Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 33 Sveltandi born í Norður-Uganda. Matvælasendingar til hungur- svæðanna hafa verið stöðvaðar vegna árása á starfsmenn hjálparstofnana. Uganda: Sjálfboðalið- ar vil ja hefja hjálparstarf að nýju Öll stærstu hjálparsamtök sjálfboðaliða í heimin- um munu bráðlega koma saman til fundar, til þess að ræða áhrif stöðvunar Sameinuðu þjóðanna á matvælasendingum til hungursvæðanna í Uganda, að því er framkvæmdastjóri „Barnahjálparinnar“ Hugh MacKay, sagði nýlega. Fulltrúi Sameinuðu Þjóðanna í Uganda, Melissa Wells, lét stöðva matvælasend- ingarnar, eftir að tveir starfsmenn „Barnahjálparinn- ar“ urðu fyrir árás í Abim, norður af Moroto í Uganda. Var annar starfsmannanna myrtur þegar þeir neituðu að afhenda árásarmönnunum matvælin, sem þeir höfðu meðferðis. Mikil óöld ríkir nú á hungursvæðunum og reika vopnaðir flokkar um landið í leit að mat. Wells sagði, að matarsendingar yrðu ekki leyfðar að nýju fyrr en „öryggi starfsmannanna á svæðinu verður tryggt". MacKay sagði, að hann hefði litla trú á, að aðgerðir Wells kæmu að gagni, því ástæðan fyrir öryggisleysinu í landinu væri matarskorturinn og lögum og reglu verður ekki komið á aftur fyrr en hungur fólksins verður satt. Barnahjálpin mun eiga fund með fulltrúum Rauða krossins í Uganda, Oxfam-stofnuninni og úgandísku kirkjunni og munu þessi samtök reyna að telja Sameinuðu þjóðirnar á að láta þeim í té matvæli og flutningabíla til þess að matvælaflutningar til sveltandi fólks í landinu geti hafist að nýju. „Vissulega erum við áhyggjufullir vegna öryggisleysis- ins í landinu, en við verðum að halda áfram starfinu, því þörfin er mikil,“ segir MacKay. „Stjórn Uganda telur ómögulegt að tryggja öryggi í landinu meðan ástandið er svona og við teljum það mjög raunsætt mat“. Ekki hefur enn tekist að upplýsa til fulls hverjir báru ábyrgð á árásinni á sjálfboðaliðana í Abim í síðustu viku. Engin lögregla eða öryggiseftirlit er starfandi á svæðinu og því ómögulegt að ráða niðurlögum óaldaflokkanna þar. Þeir, sem þarna eru á ferðinni eru liðhlaupar úr Ugandaher, leifarnar af her Idi Amins eða óbreyttir borgarar, sem tekist hefur að útvega sér vopn. Barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna er mikið í mun að flutningar hjálpargagna geti hafist að nýju, því meðal þess búnaðar, sem stöðvaður hefur verið, eru varahlutir í vatnsdælur sem mikil þörf er fyrir. Nýleg könnun leiddi í ljós, að aðeins 10% þeirra vatnsdæla, sem komið var upp fyrir átta árum, eru nú nothæfar vegna skorts á varahlutum. Hungursneyðin og stjórnleysið breiðist ört út um landið. Nýjustu fregnir herma, að 90 manns hafi látist úr hungri í Kitbunghéraði, sem þó er ekki talið með verstu hunerur- svæðunum. (The Observer) Kristalskynning Hr. ritstjóri. Eftirfarandi línur óskast birtar, tilefnið er skrif sem Már Egilsson, Kosta-Boda, fær birt í Morgun- blaðinu 30. ágúst sl., grípur hann þar tækifæri sem hann telur hafa gefist, þegar orð féll út úr krist- alskynningu Morgunblaðsins 28. ágúst sl., til að lítillækka sam- keppnisaðila. I viðskiptaheiminum eru farnar ýmsar leiðir til vörukynninga, einn þáttur í kynningu er t.d. vörusýningin „Heimilið" sem nú stendur yfir í Laugardalshöll. A þessari sýningu eins og svo mörg- um öðrum koma fram margskonar vörur sem Islendingum hafa lítt eða ekkert verið kunnar, ennfrem- ur vörutegundir sem ekki hafa fengist hér á landi, þrátt fyrir sölur erlendis. Eitt af stærri iðnfyrirtækjum Austurríkis, D. Swarovski & Co. stendur í þessum sporum, að kynna hluta af framleiðslu sinni hér á landi, núna fyrst, þrátt fyrir áralanga sölu á meginlandi Evr- ópu. Swarovski kritall 30—32% er þekktur meðal þeirra sem áhuga hafa á, og versla með kristal. Skurðvinna og slípun á Swar- ovski kristalnum er einstakleg vönduð, og brotnar ljósið óvenju fallega í þessum kristalsvörum, ekkert ólíkt og í demöntum, eftir þessa meðhöndlun er kristallinn nefndur „silfurkristall". Ekki er óalgengt að framleiðendur gefi vöru sinni nafn, og stendur þessi kristalsvara vel undir sínu nafni. Silfurkristallinn er mjög eftirsótt- ur og hefur aðallega verið á boðstólum á meginlandi Evrópu, eins og fyrr segir, en nú hefur sú breyting orðið á að verslunin Tékk-Kristall getur boðið þessa fallegu silfurkristalsmuni til sölu, fyrst allra verslana á Norðurlönd- um. í sýningarstúku nr. 55 á vörusýningunni „Heimilið" er silf- urkristall kynntur. 1 framhaldi af sýningunni hafa dagblöðin leitað sér upplýsinga um vörur sem þar eru, lesendum sínum til nánari kynningar. í Morgunblaðinu 28. ágúst sl. er birt grein um silfur- kristalinn sem byggð er á upplýs- ingarbæklingum frá Swarovski og örlitlum en um leið of litlum samræðum við undirritaðan. I greininni er silfurkristallinn nefndur 30% kristall, í stað 30% silfurkristals (hann er í raun aðallega 32%), þetta nýtir Már Egilsson sér og ryðst fram á ritvöllinn 30. ágúst í Morgunblað- inu, með stór orð um rangfærslur og vanþekkingu, þetta ritar hann án þess að kynna sér málið nánar. Greinilegt er að Már Egilsson hugsar sér skrif sín ekki sem upplýsingaskrif heldur frekar sem níð, og sjálfsagt upphefð fyrir sig um leið, mun ég ekki svara honum frekar. Eftir 10 ára innflutning og verslun með kristalsvörur, tel ég mig geta gefið góðar og sannar upplýsingar um vörur þær sem verslun mín selur. Hagur verslun- ar almennt byggist mikið á góðri vöruþekkingu og ekki síður kynn- ingu, þar er þáttur Morgunblaðs- ins stór. Viðskiptaþættir blaðsins hafa verið og eru öðrum fjölmiðlum til fyrirmyndar, þrátt fyrir þá litlu ójöfnu sem Már Egilsson gat hrasað um, en hefur vonandi verið lagfærð nú. Með þakklæti fyrir birtinguna. Skúli G. Jóhannesson. Versl. Tékk-Kristall. KMÍS"' Höfum opnað glæsilega húsgagnasýningu í verzlun okkar að Langholtsvegi 111. Gífurlegt úrval húsgagna á 800 fermetrum. Við höfum m.a. byggt heila íbúð svæðinu sem gefur góða hugmynd hvernig raða má húsgögnunum Sýningin stendur yíir írá 23. ág.-7. sept. Opið frá kl. 9-9 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.