Morgunblaðið - 16.09.1980, Síða 11

Morgunblaðið - 16.09.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 11 Rúrik Haraldsson ok Erlingur Gíslason. Kjartan Ragnarsson er vax- andi leikritahöfundur og líklega væri réttara að kalla hann leikskáld eftir þetta verk. Ég verð þó að játa að viss atriði verksins þóttu mér slök. Það kom fyrir að málskrafið varð innantómt og efnið hættulega nærri því að lenda í farsaklóm. En þegar á allt er litið tókst Kjartani Ragnarssyni að sigla framhjá verstu skerjunum og skila okkur heilu verki, raðspili lifandi persóna þrátt fyrir allt. Sveinn Einarsson sýndi enn á ný hve vel honum lætur að stjórna leikriti eins og Snjó þar sem inntakið er borgaralegt, spurningarnar sprottnar úr ákaflega borgaralegri lífsskynj- un, m.a. sígildri kvenfrelsisum- ræðu. Ég hef fyrr getið Ieiks Péturs Einarssonar í hlutverki Magnús- ar bílstjóra. Nokkuð skorti á að aðrir leikarar næðu tökum á hlutverkunum. Einna bestur var Erlingur Gíslason, aðkomulækn- irinn. Rúrik Haraldsson lék hér- aðslækninn af sinni kunnu fag- mennsku, en án þess að persónan afhjúpaðist. Bríet Héðinsdóttir fékk tækifæri til að túlka per- sónu sem er ólík mörgum þeim, konum sem hún hefur verið að fást við á undanförnum árum. En Lára, kona aðstoðarlæknis- ins, varð yfirborðsleg í meðför- um hennar; ef til vill á höfund- urinn þar sökina. Ekki virtist Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir á réttum stað í hlutverki Dísu, húshjálpar. Það er víst orðinn fastur siður að segja að leikmyndir séu einfaldar. Það má einnig segja um verk Magnúsar Tómassonar. Gluggi hans sem líka er andlit verksins þótt hann láti ekki mikið yfir sér var að mínum dómi heppnuð umgjörð. Magnús naut góðrar lýsingar Páls Ragn- arssonar sem mun vera nýr maður á sínu sviði. Ungir Patreksfirðingar tóku þátt í söfnuninni Hungraður heimur. Efndu þessi börn til hlutaveltu í Apótekshúsinu á Patreksfirði í síðustu viku og afhentu sr. Þórarni Þór prófasti ágóðann, sem var 21.500 kr. og renna á til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Börnin eru f.v. Leifur Sigurðsson, Anna Sigurðardóttir og Sigurður Eiðsson. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Krisfins Sigurjónssonar hrl., Innheimdustofnunar sveitarfélaga. Jóns Briem hdl., Ævars Guðmundssonar hdl., Þorsteins Eggertssonar, lögfræöings. Axels Kristjánssonar hrl., Jóns Finnssonar hrl., Ólafs Axelssonar hdl., Jóns E. Ragnarssonar hrl., Lífeyrissjóös verslunarmanna, veröa eftirtaldir lausafjármunir seldlr á nauöungaruppboöi. sem haldiö veröur á bæjarfógetaskrifstofunni aö Auöbrekku 57, Kópavogi, þriöjudaginn 23. september 1980 kl. 14.00. Veröur uppboöi síðan fram haldiö á öörum stööum þar sem munir eru. 1. Dropa hillusamstæöa (3 eln.j, Ignls þvottavél. Baukneckt ísskápur, sófasett, hillusamstæöa, Westinghouse ísskápur, Electrolux þvottavél. 2. Laukvél. flökunarborö, flökunarvél, BIAB loftpressa, Egg plastformunar- vél„ Fay og Egan hjólsög, Hobart turbína hrærivél, Comet Vacuum pökkunarvéf, 2 suöuvélar, Foster frystiklefi. Foster kæliklefi Uppboösskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboöshaldara. Greiösla farl fram viö hamarshögg. Bæjaiiógetinn í Kópavogi. Nýhandbók mm «|| 0% | ^ Ulual Út er komin ný bók í handbókaflokknum ÁL; Mótun oq vinnsla. Bókin fjallar um framleiðslu og vinnslu hluta úr áli, steypun, pressun og stönsun. Einnig er fjallað um val aðferða, efna og verkfæra. Áður eru komnar út: ÁL - Suðuhandbók TIG - MIG ÁL - Samskeyting. Verð hverrar bókar er kr. 1.500,- Bækurnar fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík og Bókabúð Oiivers Steins í Hafnarfirði. skon luminium NORRÆN SAMTOK ALIONAOARINS ræða heildsölu, smásölu, veitingarekstur, afgreiðslur eða birgðageymslur - hafa Skrif- stofuvélar h.f. lagt áherslu á fjölbreytni í tegundum og gerðum „búðarkassa" frá viðurkenndum framleiðendum. Skrifstofuvélar h.f., tæknideild og söludeild, búa að áratuga reynslu og þjónustu í sam- bandi við „búðarkassa" þess vegna bjóðum við þér að njóta góðs af reynslu okkar. Allar ráðleggingar viðvíkjandi notkun reiknikassa, afgreiðslukassa og búðarkassa eru því fús- lega veittar. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. 5? Hverfisgötu 33 Simi 20560 KASSITIL S0LU! Er meS góia bókhaldsþákingu, undirstöðu í vorutalningu, og gefiur rétt til baka! Hlutverk gamla, góða „búðarkassans" hefur breyst meira en lítið með árunum. Nú er til dæmis talið sjálfsagt, að kassinn geti gefið til kynna hve mikið eigi að gefa til baka hverju sinni, haldi birgðabókhald, hafi eftirlit með vörubirgðum, sé með innbyggða verð- skrá, sýni sundurgreinda sölu eftir hvern söludag, o.fl. Vegna mismunandi þarfa hinna ýmsu fyrir- tækja, sem nota kassa, - hvort sem um er að Við bjóðum þér aö njóta góðs af reynslu okkar. HVERRSGATA 33 VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í tP Þl AIGLÝSIR l M VLLT LAN'D ÞEGAR Þl Al (■■ l.YSIR I MORGt NBLADIM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.