Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1980 Á flakki um Fljótsdalinn: Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Myndir: Þ.Þ. „Mér finnst ég oft varg- ur í véum, þegar ég sundra þessu merkilega fjölskyldulífi tófunnar...“ Heimsókn til Þórhalls , Björgvinssonar, grenjaskyttu, Þorgeröarstöðum — Ekki dytti mér í hug að neyða hann son minn til að verða bóndi, til þess eins að jörðin héldist í byggð. Það væri lítill ávinningur að því. Og sjálfur hefði ég vel getað hugsað mér annað hlutskipti en að verða bóndi ... Ég hefði farið í vélanám. En þá var meira átak ungu fólki að rífa sig upp en nú. Þetta segir Þórhallur Björg- vinsson, nafntoguð grenjaskytta þeirra Fljótsdælinga, bóndi á Þorgerðarstöðum. Þorgerðar- staðir er fremsti bær í Suðurdal, norðanmegin árinnar. Sólin lék við hvern sinn fingur sem við keyrðum fram dalinn og þegar að bænum kom lagði þennan indæl- is bökunarilm að vitunum. Kona Þórhalls, Bergljót Jónasdóttir, var að baka kynstur af vínar- brauðum og bollum, sem siðan voru borin rausnarlega í gestina. — Ég segi nú ekki að það hafi ekki sína kosti að vera bóndi, segir Þórhailur. — Bóndinn er auðvitað sjálfs sín herra. Ég held maður hafi nú heyrt það. Ég hef ekki búið stórt, er með svona 170 fjár. Þó hef ég nóg landrými, það vantar ekki, en ég hef sem sagt aldrei sótzt eftir stórbúskap. Eg hef oftast átt góða hesta, þetta kyn er komið frá Geldingalæk á Rangárvöllum, gæðakyn. — En hvort ég hafi viljað gera eitthvað annað? Já, því get ég svarað hiklaust játandi. Ég hefði viljað læra að fara með vélar. Ég hef alltaf hneigzt til þess og verið nokkuð laginn. En ég var sein- þroska og fannst ég ekki hafa getu né uppburði til neins. Nú eftir á, sé ég að ég hefði átt að herða mig upp, þegar áhugi er fyrir hendi liggur þetta meira og minna opið fyrir manni. Ég er að mestu hættur að hugsa um þetta núna — það er bara af því að þú spyrð ... En ég var á tímabili heldur óhress yfir því að hafa ekki drifið mig. En sá hængurinn var líka á að fóstri minn hefði þá verið einn og hann átti ekki marga að. Hann hafði reynzt mér ungum betri en enginn, svo að það hefði verið vont að fara frá honum, eða rífa hann upp héðan, hvar hann var átthagabundinn. — Já, ég hef verið refaskytta síðan 1942. Ekki var það fyrir áhrif frá fóstra mínum. Ég efast um, að hann hafi kunnað að halda á byssu, gæti verið, að því hafi ýtt af stað þetta brot af Vestfirðingi sem í mér er. Ég hef alltaf fengizt við veiðiskap af mörgu tagi. Veitt í vötnum og á landi, silung og rjúpu. Allt til lífsviðurværis, ekki upp á sport. Hvað refaskyttumálið snertir, fórum við tveir út í að prófa þetta. Sá er hefur verið með mér alla tíð er Ingólfur Gunnarsson. Kannski orsökin hafi verið sú, að ég gekk unglingur fram á kind, sem var étin upp að augum og ég varð illur út í kvikindið og hét að drepa þennan varg. En sannleik- urinn er sá, að þótt ég sé enn grenjaskytta, er ég löngu orðinn sáttur við tófuna. Mér finnst ég oft vargur í véum, þegar ég vinn greni og sundra þessu merkilega fjölskyldulífi sem ríkir hjá refn- um og ég hef stúderað þessi mörgu ár. — Tófan hefur sitt lag við fæðuöflun og uppeldi yrðl- inganna. Einu atviki man ég sérstaklega eftir. Við vorum að skima eftir tófu upp undir Jök- ulsá á Brú og heyrðum þá í heiðargæs. í henni var sorgar- hljóð. Þetta var um lágnættið og skyggni var vont. En í kíki sáum við hvíta tófu sem var að hirða ungana undan gæsinni, án þess blessað dýrið fengi öðrum vörn- um við komið en láta kveinstafi sína í ljós. Þarna var kallinn á ferðinni og síðan tók hann til fótanna og með ungana. Við misstum af honum um hríð, en síðan komum við auga á hann langt í burtu, hvar hann stóð uppi á melkolli og gaf frá sér hljóð. Heyrðum við svo og sáum að mórauð tófa allangt undan svarar. Þau kölluðust á nokkruih sinnum og síðan fór kallinn með ungana til hennar og slengir þeim fyrir framan hana. Hún dró þá heim, en kallinn hélt aftur á brott. Karlrefurinn fær ekki að- gang að yrðlingunum meðan þeir eru mjög ungir. Hann hefur það eitt á sinni könnu, að afla fæðu og verður að gera það ósleitilega, því að þeir eru frekir til fæðunn- ar. Reyni kallinn að nálgast grenið um of á þessum tíma verður læðan tryllt, rýkur í kallinn og úr geta orðið hin ferlegustu slagsmál. En þegar yrðlingarnir eru orðnir um mán- aðargamlir fer að verða breyting á. Þá missir læðan smátt og smátt áhugann og reynir nú að koma sér sem mest undan að sinna þeim og færist kallinn þá allur í aukana og má segja hann taki bæði við uppeldinu og fæðu- öfluninni. Þó er kellingin aldrei langt undan. Það er verulega skemmtilegt að sjá, hvað faðir- inn er umhyggjusamur og virðist hafa mikið gaman af því að leika sér við yrðlingana. Stundum taka bæði kallinn og kellingin þátt í að draga í búið, þegar yrðl- ingarnir fara að stækka, en það er sjaidgæfara en hitt. Það er mikill handagangur í öskjunni, þegar komið er með matinn heim, yrðlingarnir rjúka til og sá fær mest sem sterkastur er og frekastur. Síðan heldur fjöl- skyldan sér við grenið langt fram á haust, en þá eru yrðlingarnir sjálfir búnir að læra að afla sér matar. — Mitt svæði skiptist í svo- kallaða Múla og Vesturöræfi austur í Hnúka. Við Ingólfur getum nú víst bráðum farið að halda upp á gullbrúðkaupið okkar ef allt er reiknað. Lengsta útivist á grenjum eru allt að þrettán dagar á Vesturöræfun- um. Við vitum nokkurn veginn hvar hún heldur sig, tófan, en hún flytur sig og getur oft tafið fyrir okkur. Mér virðist að mað- urinn sé eina dýrið sem tófan hræðist. Enda er líka maðurinn grimmasta dýr jarðarinnar. Hann drepur ekki bara sér til lífsviðurværis, heldur hefur þetta sem tómstundagaman. Sunnudags- og sparirjúpnaveiði á að banna með lögum. Það er brot á helgidagalöggjöfinni að myrða fugl og fisk á sunnudögum ... Þórhallur hefur allur færzt í aukana en aðspurður um, hvort hann hafi aldrei sjálfur veitt silung á sunnudögum, glottir hann við. — Ætli ég hafi ekki gert það. Og mér finnst einhvern veginn meira í lagi að drepa fisk en fugl á sunnudögum. Það er kannski af því fiskurinn hefur kalt blóð ... Nú en við skulum halda áfram með tófuna ögn. Við fáum greidd daglaun, borgað fyrir hesta eða bíla og vissa upphæð á dýr. Sjálfir útbúum við okkur með nesti. Þó svo ég sé um margt hrifinn af tófunni, get ég ekki sagt að ég hafi verið neitt klökkur með að skjóta hana. En tófan er viturt dýr, sumpart er það kannski eðlisávísun, og hún treystir á þefskynið, enda síðri á sjónina. Eftir að tófa er búin að veðra hættu heldur hún sig alltaf í vindlínunni, því að lognið er hennar óvinur. Og sjónaukinn hefur reynzt tófunni hættulegur, ekki síður en byssan veiðimanns- ins. — Þessar ferðir mínar á heið- um hafa gefið mér ýmsan fróð- leik. Ég hef líka haft sérstaklega gaman af að fylgjast með fugl- um. Sólskríkjan er frábær fugl. Þar fer verkaskiptingin ekki milli mála. Kellingin sér ein um hreiðurgerðina og meðan hún liggur svo á syngur kallinn þind- arlaust fyrir hana. En eftir að ungarnir koma úr egginu er hann á sífelldum þeytingi að fæða þá og frúin kemur hvergi nærri. Mér finnst það meiri harðn- eskjan að láta hann sjá um þetta allt og kellingin lifir í vellysting- um praktuglega. Þegar ungarnir eru fleygir, virðast fjölskyldu- böndin rofna, það ríkja bersýni- lega allt önnur lögmál hjá sól- skríkjunni en til dæmis hjá ýmsum ránfuglum. — Já, ég hef alltaf farið dálítið á hreindýraveiðar hérna upp á heiðina milli Norður- og Suður- dals. Á grenjum hef ég sömuleið- is haft tækifæri til að kynnast hreindýrunum nokkuð. Við sjá- um þegar kýrnar eru að bera og hvernig þær sinna kálfunum. Það er skrítið að í góðri tíð virðist alltaf meira um kálfa- dauða. Þegar grær vel, virðist mjólkin hreinlega verða of holl — það er ekki ósvipað og flos- nýrnaveiki hjá kindum. Kjötið er bezt af dýrum, þegar þau eru að verða fullvaxta. Kjötið er vand- meðfarið nokkuð og má ekki líða langur tími frá því dýr er skotið og þar til það er tekið úr bjórnum. — Mér skilst að þú hafir reynt fyrir þér með fiskeldi fyrir æði löngu í vötnum hér í grenndinni áður en fiskeldi varð jafn út- breitt og nú? — Já, ég setti þrjátíu bleikju- seiði í Fossárvatn. Setti þau bara í fötur og labbaði með þau uppeftir. Varð að skipta um vatn nokkrum sinnum svo að þau dræpust ekki. Það hafði enginn fiskur verið í vatninu fyrir, í mesta lagi hornsíli. Svo setti ég seiði í Hólmavatnið, sem er fyrir ofan Klaustur. Það gekk vel að rækta upp fiskinn í Fossárvatni. En ég held að það hefði kannski þurft að veiða ívið meira til að jafnvægi héldist, fiskurinn er kannski orðinn full þéttur. Nú í vor hef ég í fyrsta skipti séð rykmý yfir Fossárvatni, sem ekki hefur orðið vart -í mörg ár. Rykmýið er ekki bitmý eins og mýið við Mývatn og þessar flugur eru í fæðukeðju fiskanna. — Ég er fæddur á Gaulverja- bæ í Flóa, segir hann mér aðspurður um uppruna sinn. — Foreldrar mínir skildu og ég fór í fóstur að Skeiðárholti til fimm ára aldurs, að ég kom hingað til Þórarins Stefánssonar, sem hér bjó. Festi yndi? Krakkar eru fljót að gleyma. En mér fannst þó erfitt í fyrstu að skiljast við fósturforeldra mína, þau Bjarna Jónsson, hreppstjóra, og Guð- laugu Lýðsdóttur. Foreldrar mínir voru upprunnir sitt úr hvorri áttinni, að austan og vestan, ég hafði ekki af þeim að segja fyrr en ég hitti móður mína þegar ég var kominn undir tvít- ugt. — Já, við bjuggum hér einir tveir. Fóstri minn var gefinn fyrir innanbæjarstörf, hann bak- aði og eldaði, prjónaði slæður og hvaðeina og var það sent til sýninga. Hann spann, litaði og prjónaði, ýmist í höndum eða á vél. Það var óvenjulegt að karl- maður prjónaði svona fínt eins og hann. Þetta var listafallegt margt sem hann gerði og ég hef grun um að Halldóra Bjarnadótt- ir hafi komizt yfir eina slæðu en annars á ég því miður ekkert af þessum handverkum hans. Sjálfur var ég aðallega í úti- verkum, fór snemma að fara í göngur og stundaði heyskapinn. Lengi vel var stundaður heyskap- ur, nokkuð sérstæður, hérna uppi á fjalli. Þar var slegið og bundið í bagga og síðan höfðum við 7 mm þykkan og 800 metra langan stálvír með trissum, sem við renndum böggunum á niður fjallið. Þeir flugu með leiftur- hraða niður og gneistaði stund- um af. Þarna uppi spratt vel, var raklent. Annar heyskapur var rýr. Sprettan á vorin var langt- um betri en nú, vorin voru svo miklu hlýrri fram fyrir 1950. Mér finnst ég ekki hafa séð almenni- legt gras svo árum skipti. Þetta hey sem við fengum af fjallinu var góður rauðbrystingur, ekki þessi ljósa stör sem ails staðar er. Túnið hér var ekki til að státa af né framfleyta mörgum, svo að þessi heyskapur á fjallinu var ekki til kominn út af neinu sporti, heldur af nauðsyn. Og alltaf var slegin há ef mögulegt var. Fyrsta hreyfing til ræktunar með vélum hér í Fljótsdal hefur verið í kringum 1940, en auðvitað höfðu menn fengizt við nokkra ræktun með frumstæðum útbún- aði áður. En fljótlega varð gjör- bylting í túnarækt á þessu svæði, eftir að vélar komu til sögunnar. — Jú, það er mikið býsnast yfir framförum á öllum sviðum, en meðan því er nú svo háttað á því herrans ári 1980, að hingað að Þorgerðarstöðum er ekki komið með póst, þá læt ég þetta allt vera, sagði Þórhallur í kveðjusk- yni og þessu er komið áleiðis til réttra aðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.