Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 Valkostir opin- berra starfsmanna Fjórtán mánuðir eru nú liðnir frá því að kjara- samningar opinberra starfsmanna frá 1977 áttu að ganga úr gildi. Þeim var þó sagt upp með nægum fyrirvara og kröfugerð sett fram. Fyrst nú eftir næstum þrotlausar samningaum- leitanir, liggur fyrir sam- komulag um kjarasamn- ing sem okkur félags- mönnum ber að sam- þykkja eða hafna. Menn hafa npkkuð látið i.ljós vonbrigði með þenn- an nýja samning. Hann réttir ekki við þá skerð- ingu, sem við höfum orðið að þola á kaupmætti launa, þótt hann lagfæri verulega stöðu þeirra lægst launuðu. Nú hefur fyllilega sann- ast, að enginn stjórnmála- flokkur er fær um að auka eða halda uppi kaupmætti launa, þegar illa árar, hvað varðar viðskiptakjör þjóðarinnar. Stóryrði og æsingaskrif, sem viðhöfð voru árin 1977 og 1978 hafa nú hjaðnað. Sumir af þeim, sem þá létu verst, virðast nú líta málin af öðrum sjónarhóli. Þess eru líka dæmi, að þeir, sem þá vildu sýna stjórnvöldum skilning og þolinmæði, hafi nú misst þessa þolinmæði. Reynsl- an sýnir okkur, að ekki er ákjósanlegt að menn blandi flokkspólitík inn í afstöðu til kjarasamn- inga. Menn vilja þá líka verða sjálfum sér ósam- • kvæmir, einkum við tíð stjórnarskipti. Nú sem fyrr veitir laun- þegum ekki af að standa vörð um kjör sín. Okkur er sagt að viðskiptakjör þjóðarinnar gangi í sveifl- um og við verðum að trúa því. Erfitt er þó að trúa að við séum alltaf stödd í sveiflu niður á við. Ábati er aldrei viðurkenndur af stjórnvöldum. Þessi mál- flutningur stjórnvalda á hverjum tíma minnir mig á það sem haft var eftir ágætum bónda í minni sveit, sem bjó á bratt- lendri jörð: „Það er erfið jörð Áusturhlíð. Alveg sama hvert maður fer, allt er upp í móti.“ Staða okkar launþega í kjaramálum líkist mest stöðu uxa sem á fyrri öldum var látinn stíga mylluhjól. Hann var gjarnan með bundið fyrir augun og hélt að hann Ingimar Karlsson væri að færast eitthvað upp á við, en hjólið snerist stöðugt á móti honum. Samkomulag BSRB og bœjarstarfsmannafélaga Atkvœ&agrei&sla 1 1, 1 Jó Nei { J 1 —► Verkfallsbobun j Sóttatilloga byggð ó Rýmkaftur sammngsréltur núgildandi lögum Aukin lifeyrissjóbsréttindi 1 Hlutdeild aÖ atvinnuleysistryggingum Stofnun endurmenntunorsjóbs i l ' Auknir möguleikar til launaflokkshœkkunor Samþ meb Somþ. vegna SÓttatillaga felld i vegna starfsoldurs meirihluta ónógrar þótttöku atkvœ'bagreibslu Um 5% hœkkun til hinno lœgstlaunu&u atkvœba í atkvœðgreíðslu Persónuuppbót til eftirlaunofólks ~T~ Ymsor lei&réttingar a núg. kjorasamningi Somningur tíl 2 óra Engar félagslegar- Ver »f nll eða kjoralegor bœtur sem eru hóðar lagabreytingum Hollenska kapalskipið fyrir utan Grenivik. (Ljósm. Pálmar). Rætist úr rafmagns- málum Grenvikinga Orrnivík 29. áKÚst. HOLLENSKA skipið Derecteur — General Bast kom til Grenivíkur í gaer með rafstreng, sem lagður verður milli Hauganess og Greni- víkur. Þegar tengingu hans lýkur verða væntanlega úr sögunni tíðar rafmagnstruflanir, sem hrjáð hafa íbúa Grenivíkur undanfarin ár. Mörg húsa hér eru hituð upp með rafmagni og hefur komið fyrir að vetrarlagi að rafmagns- laust hafi verið í allt að hálfan mánuð og fólk þurft að flýja hús sín af þeim sökum. Nýtt skólahús er hér í byggingu og hefur Grenvíkingum verið neit- að um rafmagn til upphitunar hússins, en vonandi rætist úr því með tilkomu hins nýja rafstrengs. Fólk á Grenivík er mjög ánægt með framvindu í rafmagnsmálum og nú getum við farið að henda kertastubbunum og lagt niður olíulampana, sem þurft hefur að hafa við hendina á dimmum kvöldum undanfarin ár. Vonandi verða símamálin tekin fyrir næst, en þau eru í miklum ólestri. — Vigdís. Keflavíkurflugvöllur: Seldu óvæntum gest- um fyrir 6 millj. króna TVÆR þotur frá Evrópu lentu óvænt á Keflavikurflugvelli fyrir stuttu á leið vestur um haf með bandariska ferðamenn. Önnur vél- in varð að millilenda hér vegna þess að hún hafði ekki flugþol i beint flug yfir hafið. Morgunblaðið innti Jón Sigurðs- son, forstjóra íslenzks markaðar á Keflavíkurflugvelli, eftir því í gær hvort verzlunin seldi mikið af varn- ingi þegar slíkar vélar bæri að garði og hvað hann teldi hverja flugvél, sem lenti þannig í Keflavík með farþega, gefa af sér. „í þessum tveimur flugvélum," sagði Jón, „voru 400— 500 farþegar og við seldum þeim varning fyrir liðlega 6 milljónir króna, þannig að það er fljótt að koma þegar einhver umferð er. Það er því ákaflega mikilvægt að reyna að laða að erlend flugfélög til þess að millilenda í Kaflavik og til þess er hægt að gera ýmislegt ef að er gáð eins og til dæmis að lækka lendingargjöld." Ferðamálabæklingur fyrir Norðurland... „NORTIIERN Iceland — Land of Contrasts“ heitir ferðamáiabækl- ingur. samræmdur fyrir Norður- land og Fjórðungssamband Norð- lendinga hefur gefið út. bæklingn- um verður dreift erlendis i sam- ráði við Ferðamálaráð, sem stuðl- aði að útgáfu hans. Hann er í litum þessi bæklingur og honum fylgir auglýsinga- og þjónustuskrá fyrir Norðurland. I miðju bæklingsins er kort af Norð- urlandi ásamt lýsingu á merki- legum stöðum. Eiríkur Eiríksson, prentari, samdi texta og Rafn Kjartansson, menntaskólakennari, gekk frá enska textanum. Kristján Kristjánsson, auglýsingateiknari á Akureyri, réði myndavali og efnis- röðun. Segir í fréttatilkynningu Fjórð- ungssambands Norðlendinga að út- gáfa þessa ferðamálabæklings sé upphaf að víðtækari kynningar- starfsemi á sviði atvinnumála, sem Fjórðungssambandið ætli að beita sér fyrir, t.a.m. með útgáfu kynn- ingarbæklinga á sviði vörufram- boðs og þjónustu. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.