Morgunblaðið - 13.09.1980, Page 25

Morgunblaðið - 13.09.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 25 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Lestrar og föndur- námskeiö f. 4—5 ára börn byrjar 15. sept. Sími 21902. Fimir fætur Aðalfundur og dansæfing í Templarahöllinni 13. sept. kl. 20. Innflytjendur Get tekiö aö mér aö leysa út vörur. Tilboö sendist augld Mbl. merkt: „Trúnaöur — 4085". Kvennadeild Rauöa- kross íslands Konur athugiö Okkur vantar sjálfboöaliöa til starfa fyrir deildina. Uppl. í s. 17394, 34703 og 35463. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖfO 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferöir 14. sept.: 1. kl. 09 Þjórsárdalur — Hái- foss. Verö kr. 7.000.-. Farar- stjóri: Hjálmar Guómundsson. 2. kl. 13 Keilir. Ekiö aö Höskuld- arvöllum, gengiö þaöan og á fjalllö. Fararstjóri: Guömundur Jóelsson. Verö kr. 3.500.-. Fariö frá Umferöarmiðstööinni aö austanveröu. Farseölar v/bíl- Inn. Feröafélag íslands. Krossinn Æskulýössamkoma í kvöld kl. 20.30 aö Auöbrekku 34, Kópa- vogi. Allir hjartanlega velkomnir. Heimatrúboöiö Óöinsgötu 6a Almenn samkoma á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. Fíladelfía Almenn guösþjónusta kl. 20.00 Raaöumaöur Rolf Karlsson. Kór kirkjunnar syngur, söngstjóri Árni Arinbjarnarson. UTIVISTARFERÐIR Skíöadeild Víkings Aöalfundur Skíöadeildar Víkings veröur haldinn í félagsheimilinu viö Hæöargarö mánudaginn 15. sept. 1980 kl. 20.00. Oagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf Stjórnin. Sunnud. 14. 9. 1. kl. 8 Þórsmörk, einsdagsferö, verö 10.000 kr. 2. kl. 9 Selvogsgata, gengiö úr Kaldárseli í Selvog, verö 5000 kr. 3. kl. 9 Skjaldbreiöur, létt ganga, ekiö um Mosaskarö f Haukadal, fararstj. Ásmundur Sigurösson Verö 8000 kr„ einn- ig Þingvellir, berjaferó, senni- lega síóustu möguleikar aó tfna bláber, verö 5000 kr. 4. kl. 13 Setvogur, berjaferó og landskoóun, verö 5000 kr. Brott- för í allar feróirnar frá B.S.Í. vestanverðu. Útivist. raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi óskast Iðnaðarhúsnæði óskast 300—400 ferm. iönaöarhúsnæöi óskast til leigu á Stór-Reykjavfkur- svæöinu eöa í Hafnarfirði. Lágmarkslofthæö 3 m. Þarf aö vera á jaröhæð meö innkeyrsludyrum. Tilboöum sé skilaó á augld. Mbl. fyrlr 20. sept. merkt: .lönaöarhús- næöi — 4342". Sumarbústaður óskast Óskum eftir sumarbústað á svæðinu frá Borgarfirði að Kirkjubæjarklaustri. Lág- marksstærð 30 fm. Skriflegar uppl. um verð, stærö, staðsetn- ingu, vatn, rafmagn, svo og byggingartíma, óskast sendar á augl.deild Mbl. fyrir 20. sept. nk. merktar: „Sumarbústaður — 4278“. Vestfjarðarkjördæmi Kjördæmissamtök sjálfstæöiskvenna á Vestfjöröum halda almennan fund aö Uppsölum, ísafiröl, sunnudaginn 14. sept. nk. kl. 3.30 eh. Fundarefni: Heimillö og neytendamálin. Framsögu hefir: Þorbjörg Bjarnadóttir skóla- stjóri. Almennar umræöur. Sjálfstæöiskonur fjölmenniö. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi býöur eldri borgurum hverfisins í hina árlegu skemmtiferö sunnudag- inn 14. september. Lagt veröur af staö frá Neskirkju kl. 13:00. Þátttaka tilkynnist í síma 23625 föstudag milli kl. 18:00—20:00 og laugardag í síma 34807 kl. 13:00—15:00. Fjölmenniö í feröina. Stjórnin. Orðsending frá Hvöt Föstudaginn 19. september verður markaður með allskonar muni og fatnað á útimarkaðn- um á Lækjartorgi. Þeir sem vilja láta eitthvaö af hendi rakna hafi samband við skrifstofu félagsins í Valhöll, frá 15. sept. n.k. milli kl. 9—12 f.h. ísíma 82900. f.h. fjáröflunarnefndar, Anna Ásgeirsdóttir. Kvlkmyndlr cftir ÓLAF M JÓHANNESSON ÞÖGNIN BRÝTUR KRISTAL? Sýninjfarstaður: Háskólabió (Mánudafrsmynd) KnipplinKastúlkan (Nafn á frummáli: La Dentelliere.) F rönsk-svissnesk. Ár: 1977. Handrit: Claude Corette/ Pasc- al Lainé, eftir skáldsöKu Lainé. Leikstjóri: Claude Corette. Þegar haustar og grá laufin taka að falla af himni er gott að skreppa í bíó. Hverfa inn í ókunnar veraldir þar sem lífið er annað hvort svart eða hvítt. Vondu mennirnir eru vondir, Þögnin brýtur kristal? góðu mennirnir hvítir englar, sem sagt allt á hreinu. Þá haustdaga sem nú hafa svifið inn í líf Reykvíkinga ber að með óvenju fögrum hætti. Sól og bjart laufið á trjánum ekki bara grátt en samt er einhver grá- mygla í mannlífinu. Allt ein- hvernveginn umsnúið. Einu bréfin sem berast inn úr póst- hólfunum, rafmagnsreikningar, simreikningar, skattreikningar. Allt ritað af ókennilegum tölv- um sem eru svo gáfaðar að menn kjósa fremur að þegja og borga en opinbera fávisku sína enda vita þeir að flotkrónurnar eru svo léttar að þær svífa upp í loftið líkastar flugdrekum sem þú getur aldrei náð í skottið á. Að vísu berast blöðinn inn í pósthólfin og þú skoðar myndir af brosandi verkalýðsleiðtogum við hlið brosandi ráðherra sem fá 160.000 krónu sjálfvirka hækkun meðan þú getur þakkað fyrir 1600 króna viðbót, og svo á næstu síðu er mynd af ygldum jarðskjálftafræðing sem þú hélst að ætti að brosa líka samkvæmt lögmálinu. Þú veltir jafnvel fyrir þér hvort orðið „félagi" hafi tapað gildi sínu líkt og flotkrón- urnar, það sé svona til skrauts á vissum tyllidögum þegar neftób- akið sáldrast yfir lýðinn og „félagarnir" vökna á eftir inn í kokteilhringjunum tæmandi glösin af svo miklum ákafa að hanastélin blotna í stólunum. Sú hnípna mannlífsröð sem stóð fyrir framan miðasölu Háskóla- bíós að bregða sér inn á mánu- dagsmyndina frá hinum gráa, áttlausa veruleika var ekki blaut af kampavíni. Varð mér hugsað til hinna stórkostlegu, tölvu- hönnuðu „félagsmálapakka" sem nú er dreift með skattseðlunum (að vísu hefur einn slíkur ekki flotið inn um bréflúgu undirrit- aðs með reikningunum en það stendur vonandi til bóta, félag- arnir nýbúnir að semja við bræður sína, bara eftir að skála). Væri ekki sniðugt að senda bíómiða með til dæmis stærsta pakkanum sem kemur væntan- lega á jólunum — slíkt sparaði bæði tímafreka samninga og dýr kokteilboð að ári. Menn myndu ábyggilega þiggja að fara frítt á bíó að sjá góðu mennina berja á vondu mönnunum, svo mætti veita popp í hléinu; þá gleymdu menn alveg allri vísitöluskerð- ingu eða hvað þetta nú heitir sem gáfuðu mennirnir eru alltaf að tala um í sjónvarpinu. Því miður varð mér ekki að þeirri ósk að sleppa úr grámyglu mannlífsins er ég steig inn í heim Knipplingastúlkunnar þennan fagra sólríka mánudags- eftirmiddag. Ég komst reyndar aldrei inn í heim hennar, þann lokaða sálarhjúp sem þessi ofurvenjulega dagsbrúnarstúlka á hárgreiðslustofunni huldi með líf sitt. Aðeins eitt augnablik þegar hún svikin af „vini“ sínum sest á grámyglulegu taugahæl- inu niðurbrotin fyrir framan mynd af hvítri vindmyllu á Grikklandi opnast manni þessi heimur. Heimur hreinleika, heimur heiðarleika, heimur hárra skatta en lítilla launa. Heimur sem hinn menntaði sið- fágaði „vinur“ hennar gat hvorki né vildi skilja. Fáar myndir hafa sagt svo sögu milljóna í nokkr- um hófstilltum orðum sem Knipplingastúlkan. Með þögn- inni taka þessar óbrotnu stúlkur lífinu, fegurð þess og Ijótleika. Þær beygja bak sitt til að sópa upp afskornu hári samborgara sinna eða afskornum þorskhaus sem hefir fallið af roðflett- ingarvélinni. Og þegar þær kom- ast af tilviljun í tæri við hina gylltu froðu kampavínsins láta þær sér nægja að dreypa á meðan aðrir svolgra í botn dreggjarnar: líf þeirra. Orð eins og „rík tjáning", „stórkostleg innlifun", „sannfærandi á allan hátt“, eiga ekki við um þessa mynd, þau væru tilgerðarleg, fölsk. Gegn þögn þessarar mynd- ar og því hyldýpi sem þar býr að baki eigum við ekkert svar. Við getum pakkað þjáningu þessa fólks inn í umbúðir í snyrtilegan „félagsmálapakka" en hún sytr- ar í gegn. Einn góðan veðurdag mun þetta fólk brjóta kristal glösin og skafa af þeim gylling- una. Nú þegar heyrum við óminn frá Gdansk, Bytom ... Varsjá. Minning - Leiðrétting í MINNINGARGREIN um Ás- mund Sturlaugsson frá Snartar- tungu hér í hlaðinu á fimmtudag- inn, varð misritun, sem réði merkingu málsgreinarinnar, er orðið sorg stóð í stað spor. — En svona hljóðar málsgreinin rétt: „Árin liðu kom að því að Snartartunguhjón brugðu búi, fluttust suður til Reykjavíkur, hef ég óljósan grun um að það hafi verið Ásmundi þung spor, en mikil gleði fyrir hann að vita að Sigur- karl sonur hans tók við búinu ...“ Gíslarnir sagðir við góða heilsu New York. (lení. 11. september. AP. WALDHEIM, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í dag, að hann ætti ekki von á því, að deilan um bandarísku gíslana í íran mundi leysast á næstunni. Sendifulltrúi írans í Genf sagði þar í dag, að gíslarnir væru við góða heilsu og væri vel farið með þá. Utanríkis- málanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur sam- þykkt að óska eftir því við Rauða krossinn, að hann sendi starfsmenn sína til að fylgjast með líðan gíslanna. u (.I.VSIM; \SIMINN Klt: ,£ j 22480 Bloröiinblntúh

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.