðandi fóðurbætis- skattinn gera tilögur nefndarinnar ráð fyrir að á verðlagsárinu, sem hófst 1. sept. sl. verði hámark skattsins áfram 200%, en jafnframt er lagt til við framleiðsluráð, að endur- greiðsluheimildir verði nýttar. Er í tillögum nefnd- arinnar gert ráð fyrir að búvöruframleiðendur greiði aðeins 33% skatt af tilteknum skammti kjarn- fóðurs fyrir hverja afurða- einingu og gildir þetta um allar búgreinar. Þau kjarn- fóðurkaup sem fara fram yfir þennan skammt verða bændur að greiða með 200% fóðurbætisskatti. Nokkrar deilur hafa orðið um hvort réttara yrði að miða við 40% í stað 33% skatts. Þá gerir framleiðslu- nefnd tillögur um að fund- urinn skori á landbúnað- arráðherra að beita sér fyrir lagasetningu sem stemmi stigu við verk- smiðjubúskap í einstökum búgreinum. Aðalfundur Stéttarsambands bænda Sumarslátrun vegna öskufallsins: Ríkið tryggir bændum allt að 10% hærra verð fyrir kjötið RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveð- ið að tryggja ha'ndum allt að 10% hærra verð fyrir kjöt af því fé, sem slátrað verður af ösku- fallssvæðunum í þessari viku. Er þetta «ert þar sem þau lömh, sem sláira verður vegna ösku- fallsins hafa eÍKÍ náð fullum þunga miðað við slátrun á eðlileiíum tíma. Verð á kjöti af sumarslátruðu hefur þe»?ar ver- ið ákveðið eins ok saiít var frá í blaðinu á laugardaK en þess má Keta að það verð er niðurgreitt um sömu krónutölu ou kjöt frá siðasta hausti. Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins sagði, að gert væri ráð fyrir að framkvæmd þessarar 10% verðtryggingar verði með þeim hætti að ríkis- sjóður greiði bændum þann verðmismun, sem kann að verða á óseldu kjöti af sumarslátruðu og væntanlegu haustverði á kindakjöti. Er talið að þetta geti numið allt að 10% af verði alls kjötmagnsins eða um 50 milljón- um kr. Þá hefur af hálfu Stéttarsam- bands bænda verið kannað, hvort Viðlagatrygging kunni að bæta bændum það tjón, sem þeir kunna að verða fyrir vegna afleiðinga gossins í Heklu. Mun Viðlagatrygging greiða bætur í þeim tilvikum, þegar bændur hafa brunatryggt búfé sitt og hefur einkum verið talað um bætur vegna slátrunar og eftir- lits með heilbrigði fjársins. Mjólkin: Fimm mjólkurbú fá ekki skerðingu Mjólkurframleiftendur á svæft- um fimm mjólkurbúa munu ekki verfta fyrir skerðingu sam- kvæmt kvótakerfinu. Er mjólkurframleiðsla á þessum svæftum vart nægjanleg til aft sinna eftirspurn eftir neyslu- mjólk þar. Þau mjólkurbú, sem hér um ra'ftir eru mjólkursam- lögin á Patreksfirði, ísafirði. Þórshöfn. Neskaupstað og Djúpavogi. Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda sagði, að óskir hefðu komið frá mjólkursamlögunum á Egils- stöðum, Hornafirði, Hvamms- tanga og einnig frá búunum á sölusvæði Mjólkursamsölunnar í Reykjavík um að bændur þar yrðu einnig undanþegnir kvóta- skerðingu á mjólkurframleiðsl- unni. Ekki hefði verið talið fært að verða við þessum óskum, þar sem að í sumum af þessurp, búum væru framleiddar mjólkurvörur til útflutnings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.