Morgunblaðið - 13.09.1980, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980
Páll V. Daníelsson:
Ekkert málefni er svo gott, að
ekki sé hægt að eyðileggja það að
meira eða minna leyti með röng-
um vinnubrögðum, vankunnáttu,
láta prsónulega hagsmuni ráða
ferðinni, vilja nota málefnið til
þess að ná sér niðri á öðrum, o.fl.
mætti telja. Jafnvel þótt flestir
vinni að slíkum málefnum af góðri
hugsjón, geta aðrir unnið svo
mikið ógagn að verr sé af stað
farið en heima setið.
I þessum efnum hefur Neyt-
endasamtökunum orðið fótaskort-
ur. Einn stjórnarmanna, Gísli
Jónsson, fyrrverandi rafveitu-
stjóri og slökkviliðsstjóri í Hafn-
arfirði, hefur haft forystu um að
gagnrýna gjaldskrá opinberra
stofnana og þá einkum Pósts og
síma og Rafveitu Hafnarfjarðar.
Hann hefur verið stórorður í garð
þessara stofnana, gert sig að
dómara og talað tæpitungulaust
um lögbrot í sambandi við ýmis
atriði þar sem engin dómsrann-
sókn hefur farið fram, hvað þá að
dómur hafi fallið. Við sem þekkj-
um Gisla Jónsson prófessor mund-
um láta okkur þetta í léttu rúmi
liggja, ef aðrir stjórnarmenn í
neytendasamtökunum hefðu ekki
fallið í þá freistni að taka undir
áróðurinn.
Eru eiginhags-
munir hvatinn?
En hversvegna lendir Póstur og
sími í þessu og Rafveita Hafnar-
fjarðar? Það skyldi þó ekki vera af
því, að prófessorinn hefur mestan
áhuga á fjölskyldumálum og þegar
honum líkar ekki eitthvað í þeim
efnum, þá noti hann aðstöðu sína
hjá Neytendasamtökunum til þess
að vinna að eigin málum? Rafveit-
an, sem hann þarf að skipta við, er
Rafveita.Hafnarfjarðar. Og það er
e.t.v. tilviljun að ein fyrsta at-
hugasemdin, sem Pósti og síma
barst frá Neytendasamtökunum
var út af 3.500 kr. reikningi innan
fjölskyldu rafveitustjórans fyrr-
verandi.
Siðan hefur ekki linnt látum.
Prófessorinn hefur stöðugt verið
að leita að einhverju, sem hann
gæti notað til þess að koma höggi
á Póst og síma, og þar sem honum
hefur ekki tekist að finna neitt
bitastætt, gerir hann kröfu um að
stofnunin hagi gjaldskrá sinni á
annan veg en hún gerir nú. En sú
breyting, sem krafist er fyrir
frumkvæði prófessorsins og Neyt-
endasamtökin hafa í þekkingar-
leysi á málum gert að sínum
kröfum, mundu bæði stórauka
misræmi í gjöldum á milli not-
enda, svo og hækka gjöldin, sem
notendur þyrftu að greiða, um
hundruð milljóna króna.
Rétt er að geta þess að Neyt-
endasamtökin hafa ekki skrifað
Pósti og síma bréf varðandi gjald-
skrá eða gjaldskrárgerð stofnun-
arinnar. Þau meta sig svo hátt að
þau tala helst ekki við neinn nema
á ráðherraplani, svo og frétta-
menn, til að básúna ágæti sitt!
Tekjur þarf á
móti gjöldum
Lögum samkvæmt á Póstur og
sími að standa undir rekstri og
fjárfestingu með sölu á vöru og
þjónustu. Viðskiptamenn stofnun-
arinnar eiga því að greiða öll
útgjöldin. Gerð gjaldskrár heyrir
undir fjármáladeild stofnunarinn-
ar, sem ég veiti forstöðu. Ég ber
því þungann af þeirri ábyrgð sem
gjaldskrá fylgir, enda þótt hún sé
gefin út af ráðherra. Hann verður
meira og minna að treysta á
okkur, sem að þessum málum
vinnum.
í grein í Morgunblaðinu 14.
nóvember 1978 gerði ég þessum
málum nokkur skil, en það virðist
hafa farið fyrir ofan garð og
neðan hjá Neytendasamtökunum,
ella hefði fáfræðin verið minni.
Þörf á gjaldskrá
Starfsemi Pósts- og símamála-
stofnunarinnar er margþætt og
nauðsynlegt er að þekkja sem best
hina ýmsu kostnaðarþætti til þess
að geta verðlagt hverja grein í
sem nánustu samræmi við það
sem hún kostar. Til þess að svo
megi verða, þarf það einnig að
vera fyrir hendi að geta mælt
magn þjónustunnar, hvern þátt
hennar og hvað hver og einn
notar. Að vísu er ekki hægt að
gera það með nákvæmni í einstök-
um tilvikum, vegna þess að til-
kostnaður við slíkar mælingar
yrði of mikill. Það er heldur ekki
hægt að láta hvern notanda greiða
nákvæmlega það sem fyrir hann
er gert, heldur verður að beita
vissu jafnaðargjaldi. Þannig kost-
ar t.d. sama undir 20 gr. bréf,
hvert sem það er flutt út á landið,
án tillits til vegalengdar. Gjald-
skrá póstþjónustunnar fer því
eftir eðli póstsendinga og þyngd.
Þess ber þó að geta að það tíðkast
bæði erlendis og hérlendis að láta
almenn póstburðargjöld bera uppi
tap á þeim póstsendingarflokki,
sem kallast innrituð blöð og tíma-
rit. Hér á landi er hallinn á
póstburðargjöldum dagblaðanna
tilfinnanlegastur.
Sama gerist varðandi símaþjón-
ustu, að ekki er hægt að láta
vegalengdina eina ráða eða deila
kostnaði niður á hvert símtal. Hér
hlýtur því að vera um nokkurt
jafnaðargjald að ræða.
Hinsvegar er tiltölulega auðvelt
að verðleggja ýmsa vöru sem
Póstur og sími flytur inn, eins og
símstöðvar til einkanota, talfæri
og ýmsan annan tækjabúnað. Verð
þessarar vöru fer eftir verðskrá,
sem háð er innkaupsverði á hverj-
um tíma og breytist því sem næst
með hverri sendingu vegna hinnar
öru verðbólgu og gengissigs.
Grundvallarbreyting
Áður en lengra er haldið er rétt
að geta þess að símaþjónustan var
undanþegin söluskatti í smásölu
þar til árið 1972. Frá þeim tíma
skyldi innheimta söluskatt af allri
símaþjónustu eins og afnotagjöld-
um hverskonar, umframskrefum,
skeytum, stofngjöldum o.s.frv.
Innheimta söluskattsins breytti
ýmsum grundvallaratriðum í
gjaldskrá, notendum mjög í óhag.
Póstur og sími greiddi ávallt
fullan söluskatt í tolli af öllum
innfluttum vörum til starfsemi
sinnar og nú bættist það við að
Páll V. Daníelsson
innheimta söluskatt af þjónust-
unni. Söluskatturinn var því orð-
inn tvöfaldur.
Neytendasamtökin eru andvíg
því að Póstur og sími hafi nokkra
verðskrá, heldur eigi allt að vera
rígbundið í auglýstri þjónustu-
gjaldskrá, enda þótt hún breytist
miklu sjaldnar en vöruverðið. Þá
yrði ekki um sölu á tækjabúnaði
að ræða. Er þetta eitt af þeim
aðalatriðum, sem prófessorinn
berst fyrir. Við skulum því taka
dæmi af stofngjöldum.
Tvígreiddur
söluskattur
Þar til seint á árinu 1978 var
talfæri innifalið í almennu
stofngjaldi og stofngjöld voru tek-
in af innanhússtöðvum og ýmsum
öðrum tækjabúnaði hjá fyrirtækj-
um. Póstur og sími þurfti því að
greiða fullan söluskatt í tolli af
talfærum og öðrum búnaði, en
hann er nú 25,85%. Þegar sölu-
skatt skyldi innheimta af stofngj-
öldum bættist hann ofan á og er
nú 23,5%. Söluskatturinn í heild
af taifærum, með því að hafa þau
innifalin í stofngjaldi, væri því
kominn í rúm 55%. Með þetta í
huga svo og að talfærin hækkuðu
mun meira en stofngjöldin, var
tekin sú ákvörðun við gjaldskrár-
breytinguna 10. nóv. 1978 að taka
talfærin út úr stofngjaldinu og
selja þau sérstaklega. Þegar það
var gert voru stofngjöldin ekki
hækkuð.
Vinna fyrir öryrkja
Þá má geta þess að talfæri eru
mjög mismunandi að gerð og verði
og vaxandi kröfur af hálfu not-
enda að geta haft nokkurt val-
frelsi um hvað þeir kaupa. Það má
og upplýsa, að Póstur og sími átti
niurtekin talfæri í þúsundatali,
sem var hægt að hreinsa og gera
upp þannig, að þau væru jafngóð
að gæðum sem ný talfæri og hægt
að selja þau á lægra verði, en ekkL
var hægt að láta þau sem ný tæki
innifalin í stofngjaldi. Fékk Ör-
yrkjabandalagið það verkefni að
gera taifærin upp. Sú vinna hefði
ekki skapast, ef prófessorinn hefði
fengið að ráða.
Hægt að spara
neytendum stórfé
Eftir að talfærin svo og annar
búnaður var tekinn út úr stofn-
gjöldum og seldur notendum var
auðsótt mál að fá felldan niður
söluskattinn í tolli, enda var þá
orðið um verzlunarvöru að ræða.
Notendur þurftu þá ekki lengur að
greiða 55% söluskatt heldur að-
eins 23,5%. Söluskattur af al-
mennum talfærum er nú með því
að selja þau sérstaklega, frá
7000—13000 kr. lægri á hvert
talfæri eftir innkaupsverði þess en
hann hefði verið ef talfærin væru
innifalin í stofngjaldi. Ársnotkun
nýrra talfæra er orðinn ca. 6000
stk. Heildarlækkun á ári miðað
við tvígreiddan söluskatt yrði því
um 50 millj. króna. Séu aðrar
vörur innan verðskrárinnar tekn-
ar með sparast notendum um
250—300 millj. króna á ári.
Ég tel að skylt sé að forða
neytendum frá því að tvíborga
söluskatt eftir því sem hægt er.
Til þess ætlast söluskattslögin. Og
þótt 250—300 millj. kr. sé ekki
stór upphæð má ekki horfa fram
hjá henni. Og þótt Neytendasam-
tökin vilji heldur láta neytendur
borga þessa upphæð og binda alla
sölu á vöru og þjónustu Pósts og
síma í gjaldskrá, þá virðist okkur
að fólk telji nóg að borga, þótt því
sé hlíft við að greiða þessa upp-
hæð. Þar við bætist að gjaldskrá
getur aldrei orðið eins réttlát fyrir
hvern einstakling eins og það að
geta keypt þann hlut, sem fólk
æskir, og við sínu rétta verði. Það
er því furðulegt að Neytenda-
samtökin vilji hvort tveggja gera,
að fara þá leið, sem stórhækkar
vöruverðið og sem skerðir stórlega
valfrelsi neytenda, en með verð-
skrá skapast möguleikinn til meiri
fjölbreytni í símabúnaði og að
hann sé á lægra verði.
Þótt Gísli Jónsson prófessor sé
á móti þessu hlýtur að vakna sú
spurning, hvort hann sé það einn
eða hvort stjórn Neytendasamtak-
anna í heild sé á móti þessum
sparnaði neytendum til handa?
Fólk á heimtingu á að fá afdrátt-
arlaust svar við þeirri spurningu.
Orðhengilsháttur
Þau mistök urðu í prentun
gjaldskrár 10. nóvember 1978 í
sambandi við kaflann um flutning
á símum, að setningin um kostn-
aðargjald, á sama hátt og í
stofngjaldakaflanum, vantaði.
Eftir orðanna hljóðan gat því
verið umdeilanlegt hvort slíkt
gjald skvldi greitt í sambandi við
flutning. Stofngjöld og flutnings-
gjöld eru sama eðlis að því er
snertir uppsetningu síma í heima-
húsum, og alla tíð hefur gilt það
sama í þessum efnum. Má t.d.
benda á, að sumir fá síma í ný hús
á stofngjaldi, aðrir á flutnings-
gjaldi. Éðli málsins og réttlæti var
því augljóst ef orðhengilshætti
var sleppt. Hinsvegar valdi Póstur
og sími frekar að endurgreiða
þessar smáupphæðir, sem voru kr.
3.500 á einstakling, eða alls um kr.
900 þúsund, heldur en að standa í
illdeilum. Þar var ekki um að ræða
mat á lögmati.
Mismunandi
gjaldheimta
Þriðja atriðið, sem prófessorinn
í nafni Neytendasamtakanna hef-
ur gert athugasemd við er gildis-
taka gjaldskrárhækkana. Afnota-
gjöld eru innheimt ársfjórðungs-
lega, þ.e. fyrir þrjá mánuði í einu
fyrirfram og umframskerf þrjá
mánuði í einu eftir á. Nú vill
prófessorinn að hækkun komi ekki
á það tímabil, sem búið er að
greiða, enda þótt ný gjaldskrá hafi
tekið gildi fyrir þann tíma. Póstur
og sími hefur ávallt látið gildis-
tökudag gjaldskrár gilda jafnt
fyrir alla. Afnotagjaldainnheimtu
er skipt á alla mánuði ársins, þótt
á hverju svæði sé innheimt fyrir
þrjá mánuði í einu eins og áður er
sagt. Þegar ný gjaldskrá gengur í
gildi stendur því þannig á að
sumir eru búnir að greiða tvo
mánuði fram í tímann, sumir einn
mánuð og aðrir ekki neitt. Ef
útgáfa reikninga ætti að gilda þá
yrði um mismunun að ræða. Þá
mundu ekki allir greiða sama
afnotagjald. Sama er með um-
framskrefin að sumir skulda mán-
uð, aðrir tvo mánuði og enn aðrir
þrjá mánuði. Allt er þetta inn-
heimt eftir þeirri gjaldskrá sem
gilti á þeim tíma, sem umfram-
skrefin urðu til. Er nánast furðu-
legt að maður, sem telur sig
þekkja til gjaldskrárgerða og
framkvæmda þeirra, skuli láta sér
detta annað í hug, en að gildis-
tökudagur gjaldskrár geti verið
einhver annar en gjaldskráin segir
til um. Hinsvegar hefur tilviljun
ráðið því, að prófessorinn býr
sjálfur á svæði, þar sem liðinn er
einn mánuður af þremur fyrir-
framgreiddum þegar gjaldskrár
hafa tekið gildi. Vonandi er það
ekki hvatinn að því að Neytenda-
samtökin fari af stað með jafn
fáránlega mismunun gagnvart
notendum eftir því á hvaða svæði
þeir búa. Mundi krafa Neytenda-
samtakanna t.d. hafa í för með sér
þrenns konar afnotagjaldataxta í
Reykjavík.
Að hengja sig í
löngum snúrum
Langar snúrur hefur verið eitt
af þeim málum, sem prófessorinn
hefur verið að hengja sig í. I
gjaldskrá var getið um verð á
snúrum en ekki uppsetningar-
kostnað. Þá telur hann að ekki
megi taka gjald fyrir að setja upp
langa snúru, enda þótt hann viti
að gjaldskrárverðið gæti engan
veginn staðið undir kostnaði. Er
nánast furðulegt hve langt er
hægt að ganga í því að sýna
þankagang sem fávisku nálgast.
Karlson-talningin
Til þess að geta öðlast sem
mesta nákvæmni í viðskiptum er
notað mál og vog. Þetta virðist
prófessorinn ekki skilja. Að
minnsta kosti hefur hann risið
öndverður gegn svonefndri „karl-
son-talningu“, sem ákveðið hefur
verið að taka upp, en það er
tímamæling skrefa innan heima-
stöðva. Mál þetta er margþætt.
Þegar tekið var upp á langlínuleið-
um að lækka símtöl á kvöldin og
um helgar hafði það þau áhrif að
meiri dreifing kom á notkunar-
tíma langlínusambandanna svo að
þau nýttust betur. Á því var mikil
þörf til þess að geta dregið úr
fjárfestingu sem annars hefði
þurft til þess að mæta toppálagi
og gera símajjjónustuna á þann
hátt ódýrari. I innanbæjarkerfum
getur verið nauðsynlegt að fá
jafnari nýtingu og draga úr al-
mennum símtölum þegar álagið er
mest, þ.e. á hinum almenna vinn-
utíma. Tímamæling skrefa á þeim
tíma getur því gert tvennt. Hún
getur dregið stórlega úr fjárfest-
ingu vegna toppálags og hún getur
greitt mjög fyrir betri og hraðari
símaviðskiptum á venjulegum
starfstíma. Einkasamtölin mundu
þá flytjast yfir á kvöld og helgar-
tímann, þegar tímamæling væri
allt önnur eða félli jafnvel niður.
Þá má geta þess að aukin tækni
og tækjabúnaður gerir það að
verkum, að hægt er að nota
fjarskipti í æ ríkari mæli og
þannig yrði hægt að vera með
símalínur uppteknar allan daginn
í atvinnuskyni og það telst aðeins
eitt skref eins og nú er. Má þar t.d.
nefna gagnaflutning og tölvunotk-
un. Slíkt getur ekki talist eðlilegt
og verður til þess að auka síma-
kostnað hins almenna notanda.
Karlson-talningin er þáttur í því
að láta hvern borga fyrir sím-
notkun og hún er ennfremur liður
í því að draga úr kostnaði við
símþjónustuna svo hún geti í heild
orðið ódýrari. Þannig geta sparast
fjárfestingarútgjöld margföld að
kostnaði miðað við þann kostnað
að útfæra tímatalningu til inn-
anstöðvasímtala. Þegar mælingar
eru fyrir hendi má reikna með að
það geti orðið til þess að breyt-
ingar þurfi að gera á gjaldskrá og
það þyngi útgjöld þeirra, sem
mikið nota síma en þeir sem
minna nota hann eða beina notk-
Furðuleg vinnubrögð
N eytendasamtakanna
Krefjast hækkunar um 300 millj. króna á
gjöldum og takmörkun á valfrelsi neytenda.
Krefjast mishárra afnotagjalda af símum í
Reykjavík eftir því hvar fólk býr í borginni.
Allar gjaldskrár Rafveitu Hafnarfjarðar
teknar í gildi áður en þær birtust í Stjórnartíð-
indum á meðan stjórnarmaður Neytendasam-
takanna Gísli Jónsson prófessor var rafveitu-
stjóri.