Morgunblaðið - 13.09.1980, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980
39
Banik Ostrava - ÍBV á miðvikudag:
5 gullmenn frá
Moskvuleikunum
í liði Tékka
Pálmi Jónsson FH í baráttu við varnarmann Þróttar. Lj°sm- Kristján.
Dýrmætur FH-sigur
í LIÐI Tckkóslóvakíumeistar-
anna, Banik Ostrava, sem leikur
við íþróttabandaiag Vestmanna-
eyja á Kópavogsvelli nk. fimmtu-
dag i meistarakeppni Evrópuliða,
eru martíir kunnustu knattsp-
yrnumenn Tékkóslóvakíu ok
kalla þarlendir þó ekki allt
ömmu sína i þeim efnum. í
liðinueru 5 af leikmönnum Tékk-
óslóvaku sem vann gullverðlaun-
in á ólympiuleikunum í Moskvu i
sumar. bað eru leikmennirnir
Zdenek Sreiner, Petr Nemec,
Rygel Zdenek, Wernwe Licka og
Libor Radimec. Þá er einnig i
liðinu einn frægasti knattspyrn-
umáur Tékkóslóvakíu Rostislav
Vojacek sem hefur leikið 24
landleiki fyrir Tékkóslóvakiu.
Þegar litið er yfir leikjaskrá
liðsmanna Banik sést að þar eru
engir nýliðar á ferð. Landsliðs-
markvörðurinn Pavol Michalik
(1951) hefur leikið 11 landsleiki og
138 deildarleiki. Pavel Macak
(1957) hefur leikið 24 deildarleiki.
I hópi bakvarða eru: Rostislav
Vojacek (1949), hefur leikið 19
landsleiki, 237 deildarleiki og
skorað 16 mörk. Libor Rdaimec
(1950) hefur leikið 128 deildarleiki
og skorað 14 mörk. Zdenek Rygel
(1951) hefur leikið 4 landsleiki, 172
deildarleiki og skorað 6 mörk.
Václav Pechacek (1959) hefur leik-
ið 23 deildarleiki og Lubomir
Srámek (1957) hefur leikið 24
deildarleiki.
Miðverðir eru Lubomir Knapp
(1950) sem hefur leikið 10 lands-
leiki, 161 deildarleik og skorað 33
mörk. Augustin Antalik (1953)
hefur leikið 73 deildarleiki og
skorað 7 mörk. Petr Nemec (1957)
hefur leikið 59 deildarleiki og
skorað 8 mörk. Zdenek Sreiner
(1954) hefur leikið 77 deildarleiki
og skorað 14 mörk.
Framherjar eru Werner Licka
(1954) sem hefur leikið 102 deild-
arleiki og skorað 30 mörk, Jozef
Marchevský (1952) sem hefur leik-
ið 54 deildarleiki og skorað 15
mörk.
Milan Albrecht (1950) hefur
leikið 54 deildarleiki og skorað 47
mörk, Václav Danek (1960) hefur
leikið 15 deildarleiki og skorað 6
mörk, Jan Matustik (1955) hefur
leikið 7 deildarleiki og Frantisek
Kadlcek (1958) er eini nýliðinn í
deildarkeppninni í liði Banik
Ostrava.
MEÐ SIGRI sínum yfir Þrótti í
gærkvöldi á Laugardalsvellinum
hefur lið FII sennilega tryggt sér
sæti í I. deild næsta keppnistíma-
bil. ÍBK sem í dag leikur gegn ÍA
verða að sigra i leiknum til að fá
aukaleiki um sætið i deildinni.
Sigur FlI-inga var sanngjarn
þeim tókst að ná tveggja marka
forystu í leiknum og börðust
allan timan vel. Þó mátti greini-
lega merkja að lcikmenn liðins
léku undir mikilli pressu og
framan af leiknum þrúgaði
spennan leikmenn en það lagað-
ist eftir því sem á lcikinn leið.
Það voru Þróttarar sem voru
fyrri til að skora, Halldór Arason
fékk góðan stungubolta inn fyrir
vörn FH komst einn innfyrir og
skoraði glæsilegt mark. Þetta var
á 31. mínútu leiksins og fram að
þeim tíma höfðu liðin átt fá góð
marktækifæri. Magnús Teitsson
jafnaði metin fyrir FH á 43.
mínútu með skoti af stuttu færi og
þannig var staðan í hálfleik. Mikil
barátta var í síðari hálfleik og
leikmenn Þróttar gáfu ekkert eftir
þrátt fyrir að til lítis væri að
vinna. Leikmenn FH urðu svo
sannarlega að hafa fyrir sigrinum.
A 63. mínútu meiðist Magnús
Teitsson illa í hné og var borinn af
velli. Meiðsli Magnúsar voru slæm
og verður hann sennilega frá
íþróttaiðkun í fjórar vikur að sögn
íþróttalæknis. I stað hans kom inn
á Guðmundur Hilmarsson og
skoraði hann strax eftir að hafa
fengið boltann inn í vítateig.
Guðmundur skaut góðu skoti að
markinu og boltinn hrökk af
Þróttur—FH 2:3
varnarmanni Þróttar í bláhorn
marksins.
A 85. mínútu fá FH-ingar auka-
spyrnu rétt utan vítateigs og
Viðar Halldórsson gaf vel fyrir
markið á Asgeir Elíasson sem
skallaði snyrtilega yfir Jón
markvörð Þróttar. Lokaorðið í
leiknum áttu svo Þróttarar er
Arnar Friðriksson minkaði munin
á 88. mínútu niður í eitt mark.
Leikur liðanna var þokkalegur og
mikil barátta í leikmönnum
beggja liða.
í stuttu máli. íslandsmótið 1.
deild.
Enn sigur
hjá KA
LIÐ KA bætti tveimur stigum í
safn sitt er liðið sigraði Ármann
á Akureyri i gærkvöldi 4—2.
Staðan í hálfleik var 1—0 Ár-
manni i hag. Lið KA var þó
sterkari aðilinn í fyrri hálfleikn-
um en var þó nokkuð seint í gang
og gekk illa að skapa sér hættu-
leg marktækifæri. Eyjólfur Ág-
ústsson misnotaði vítaspyrnu i
fyrri hálfleiknum skaut i stöng-
ina og framhjá.
Mark Ármanns kom á 11. mín-
útu leiksins, það skoraði Bryngeir
Torfason með góðu skoti. Ekki
voru liðnar nema fimm mínútur af
síðari hálfleiknum er KA jafnar
metin. Markakóngurinn Óskar
Ingimundarson skorar af stuttu
færi, og aftur á 62. mínútu og var
það 20. mark hans í 2. deild í
sumar. Áfram héldu KA-menn að
sækja og Gunnar Gíslason skoraði
á 63. mínútu og Gunnar Blöndal
innsiglaði sigurinn á 79. mínútu.
Sigur KA var mjög sanngjarn,
þeir voru betra liðið á vellinum og
léku oft vel. — þr/sor
Þróttur—FH 3—2 (1—1).
Mörk Þróttar. Halldór Arason og
Arnar Friðriksson
Mörk FH. Magnús Teitsson, Guð-
mundur Hilmarsson og Ásgeir
Elíasson.
Gult spjald. Logi Ólafsson og
Valþór Sigþórsson. — ÞR.
ÍBV sigraði
í 2. flokki
í gærkvöldi lauk úrslitakeppn-
inni í 2. aldursflokki í knatt-
spyrnu. Þrjú lið léku til úrslita
og fór keppnin fram í Vest-
mannaeyjum. Ileimamenn sigr-
uðu eftir hörkukeppni við Breiða-
blik úr Kópavogi. Sigraði lið ÍBV
2—1. Nánar verður skýrt frá
keppninni í þriðjudagsblaðinu.
• Tveir bestu leikmenn Banik Ostrava. Némec (t.v.) og Vojacek sem
leikið hefur 24 landsleiki. Báðir voru í sigurliði Tékka á ólympíuleik-
unum í Moskvu.
Leikir helgarinnar
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER
1. deild Laugardalsvöllur kl. 14.00 Fram
1. deild Akranesvöllur kl. 15.00
1. deild Vestmannaeyjavöllur kl. 16.00
2. deild Eskifjarðarvöllur kl. 16.00
2. deild Kaplakrikavöllur kl. 14.00
2. deild ísafjarðarvöllur kl. 14.00
SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER
1. deild Laugardalsvöllur kl. 14.00 Valur — Víkingur
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER
2. deild Laugardalsvöllur kl. 18.30 Fylkir — Þór
FöSTUDAGUR 19. SEPTEMBER
2. deild Akureyrarvöllur kl. 18.30 bór — ÍBÍ
UBK
ÍA - ÍBK
ÍBV - KR
Austri — Selfoss
Haukar — Þróttur
ÍBÍ — Völsungur
Athugasemd
Frá iþróttahúsi Kennaraháskóla íslands.
Af gefnu tilefni á íþróttasíðu Morgunblaðsins. föstudaginn 12. sept.
sl.. þar sem ÍR-ingar lýsa húsnæðisvandræðum fimleikafólks síns.
viljum við taka fram eftirfarandi.
Eftir venjulegan skóladag hafa eftirtaldir skólar íþróttasal KHÍ til
afnota: Háskóli íslands, Menntaskóiinn við Hamrahlíð. Tækniskóli
íslands, Stýrimannaskóli íslands, Vélskóli íslands og Kennaraháskól-
inn.
Eftirmiðdagstímar á laugardögum, sem íþróttabandalag Reykja-
víkur hafði áður til ráðstöfunar. eru nú leigðir Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Kvöldtímum í húsinu hefur ÍBR aldrei ráðstafað.
Virðingarfyllst,
Karl Guðmundsson.
FRAM - BREIDABUK
LAUGARDALSVELLI (DAG KL. 14.00.
Bikarmeistarar *79 og *8Q MÆTIÐ MEÐ FRAM'HÚFURNAR
fyrir
góðan mat
i