Morgunblaðið - 13.09.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980
11
4!
. h-^A—JI'
---■
I i
a.' iá
JÍ*-_ ,r • » »51 -wr"
f|j|iiii>'pfc^
. ., , t"T >; ! i h •1"’ÍV\ .■ ' i '““■ ■' 'Y"'“'■
X^TTl :*t <'• rj I'! .■; :■* :■• •■*' :v •" i" l' i" :•( — .— .— .-'
%- T-< ^OOCi./'OC1-
gaér^L~ :J "x"~ | '•■'j'i•• ‘ rjfe%yte ’iyg**«8
* í" í "'^ /ó A -■■•
• i c ’ v» > o
i.u óyov
Uppdráttrur eítir Otto Wagner.
Austurrísk
húsagerðarlist
og er hún tileinkuð húsameist-
aranum Otto Wagner og eru
verk hans þungamiðja sýn-
ingarinnar, en 60 ár eru frá
andláti hans.
Nú sem stendur og fram á
sunnudagskvöld gistir þessi
sýning Ásmundarsal, en þar er
eins og flestum mun kunnugt
aðsetur Arkitektafélags ís-
lands. Sýningin er svo sannar-
lega ekki einungis ætluð að ná
til þröngs útvalins hóps því
hún á erindi til allra er kunna
að meta frábært handbragð.
Hér geta menn í fyrsta skipti
á íslandi virt fyrir sér þau
vinnubrögð er voru til grund-
vallar uppbyggingar einnar
fegurstu borar veraldar á
þessum árum og fylgst með
breytingum er fylgdu í kjölfar
nýrra viðhorfa er fæddu svo af
sér seinni tíma gjörbyltingu í
húsagerðarlist.
Á 60 spjöldum getur að líta
100 drög og uppdrætti húsa-
gerðarlistamanna er sannar-
lega bera nafnbótina lista-
menn með mikilli reisn og
sóma því að þetta er allt
meistaralega vel gert og af
djúpri innlifun. Hvílíkur mun-
ur á slíkum vinnubrögðum og
t.d. reglustrikuspeki tækni-
fræðinga, byggingameistara
og rasspúðaarkitekta nútím-
ans.
Ég skal fúslega viðurkenna,
að mér leið fjarska vel innan
um svo listilegt handbragð
sem hér getur að líta, —
vinnubrögðin eru náskyld því
sem menn sjá hjá ýmsum
fremstu nútímalistamönnum
veraldar á sviði risslistar.
Þessir menn kunnu vissulega
að fara með túsk, rissblý,
litkrít, vatnsliti o.fl. á há-
menningarlegan hátt og
meistruðu hin hárnákvæm-
ustu litbrigði.
Sem flestir myndlistarmenn
ættu að leggja leið sína í
Ásmundarsal um helgina því
að þar er margt að læra, sem
vissulega kemur nútímanum
við og líkt og öll góð list er
nýlist út í fingurgóma.
Hafi þeir miklar þakkir er
gerðu þessa sýningu mögu-
lega, hún er vel og snyrtilega
sett upp og ekki á henni að sjá
að hún hafi flakkað langan veg
í tvö ár.
Bragi Ásgeirsson.
Portisch — Htibner II
í fyrstu tveimur skákum ein-
vígisins gerðist fátt markvert, og
enduðu þær báðar með jafntefli.
En í þriðju skákinni komst
Portisch í taphættu.
Þriðja einvígisskákin
Hvítt: Híibner
Svart: Portisch
Sikileyjar-vörn
1. e4 - c5,2. Rf3 - d6, 3. d4 -
cxd4. 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
a6, Najdorf-afbrigðið hefur lengi
verið í miklum metum hjá Port-
isch. Be3 - e5, 7. Rf3 - Dc7, 8.
a4! Þetta byrjunarkerfi hafði
Hiibner soðið saman handa
Portisch, áður en einvígið hófst.
Algengast er 8. Bg5. 8. — Be7, 9.
a5 - 0-0,10. Be2 - Be6,11.04)
- Rbd7, 12. Rg5 - Bc4. 13.
Ha4 — Bxe2, 14. Dxe2 Eftir
þessi uppskipti nær hvítur sterk-
um tökum á reitunum c4 og d5.
14. - Hfc8, 15. Rf3 - Dc6,16.
Hdl - BÍ8, 17. h3 - h6, 18.
Dd3 — Be7 Portisch finnur enga
leið til að bæta stöðu sína og
ieikur því mönnum sínum fram
og til baka í ráðaleysi. 19. Hdal
- Rc5, 20. Bxc5 - Dxc5, 21.
Rd2 hvítur hefur verið lengi að
undirbúa þennan leik. 21. —
Hc6, 22. Rc4 - Bd8
23. Hdl. Fram til þessa hefur
Hbner teflt vei, en hér átti hann
kost á betri leik. Riddarinn hefði
Skák
eftir GUÐMUND
SIGURJÓNSSON
átt að halda áfram ferð sinni til
d5, og þess vegna var betra að
leika 23. Re3. Portisch hefði þá
komist í verulega taphættu, en
nú sleppur hann með skrekkinn.
23. — Hb8! Góður leikur. Verra
var 23. — Bc7 vegna 24. Re3. Nú
græðir hvítur lítið á 24. Rxd6
vegna Bxa5. 24. Rd5 — Rxd5,
25. Dxd5 - Bc7. 26. Re3 -
Dxd5. 27. Hxd5 - Kf8. 28. Kfl
- Bd8, 29. Rc4. Hubner áttar
sig enn ekki á því að besti
reiturinn fyrir riddarann er d5.
29. - Ke7, 30. b3 - Ke6, 31.
Hal - Bc7, 32. Hadl - g6. 33.
Ke2 - f5. 34. f3 - Íxe4, 35.
fxe4 — Hf8. Svartur er á góðri
leið með að jafna taflið. 36. g3
- Bb8, 37. Hl-d3 - Bc7, 38. h4
- h5. 39. c3 - Bb8, 40. Rd2
Þetta ferðalag riddarans er
einnig misráðið. Riddarinn átti
sem fyrr að halda til d5, eða ella
sitja kyrr á c4. 40. — Ba7, 41.
Rf3 - Ke7, 42. c4 - Bc5.
Biðleikurinn. Allt í einu er
svartur kominn með aðeins
betra tafl, en Hubner heldur þó
auðveldlega jafntefli. 43. Hdl —
b6, 44. axb6 - Bxb6,45. Hfl -
Hc5, 46. Rd2 - Hxfl, 47. Rxfl
- Hc8, 48. Re3 - Bc5, 49. Hd3
- a5. 50. Rd5+ - Kf7, 51. Rc3
- Ha8. 52. IIf3+ - Kg8, 53.
Rd5 - a4.54. bxa4 - Hxa4,55.
Rf6+ - Kh8, 56. Hb3 - Kg7.
57. Rd5 - Ha2+, 58. Kíl -
IIc2, 59. Hb7+ - Kf8, 60. Hb8+
- Kf7, 61. Hb7+ og keppendur
sömdu jafntefli.
Guðmundur Sigurjónsson.
GREIÐSLUR FRÁ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
SVNISHORN
BEIÐNI oaos. 5. ágúst 1980
Til Tryggingastofnunar ríkisins um að leggja greiðslur inn á viðskiptareikning.
NAFN Jón Jónsson NAFNNÚMER 1234-5678 FÆÐINGARNÚMER 03.03.12-123
HEIMILI Laugavegi 234 SVEITARFÉLAO 105 REYKJAVÍK
Hér með fer ég þess á leit við Tryggingastofnun ríkisins, að hún leggi greiðslur til mín, jafnóðum og þær koma til
útborgunar, inn á neðangreindan viðskiptareikning hjá:
INNLÁNSSTOFNUN BÚNAÐARBANKI iSLANDS VIÐSKIPTAREIKNINGUR Ávísanareikningur BANKl HB REIKN. NR.
ÚTIBÚ/ Austurbæjarútibú viö Hlemm Sparisjóðsreikningur 0303 03 12345
REIKNINGSEIGANDI/MERKI Jón Jónsson Gíró/hlaupareikn.
Staðfest:
BUNAÐARBANKI ÍSLANDS
BANKASTIMPILL UNDIRSKRIFT
Tryggingaráð hefur ákveðið, að frá næstu ára-
mótum verði allar mánaðarlegar bætur Trygginga-
stofnunar ríkisins í Reykjavík greiddar inn á reikninga
í innlánsstofnunum. Óskað er eftir að þessir reikn-
ingar verði opnaðir sem fyrst. Sérstök eyðublöð fyrir
innborgunarbeiðni fást í Tryggingastofnuninni og
öllum innlánsstofnunum.
Þeir bótaþegar, sem óska eftir að fela Búnaðar-
banka íslands að taka á móti greiðslum frá Trygg-
ingastofnun ríkisins, eru beðnir að hafa sem fyrst
samband við aðalbanka eða útibú bankans í Reykja-
vík, þar sem þeir hafa eða kjósa að stofna viðskipta-
reikning (ávísanareikning eða bankabók) til inn-
borgunar bóta. Starfsfólk bankans veitir alla aðstoð
og leiðbeiningar við útfyllingu eyðublaða, og bank-
inn annast alla milligöngu við Tryggingastofnun.
Rétt er að benda rétthöfum lífeyris og bóta á, að
með hinu nýja fyrirkomulagi fá þeir greiðslur sínar
10. hvers mánaðar í stað 15. hvers mánaðar.
8 AFGREIÐSLUR í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI
Aðalbanki
Austurbæjarútibú
Miðbæjarútíbú
Háaleitisútibú
— Austurstræti 5
— við Hlemm
— Laugavegi 3
— HótelEsju
Vesturbæjarútibú
Melaútibú
Mosfellsútíbú
Garðabæjarútibú
— Vesturgötu 52
— HótelSögu
— Markholti 2
— Sveinatungu
/
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
✓