Morgunblaðið - 13.09.1980, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980
Ásgoir Þórhallsson: Siulinjíar VI
Á víkingaskipum frá
Noregi til Islands
Mér tókst að hafa upp á
Islendingi, sem tók þátt í sigl-
ingu víkingaskipa frá Noregi til
íslands þjóðhátíðarárið 1974.
Þessi íslendingur reyndist
vera 33 ára gamall garðyrkju-
maður, Kjartan Mogensen að
nafni. Við settumst inn á kaffi-
hús og fengum okkur kókó og
kleinur. Ég skráði frásögn hans:
„Ég var að vinna í Noregi og
kynntist Norðmanni, Jon Godal,
sem hafði áhuga á gömlum
norskum seglskipum og átti eitt
slíkt. Þessir bátar höfðu þróast
með gömlum hefðum, mann af
manni, frá víkingaskipunum og
verið notaðir sem fiskibátar í
aldaraðir. Grjót var haft í bal-
lest en því fleygt út þegar fiskur
kom í staðinn og gátu bátarnir
borið alit að 5 tonn. Okkur
langaði að sigla svona bát til
Islands og pöntuðum tvo, nokkuð
stærri. Þeir voru smíðaðir á
bátasmíðastöð í Þrándheimi og
tók smíðin eitt og hálft ár.
Ætluðum við að fjármagna þetta
með auglýsingum því við áttum
enga peninga, ég fátækur skóla-
strákur. Til greina kom að
Bandaríkjamaður kvikmyndaði
ferðina og vorum við að spá í að
háfa Coca Cola auglýsingu á
seglinu. En skipasmiðurinn
þurfti peninga og bráðum vorum
við komnir í vandræði.
Ég kom heim ’73 og gekk á
milli manna og sagði frá áform-
unum en ráðamenn trúðu þessu
hreinlega ekki. Ég flæktist á
milli stofnana og fékk enga
fyrirgreiðslu, var samt ekki að
biðja um neitt ókeypis. Páfarnir
vildu ekkert af þessu vita. Síðan
hef ég ekki verið hrifinn af
fyrirmönnum. Það eina sem mér
tókst var að fá 700 dagskammta
frá hernum, nokkurskonar neyð-
arpakka, í þeim var allt frá
klósettpappír upp í sígarettur og
buff. Þetta kom sér vel síðustu
dagana, því þá vorum við mat-
arlaus. Hér gekk erfiðlega að fá
menn, aðeins unglingar og
ævintýragemlingar buðu sig
fram, en við þurftum að fá
hrausta og fullvaxna menn.
Norðmenn voru í vandræðum
með þjóðhátíðargjöf svo úr varð
að Osló, Þrándheimur og Bergen
keyptu annan bátinn og gáfu
Reykjavík. Norska ungmennafé-
lagið gaf landsbyggðinni hinn.
Skipin voru skírð Örn og Hrafn.
Meiningin var að bátarnir yrðu
notaðir til að sigla með aldna
sem unga og kynna þessa sigl-
ingaíþrótt.
Síðan var skipunum siglt frá
Þrándheimi, niður með Nor-
egsströnd og til Fjaler, sem er
rétt sunnan við Bergen og er
heimabyggð Ingólfs Arnarsonar.
Gaman var að sigla með Nor-
egsströnd, veður var hlýtt og
fallegt landslag. Auðvelt var að
lenda og við skoðuðum hellarist-
ur, gengum á fjöll og sumir
sváfu í landi undir berum himni
með ábreiður yfir sér. Jon var
fróður og sagði skemmtilega frá.
Við rérum mikið fyrir innan
skerjagarðinn, þessir bátar kom-
ast 3—4 hnúta með samtaka
mönnum. Svo fórum við á dans-
leik. Tók þessi ferð tíu daga.
Lagt var af stað til Islands frá
Fjaler. Við vorum átta í hvorum
bát, fimm sem höfðum siglt, hitt
áhugamenn; og voru fjórir Is-
lendingar. Við gerðum þetta
gratís og ótilneyddir. Með var 18
ára norsk stelpa, sem reyndist
hörku kerling. Bátarnir voru
opnir og vissara að vera vel
klæddur, við lá að þyrfti að
skera föðurlandið utan af mér er
ég kom heim. Fimm gátu sofið í
skýlinu ef við lágum hlið við
hlið, þétt saman, þá var gamla
Kína-systemið á þessu, maður
sagði „snú“ og þá urðu allir að
snúa sér. Sumir sváfu úti. Reynt
var að borða upp á gamla
móðinn. Kex og súrmjólk var
mikið etið. Höfðum við pott úr
smíðajárni sem eldur var hafður
í og kjöt var steikt þar yfir.
Norðmenn voru með léttsaltað
lambakjöt sem látið var hanga
og etið hrátt með kuta, helvíti
gott og ekki hægt að stoppa
þegar maður var byrjaður, líkt
og harðfiskur. Nokkur villi-
mannabragur var á þessu.
Við ætluðum að koma við í
Færeyjum en höfðum ekki tíma
því afhenda átti bátana form-
lega 4. ágúst, þegar hátíðahöldin
stóðu sem hæst í Reykjavík.
Þetta eru mjög góð sjóskip,
verja sig vel, fara vel í sjó.
Siglingarhæfni er geysileg og
þarf ekki nema fjóra til að sigla
þessu, en víkingarnir sigldu á
helmingi stærri skipum. Þau
svara soldið seint og reka mikið
undan í beitingu en rosa skip á
lensi. í verstu rokunum sýndi
loggið 12 hnúta hraða, en prikið
sem hélt því brotnaði og eftir
það jók enn veðrið og þá byrjaði
hann að 2 „plana". Það er
ólýsanlegt, blóðið streymir upp í
haus. Þá verður maður að vera
vakandi við stýrið. Eitt sinn kom
ég á vakt með stírur í augum og
báturinn „planaði“ svona. Vind-
urinn kom soldið á ská og skipið
vildi leita í aðra áttina er það
datt fram af öldunum. Ég varð
að hlaupa með stýrissveifina á
öxlinni fram og til baka og varð
stífur af spenningi.
Þarna úti á hafi er sjóndeild-
arhringurinn lítill og ekkert að
sjá, ekki einu sinni fugl. Menn
létu vekja sig til að sjá sólarupp-
komuna því hún er alveg sérstök.
Lífið um borð var tilbreytingar-
laust, tekin löng slög. Hjá okkur
voru fjórir á vakt í senn á sex
tíma vöktum. Einn stýrði en
hinir að gaufa; tálga, splæsa,
sumir í fýlu. Skrítið hvað einn
gikkur getur eyðilagt. Þegar
lifað er svona þröngt úti á hafi
verða menn að taka á til að
umbera hver annan.
Skálað var við 200 mílurnar og
sent skeyti; stuðningsyfirlýsing
til yfirvalda.
Tveim dögum áður en við
komum til Grindavíkur kom
loftskeytamaðurinn út úr skýl-
inu, höfðum lítið senditæki og
kallaði til mín:
„Kjartan, það er síminn til
þín.“
Þá var það kunningi minn sem
er radioáhugamaður og vildi vita
hvernig ég hefði það og rabbaði
við mig um daginn og veginn.
Það var dálítið skondið.
Eftir tólf daga siglingu kom-
um við upp að Hjörleifshöfða.
Frá Bergen og til Grindavíkur
eru um 700 mílur en við sigldum
1200 vegna óhagstæðra vinda.
Höfðum við þá farið sömu leið og
Ingi gamli. Það er dáldið sérstök
tilfinning að sjá land rísa úr sjó.
Við Hjörleifshöfða lentum við í
logni í heilan dag. Þá var síðasta
rollan steikt og tollurinn drukk-
inn. Vélbátur dró okkur áleiðis,
við slepptum honum þegar kom
byr á ný. Útgerðarmaður í
Grindavík bauð okkur gistingu í
verbúð og máltíð og var það
frábært.
Að kvöldi fórum við frá Kefla-
vík og að morgni biðum við fyrir
Starfsaldurslisti flugmanna
Hinn 6. september birtist í
Morgunblaðinu grein eftir Kjart-
an Norðdahl um stárfsaldurslista
flugmanna. Er í grein þessari deilt
á Loftleiðaflugmenn og þeir sak-
aðir um „offors" og „óbilgjarna
framkomu“ og verður ekki hjá því
komist að gera nokkrar athuga-
semdir við málflutning Kjartans
Norðdahl enda þótt stjórn Félags
Ix)ftleiðaflugmanna telji deilumál
af þessu tagi verða hetur leyst á
öðrum vettvangi en síðum dag-
blaðanna.
Kjartani verður tíðrætt um
hugtakið sanngirni í grein sinni.
Eitt af því sem hann telur vera
sanngjarnt er að sá samdráttur
sem nú er að verða á flugi
Flugleiða hf. komi alfarið niður á
þeim flugmönnum sem áður störf-
uðu hjá I-ioftleiðum hf. Virðist
þessi skoðun greinarhöfundar
reist á þeim misskilningi að flugið
milli Luxemborgar og Bandaríkj-
anna sé eini þáttur starfsemi
Flugleiða hf. sem Loftleiðahluti
félagsins „eigi“. Kjartan kýs að
gleyma hlutdeild Loftleiða hf. í
Evrópuflugi íslensku flugfélag-
anna áður en sameining þeirra
kom til framkvæmda og lætur sem
Flugfélag Islands hafi „átt“ þessar
flugleiðir með öllu. Hið rétta í
þessu máli er auðvitað að þáttur
Loftleiða var fyrir sameininguna
mikill í flugi til Norðurlanda og
Bretlands. Samkvæmt athugun
sem nýlega var gerð hjá Flugleið-
um hf. á farþegaflutningum Loft-
leiða og Flugfélags Islands á
þessum flugleiðum árin 1968—73,
var hluttjeild Loftleiða 35,9% af
áætlunarflugi, 7% af leiguflugi,
eða 31,6% af heildarflutningum
þessi síðustu 6 ár fyrir sameining-
una. Eftir sameiningu flugfélag-
anna tveggja var þetta flug Loft-
leiða hins vegar úr sögunni og
fékk Flugfélag íslands það allt í
sínar hendur.
Þessi þróun mála hlaut að valda
Loftleiðaflugmönnum áhyggjum
og rituðu þeir m.a. starfsbræðrum
sínum hjá Flugfélagi íslands bréf
og fóru fram á að teknar yrðu upp
viðræður um hvernig standa
mætti að slíkum tilfærslum á
verkefnum á milli hinna tveggja
flugfélaga sem nú voru í eigu
Flugleiða hf., þannig að starfsör-
yggi flugmanna væri sem best
tryggt. En nú gerðist það, að
flugmenn Flugfélags Islands þótt-
ust ekki skilja að hér væri vanda-
mál á ferðinni og virtu kollega
sína ekki svars. Það var sem sé
skilningur Flugfélagsmanna að
þeir „ættu“ þessar flugleiðir til
Norðurlanda og Bretlands og
mátti einu gilda hvort starfsör-
yggi flugmanna Loftleiða hf. yrði
skert með þessu móti. Þetta var
talið vera sanngjarnt. Hér er ef
til vill að finna upphaf þeirra
deilna sem síðar hafa orðið um
sameiginlegan starfsaldurslista
flugmanna. Öll framvinda mála
Greinargerð frá
Félagi Loft-
leiðaflugmanna
eftir sameiningu flugfélaganna
hefur verið á einn veg, flug-
mönnum Flugfélags Islands hefur
fjölgað hlutfallslega en Loftleiða-
flugmenn hafa mátt sæta því að fá
f hendur uppsagnarbréf hvað eftir
annað, og virðist hlutur Loftleiða í
samsteypu hinna tveggja flugfé-
laga vera orðinn heldur lítill þegar
litið er til stærðarhlutfalla félag-
anna við sameininguna.
Þetta vandamál vegna tilfærslu
verkefna á milli flugfélaganna,
sem Flugfélagsflugmenn ekki gátu
skilið á sínum tíma, hefur nú
skotið upp kollinum á ný. Nú er
um að ræða hlut Arnarflugs í
leiguflugi Flugleiða og kveður nú
við annan tón hjá Flugfélags-
mönnum, enda snýr hið áður lítt
skiljanlega vandamál að þeim
sjálfum. Það er einkar athyglis-
vert að í blaðagrein (Mbl. 11. sept.)
eftir Kjartan Norðdahl sem hann
nefnir „Raunir forstjórans", talar
hann um að Arnarflug sé að taka
að sér leiguflug sem áður „hafi
verið drjúgur starfshlutur flug-
manna Flugleiða". Og Kjartan
segir: „Já, svona er lífið. Það er
ekki sama hver á í hlut.“ Einmitt.
Rett er að undirstrika að Félag
Loftleiðaflugmanna hefur engu
minni áhyggjur en Kjartan Norð-
dahl vegna einmitt þessara mála
en þykir jafnframt sjálfsagt að
benda á, að hér er um að ræða
þróun mála hliðstæða þeirri er
varð í Evrópuflugi flugfélaganna
eftir sameininguna, og áður er
getið.
Annað dæmi um sanngirni þá er
Loftleiðaflugmönnum hefur verið
sýnd er, þegar ráða átti nýja
flugmenn til starfa við innan-
landsflug Flugfélags ísiands árið
1975. Eins og svo oft áður stóð nú
svo á, að nokkrir flugmenn Loft-
leiða voru atvinnulausir vegna
uppsagna. Hugðust nokkrir þeirra
sækja um störf hjá Flugfélaginu.
Með tilliti til þess, að hér var um
að ræða flugmenn með mikla
reynslu, hefði mátt ætla að þeir
hefðu góða möguleika á að fá þessi
störf. Ennfremur, úr því að segja
þurfti upp flugmönnum á öðrum
„væng“ Flugleiða hf., hefði ef til
vill ekki þótt ósanngjarnt að ráða
þá til starfa á hinum „væng“
félagsins. En því var ekki að
heilsa. Flugmönnum þessum var
tjáð að þeir væru of gamlir til þess
að hægt væri að taka þá til greina!
Reynsla þeirra var einskis metin
og í staðinn voru ráðnir aðrir
flugmenn, yngri og reynsluminni.
Kjartani Norðdahl er mikið
niðri fyrir þegar hann fjallar um
DC-10-þotuna og er óspar á gífur-
yrðin í garð Loftleiðaflugmanna.
Þess ber að geta, að þessi flugvél
kom í stað DC-8-flugvélar Loft-
leiða og var ætlað að fljúga
eingöngu á N-Atlantshafsflugleið-
um félagsins. Það var þannig ekki
um að ræða aukningu á flugvéla-
kosti né heldur fjölgun flug-
manna, hvað þá að ráðast ætti inn
á þær flugleiðir sem flugmenn
Flugfélags íslands töldu sig
„eiga“. Þrátt fyrir þetta var þess
krafist að tveimur flugmanna
Flugfélags íslands yrði komið í
sæti flugstjóra á DC-10-flugvél-
inni. I sárabætur var boðið upp á
það, að einn Loftleiðaflugmaður
fengi stöðu flugstjóra í innan-
landsflugi. Nú voru Loftleiðaflug-
menn ekki of gamlir!
En hvaða starfsaldurslista
höfðu þeir Flugfélagsmenn í huga
þegar deilan stóð um DC-10-þot-
una? A þessum tíma var ekki búið
að gera samkomulag um sameig-
inlegan starfsaldurslista flug-
mannafélaganna, flugfélögin voru
enn tvö, og flugmenn voru enn
starfsmenn Loftleiða hf. annars
vegar, og F'lugfélags Islands hins
vegar. Og úr því að Flugfélags-
menn höfðu á sínum tíma talið sig
„eiga“ flugið til Norðurlanda og
Bretlands og Loftleiðaflugmenn
taldir of gamlir til þess að fljúga í
innanlandsflugi, var þá óeðlilegt
að flugmenn Loftleiða reyndu að
halda í það sem þeim hafði verið
úthlutað af verkefnum Flugleiða?
Kjartan Norðdahl telur að það
hefði leyst allar deilur um sameig-
inlegan starfsaldurslista að ráða
tvo flugmenn Flugfélags íslands í
stöður flugstjóra á DC-10-þotunni.
Hann virðist gleyma því að á
sínum tíma komu til starfa á