Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 29 FXEMBORG Einar Aakrann solustjóri Flugleiða i Luxemborg hcfur starfað hjá fyrirtækinu í 25 ár. r 500 )num ika í igslífið ’n. blaðamanni Murjíunblartsins. meira í þessum efnum en íslend- ingar? Ríkisstjórnin hér hefur mikinn áhuga á framhaldi flugs Flugleiða yfir Atlantshafið og ég tel að viljinn sé fyrir hendi hjá báðum aðilum. Það er ljóst að Flugleiðir geta ekki klárað þennan rekstur á þessari leið á svipaðan hátt og áður nema með aðstoð, sérstak- lega á fluginu yfir veturinn. Þegar Steingrímur Hermannsson kemur hingað nú í vikunni vonumst við hér til þess að lausn finnist á málinu og þegar það skýrist hvað Islendingar vilja gera í málinu, hvort nýtt flugfélag verður stofn- að eða hvort rekstri Flugleiða verður tryggður grundvöllur." Hvað skilar umferð Flugleiða miklum fjármunum í rekstur hér í Luxemborg? A síðastliðnu ári voru það um 500 milljónir franka í það heila. Þar af fær Lux-air um 130 millj- ónir fr. 220 millj. franka fara í hótel- Og veitingarekstur, 30 milljónir fara í bílaleigur, 30 millj. fr. í Cargolux og ríkið fær um 20 milljónir franka í skatta. Þá má nefna að Flugleiðir kaupa hér eldsneyti fyrir um 400 milljónir franka. Reksturinn hér varðar þúsundir manna og telja hótelaðil- ar að rekstur þeirra dragist sam- an um 20 prósent ef flug Flugleiða fellur niður. Hjá Flugleiðum í Luxemborg voru mest 180 starfsmenn en eru 35 hjá Flugleiðum eftir að 18 var sagt upp fyrir skömmu. Það er því mikið atriði að þetta gangi áfram því ella raskar það mjög miklu hjá mörgum hér í landi og þess vegna hefur ríkisstjórnin sett mikla pressu á Lux-air nú til framhalds- viðræðna. Annars má geta þess að talsverður samdráttur hefur orðið í farþegafjölda hjá Lux-air í ár en það er vilji stjórnvalda hér að til komi fleiri möguleikar til og frá Luxemborg í ferðum tengdum öðrum heimsálfum. Þetta stendur illa nú en það hlýtur að breytast, 500 milljóna dollara tap hjá flugfélögum á Atlantshafsleiðinni fyrstu 6 mán- uði þessa árs getur ekki gengið mikið lengur. Við höfum gott kerfi og með eðlilegu ástandi tel ég að þetta geti gengið á jákvæðan hátt, en eins og stendur er þetta ein flækja vandamála. Það sýnir einnig að stjórnvöld í Luxemborg vilja halda áfram upp- byggingu flugsins hér, að verið var að ákveða að lengja flugbrautina hér úr 2830 m í 4000 m og sl. föstudag var ákveðið að leggja 70 milljónir dollara í þessa fram- kvæmd. Þar með er flugvöllurinn tilbúinn fyrir stærstu vélar en hingað ti) hafa þær ekki getað tekið nema takmarkað eldsneyti vegna stuttrar brautar og til dæmis hefur 747-vél Cargolux ekki getað lestað eldsneyti fullhlaðin nema til 6 tíma flugs. Margar ástæður eru til þessa vilja stjórnvalda hér og meðal annars eru hér í landinu um 110 bankar sem hafa aukið viðskipti sín samhliða uppbyggingu flugs- ins hér og umferðar í því sam- bandi. Ef þessi rekstur fellur niður þá er báturinn úti hjá mörgum aðilum. Það má heldur ekki gleyma því og margir af talsmönnum í Lux- emborg vita að það er starfsemi Loftleiða og Flugleiða sem hefur komið Luxemborg í sviðsljósið á landabréfinu utan Evrópu. „Rekstur Flugleiða varðar 500 fyrirtæki í Luxemborg44 Luxemborg, 15. september. Frá Árna Johnsen, blaAamanni MorgunblaðHÍns. „FLESTIR íslendinganna hér eru tengdir fluginu og er starf Flugleiða hér fellur niður verður geysilega mikil röskun á margan hátt hjá þessu fólki og samskipt- um við ísland, en nær allir íslendingar hér eru i starfi hjá Cargolux. Eg er sá eini af fáum íslenskum starfsmönnum Flugleiða sem sagt var upp og hef fyrir fjölskyldu að sjá. Ef ég missi mitt starf hér veldur það mikilli röskun á öllum mínum högum, ég á hér nýbyggt hús og 16 og 13 ára börn í skólum, þannig að margt kemur til,“ sagði Páll Andrésson flugumsjónarmað- ur og formaður íslendingafélags- ins hér, en í því eru um 400 manns. — Hvaða áhrif heldur þú að stöðvun flugs hingað hafi fyrir Luxemborgara sjálfa? „Þeir verða að byggja upp sam- göngur sínar á úthafsleiðum frá grunni því þetta hlýtur að halda áfram. En það er margt sem kemur til og til að mynda er mikið mál að byggja upp eins gott sölukerfi og Flugleiðir hafa byggt upp, en ég hef heyrt að það sé eitt hið besta í heiminum. Það hlýtur að verða að byggja upp flugið hér — segir Páll Andrésson, for- maður íslendinga- félagsins því það er orðinn svo snar þáttur í starfi og lífi þúsunda manna hér, hjá bílaleigu, hótelum, járnbraut- um og margs konar þjónustu í ferðamálum, en það hefur skipt miklu máli í þróun þessara mála og hinum mikla ferðamannafjölda að umferðin er ekki aðeins hingað heldur einnig og aðallega áfram út úr landinu til hinna ýmsu staða í Evrópu. Talið er að þessi rekstur varði um 500 fyrirtæki á einhvern hátt og tjónið af stöðvun verður ómetanlegt þar til tveimur árum eftir stöðvunina því þá kemur fyrst í ljós hvað hefur tapast hjá báðum löndum. Liðlega 40 prósent af öllum farþegum um Lux-flugvöll á þessu ári eru farþegar Flugleiða. Eg tel að það sé hægt að vinna þetta starf og þennan rekstur upp aftur en til þess þarf meðal annars að koma til aukin sam- vinna stjórnenda og starfsmanna Flugleiða." Karl Grönvold jarðfræðingur ásamt Páli Zophaniassyni bæjarstjóra sem fylgdist með starfinu á Stórhöfða og víðar. Ljósm. SiKuriteir. Mæla hreyfingar á jarðskorpunni í Eyjum og víðar VORIÐ 1978 hófu starfsmenn Norrænu eldfjallastöðvarinnar vinnu við nýtt verkefni, en með þvi er ætlunin að reyna að mæla hvort einhverjar jarðskorpu- hreyfingar eiga sér stað á Vest- mannaeyjasvæðinu. Fara þessar mælingar fram á svipaðan hátt og mælingar við Kröflu, þ.e. með hallamæium og fjarlægðarmæl- Nýlokið er mælingum í Vest- mannaeyjum og var mælt frá föstum punktum á Stórhöfða og Heimakletti yfir í punkta á eyjun- um í kring. Nákvæmnin er upp á sentimetra, en mælingin fer þann- ig fram, að lasergeisli er sendur úr tæki í spegla og tíminn þar til geislinn kemur til baka segir til um vegalengdina á milli staðanna. Karl og Bogi Agnarsson, flugmaður þyrlu Landhelgisgæzlunnar, gefa sér tima til að fá sér kaffisopa og samloku, en annars þurfti að nota góða veðrið til hins ýtrasta og þvi teygðist úr starfsdeginum. ingum. Fyrirhugað er að gera fjarlægðarmælingar á öðrum svæðum og má nefna að við Heklu, Kötlu og á Hengilssvæð- inu hafa slikar mælingar verið gerðar i sumar. Karl Grönvold jarðfræðingur sagði í gær að með þessu væri ekki endilega verið að spá í eldgos heldur að mæla hvort einhverjar óeðlilegar hreyfingar ættu sér stað í jarðskorpunni. Slíkar mæl- ingar gætu sagt fyrir um hvort jarðhræringar væru á næsta leiti og þessar mælingaaðferðir væru taldar líklegastar til að geta sagt fyrir um eldgos með einhverri vissu. Við þessar mælingar hefur Land- helgisgæzlan verið til aðstoðar og sagði Karl Grönvold, að þær hefðu vart verið framkvæmanlegar án þyrlu Landhelgisgæzlunnar. Auk þessara fjarlægðarmæl- inga er síritandi hallamælir á Stórhöfða og í Vestmannaeyjabæ, en auk Norrænu eldfjallastöðvar- innar tekur Vestmannaeyjakaup- staður þátt i þessu verkefni. Karl sagði að ekki væri búið að vinna úr þeim gögnum, sem aflað var í Eyjum í sumar, en þó væri ljóst að þar hefðu ekki orðið neinar meiri háttar hreyfingar á jarðskorp- unni. Fyrstasfldin barst á föstudag ÞorlákHhðln. 15. wptrmbrr. FYRSTA síldin barst hingað þann 12. sept. Saltað verður á tveimur stöðum, hjá Glettingi hf. og hjá Guðna Sturlaugssyni og Borgum hf., svo verður tekið við síld til frystingar hjá Meitlinum hf. eins og venjuiega. öll sildin, sem borizt hefur hingað fram að þessu hefur verið söltuð hjá Guðna Sturlaugs- syni og Borgum hf., eða 300 tunnur. 1 dag bárust 200 tunnur sem verið er að salta nú. Eins og venjulega snýst allt um síldina, en að öðru leyti er lítið um að vera. Handfærabátar hafa haft lítinn afla að undanförnu, en aftur á móti hafa togararnir aflað vel. Bjami Herjólfsson kom inn með 180 tonn fyrir helgi og verið er að landa úr Þorláki 140 tonnum. Aflinn af Bjarna Herjólfssyni er fluttur til Stokkseyrar og Eyrarbakka og unn- inn þar. Uppistaða í afla togaranna er karfi. Afli úr tveimur togurum, þeim Jóni Vídalín og Þorláki, er unninn í frystihúsi Meitilsins hf. — Ragnheiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.