Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1980 Talið að 80% til 90% veikinda- forfalla séu vegna streitu Rætt viddr.Pétur Gudjónsson „Það er talið að rætur 80 til 90% veikindaforfalla séu vejfna streitu. Það er því til mikils að vinna að vinna bug á þessu vandamáli. enda leKKja fyrirtæki i Bandaríkjunum ok raunar víðar mikla áherzlu á. að koma í veg fyrir streitu meðal starfsmanna sinna," satfði dr. Pétur Guðjóns- son en hann hefur undanfarna mánuði haldið streitunámskeið hér á landi. .Þessi námskeið eru i sjálfu sér ekki lækning við streitu — heldur er löífð áherzla á, að fólk átti sík á þessu fyrirbrÍKÖi ok læri ákveðnar æfinKar köku streitu. Námskeiðin eru ekki endi- leKa fyrir einhverja ofstressaða heldur einnÍK ok ekki siður fyrir hinn venjuleKa mann á Kötunni. Að hann Keti notið lífsins sem bezt. Allir. eða að minnsta kosti flestir eÍKa við streituvandamál að striða. Einhvern tíma þeKar éK var i Malasíu saKði við mÍK Kamall Kinverji — .sá, sem seKÍst ekki vera stressaður er annað hvort latur eða heimskur, — eða bara dauður.“ Dr. Pétur lauk stúdentsprófi frá MR 1966. Hann hélt utan til Bandaríkjanna ok lauk masters- námi frá Harvardháskóla. Þaðan lá leið hans til Chile þar sem hann lauk doktorsritgerð. Dr. Pétur hef- ur um árabil unnið að rannsóknum á eðli og orsökum streitu. Hann er forstöðumaður Synthesis Institute í Bandarikjunum en sú stofnun hefur um 10 ára skeið unnið að rannsóknum á streitu. Stofnunin hefur aðalbækistöðvar sínar í New York og teygir anga sína til um 40 landa. Dr. Pétur starfaði í þrjú ár á vegum Sameinuðu þjóðanna að menningar og félagsmálum. Um jólin kemur væntanlega út bók eftir hann og nefnist hún „Bókin um hamingjuna". Bók í svipuðum dúr var gefin út í Japan ’79 og varð metsölubók þar í landi. Starfsmönnum Morgunblaðsins var gefinn kostur, af hálfu blaðs- ins, á að sækja námskeið hjá dr. Pétri. Þátttaka vár góð og nám- skeiðin fjölbreytt og skemmtileg, — byggð á virkri þátttöku fólksins. Erlendis er algengt, að fyrirtæki gefi starfsmönnum sínum kost á að sækja námskeið sem þessi og Synthesis Institute hefur haft á sínum vegum námskeið fyrir stór- fyrirtæki, Bandaríkjastjórn auk ýmissa félaga. Árangur byggir á þátttakendum En hvernig eru námskeiðin byggð upp? „Árangur námskeið- anna fer að sjálfsögðu eftir þátt- takendum, — hvort þeir hafi stað- fastlega ákveðið að losa sig við þetta fyrirbæri — streitu. Sem betur fer held ég megi segja, að reynsla af þessum námskeiðum síðastliðið ár hér á landi sé góð og hún byggir á því að fólk fram- kvæmi þær æfingar, sem kenndar eru. Raunar ætti að vera jafn sjálfsagður hlutur að fólk læri að bregðast við streitu eins og það þykir sjálfsagt að læra að aka bíl. Streita á sér stað vegna breytinga, — til að mynda í starfi eða þegar skipt er um starf. Þegar breytingar eiga sér stað skapast streita. Und- irrótin er hræðsla við að missa. Nútímaþjóðfélag er sífelldum breytingum háð — hraðinn er einkenni þess. Breytingar eru meiri nú en á öðrum tímum sögunnar. Einstaklingar eru undir áhrifum stöðugra breytinga — hvort heldur efnahagslegra, fé- lagslegra eða persónulegra. Með öðrum orðum — óstöðugleiki er einkenni nútíma þjóðfélags. Ein- staklingurinn verður að setja þungamiðju lífs síns innra með sér — fremur en ytri hluta. Segja má, að namskeiðin séu byggð upp á sex þáttum. Og ég legg áherzlu á, að engar patentlausnir eru til, svo sem neysla áfengis, róandi lyfja eða trimms. Þessir þættir eru: 1) Þekking á streitu og einkennum hennar. 2) Slökunartækni til að minnka streitu í daglegu lífi. 3) Ákvörðun — það er einstakling- urinn taki staðfasta ákvörðun um að losa sig við streitu. 4) Grundvallarreglur til að fara eftir, svo streita myndist ekki. 5) Þekking orsaka streitu og vinna bug á þessum orsökum. 6) Læra kerfi, sem hægt er að nota í daglegu lífi til að þjálfa ofan- greind atriði. Allir þessir þættir verða að tengjast til þess að takast megi að vinna bug á streitu. Dr. Pétur Guðjónsson leióboinir á námskeiðinu fyrir starfslólk Morgunblaðsins. Mbl. myndir ÓI.K.M. Námskeiðin byggja á virkri þátttöku einstakl- inga Ég legg áherzlu á, að þessi námskeið eru ekki passív í sjálfu sér, heldur byggja þau á þátttöku einstaklingsins. Og aö ekki er um passíva lækningu að ræða — eins og til að mynda neyzla pilla. Það er mikilvægt að vita, að streita hrjáir mannkyn — þeir sem þjást af streitu eru ekki einhverjir aum- ingjar, — undantekningar. Mark- miðið er að skapa venjur, sem koma í veg fyrir streitu. Ég hef haldið 7 námskeið í ár og yfir 300 manns hafa tekið þátt í þeim — við góðar undirtektir held ég megi fullyrða. Nú eru tvö námskeið eftir á vegum Stjórnun- arfélags íslands — þriðjudag og miðvikudag að Hótel Esju og svo fimmtudag og föstudag, einnig að Hótel Esju.“ Hvað tekur við að loknum þess- um námskeiðum? Eru fleiri fyrir- huguð? „Nei, svo er ekki — ég er nú að fara í fyrirlestraferð til Evrópu, S-Ameríku og Asíu. Sú ferð tengist streitu. Maðurinn er lífvera, það er í sjálfu sér enginn nýr sannleikur. Hann vinnur vel þegar hann er í jafnvægi. Spurn- ingin er hvernig vill hann þróa sjálfan sig? Það er nauðsynlegt að við spyrjum um tilgang lífsins. Er það markmið mannsins að skapa verðmæti— taka þátt í lífsgæða- kapphlaupinu og öllu sem því fylgir eða er tilgangur okkar hér á jörðu að freista þess að nýta þá möguleika sem maðurinn býr yfir. Að virkja þau liðlega 90% manns- heilans, sem ónotaður er? Ég trúi að tilgangur lífsins sé sá — að laða það bezta fram í manninum. Að maðurinn vitkist og virki þá hæfi- leika, sem vissulega blunda með honum. Maðurinn hefur náð langt. Hann býr yfir mikilli tækniþekkingu. Hann hefur skapað sér veraldleg gæði. En ég held því fram, að líf okkar hafi ekki þann tilgang að taka þátt í þessu lífsgæðahlaupi. Líf okkar hefur ekki fallið í þann jarðveg, sem skapar lífshamingju. Svo við grípum til sögulegrar samlíkingar — það var mun meiri kraftur og meiri samhygð þegar Islendingar voru að berjast fyrir sjálfstæði landsins. Fólk hafði takmark — sjálfstæði landsins. Nú hins vegar ríkir sundrung. Fólk er upptekið af lifsgæðakapphlaupinu. Þetta kapphlaup skapar sundr- ungu — samvinna er ekki nægileg. Lífsorkan — krafturinn sem býr í manninum fær ekki útrás." Nú hefur þú starfað lengi er- lendis og máltækið segir „glöggt er gests augað". Finnst þér breyt- ingar hafa átt sér stað frá því þú hvarfst á brott? „Tvímælalaust — og það miklar. Það er kjaftæði að íslendingar séu lokaðir. Þvert á móti — Islend- ingar eru sérstaklega opnir og allir af vilja gerðir að bæta sig. Mér finnst þessi breyting áberandi síð- ustu fimm árin. íslendingar eru leitandi — þeir vilja laða það bezta fram hjá sér.“ - H. Halls Helgi tryggði sér skák- milljónina á Húsavík Helgi Ólafsson kom, sá og sigraöi í 4. helgarskákmóti tíma- ritsins Skákar og Skáksambands fslands sem haldiö var á Húsavík um helgina. Hann hlaut 5,5 vinn- inga af 6 mögulegum; geröi aöeins jafntefli viö Guömund Sigurjóns- son. Meö þessum sigri sínum hefur Helgi tryggt sér verölaun aö upp- hæð 1.000.000 krónur fyrir bestu frammistöðu í 5 helgarskákmót- um. Sigur Helga í mótinu var verö- skuldaöur enda tefldi hann af miklu öryggi og vann marga auö- velda sigra. Á hæla honum komu Guðmundur Sigurjónsson, Jóhann Hjartarson og Elvar Guðmundsson meö 5 vinninga. í 5.—6. sæti uröu Sævar Bjarnason og Gylfi Þór- hallsson en þeir hlutu 4,5 vinninga hvor. Aö þessu sinni vantaöi Friörik Ólafsson og aþjóölegu meistarana Margeir Pétursson og Jón L. Árnason, því var mót þetta ekki eins vel skipaö og fyrri helgarmót. Þetta kom þó ekki í veg fyrir aö hörö og tvísýn barátta færi fram í glæstum salarkynnum Hótels Húsavíkur. Fyrir síöustu umferö voru Helgi Olafsson og Sævar Bjarnason efstir og jafnir meö 4,5 vinninga. Næstir komu Guömund- ur Sigurjónsson, Dan Hansson, Jóhannes Gísli Jónsson, Elvar Guömundsson og Jóhann Hjartar- son með 4 vinninga. í síöustu umferð mættust Helgi og Sævar og var þar um hreina úrslitaskák aö ræöa. Eftir tíma- frekar drottningartilfærslur Sæv- ars í byrjuninni náöi Helgi betri stööu. í miötaflinu virtist skákin þó vera aö koöna niöur í jafntefli en Helgi fann skemmtilega leið til þess aö halda taflinu gangandi; fórnaöi manni fyrir 2 peö og góöa stöðu og vann stuttu síöar. A sama tíma áttust viö Guö- mundur og Dan Hansson frá Sví- þjóö. Þeim sænska tókst aö snúa á Guömund í miðtaflinu en þó var sá síöarnefndi ekki án gagnfæra. Þegar hárin risu hæst á höföum áhorfenda var staöan þessi: Svartur hótar aö drepa á g2 en hvítur skeytti engu um þaö og lék 35. f6l Framhaldið varö: — Bxg2+, 36. Kg1 — De3+, 37. Dxe3 — dxe3, 38. fxfl7+ — Hxg7, 39. Hf8+7? Afleikur mótsins. Eftir 39. Hc8+ — Hg8, 40. Hxg8+ — Kxg8, 41. Bxg2 hefur hvítur vinningsstööu. Nú skipast hins vegar veöur í lofti: — Hg8, 40. Hxg8+ — Kxg8, 41. Bxg2 — Hb1+, 42. Kh2 — e2. Hvítur gafst upp enda veröur e-peðiö ekki stöövaö meö góöu móti. Sannarlega svipleg endalok! í skák Gunnars Gunnarssonar og Jóhanns Hjartarsonar úr 5. umferö kom upp eftirfarandi staöa þegar leiknir höföu veriö 20 leikir: Síðasti leikur hvíts 20. Rfd3?? var grófur afleikur enda lét refsing- in ekki á sér standa: 20. — Rg3+I, 21. hxg37 Tapar strax. Skárri kostur var aö gefa skiptamun meö 21. Kg1 þó svo aö svartur fái þá mun betra tafl. — hxg3, 22. Rf2. Á þennan hátt ætlar hvítur aö bjarga sér en svartur er ekki á þeim buxunum — Dh4+I. 22. Rh3 — f4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.