Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 fHtogtntltfiKfeifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Flutningar varnarliðsins fyrir Flugleiðir Bifröst og Eimskip bitust á sínum tíma um flutninga til varnarliðsins. Þá kom ríkisstjórn ekki nálægt málinu, enda þarf ekkert leyfi fyrir slíkum flutningum. Þeir eru á frjálsum markaði. En unnið hefur verið að því að auka flutninga varnarliðsins með Flugleiðum, bæði farþega- og vöruflutninga, sem það hefur sjálft annazt. Vonir standa til að samningar náist um það og væri það vel, ef það mætti koma Fjugleiðum að gagni, sem allt bendir til. Jafnvel aukið við einni ferð í viku til Ameríku. Steingrímur Hermannsson hefur unnið að þessu máli á raunsæjan hátt. Hann sagði í útvarpinu um daginn, að engin andstaða væri gegn því í ríkisstjórninni og var ekki annað að heyra en málið hefði verið rætt. Svavar Gestsson sagði í útvarpinu í fyrrakvöld, að þeir alþýðubanda- lagsmenn væru þó á móti flutningum fyrir herinn, en vildi þó alls ekki segja að málið væri „dautt". Var sem sagt á móti (gæti annars tapað atkvæðum), en þó ekki á móti (því þá gætu þeir misst stólana). Steingrímur Hermannsson kom aftur í ríkisútvarpið í fyrrakvöld og hélt fast fram flutningi Flugleiða fyrir varnarliðið. En nú taldi hann komna snurðu á þráðinn hjá kommum. Það verður gaman að fylgjast með þessu máli. Og fróðlegt fyrir flugfólk, sem á afkomu sína undir skjótri og g<W)ri lausn, og þá ekki sízt samhentri rikisstjórn, sem leggur það af mörkum, sem úrslitum getur ráðið. Tvö mál: Flug- leiðir og kjarnorkan r Itilefni af ummælum Arnar Johnsons um fréttastofu ríkisútvarpsins, svo og þvi, að rétt er, sem Sigurður Helgason hélt fram gagnstætt fréttastofu útvarpsins, þar til fréttamaður varð að viðurkenna „mistökin", að forsætisráðherra Luxemburgar hefðu verið lögð orð í munn, bæði í Þjóðviljanum og fréttum útvarpsins, vaknar sú spurning, hvort hér sé alfarið um mistök að ræða eða samspil af einhverju tagi. Flugleiðamálið í útvarpi og Þjóðviljanum minnir á meðferð annars máls sem blásið var upp og notaðar til þess vafasamar heimildir, svo að ekki sé meira sagt, þ.e. þegar ekki alls fyrir löngu var reynt að sannfæra Islendinga um það (þó að líf okkar gæti legið við) og auðvitað aðra líka, t.a.m. Rússa, að kjarnorkuvopn væru geymd á Keflavíkurflugvelli. Þá lék sami maður og nú hefur blaðrað hvað mest eina höfuðrulluna, Ólafur Ragnar Grímsson. Málsmeðferð „kjarnorkumálsins" og nú Flugleiðamálsins er harla lík og það sem einkennir hana ekki sízt eru fullyrðingar, sem ekki eiga við rök að styðjast, í staðinn fyrir að eingöngu sé byggt á staðreyndum. Og nú voru síðdegisblöðin bæði notuð með fimmdálka risafyrirsögnum á forsíðunni. Ritstjóri Vísis hefur af heilindum látið að því liggja að blað hans hafi verið notað með þessum hætti, en það muni ekki gerast aftur: „Hvað sem þessu líður, þá mun Víslr ekki taka þátt í þeim Ijóta leik að níða niður einstaklinga í pólitísku skyni, og Alþýðubandalagið þarf ekki að búast við því að síður Vísis verði notaðar til þjónkunar fyrir þau öfl, sem vilja einkarekstur feigan. Blaðið gerir ekki upp á milli þeirra stjórnmálamanna sem eitthvað hafa til málanna að leggja, án tillits til flokka eða skoðana, en það mun vissulega gera sitt til að standa vörð um frjálsan atvinnurekstur hér eftir sem hingað til.“ Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins hringir í „kontaktmenn" sína á þessum fjölmiðlum, ekki siður en útvarpinu. En hvað sem því líður ættu góðir fréttamenn ekki að láta nota sig með þeim hætti. En ekki er hægt að verjast þeim grunsemdum, að óprúttnum alþýðubandalagsmönnum hafi tekizt að sveigja fjölmiðla undir vilja sinn og þá í báðum þessum málum — ekki sízt ríkisútvarpið. Þessi samræmdu vinnubrögð eru svo keimlík, að fæstir trúa því, að um einskærar tilviljanir geti verið að ræða. En spyrja má: hvað gekk fréttamanni ríkisfjölmiðils til að reyna að koma því inn hjá fólki, að hér séu kjarnorkusprengjur — en til þess var leikurinn gerður? Og hvað gengur fréttamönnum nú til að draga taum þeirra, sem líta Flugleiðir hornauga — þó að því verði að sjálfsögðu ekki trúað, að fréttamenn útvarps vilji koma Flugleiðum á kné eins og kommúnistar. En er ástæða til að vekja athygli á sér með þessum hætti? Vonandi verður þessi leikur ekki endurtekinn. Góðir fréttamenn eru á verði gagnvart þeim, sem ætla sér að nota þá. Og nú ættu íslenzkir blaðamenn, ekki sízt fréttamenn útvarps, að vera vel á verði. Þeir og ríkisútvarpið eiga annað skilið en slíka misnotkun. Ritstjóri Vísis segir í grein í blaði sínu sl. laugardag, að upphlaup Ólafs Ragnars Grímssonar hafi „afhjúpað hann sem lýðskrumara". Og hann bætir við: „Frjáls dagblöð hafa jafnframt aðstöðu til að draga ályktanir af þessum leik, og hafa skoðanir á pólitískum hvötum þeirra loddara, sem hann stunda. Hinsvegar er það öllu verra ef Ríkisútvarpið bítur æ ofan í æ á agnið, og gleymir þeirri frumskyldu sinni að taka ekki afstöðu til málsaðila. Fréttastofa ríkishljóðvarps á ekki að hafa skoðun á því, hvort fyrirtæki er vel eða illa rekið, hvort stjórnendur þess séu vondir menn eða góðir. Fréttamenn ríkisrekins fjölmiðils eiga ekki að gerast málaliðar í rógsherferð pólitískra skæruliða." STARFSEMT FLUGLEIÐA í LL Ernst Moyen, við vinnu sina á flugvellinum i Luxemborg i gær. Ljósm. RAX. „Stöðuna hefði mátt gera betri, með réttum aðgerðum á réttum tíma“ l.uxrmborK 15. xeptrmber. Frá Árna Johnxen, blaðamanni MorKunblartsins. „VIÐ HÖFUM heyrt að íslensk stjórnvöld vilji þriggja ára áætlun f þessum flugrekstri og við von- umst til þess að eitthvað gerist, mér sýnist einnig að hugmyndir um nýtt flugfélag fái jákvæðari undirtcktir,“ sagði Ernst Moyen, stöðvarstjóri Flugleiða í Luxem- borg. „Flestir starfsmenn Flugleiða hér á flugvellinum eru frá Luxemborg og af þeim 18 sem sagt var upp störfum fyrir skömmu eru fjórir komnir í vinnu annarsstaðar nú þegar. Það hefur reynst auðvelt fyrir alhliða þjálfað fólk að skrif- stofustörfum að fá vinnu því hér hefur verið gott starfsfólk en það er verra fyrir hina. Sjálfur hef ég starfað í 15 ár hér hjá Loftleiðum og siðan Flugleiðum og hér hef ég öðlast mikla sérhæfingu sem kemur mér ekki að notum í öðru starfi, hvað svo sem verður, en maður vonar það besta og stjórnvöld hér hafa lagt á það áherslu að sérhæfð þekking leggist ekki niður. Með auknum flugrekstri og starfi hér hefur byggst upp þekking sem hlýtur að skipta máli að minnsta kosti fyrir Luxemborg. Það er erfitt að skilja þessa stöðu hjá Flugleiðum því þótt margt hafi hjálpast að í því að skapa neikvæða stöðu eins og eldsneytishækkanir, mikil sam- keppnisaukning, Tían úr leik siðast liðið ár og fleira og fleira, þá tel ég að það hefði mátt hafa stöðuna betri með réttum aðgerðum á réttum tíma. — Það hefði átt að lækka fargjöldin í Bandaríkjunum í maí sl. þegar ekki var hægt að selja þær og það bjargaði stöðunni hjá mörgum sem brugðu skjótt við og náðu nýtingu. Þá hefði átt að taka þetta föstum tökum í tölvuafgreiðslunni og keyra samkvæmt þeim. Það er einnig algjört stórmál að gefa ferða- áætlanirnar út tímanlega, þær hafa komið allt of seint út og stöðvað eölilega sölustarfsemi. Evrópumenn panta til dæmis með mjög löngum fyrirvara og þrátt fyrir seina út- komu ferðaáætlana erum við með mjög hagstætt söluhlutfall í Evrópu hvað þá ef hægt hefði verið að vinna markvissara fyrr á árinu. Við höf- um sýnt að það er hægt að selja Luxemborg og ég tel að umrætt tap hefði ekki komið til ef menn hefði verið samtaka í að taka fast á vandamálunum til þess að sigrast á þeim. Horfurnar eru ekki góðar eins og nú er komið en allt fer það þó eftir vilja hinna ýmsu aðila til þess að leysa málið og einnig eru horfur á að nýtt flugfélag komi til en þar er það mín hugmynd að skapa nýjar leiðir og möguleika tii ýmissa átta. Ég held að Luxairport geti ennþá selst á leiðinni, New York-ísland- Luxemborg, kerfið er gott og Lak- er-formið á þessu og Capitol-kerfið getur ekki gengið til lengdar því þessi rekstur verður ekki rekinn með því að hafa fluglvélarnar eins og strætisvagn sem týnir upp far- þega.“ Rekstur Flugleiða: Skila millj( frari efnaha i.uxemhorK 15. Noptember. Frá Árna Johns< „ÞAÐ ER mjög jákvæður vilji stjórnvalda hér að stuðla að þvi að Atlantshafsflugið haldi áfram og stjórnvöld hafa sýnt þann vilja með því að bjóða 90 milljón- ir franka til stuðnings Atlants- hafsfluginu og forsætisráðherra landsins hefur þrýst á að aðilar, sem málið snertir i Luxemborg, leggi jákvæðar tillögur fram I málinu. en það hefur verið mjög neikvætt hér fyrir framþróun mála að islenzk stjórnvöid hafa ekki getað ákveðið hvað þau vilja gera i málinu,“ sagði Einar Aakrann sölustjóri Flugleiða i Luxemborg i samtali við Morgun- blaðið i gærdag. Einar Aakrann hefur starfað í 25 ár í Luxemborg fyrir Loftleiðir og síðan Flugleiðir, en hann er norskur. „Það býr stríðsvilji í Islendingum og Norðmönnum," sagði hann, „enda víkingablóð á ferðinni. Fólk þessara landa er því dugmikið og það er góður starfs- kraftur, en það er mikilvægt að standa saman þegar það skiptir máli á alþjóðamarkaði. Einnig er það mikilvægt að íslendingar haldi þeirri reisn sem þeir hafa áunnið sér í flugrekstri á alþjóð- amarkaði. Góður vilji er auðsjáan- legur en hér spyrja margir: Hví skyldum við í Luxemborg gera Páll Andrésson, flugumsjónarmaður i Luxemborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.