Morgunblaðið - 13.09.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980
Hermenn vopnaðir vélbyssum voru á verði á öllum helztu Kötum Istanbul eftir byitingu hersins í gær. Ekki
kom til átaka í borginni og borgarbúar héldu sig innan dyra og fylgdust með tilkynningum i útvarpi.
Hvatt til endurreisnar
lýðræðis í Tyrklandi
London, 12. soptember. AP.
NOKKRIR vestur-evrópskir leið-
togar hvöttu til þess í dag, að
lýðræði yrði fljótlega aftur komið
á i Tyrklandi eftir herbylting-
una. Ahyggjum var lýst vegna
aðildar Tyrklands að NATO og
Veður
víða um heim
Akureyri 7 skýjaó
Amaterdam 17 rigning
Aþena 29 heióskirt
Barcelona vantar
Berlín 16 skýjaó
BrUcsel 19 skýjaó
Chicago 23 rigning
Feneyjar 23 heióskirt
Frankfurt 18 rígning
Fsereyjar 9 alskýjað
Genf 19 heióskírt
Helsinki 15 rigning
Jerúsalem 30 heióskírt
Jóhannesarborg 20 heióskírt Kaupmannahöfn 16 skýjaö
Las Palmas 25 skýjaó
Lissabon 33 heióskirt
London 18 skýjaó
Los Angeles 26 mistur
Madrid 33 heióskírt
Malaga 28 skýjaó
Mallorca 26 skýjað
Miami 29 rigning
Moskva 23 heióskírt
New York 28 heióskirt
Oslo 14 skýjaö
París 20 skýjaö
Reykjavík 7 skýjaö
Ríó de Janeiro 27 skýjaó
Rómaborg 27 heiðskírt
Stokkhólmur 16 skýjaó
Tel Aviv 28 heióskírt
Tókýó 30 skýjaó
Vancouver 19 skýjað
Vínarborg 16 skýjaó
aukins sambands landsins við
Efnahagsbandalagið.
Uggur var sérstaklega látinn í
ljós vegna þess að Siileyman
Demirel forsætisráðherra og Bul-
ent Ecevit, leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar, hafa verið settir í
stofuvarðhald.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
lýsti áhyggjum sínum vegna her-
byltingarinnar, en benti á að
fráfarandi stjórn hefði lítið orðið
ágengt í baráttu sinni gegn vax-
andi þjóðfélags- og
efnahagsvandamálum.
Sovézkir fjölmiðlar sögðu laus-
lega frá byltingunni án athuga-
semda. Tass sagði í frétt frá
Washington að athyglisvert væri,
að fyrsta fréttin um herbylting-
unathefði borizt frá bandariska
utanríkisráðuneytinu.
Forsætisráðherra Belgíu,
Wilfried Martens, sagði eftir
stjórnarfund, þar sem byltingin
var rædd, að „hvers konar bylting
væri mistök lýðræðis, mistök fyrir
lýðræðissinna i öllum löndum".
Hann lýsti þeirri von stjórnarinn-
ar, að lýðræði kæmist aftur á
fljótlega.
Italska stjórnin kvaðst fylgjast
með ástandinu í Tyrklandi með
ugg, kvaðst vona, að komizt yrði
hjá alvarlegum afleiðingum og
hvatti til þess að mannréttindi
yrðu virt og lýðræði fljótlega aftur
komið á.
Utanríkisráðherrar EBE ræða
byltinguna á fundi sínum á morg-
un, en Tyrkland hefur látið í ljós
áhuga á inngöngu í bandalagið og
fékk frá því 100 milljón dollara
aðstoð í júlí. Talsmaður EBE
sagði, að fylgzt væri náið með
ástandinu og vonað, að mannrétt-
indi yrðu virt og lýðræði aftur
komið á. Kunnugir segja, að mikil
vandkvæði verði samfara meiri
aðstoð EBE við Tyrki meðan
herforingjar eru við völd.
Utanríkisráðherra Grikkja,
Konstantín Mitsotakis, sagði, að
Grikkir fylgdust af athygli og
áhuga með atburðunum í Tyrk-
landi. Talsmaður grísku stjórnar-
innar sagði, að frestað hefði verið
viðræðum starfsmanna utanríkis-
ráðuneyta Grikklands og Tyrk-
lands í Aþenu á morgun að beiðni
Tyrkja.
Umferð til
V-Berlínar
var stöðvuð
Berlln, 12. soptombrr. AP.
AUSTUR-þýzkir landamæraverð-
ir stöðvuðu alla umferð á aðal-
veginum milii Vestur-Berlínar og
Vestur-Þýzkalands i dag í tvo
tíma. þegar ökumaður litils lang-
ferðabils hafði ekið gegnum
vegatálmanir kommúnista og
reynt að komast undan til Vest-
ur-Þýzkalands.
Ökumaður bílsins, sem var
skráður í Wiesbaden, Vestur-
Þýzkalandi, hafði yfirgefið benz-
ínstöð í Vestur-Berlín án þess að
borga og barið niður benzínaf-
greiðslumann. Umferð til Vestur-
Berlínar og frá borginni var stöðv-
uð meðan reynt var að elta
ökumanninn uppi. Hann var að
lokum neyddur til að nema staðar
og var dreginn út úr bílnum og
leiddur burtu.
Utan ur heimi
Herbylting gegn
upplausn Tyrkja
Tyrkneski herinn hefur
þrisvar sinnum gert
stjórnarbyltingu á 20 ár-
um að byltingunni í gær meðtal-
inni, þar sem tyrkneskir stjórn-
málamenn hafa ekki getað kom-
ið í veg fyrir glundroða í stjórn-
málum og efnahagsmálum. Enn
er ekki ljóst hvort nýju valdhaf-
arnir verða færari en stjórn-
málamennirnir að fást við
aðalvandamál landsins — póli-
tíska hryðjuverkastarfsemi og
efnahagshrun.
Tveir helztu stjórnmálaleið-
togar Tyrkja — íhaldsmaðurinn
Siileyman Demirel, leiðtogi
Réttlætisflokksins, og sósíal-
demókratinn Búlent Ecevit, leið-
togi Lýðveldisflokksins — hafa
skipzt á um að stjórna landinu
með litlum árangri síðan herinn
greip síðast í taumana 1973.
SULEYMAN DEMIREL
— steypt í annað sinn
Útvarpsbylting
Herinn hefur einu sinni áður
steypt Demirel af stóli. Yfir-
menn hersins kröfðust þess að
hann segði af sér 12. marz 1971
og úrslitakostum þeirra var út-
varpað. Demirel sagði af sér
áður en einn sólarhingur var
liðinn og íhlutun hersins var
kölluð „fréttatilkynningar-bylt-
ingin". Bylting. hersins fylgdi í
kjölfar ólgu meðal verkamanna
og blóðugra óeirða í tyrkneskum
háskólum.
Herinn steypti einnig Mender-
esar-stjórninni 1960 undir for-
ystu Gursels hershöfðingja. Öll
stjórnmálastarfsemi var bönnuð
og leiðtogar fyrrverandi stjórnar
voru hengdir.
Tyrkir unnu mikinn hernaðar-
sigur þegar þeir gerðu innrás í
Kýpur 1974 og á þessum árum
bjuggu landsmenn við mikinn
hagvöxt sem nam að jafnaði um
sjö af hundraði. En fljótlega seig
á ógæfuhliðina þegar olía snar-
hækkaði í verði í þessu orkulitla
landi. Tyrkir hafa neyðzt til að
taka sífellt meiri lán erlendis og
nú er svo komið að efnahagur
þeirra er í kalda koli.
Skuldirnar nema meira en 15
milljörðum dollar;i og skortur á
erlendum gjaldeyri er tilfinnan-
legur. Tyrkir hafa neyðzt til að
endurskipuleggja fjármál sín frá
grunni og sú endurskipulagning
mun einhver sú mesta í sögu
alþjóðabankamála. Mörg tyrkn-
esk heimili voru óupphituð fjóra
tíma á dag í fyrravetur vegna
skorts á erlendum gjaldeyri til
að kaupa olíu. Verðbólgan fór
yfir 100% og fimmti hver maður
var atvinnulaus.
Skæruhernaður
Atvinnulausir unglingar sneru
sér að ofbeldisverkum og tóku
þátt í stöðugum borgarskæru-
hernaði sem hefur kostað sjö
mannslíf á dag að jafnaði það
sem af er þessu ári. Pólitískir
hryðjuverkamenn myrtu kunn-
asta fórnarlamb sitt í júlí þegar
BULENT ECEVIT — lítill árang-
ur
Nihat Erim fyrrverandi forsæt-
isráðherra féll fyrir hendi
þeirra. Dómstóll dæmdi nýlega
22 öfgamenn til dauða fyrir
þátttöku í blóðugum óeirðum
1978 þegar 111 manns voru
vegnir.
Pólitískar stofnanir Tyrkja
eru sniðnar eftir vestrænum
hugmyndum um þingræði og
lýðræði, en þeim var um megn
að ráða við þetta mikla álag.
Þinginu tókst ekki að kjósa
nýjan forseta í 114 atkvæða-
greiðslum vegna þráskákar Rétt-
lætisflokks Demirels og Lýðveld-
isflokks Ecevits. Þegar byltingin
var gerð voru herlög í gildi í 22
fylkjum Tyrklands af 67.
Heraflinn gaf út fréttatil-
kynningu 1. janúar með áskorun
til stjórnmálamanna um að
hætta að munnhöggvast og
koma sér saman um málamiðl-
unarlausn á þeim vanda hvernig
bregðast skuli við hinni þrálátu
öldu pólitískra hryðjuverka.
Öfgamenn hafa egnt til átaka
milli Sunni-múhameðstrúar-
manna og Shíta í sumum fylkj-
um og landsmenn eru fyrir löngu
orðnir þreyttir á rifrildi stjórn-
málamanna og ofstopa hryðju-
verkamanna.
Þetta gerðist 13. september
1976 — Ford forseti ákveður að
beita neiturnarvaldi gegn inn-
göngu Víetnam8 í SÞ.
1973 — Mesta loftorrusta
ísraelsmanna og Sýrlendinga í
sex ár.
1971 — Árásin á Attica-fangelsi
í New York-ríki (níu gíslar og 28
fangar drepnir).
1968 — Ritskoðun blaða komið á
í Tékkóslóvakíu.
1966 — Jóhannes Vorster kos-
inn forsætisráðherra Suður-
Afríku.
1955 — Vestur-Þjóðverjar og
Rússar taka upp stjórnmálasam-
band.
1943 — Chiang Kai-shek kosinn
forseti Kína.
1918 — Orrustan við Saint
Mihiel.
1912 — Uppreisn í Santo Dom-
ingo.
1882 — Bretar sigra Egypta við
Tel El-Kebir og leggja síðan
undir sig Egyptaland og Súdan.
1814 — Francis Scott Key semur
texta bandaríska þjóðsöngsins í
Fort McHenry þar sem hann er
fangi Breta.
1788 — Danir gera innrás í
Svíþjóð — New York verður
höfuðborg Bandaríkjanna.
1759 — Orrustan við Quebec
hefst með því að Bretar klífa
Abrahamshæðir og ráðast á
Frakka.
1743 — Worms-sáttmálinn um
brottrekstur Búrbóna frá Italíu.
1586 — Anthony Babington
leiddur fyrir rétt ákærður fyrir
samsæri um að tryggja Maríu
Skotadrottningu ensku krúnuna
með því að myrða Elízabetu I.
1536 — Karl V hættir umsátr-
inu um Marseilles.
1521 — Her Cortes tekur höfuð-
borg Azteca, Tenochilitlan, og
nær undir sig Mexíkó.
1515 — Orrustan við Marignano
hefst með áhlaupi Frakka á
Svisslendinga.
Afmæli. Clara Schumann, þýzk-
ur píanóieikari (1819—1896) —
Waíter Reed, bandarískur gerla-
fræðingur (1851-1901) - John
Joseph Pershing, bandarískur
hershöfðingi (1860—1948).
Andlát. 1592 Michel de Monta-
igne, rithöfundur — 1759 James
Wolfe, hermaður — 1806 Charl-
es James Fox, stjórnmálaleið-
togi — 1894 Emmanuel Chabri-
er, tónskáld.
Innlent. 1260 d. Skarð-Snorri
Narfason — 1894 Fyrstu hátíð-
arhöld verzlunarmanna í Ártúni
við EUiðaár — 1934 Fyrsti
Rotary-klúbburinn stofnaður —
1857 Uppgröftur bæjarrústa frá
fjórtándu öld á Stöng tilkynntur
— 1958 „Eastbourne" setur ísl.
varðskipsmenn í land hjá Kefla-
vík — 1878 f. Árni Pálsson —
1917 f. Jón Þórarinsson tón-
skáld.
Orð dagsins. Endurtekning
breytir ekki lygi í sannleika —
Franklin D. Roosevelt, banda-
rískur forseti (1882—1945).