Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 35 OBSERVER KGB grunuð um ábyrgð á „bílslysi" andófskonu Engar skýringar hafa cnn fengist á bilslysinu dularfulla. sem varð andófskonunni Irinu Borisova að bana ásamt þrem ættingjum hennar. Irina var eiginkona Vladimir Borisovs, sem nú er í útlegð á Vesturlönd- um, en hann hefur verið ötull baráttumaður fyrir viðurkenn- ingu frjálsra verkalýðssamtaka i Sovétrikjunum. Dauði Irinu var alvarlegt áfall fyrir SMOT-samtökin, — Frjáls samtök verkamanna í Sovétríkj- unum, — sem hafa bækistöðvar í Leningrad. Frá því maður henn- ar var neyddur til að yfirgefa Sovétríkin hefur Irina verið helsti tengiliður SMOT-samtak- anna við Vesturlönd. „Það var hún sem safnaði saman og kom áleiðis til Vestur- landa gögnum sem sýndu fram á þá kúgun, sem talsmenn frjálsr- ar verkalýðshreyfingar eru beittir í Sovétríkjunum," segir Victor Fainberg, talsmaður SMOT á Vesturlöndum. „Við lögðum þessar upplýsingar fyrir Alþjóðasamtök Verkalýðsfélaga, til þess að reyna að fá þá til stuðnings við baráttu okkar.“ Borisov og aðrir félagar SMOT á Vesturlöndum telja að „slysið" sem leiddi til dauða Irinu hafi verið meia en „heppileg tilvilj- un“ fyrir KGB. „Eg held, að KGB hafi myrt konu mína vegna þess, að hún neitaði að yfirgefa Sovétríkin og hélt áfram að starfa fyrir SMOT“ segir Borisov í Paris. „Ég hef talað við ætt- ingja konu minnar í Sovétríkj- unum og þeir hafa fengið grun- samlegar skýringar á slysinu. „Slysið" varð á þjóðvegi skammt frá bænum Ponevizis í Litháen, þegar bíll Irinu og skyldfólks hennar rakst á stóran vöruflutn- ingabíl, sem var með fullfermi af steyptum burðarstólpum. Fyrst fengu skyldmenni henn- ar þær upplýsingar hjá umferð- arlögreglu bæjarins, að flutn- ingabíllinn hafi ekið á röngum vegarhelmingi og þegar bílstjóri Irinu ætlaði að sveigja inn á veginn til þess að forðast árekst- ur, hafi vörubílstjórinn gert hið sama, að því er virtist til þess að valda árekstri." „Nokkru síðar fengu þau aðrar skýringar á árekstrinum og í þetta sinn var vörubílstjórinn hreinsaður af öllum sökum, en skuldinni skellt á bílstjóra konu minnar. Þeir sögðu að hann hefði brotið umferðareglur, en tilgreindu ekki nánar í hverju brotið hafði falist." segir Bor- isov. Dauði Irinu og útlegð Borisovs hefur stofnað framtíð SMOT í hættu. Frjálsar verkalýðshreyf- ingar hafa löngum verið undir sérstöku eftirliti KGB og yfir- völd eru mjög hrædd við hvers- kyns hreyfingar, sem reyna að fá fjöldann til stuðnings við sig, í sovéskum verksmiðjum. „Arið 1978 var fyrstu frjálsu verka- lýðshreyfingunni, AFTU, komið fyrir kattarnef með því, að þeim sem eitthvað höfðu látið að sér kveða, var einfaldlega stungið á geðveikrahæli," segir Borisov. Borisov, sem er rafvirki frá Leningrad, stofnaði SMOT, þgar AFTU-hreyfingin hafði verið bæld niður. „Þótt samtökin séu fámenn og hafi lítið fé til ráðstöfunar eru yfirvöld mjög hrædd við okkur.“ Vinnuaðstaða í sovéskum verksmiðjum er mjög bágborin og óánægja er mikil vegna lélegra launa, sífelldra matarskammtana og ófullnægj- andi öryggis á vinnustöðum. Borisov telur að SMOT samtökin geti virkt þessar óánægjuraddir og bendir á andstöðuna, sem pólskir verkamenn hafi þegar sýnt í verki með víðtækum verkfallsaðgerðum, og hin ný- afstöðnu verkföll í bílaverksmiðj- unum í Togliatti, þar sem 170.000 manns lögðu niður vinnu fyrir nokkrum vikum til að mótmæla matvælaskorti í borg- inni. Borisov er bjartsýnn á, að þegar til lengdar lætur muni stríðið í Afganistan, hunsun Ólympíuleikanna og matarskort- urinn í Sovétríkjunum, skapa enn hagstæðari jarðveg fyrir eflingu frjálsrar verkalýðshreyf- ingar í landinu. Victor Fainberg segir, að sam- tökin þarfnist nú stuðnings frá vestrænum verkalýðssamtökun. Allt frá 1978 hafa frjáls verka- lýðssamtök í Sovétríkjunum reynt að fá viðurkenningu Al- þjóðasambands verkalýðsfélaga, en án árangurs. Fainberg segir að þetta séu samantekin ráð stjórnarinnar í Kreml og hægri-sinnaðra einræðisstjórna. „Það er óformlegt samkomulag milli Sovétríkjanna og landa eins og Chile og Suður-Afríku, að styðja ekki við bakið á hreyfingum í löndum hvers ann- ars, sem fara fram á aukið frelsi verkalýðnum til handa. Þess vegna fáum við hvergi viður- kenningu.“ (The Observer) Framhalds- skólarnir að byrja -M.A. og M.L. þó ekki fyrr en í október Framhaldsskólarnir eru nú flestir að taka til starfa, og hefur skólasetning þegar far- ið fram á nokkrum stöðum. Taka flestir þessara skóla til starfa nú fyrstu vikuna i september, en þó byrja Menntaskólarnir á Akureyri og Laugarvatni ekki fyrr en í byrjun október. Að sögn Þórunnar Braga- dóttur í menntamálaráðuneyt- inu munu um 8400 nemendur stunda nám í þeim skólum sem undir ráðuneytið heyra, en það eru allir menntaskól- arnir, fjölbrautaskólarnir og Verslunarskóli íslands. Auk þess er svo fjöldi nemenda við framhaldsdeildir ýmissa grunnskóla, og nokkrir skólar eru ekki undir yfirstjórn Menntamálaráðuneytisins, svo sem Samvinnuskólinn að Bif- röst í Borgarfirði. Fjölmenn- asti skólinn er Fjölbrautaskól- inn í Breiðholti, en þar munu um 1600 nemendur stunda nám í vetur. Fastráðnir kenn- arar við þessa skóla eða skip- aðir, eru að sögn Þórunnar nálægt 450 talsins, en auk þeirra kennir fjöldi stunda- kennara. Menntaskólarnir eru átta talsins, fjölbrautaskól- arnir eru fimm, og Verslun- arskólinn er svo einn. Aðrir skólar, svo sem fjölbrautar- skólarnir á Sauðárkróki og framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum, sem falla undir verk- og tæknimenntunardeild menntamálaráðuneytisins. ASIMINN ER: 22480 JHorpunblnbit) ÞL' AUGLYSIR UM ALI.T LANI) ÞEGAR Þl' AUGLYSIR I MORGUNBLAMM 0 0 0 D D D D D D D Höfum fyrirliggjandi hina viðurkenndu LYDEX hljóökúta í eftirtaldar bifreiðar: Auto Bianci ................................hljóðkútar. Auatin Allagro 1100—1300—155 ...... hljóðkútar og púströr. Morris Marina 1,3 og 1,8 ..............hljóókútar og púströr. Opol Rekord, Caravan, Kadett og Kapitan . ........................hljóókútar og púströr........................................ hljóókútar og púströr. Audi TOOs—LS .........................hljóókutar og púströr. “ Bedford vörubíla .....................hljóðkútar og púströr. Bronco 6 og 8 cyl ....................hljóókútar og púströr. Chervrolet fólksbila og jsppa ........hljóókútar og puströr. Chrysler franskur ....................hljóókútar og púströr. Citroen GS ...........................hljóökútar og púströr. Citroen CX .............................hljóókútar framan. Daihatsu Charmant 1977—1979 ....hljóókútar fram og aftan Datsun diesel 100A—120A 120Y — 1200 — 1600 — 140 — 180 hljóökútar og púströr. Dodge fólksbíla ......................hljóókútar og púströr. Fiat 1500—124—125—126—127—128— T3T—132.............................. hljóðkútar og púströr. Ford, ameríska fólksbíla .............hljóökútar og púströr. Ford Consul Cortina 1300—1600 hljóökútar og púströr. Ford Escort og Fiesta ................hljóökútar og púströr. Ford Taunus 12M—15M~ 17M . 20M .... hljóökútar og púströr. Hilman og Commer fólksb. og sendib. . . hljóókútar og púströr. Honda Civic 1500 og Accord .....................hljóökútar. Austin Gipsy jeppi ...................hljóökútar og púströr. International Scout jeppi ............hljóökútar og púströr Rússajeppi GAX 69 hljóðkútar og púströr. Willys jeppi og Wagoneer .............hljóókútar og púströr. '***P,*er V6 .........................hljóókútar og púströr. *-B<la ...............................hljóökútar og púströr. Landrover bensin og diesel ...........hljóökútar og púströr. Lancer 1200—1400 .....................hljóókútar og púströr. Mazda 1300—616—818—929 ........hljóökútar og púströr. Mercedes Benz fólksbfla 1®® 1®®—200—220—250—280 ..............hljóókútar og púströr. Mercedes Benz vörub. og sendib........hljóökútar og púströr. Moskwitch 403—408—412 ................hljóókútar og púströr. Passat >/«p Hljóðkútar. Peugeot 204—404—504 .............hljóökútar og púströr. Rambler American og Claasic .......hljóökútar og púströr. Range Rover .......................hljóökútar og púströr. Renault R4—R8—R10—R12—R16—R20 ................................. hljóökútar og púströr. Saab 96 og 99 hljóökútar og púströr. Scania Vabis L60—L85—LB85—L110—LB110—LB140 hljóökútar. Simca fólksbíla ................. hljóökútar og púströr. Skoda fólksb. og station ..........hljóökútar og púströr. Sunbeam 1250—1500—1300—1600— . . . hljóökútar og púströr. Taunus Transit bensín og disel.....hljóökútar og púströr. Toyota fólksbíla og station .......hljóökútar og púströr. Vauxhall fólksb....................hljóökútar og púströr. Volga fólksb.......................hljóökútar og púströr. VW K70. 1300, 1200 og Golf ........hljóökútar og púströr. VW sendiferöab. 1971—77 ...........hljóökútar og púströr. Volvo fólksbíla ................. hljóökútar og púströr. Volvo vörubíla F84—85TD—N88—N86— N86TD—F86—D—F89—D ...........................hljóökútar. Púströraupphengjusett í flestar gerðir bifreiða. Pústbarkar, flestar stæröir. Púströr í beinum lengdum, 1%“ til 4“ Setjum pústkerfi undir bíla, sími 83466. Sendum í póstkröfu um land allt. D 0 D D D D D 0 D Bílavörubú&in FJÖDRIN Skeifunni 2 82944 Púströraverkstæói 83466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.