Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 Pólland: Verkfallinu hætt eftir sögulegt samkomulag (idansk. 1. soptembor. AP. JÁRNHLIÐ LenínskipasmíOa- stöðvarinnar í Gdansk var opnað i daK ok lokið er sjö vikna alvarlegu verkfalli. sem skók kommúnistastjórn Póllands ok leiddi til stofnunar óháðra verka- lýðsfélasa i landinu. Verkamenn, sem Iökóu niður vinnu á öðrum stöðum í Póllandi til að lýsa yfir samstöðu með verkfallsmönnum i Gdansk. sneru einnÍK aftur til vinnu í daK. þeKar tilkynnt hafði verið að leiðtoKÍ verkfallsmanna, Lech Walesa, ok Mieczsylaw JaKÍelski varaforsætisráðherra hefðu und- irritað söKuleKt samkomulaK í Kær. SamkomulaKÍð á sér en^a hlið- sta“ðu í Austur-Evrópu. Sam- kvH'mt því fá verkamenn að koma á fót óháðum verkalýðsfé- löKum. sem lúta eÍKÍn stjórn ok starfa utan ramma félaKasam- taka sem eru undir ríkiseftirliti. Rikisstjórnin heitir því einnÍK að vinna að því að bæta kjör ■verkamanna. slaka á ritskoðun. veita kirkjunni aukinn aðgang að fjölmiðlum ok sleppa andófs- mönnum, sem hafa aðstoðað verk- fallsmenn. Sleppt I samræmi við samkomulaKÍð sleppti löKreKlan fimm andófs- mönnum úr haldi í K*r ok búizt var við að fleiri yrðu látnir lausir í daK- Meðal þeirra, sem var sleppt í K*r, var Miroslaw Chojecki, sem rekur neðanjarðarútKáfu andófsmanna. FlutninKaverkamenn hafa aftur hafið vinnu í Lodz, annarri stærstu borK Póllands, ok í Wroclaw (Bres- lau). „Lífið er að færast í eðliIeKt horf,“ saKði talsmaður verkfalls- nefndarinnar í Wroclaw. „Allir snúa aftur til vinnu." Talsmaðurinn saKÖi, að verka- menn í Wroclaw hefðu samþykkt að hætta verkfallinu, þeKar löRreKla Verkamenn sneru í morKun til vlnnu í Leninskipasmíðastöðvunum. Símamynd AP. lét lausa fjóra fulltrúa í verkfalls- nefndinni í nótt. Hann saKði, að verkamenn hefðu hótað að halda verkfallinu áfram þrátt fyrir sam- Sleppa ekki öllum pólitískum f öngum Varsjá. 1. september. AP. PÓLSKA stjórnin hefur ekki skuldhundið sík til að sleppa öllum pólitískum fönKum úr haldi samkvæmt samkomulaKÍnu um lausn verkfallsins í Gdansk að söKn talsmanns ríkisstjórnar- innar. Hann saKÖi, að Mieczyslaw JaRÍ- elski varaforsætisráðherra hefði samþykkt kröfu verkfallsmanna um að andófsmenn, sem hjálpuðu þeim en voru fanKelsaðir, verði látnir lausir ok lofað að koma kröfunni áleiðis. En talsmaðurinn sagði, að þessi mál væru utan við valdsvið hans og starfsmenn dómskerfisins hefðu lokaorð í málum andófs- manna. Fjórum sleppt Fjórir menn úr sjálfsvarnar- nefnd andófsmanna, KOR, voru látnir lausir í gær eftir undirritun samkomulagsins. Óljóst er, hvort það var liður í samkomulaginu eða ekki. Þeir höfðu verið ákærðir fyrir aðild að samtökum, sem skipuleggja glæpaverk, en það getur kostað fimm ára fangelsi. Að minnsta kosti 25 aðrir and- ófsmenn eru enn í haldi, þar á meðal nokkrir sem voru handtekn- ir um helgina, rétt áður en samkomulagið var gert. Um 250 pólskir menntamenn gáfu í gær út ásökun, þar sem þeir sögðu, að handtökur andófsmanna væru „siðlausar og órökréttar" og hvöttu til þess að allir pólitískir fangar yrðTu látnir lausir. Meðal andófsmanna, sem eru enn í haldi, er talsmaður KOR, Jacek Kuron, Kor-maðurinn Miec- yzslaw Grudzinski og Kazimierz Janusz, leiðtogi Robico-andófs- hópsins. komulagið í Gdansk, ef mennirnir yrðu ekki látnir lausir. Lögreglan handtók á laugardag nokkra há- skólaprófessora, sem höfðu verið verkfallsmönnum til ráðuneytis, en talið er, að þeir hafi verið látnir lausir. I Lodz var sagt, að lífið væri að færast í eðlilegt horf. vinna hafði verið lögð niður í um 20 verksmiðj- um — um einum fimmta verk- smiðja á Lodz-svæðinu. Pólska fréttastofan, PAP, sagði, að sam- göngur væru einnig komnar í eðli- legt horf í Slupsk og Elblag á strönd Eystrasalts. Eðlilegt ástand er einnig að komast á í Szczecin sagði fréttastofan. „Viturlegt“ Málgagn kommúnistaflokksins, „Trybuna Ludu“, kvað samkomu- lagið „viturlegt og heilbrigt" og staðfesta það viðhorf flokksins, að „aðeins sé hægt að leysa ástandið með samkomulagi við verkalýðs- stéttina". Blaðið endurtók þá stað- hæfingu, að „andsósíalísk öfl“ hefðu reynt að færa sér í nyt „réttlætan- lega óánægju verkamanna". Viðbrögð fjölmiðla í öðrum Austur-Evrópulöndum mótast af varkárni. Moskvu-útvarpið sagði fyrst frá fréttinni í morgun, en greinir ekki frá samkomulaginu í einstökum atriðum. Málgagn tékkó- slóvakíska kommúnistaflokksins, „Rude Pravo", birti stutta frétt um að vinna væri hafin að nýju. Vestrænir sérfræðingar veittu því eftirtekt, að opinberir fjölmiðl- ar í Sovétríkjunum, Austur-Þýzka- landi og Tékkóslóvakíu birtu yfir- lýsingu, þar sem bandaríski komm- únistaforinginn Gus Hall kenndi „veikri forystu" í Póllandi um verkföllin. Talið var ólíklegt, að ritskoðaðir fjölmiðlar þessara landa segðu frá þessari yfirlýsingu, ef hún bergmálaði ekki skoðanir Kremlverja. Erfiðleikar Eftir verkfallið standa Pólverjar frammi fyrir því geysierfiða verki að reisa við bágborinn efnahag, sem var kominn á vonarvöl jafnvel áður en verkföllin hófust. CIA sagði í júní, að Pólverjar skulduðu vest- rænum lánadrottnum um 20 millj- arða dollara. Nota verður rúmlega 90% gjaldeyristekna af útflutningi til að greiða skuldir. Tugir skipa hafa beðið með viðkvæman varning í höfnum. Fjölmiðlar í A-Evrópu Þagað yfir því helzta í Póllandi Varsjárbandalagsríkin hófu heræfingar sínar í norðurhluta A-Þýzkalands. Á símamynd AP sjást „vinir úr Varsjárbandalaginu“ — tékkneskir hermenn á skriðdrekum sínum. Símamynd ap. Bonn. 1. srptembrr. AP. FJÖLMIÐLAR í Austur-Evrópu hirtu um helgina fréttir um lausn vinnudeilunnar í Póllandi, en fólki í þessum löndum var lítið eða ekkert sagt um hinar ein- sta*ðu tilslakanir. sem verk- fallsmenn tryggðu sér. Fjölmiðlarnir lögðu áherzlu á, að verkamenn hefðu hafið aftur vinnu, og í flestum fréttum blaða V2T haldið áfram að saka „öfl andvíg sósíalisma* uiH 2? hvnda undir ólgu. Málgagn ungverska kommún- istaflokksins, „Nepszabadag", kvað það sterku átaki flokks og ríkisstjórnar að þakka að lausn hefði náðst. Blaðið minntist ekki á einstök atriði samkomulagsins en hafði eftir málgagni pólskra kommúnista, að „andsósíalistísk öfl“ hefðu stjórnað verkfallinu. Hæstráðandi Belgrad-blaðið „Politika" greindi mjög nákvæmlega frá lausn vinnudeilanna, en sjálfstæð verkalýðsfélög eru einn horn- steinn sósíalistastefnu Titos. Blaðið sagði að verkfallsleiðtoginn Walesa væri hæstráðandi við Eystrasalt og enginn drægi völd hans í efa. i' P '-'r’°níu. þar sem kolanámu- menn lögðu niður vínnu i o^"..'an tíma fýrir þremur árum, birti kommúnistamálgagnið „Scinteia" stutta frétt frá pólsku fréttastof- unni PAP um, að samkomulag hefði náðst í Stettin og viðræðum væri haldið áfram í Gdansk. „Megi Walesa lifa í 100 áru sögðu verkfallsmennirnir Gdansk. 31. ágúst. AP. LECII Walesa. leiðtogi verkfalls- manna í Gdansk, gekk að stálhliði Lenin-skipasmíðastöðvarinnar þegar samkomulag hafði náðst i gær og talaði við nokkra þeirra fjögurra þúsunda. sem safnazt höfðu saman fyrir utan til að heyra fréttirnar. -Ég geri ráð fyrir ykkur í vinnu , • hann við mann- a morgun," sagui ..— fjöldann. „Nú ættuð p.'ð allir^ao fara heim, hvíla ykkur, fara 1 o»? og fara svo í háttinn. Svo sé ég ykkur í fyrramálið." Mannfjöldinn söng síðan pólska þjóðsönginn og sálm og Walesa tók þátt í fjöldasöngnum. Síðan hyllti mannfjöldinn Wal- esa: „Megi Walesa lifa í 100 ár.“ „Við erum ánægðir yfir því að þetta bar árangur," sagði skipa- smiðurinn Thomasz Jodlowski, „en þetta er aðeins byrjunin. Við verðum að leggja hart að okkur til að glata ekki því, sem við höfum framgengt." Aðspurður hvort honum og öðr- um rvndist ^alesa °8 öðrum verkfallsleiðtogl'-m hafa mistekizt að einhverju leyti sagði Jodlowski: „Ég held að Walesa hafi fengið það sem hann bað um. Hann lét ekki undan fyrir ríkisstjórninni." Annar verkamaður, Jan Halber, var haldinn meiri efasemdum. „Auðvitað er ég feginn. Ég held að Walesa hafi ekki getað fengið meiru framgengt en við fengum, en ég held ekki að við höfum unnið algeran sigur, við unnum aöeins takmarkaðan sigur,“ sagði hann. „Ug við verðum að bíða og sjá hvort staðið verður við samkomu- lagið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.