Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 48
Síminn á afgretöslunni er 83033 JH«rj}unblal>i& Síminn á ritstjóm og skrifstofu: 10100 Jflorjjrmbtabib ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 F élagsmálaráðuney t- ið með áþreifingar um flugfélagsstofnun FélaKsmálaráöuneytiA átti i gær fundi með nokkrum full- trúum úr stéttarfélögum starfs- fólks Flugleiða. þar sem Arn- mundur Backmann. aðstoðar- maður Svavars Gestssonar, fé laKsmálaráðherra hleraði skoð anir og undirtektir við stofnur nýs flugfélags og þá hugsanlega að riki og sveitarfélög stæðu í forsvari slikrar félagsstofnunar. Arnmundur ræddi við fulltrúa stéttarfélaganna á sérstökum fundi með hverju félagi og lýsti hann þeirri skoðun sinni á fund- unum. að það virtist greinilega samdóma álit þeirra sem hann ræddi við, að liklega væri eina leiðin út úr vandanum. að stofna nýtt flugfélag. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gærkveldi, munu sumir viðmæl- enda aðstoðarmanns ráðherra hafa tjáð sig jákvæða gagnvart hugmyndinni og var bent á, að 200 til 300 starfsmenn Flugleiða hefðu þegar skráð sig á lista með yfirlýsingu um að þeir vildu standa að könnun á stofnun flug- félags, þar af munu vera um 40 starfsmenn í New York. Félagsmálaráðuneytið hafði frumkvæði að þessum fundum og mun eitthvert framhald vera á þeim i dag. Morgunblaðið hafði í gærkveldi samband við Erling Aspelund, framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs Flugleiða og spurði, hvort stjórnendur Flug- leiða vissu um þessar áþreifingar félagsmálaráðuneytisins, en eins og kunnugt er á ríkissjóður um 6% hlutafjár í Flugleiðum. Erling kvað Flugleiðamönnum með öllu ókunnugt um þessa fundi, enda sögðu viðmælendur Morgunblaðs- ins í gærkveldi, að hér hefði verið um algjört trúnaðarmál að ræða. Morgunblaðið spurði Erling Aspelund, hvort það væri rétt, sem fram hefði komið í útvarpi í Luxemburg síðastliðinn föstudag, að leggja ætti niður flug til Luxemburg hinn 1. nóvember. Erling sagði niðurfellingu Lux- emburgarflugsins á umræðustigi, slíkt kæmi til greina í versta tilfelli, en engin ákvörðun hefði enn verið tekin. Væri hennar að vænta um miðjan mánuðinn. Jólaútsala t.. • ? a smjon: Frá Tryggvt Gunnars.synl blm. Mbl. á Kirkjubæjarklaustri. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda í gærkvöldi var rætt um að efna til tímabundinnar útsölu á smjöri á verðlagsárinu ef slíkt virðist hagkvæmt við nánari athugun. Rætt hefur verið um að setja allt að 300 tonn af smjöri á útsölu og hefur framleiðsluráð þegar ákveðið að verja til þessa 150 m. kr. gegn því að jafnhá fjárhæð fáist frá ríkinu. Ríkisstjórnin hefur ekki enn samþykkt að taka þátt i kostnaði við smjörútsöluna. Miðað við þær tölur, sem verði að setja smjörið á útsölu nefndar eru hér að framan, má þarf að pakka því í sérstakar gera ráð lækki fyrir að smjörkílóið um sem næst þúsund krónur en hvert kg af 1. flokks smjöri kostar nú 3.760 kr. Sala á smjöri hefur dregist saman um 18,3% fyrstu 7 mánuði ársins miðað við sama tíma árið áður, en birgðir af smjöri er þó heldur minni nú en í fyrra. Til að unnt umbúðir og hefur flogið fyrir að útsalan yrði vart fyrr en í byrjun desember, en gert er ráð fyrir að hún standi í hálfan mánuð. Það skal ítrekað að endanleg ákvörð- un um hvort af smjörútsölunni verður og hvenær hefur ekki verið tekin. Bíður ASI eftir niðurstöð- um atkvæðagreiðslu BSRB? Þorsteinn Pálsson telur ASÍ hafa hafnað tilboði VSÍ án þess að reikna það út SAMNINGAMALIN milli Al- þýðusambands íslands og Vinnu- veitendasambands Islands voru i gær óbreytt frá því er viðræðu- slitin áttu sér stað á föstudag. Samkvæmt heimildum Guðlaugs Þorvaldssonar, rikissáttasemjara hafði sáttanefnd setið á fundum um helgina og i gær, en hann kvaðst ekki búast við að neitt gerðist, fyrr en liði á vikuna — menn þyrftu nokkurra daga um- þóttunartima til þess að átta sig á málum. 14-mannanefnd ASI kom til viðræðufundar i gær um stöðuna í samningamálunum og verður kvödd saman aftur á morgun, þar sem gert er ráð fyrir að tekin verði ákvörðun um fund 43ja-mannanefndar ASÍ. Samráðsnefnd VSÍ hafði verið boðuð saman til fundar i gær, en fundinum var frestað til klukkan 17 í dag. Samkvæmt heimildum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, er ólíklegt talið að nokkur breyting Vel varðveittir gripir rétt eins og nýpússaðir — segir dr. Kristján Eldjárn um fund silfurmuna að Miðhúsum í Eiðaþinghá — HÉR er um óvenju skemmti- legan fornleifafund að ræða. þvi þetta er digur sjóður, stærri en áður hefur fundist. og grip- irnir eru mjög vel varðveittir, rétt eins og þeir séu nýpússaðir og er það fyrst og fremst vegna þess hve gott er í þeim silfrið og litið blandað, sagði dr. Kristján Eldjárn fyrrum forseti íslands um silfursjóð. sem fannst á sunnudag á Miðhúsum i Eiða- þinghá á Fljótsdalshéraði. Dr. Kristján Eldjárn lýsti í nokkr- um orðum fundinum, en hann var af tilviljun staddur á Egils- stöðum um helgina. er Þór Magnússon þjóðminjavörður hafði samband við hann og greindi honum frá fundinum. — Þór kom síðan austur og við könnuðum fundinn nánar í sam- einingu í dag, en ég var af einskærri tilviljun gestkomandi hjá vini mínum Lúðvík Ingvars- syni á Egilsstöðum, sagði dr. Kristján Eldjárn ennfremur. — Þetta eru um 3 merkur silfurs eða um 700 grömm og líkt öðrum hlutum, sem fundist hafa hér frá 10. öld og borist hafa hingað með landnámsmönnum. Ég tel þá vera frá því einhvern tima fyrir 950, en hér er um mjög vel gerða skartgripi að ræða, unna af góðum silfursmiðum. Illa hefur verið með þá farið, því fornmenn bútuðu þess konar muni niður og beygluðu saman þegar þeir not- uðu þá í viðskiptum sínum sem gjaldmiðil og vógu á metaskál- um. Ekki taldi dr. Kristján Eld- járn óeðlilegt að gripir sem þessir hefðu nú fundist, land- námsmenn seldu eigur sínar heima fyrir silfur og notuðu til kaupa á nauðsynjum og sagði hann, að slíkir sjóðir gætu þess vegna fundist nánast hvar sem er á landinu, en þetta væri stærsti sjóður sem fundist hefði hérlendis. Sjá bls. 27 Dr. Kristján Eldjárn og Þór Magnússon kanna fornleifafundinn að Miðhúsum. Ljmm. Jóhann D. JAnaaon. verði á stöðu kjaramálanna, fyrr en niðurstaða liggur fyrir í alls- herjaratkvæðagreiðslu BSRB um samningsdrög þess og fjármála- ráðherra. Niðurstöður eiga að liggja fyrir 8. september og er búizt við fundi í 43ja manna nefnd ASÍ 9. eða 10. september. Eitt verkalýðsfélag mun nú vera að afla sér verkfallsheimildar, Vaka í Siglufirði. Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér virtist einsýnt að Alþýðusambandið hefði alls ekki reiknað út, hvað fælist í tilboði VSÍ, er það hafnaði því. Morgunblaðið bað Þorstein um að rökstyðja þessa fullyrðingu sína, og sagði hann þá: „Ef við tökum til samanburðar 11 neðstu flokkana hjá BSRB, sem Alþýðusambandið hefur helzt mið- að við, kemur í ljós, að hækkun vegna flokkatilfærslna er 2,12%, grunnkaupshækkun er 3,8% og áhrif gólfs í vísitölunni er 0,04%. Samtals er hér um að ræða 6,14% hækkun í 11 neðstu flokkum BSRB með þessum þremur kaupliðum. Skoði menn hins vegar samn- ingsdrögin, sem við lögðum fram fyrir helgi með sama hætti, kemur í ljós, að flokkatilfærslur gefa þar 3,5% að meðaltali og launahækk- unin nemur 2,75% að meðaltali eða samtals 6,2%. Af þessu er ljóst, að samningsdrög VSI eru, ef nokkuð er, heldur hagstæðari en BSRB-samkomulagið fyrir 11 neðstu flokkana og því fremur ef einungis er litið á Verkamanna- sambandið og Iðju, yrði þessi samanburður enn hagstæðari fyrir ASÍ.“ „Því er útilokað," sagði Þor- steinn, „að líta á útgöngu ASÍ fyrir helgi, öðru vísi en svo, að það sé fyrst og fremst að tefja fyrir því, að umbjóðendur ASI fái sams konar launahækkun og opinberir starfsmenn. Þessi samningsdrög fela fyllilega í sér að hlutfallinu milli almenns vinnumarkaðar og opinberra starfsmanna er haldið. Uthlaupið tefur því aðeins að verkamenn fái sambærilegar launahækkanir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.