Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 Stór hæö — Teigahverfi 200 fm. efri hæö sem skiptist í 2 samliggjandi stofur 60 fm. og 3 svefnherbergi 15—20 fm. auk 30 fm. hols meö arni. Stórt eldhús og baö. Tvennar svalir. Mikiö útsýni. Upplýsingar aöeins á skrifstofunni. Fasteignasalan Túngötu 5, sölustjóri Vilhelm Ingimundarson, Jón E. Ragnarsson hrl. Byggingarlóð 2500 fm. byggingarlóö á góöum staö viö Nýbýlaveg í Kópavogi. Byggingarréttur strax fyrir 2x400 fm. verslunar- og skrifstofuhæöir. Auk þess aö hluta 3. hæö fyrir íbúöir. Á lóöinni stendur nú gamalt íbúöarhús og steyptur bílskúr, sem standa má meöan byggt er. Seljandi vill taka íbúö uppí kaupverö. Upplýsingar á skrifstofunni. Fasteignasalan Túngötu 5, sími 17900, heimasími 30986. Þjóðleikhúsið: SNJÓR eftir Kjartan Ragnarsson. Lýsing: Páli Ragnarsson. Leikmynd: Magnús Tómasson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Stundum er eins og Snjór gæli við aðferðir ærslaleiksins, en þetta er ekki áberandi í verkinu. För ræður alvara, ný þróun á ferli Kjartans Ragnarssonar sem leikritahöfundar og mun eflaust gera hann enn alvarlegri höfund í framtíðinni. „Ég var nú ekkert búinn að ákveða fyrir- fram að þetta yrði alvarlegt verk. Það einfaldlega varð þann- ig“. Þannig kemst Kjartan að orði um Snjó. Dauðinn og hjónabandið er það efni sem höfundurinn tekst á við í Snjó. í fyrsta þætti verður maður dálítið skelkaður við efn- istökin. Er þetta einhvers konar læknaróman á leiksviði, ástir borgarkonu og læknis og sömu- leiðis læknis og óbreyttrar al- þýðustúlku? Þetta má til sanns vegar færa. En úrslitum ræður að það sem upphaflega virðist ætla að bjóða upp á einfalda Dauðinn og hjónabandið Pétur Einarsson og Bríet Héðinsdóttir. lausn, öðlast dýpt og mannlega skírskotun í höndum höfundar- ins. Einna best gerða persónan í leiknum er Magnús bílstjóri, dæmigerður íslenskur erfiðis- maður. Hann er maður seiglu og lætur ekki bugast þótt hann missi son sinn ungan úr hvít- blæði. Sjaldan eða aldrei hefur Pétur Einarsson leikið betur en í þetta skipti. Héraðslæknir sem sjálfur er veikur, hefur fengið hjartaáfall, gefur höfundi tækifæri til for- vitnilegrar umfjöllunar. Honum til aðstoðar kemur sprenglærður ungur hjartasérfræðingur frá Reykjavík og kona hans. Þau eru bæði gamlir nemendur héraðs- LelKllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON læknisins. Hvað ástina varðar er ýmislegt flókið, ekki síst tengsl héraðslæknisins og konu að- komulæknisins. Sá síðarnefndi fær augastað á húshjálp héraðs- Iæknisins. Allt fer í hnút. Meðal þess sem Kjartan Ragn- arsson bendir á að hann sé að fjaHa um í Snjó, er vanmáttur mannsins og það að við neitum að viðurkenna veikleika okkar. í verkinu verður þetta tilefni dramatískra átaka sem á köflum komast vel til skila. Kjartan er laginn að fást við tákn (saman- ber Týndu teskeiðina). í Snjó er það auðvitað snjórinn sjálfur, snjóflóðið sem grandar skepnun- um og óttinn við enn geigvæn- legra.snjóflóð sem er táknmynd alls. Einnig er hugvitsamlega farið með þátt taflmannanna sem drengurinn nýlátni hafði mótað. Svörtu taflmennirnir eru stærri en hinir hvítu. Drengur- inn túlkaði heimsmynd sína með þessum taflmönnum, gruninn um dauðann sem varð öllu yfir- sterkari í lífi hans. L.A. sýndi „Beðið eftir Godot44 á Beckett-leiklistarhátíð á írlandi LEIKFÉLAG Akureyrar er nú nýkomið úr velheppnaðri leik- för til Bantry á írlandi. en þar sýndi Leikfélagið leikrit Sam- uels Becketts. Beðið eftir God- ot á fyrstu Beckett-hátíð, sem vitað er um í heiminum. Þarna voru ýmsir leikhópar víðsegar að af Bretlandseyjum og var Leikfélag Akureyrar eini er- lendi aðilinn sem boðið var að taka þátt í hátíðinni. Þrátt fyrir að leikritið væri flutt á íslenzku, vakti það mikla athygli og fékk mjög góða dóma. Sagt var frá sýningunni í Irish Times og írska útvarpinu og lokið þar miklu lofsorði á sviðsmynd, leikstjórn og var túlkun þeirra Viðars Eggertssonar og Árna Tryggvasonar sérstaklega nefnd. Þá sagði bandarískur gagnrýnandi að þetta væri bezta Beckett-sýn- ing sem hún hefði séð í 10 ár. Nokkuð illa leit út í upphafi með fjármögnun ferðarinnar, en þegar til kom fengust styrkir, bæði frá ríkinu og Akureyrarbæ, auk þess sem fyrirtækin Árnarflug, Smjör- líki hf. og Sambandið styrktu leikfélagið verulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.