Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 40
^Síminn á afgreiðslunni er 83033 JW*r0\inbln6ib Þak- gluggar #Nýborgr Armúla 23 — Sími 86755 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 Umferð Flugleiða á síðasta ári: Skilaði 9 milljörð- um í rekstur í Lux. UMFERÐ FluKlcirta skilaði 500 milljónum franka eóa um 9 millj- nróum islenzkra króna i rekstur í I.uxembort; á síóasta ári, að því er fram kemur í viðtali við Einar Aakrann. sölustjóra Flunleiða i LuxemhorK. sem birt er á miðopnu hlaðsins í da«. Til viðhótar má nefna. að Flutfleiðir kaupa elds- neyti fyrir um 100 milljónir franka I Luxemborif. Einar segir, að rekstur Flugleiða varði þúsundir manna í Luxemborg og t.d. muni hótelrekstur dragast saman um 20% ef flug Flugleiða fellur niður. Fram kemur í viðtal- inu, að stjórnvöld í Luxemborg eru jákvæð hvað varðar Atlantshafs- flugið. Hins vegar segir Einar, að það hafi verið neikvætt að íslenzk stjórnvöld hafi ekki getað ákveðið hvað þau vilja gera í málinu. Deilan um röðun starfshcita í launaflokka: Samkoniuþig lóksj milli VMSI og VSI SAMKOMULAG náðist I gærkveldi milli Verkamannasamhands Íslands og Vinnuveitendasamhands íslands um röðun starfa i launaflokka í samræmdum kjarnasamningi. Sam- komulagið var gert með fyrirvara um samþykki framkvæmdastjórnar VSÍ og 11-manna nefndar ASÍ. Samkomulagið máir m.a. út þann launataxtamismun. sem myndaðist í fyrra milli VMSÍ og Verzlunar- mannafélags Reykjavikur í einstök- um starfsheitum. er kjaradómur féll i máli VR gegn Kjararáði verzlunar- innar. Vegna þessarar röðunar starfs- heita í launaflokka milli VMSÍ og VSÍ hefur verið fundað alla helgina og i allan gærdag. Verkamannasam- bandið var það landssambanda innan ASÍ, sem skemmzt var á veg komið með röðun í launaflokka og því afhenti sáttanefnd aðilum á föstudag innanhússtillögu, sem kom málinu aftur af stað, en upp úr viðræðum slitnaði rétt fyrir síöustu mánaða- mót. Samkomulagið eyðir eins og áður segir mismun milli félaga Dags- brúnar og VR, en vægi þess mun í heild ekki vera mikið með tilliti til heildarsamkomulags ASl og VSÍ. Aðilar hafa verið boðaðir til nýs sáttafundar árdegis í dag klukkari 09,30. Þá mun 14-manna nefnd ASÍ koma saman í Borgartúni 22 og síðan verður haldið áfram að ræða við önnur landssambönd innan ASÍ. Var í gærkveldi búizt við, að Landssam- band iðnverkafólks yrði næst, en ef til vill getur sá fundur þó ekki hafizt fyrr en undir hádegi, þar sem samningamenn frá Akureyri komast ekki fyrr til sáttafundar. Þótt samkomulag hafi tekizt um röðun í launaflokka við VMSÍ, er enn eftir að semja um slíka röðun við önnur landssambönd. Þá er og eftir að semja um kauphækkunina og verðbótakerfið, þar sem ASÍ krefst gólfs og þaks, en vinnuveitendur vilja hlutfallslegar verðbætur á öll laun. Grindvíkingar á síld- veiðum við bæjardyrnar Sjómenn á smábátum hafa undanfarið komið að landi með stóra og fallega síld, sem þeir hafa veitt grunnt með landinu við Hópsnes. Bátarnir hafa verið með 3—6 lagnet og hafa fengið 2—4 tunnur í net. Þetta er í fyrsta skipti, sem vart verður veiðanlegrar síldar svo grunnt síðan á reknetaárunum. Þykir mönnum þetta lofa góðu og þakka verndun síldarstofna. Myndin er tekin á bryggjunni nýlega og eins og sjá má hjálpast menn að. ' Guðfinnur. Grindavík. Ók vélhjóli aftan á vöru- bíl og lézt Björk. Mývatnssveit, 15. september. DAUÐASLYS varð hér í umferðinni rétt fyrir klukkan 8 i morgun. 18 ára piltur á vélhjóli ók aftan á kyrrstæðan vörubil og mun hafa látist samstundis. Pilturinn var á leið í vinnu og var næstum kominn á leiðarenda þegar þessi hörmulegi atburður átti sér stað. Talið er að sólin hafi algjörlega blindað hann og hann því ekki séð vörubílinn fyrr en um seinan. Slysið varð á þjóðveginum skammt frá verkstæði Smyrils milli Reykjahlíðar og Kísiliðjunnar. Drengurinn átti heima í Mývatnssveit, en að svo stöddu er ekki hægt að greina frá nafni hans. — Fréttaritari. Ákærður fyrir þukl TÆPLEGA fertugur karlmaður var handtekinn i Breiðholti i fyrradag ákærður fyrir að þukla á ungri stúlku. Að sögn Þóris Oddssonar. vararann- sóknarlögreglustjóra ríkisins var maðurinn dæmdur í gæzlu- varðhald til 8. október nk. og gert að sæta geðrannsókn. Þórir sagði, að maðurinn hefði áður komizt í tæri við lögin fyrir sömu sakir, eða fyrir tveimur árum. Þórir gat þess, að maður- inn hefði ekki áynt neina tilburði til að nauðga stúlkunni, hefði aðeins farið um hana höndum. Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra: Falliim frá hugmyndum um stof nun nýs f élags „EFTIR þessar viðra-ður um belgina við starfsmenn, stjórn- armenn og stærstu hluthafa Flugleiða er ég heldur fallinn frá þeirri hugmynd að stofnað verði sérstakt flugfélag um Atlants- hafsflugið. en legg hins vegar til Ríkið veiti Flug- leiðum baktrygg- ingu til Atlantshafsflugs að ríkið veiti áframhaldandi Atl- antshafsflugi Flugleiða þriggja milljarða baktryggingu á ári i þrjú ár. Þetta er jafnvirði um eins og hálfs milljarðs á ári eða álíka og þær beinu tekjur, sem ríkið myndi missa, ef Atlants- Klifu Norðvesturvegg Skessuhorns fyrstir manna: „Léttara heldur en við ímynduðum okkur fyrirfram“ „KLIFRIÐ gekk mjög vel og leiðin var nokkuð léttari hcldur en við höfðu ímyndað okkur fyrirfram,“ sagði Snævarr Guðmundsson, ungur félagi í íslenzka Alpaklúbhnum, í samtali við Morgunblaðið, en hann ásamt félaga sínum. Jóni Geirssyni, vann það afrek sl. laugardag að klífa norðvesturvegg Skessuhorns í Skarðsheiði norðanverðri, fyrstur manna. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar að undanförnu, en menn jafnan þurft að snúa við. v-. r,-r Norðvesturveggur Skessuhorns í Skarðsheiði. Félagarnir klifu vegginn nokkurn veginn fyrir miðju hans. „Við vorum komnir undir vegginn rúmlega ellefu og héld- um strax af stað. Fyrsti áfangi gekk mjög vel og við vorum nokkuð hissa á því hversu bergið var furðu fast í sér, þ.e. að þokkalegar festur fengust. Við héldum áfram á fullri ferð og fyrsta verulega hindrunin var um miðjan vegg í einu kletta- beltanna. Þar var bergið mjög laust og lítið um tryggingar, en það hafðist nú allt saman. Áfram var haldið og einu vand- ræðin eftir þetta voru í efstu beltunum, en þar fengust nær engar tryggingar. Nú, á tindinn komumst við svo um sjö tímum eftir að við lögðum upp við rætur veggsins. Við höfðum gert ráð fyrir því, að þurfa að sofa í miðjum veggnum, og vorum með nauð- synlegan búnað fyrir slíkt, og í heild vógu bakpokarnir liðlega 15 kíló hjá hvorum okkar," sagði Snævarr. Hvaða tæknilegan búnað not- uðust þið við á leiðinni upp? — „Við vorum auðvitað með líflínu milli okkar. Þá notuðum við jöfnum höndum fleiga og svo- kallaðar hnetur til að tryggja okkur í bergið. Fleigarnir eru barðir inn í sprungur, en hnet- unum er smeygt inn í sprung- urnar, en fleigarnir og hneturn- ar eru tengdar við líflínuna með svokölluðum öryggislásum. Þá vorum við auðvitað með öryggis- hjálma á höfði," sagði Snævarr ennfremur. Þá sagði Snævarr aðspurður, að hann og Jón hefðu klifrað nokkuð saman í sumar, sérstak- lega í klettum, en þeir hefðu þekkzt í nokkur ár, enda báðir starfandi innan íslenzka Alpa- klúbbsins. Að síðustu má geta þess til gamans, að Snævarr og Jón voru ekki þeir einu, sem hugðust klífa norðvesturvegginn að þessu sinni. Þrír félagar þeirra hugðust klífa hann dag- inn eftir og tveir félagar til viðbótar ætluðu að reyna um næstu helgi. hafsflugið legðist niður.“ sagði Steingrimur Hermannsson. sam- gönguráðherra. i samtali við Mbl. i gærkvöldi. Steingrímur kvaðst vænta þess, að á rikis- stjórnarfundi i dag yrði tekin ákvörðun um stefnu ríkisstjórn- arinnar i málinu og hann færi svo til Luxemhorg á miðvikudag til viðræðna við stjórnvöld þar. Steingrímur sagði það hafa komið fram í viðræðum hans við framangreinda aðila, að menn vildu halda áframhaldandi Atl- antshafsflugi innan Flugleiða, en kvaðst leggja áherzlu á, að for- senda þess væri gott samkomulag milli stjórnenda og starfsfólks fyrirtækisins, sem Steingrímur sagði fúst til að leggja sitt af mörkum. Varðandi aukna eignar- aðild ríkisins að Flugleiðum sagði Steingrímur vanda annars flugs en Atlantshafsflugsins mikinn og því kæmi vel til greina, að hans mati, að ríkið kæmi inn sem stærri hluthafi í fyrirtækinu, en ríkið á nú 6%. „Ég get þó ekki samþykkt að eignaraðild ríkisins fari yfir 20%,“ sagði Steingrímur. Steingrímur kvaðst um helgina hafa átt fundi um málið með forsætisráðherra og félagsmála- ráðherra. Mbl. ræddi við Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, í gær, en meðal tillagna hans er að formlega verði skilið í milli Atl- antshafsflugsins og annars flugs. Svavar kvaðst ekki vilja segja neitt um málið. Það væri í um- fjöllun hjá ríkisstjórninni, en spurningu Mbl. um það, hvort málið yrði afgreitt í ríkisstjórn- inni í dag svaraði Svavar: „Ég reikna með því“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.